Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, ágúst 2011

Bolvíkingar unnu bikarmeistaranna

Guđmundur Dađason skrifar:

Bolvíkingar og KR-ingar áttust viđ í 1. umferđ hrađskákkeppni taflfélaga í gćr. Enn eitt áriđ, ţessi liđ dragast merkilega oft saman. KR-ingar eru enn ađ fagna sigrinum á Ţór og ţegar viđ mćttum í Frostaskjóliđ tók Bikarinn í öllu sínu veldi á móti okkur. Flottur gripur. Viđ landsbyggđarmenn urđum auđvitađ ađ hefna og mćttum óhrćddir til leiks, engin slá til ađ bjarga KR í ţetta skiptiđ. Augljóst var í upphafi ađ einu eđa tveim ELO stigum munađi á liđunum. Viđ tókum strax forystuna međ 4,5-1,5 sigrum í fyrstu tveim umferđunum. Ţá ţriđju vann KR međ minnsta mun en ţađ reyndist eina sigurumferđin ţeirra. Viđ bćttum svo í og eftir 5-1 sigur í 6. umferđ var ljóst ađ stađan í hálfleik var 24-12. Helmingsmunur og í seinni hálfleik bćttum viđ í. Lokatölur urđu 52-20 Íslandsmeisturunum í vil.

Stefán, Jón Viktor, Ţröstur og Dagur drógu vagninn og fengu 42 vinninga samtals. Ţröstur var ađ venju međ fullt hús en ţađ tekur varla ađ nefna ţađ. Mađurinn er međ rugl skor fyrir Bolvíkinga í ţessari keppni og heyrir til undantekninga ef hann missir punkt. Athyglisverđasta viđureignin var á milli Stefáns og Sigurđar Herlufsen. Í fyrri skákinni fórnađi Stefán manni fyrir mjög vćnlega sókn. Sigurđur varđist vel og Stefán ţurfti ađ nota mikinn tíma til ađ finna sigurleiđina. Ţađ tókst ađ lokum en tíminn ţraut og Sigurđur fagnađi sigri. Í seinni skákinni vann Sigurđur mann og vélađi Stefán svo hćgt og örugglega niđur. Dćmiđ snérist hins vegar viđ og nú var ţađ Sigurđur sem féll í kolunninni stöđu. Stefán getur ţakkađ ćđri máttarvöldum fyrir ađ hafa náđ 1-1 jafntefli á móti Sigurđi. Eđa setti hann kannski upp ósýnilega slá?

Viđ ţökkum KR fyrir góđar móttökur og skemmtilegar skákir. Sjálfsagt mćtumst viđ aftur ađ ári!

Guđmundur Dađason, liđsstjóri.

Árangur Bolvíkinga:

  • Ţröstur Ţórhallsson 11 af 11
  • Dagur Arngrímsson  11 af 12
  • Jón Viktor Gunnarsson 10 af 11
  • Stefán Kristjánsson  10 af 12
  • Árni Ármann Árnason  5,5 af 12
  • Sćbjörn Guđfinnsson  3 af 8
  • Guđmundur Dađason  1,5 af 6
 

Árangur KR-inga:

  • Jón G. Friđjónsson  5,5 af 12
  • Sigurđur Herlufsen  4,5 af 12
  • Jóhann Örn Sigurjónsson  3,5 af 12
  • Vilhjálmur Guđjónsson  3 af 12
  • Ingimar Jónsson  2,5 af 12
  • Gunnar Skarphéđinsson  1 af 12

Víkingar unnu Hauka

Věkingaklúburinn náđi ađ sigra Hauka 46.5 - 25.5  (26-10 eftir fyrri umferđ) í 1. umferđ Hrađskákkeppni taflfélaga en viđureignin taldist vera heimaleikur Haukamanna
 
Fyrri umferđ:  1-5, 2-4, 1,5, 2-4, 1.5-4.5, 2.5-3.5
Seinni umferđ:  3-3, 1.5-4.5, 2.5-3.5, 1.5-4.5, 3-3, 4.5-1.5
 
besti árangur Víkinga:
 
Ólafur B. Ţórsson 10/12 (3.borđ)
Davíđ Kjartansson 9/10 (2. borđ)
Magnús Örn Úlfarsson 8.5/12 (1.borđ)
Gunnar Fr. Rúnarsson 6.5/10
Stefán Ţór Sigurjónsson 6/12
Lárus Knútsson 5.5/10
Sigurđur Ingason 1/6
 
Besti árangur Haukamanna:

 
Sverrir Ţorgeirsson 8/12 (2. borđ)
Ágúst Sindri karlsson 6/12 (1. borđ)
Ţorvarđur F. Ólafsson  5.5/11 (4. borđ)
Heimir Ásgeirsson 4.5/12 (3. borđ)
Einar Valdimarsson  1/10
Ingi Tandri Traustason ..5/10
Auđbergur Magnússon 0/5

 

Heimasíđa Hellis


Hellismenn yfirtrompuđu Bridsfjelagiđ - dregiđ í 2. umferđ

Mikil stemming var í Hellisheimilinu í kvöld ţegar 3 viđureignir fóru fram í  16 liđa úrslitum Hrađskákkeppni taflfélaga. Hellismenn unnu öruggan sigur á Bridsfjelaginu. Hellir fékk 59,5 gegn 12,5 vinninga Bridsara.  Hjörvar Steinn Grétarsson og Björn Ţorfinnsson fengu báđir fullt hús vinninga í 12 skákum.  Sigurđur Páll Steindórsson og Stefán Freyr Guđmundsson voru bestir Bridsara međ 4,5 vinning.

Árangur Hellisbúa:

  • Hjörvar Steinn Grétarsson 12 v. af 12
  • Björn Ţorfinnsson 12 v. af 12
  • Andri Áss Grétarsson 9 v. af 12
  • Jóhanna Björg Jóhannsdóttir 9 v. af 12
  • Helgi Brynjarsson 8,5 v. af 12
  • Rúnar Berg 6 v. af 6
  • Gunnar Björnsson 3 v. af 6

Árangur Bridsfjelaga:

  • Sigurđur Páll Steindórsson 4,5 v. af 12
  • Stefán Freyr Guđmundsson 4,5 v. af 12
  • Gunnar Björn Helgason 2 v. af 12
  • Sigurđur Sverrisson 1,5 v. af 12
  • Gísli Hrafnkelsson og Gústaf Steingrímsson fengu fćrri vinninga.

Úrslit í öđrum viđureignum kvöldsins koma síđar.  Ţegar liggur ţó fyrir ađrir sigurvegar kvöldsins voru: Víkingaklúbburinn, Skákfélag Íslands, Taflfélag Bolungarvíkur og Skákfélag Akureyrar.  Á morgun mćtast TR og Mátar í húsnćđi TR.

Dregiđ var í 2. umferđ.  Ţá mćtast:

  • Taflfélag Bolungarvíkur - Skákfélag Reykjanesbćjar
  • Skákfélag Íslands - Víkingaklúbburinn
  • Skákfélag Akureyrar - Taflfélag Reykjavíkur/Taflfélagiđ Mátar
  • Skákfélagiđ Gođinn - Taflfélagiđ Hellir
Heimaíđa Hellis

Meistaramót Hellis hefst 22. ágúst - hćkkuđ verđlaun

Meistaramót Hellis 2010 hefst mánudaginn 22. ágúst klukkan 19:30. Mótiđ er 7 umferđa opiđ kappskákmót sem lýkur 8. september.   Vegleg og fjölbreytt verđlaun eru í bođi. Ţar sem Hellir á 20 ára afmćli á árinu eru ađalverđlaun höfđ hćrri en venja hefur veriđ. Umhugsunartíminn verđur 1˝ klst. á skákina auk hálfrar mínútu á hvern leik.

Mótiđ er öllum opiđ og er reiknađ til alţjóđlegra skákstiga.  Skráning er hafin á heimasíđu Hellis.  Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má nálgast hér.

Teflt er á mánudögum og miđvikudögum og svo er tekin ein ţriđjudagsumferđ í byrjun móts.  Umferđir hefjast kl. 19:30.  Hlé verđur á mótinu ţegar Norđurlandamótiđ grunnskólasveita fer fram í Reykjavík.

Ađalverđlaun:

  1. 50.000
  2. 25.000
  3. 15.000

Upplýsingar um aukaverđlaun koma síđar.

Ţátttökugjöld:

  • Félagsmenn kr. 2.000; ađrir 3.000-
  • Unglingar 15 ára og yngri: Félagsmenn: 1.500; Ađrir 2.000.
  • Allir titilhafar fá frítt í mótiđ


Umferđartafla: 

  • 1. umferđ, mánudaginn, 22. ágúst, kl. 19:30
  • 2. umferđ, ţriđjudaginn, 23. ágúst, kl. 19:30
  • 3. umferđ, miđvikudaginn, 24. ágúst, kl. 19:30
  • 4. umferđ, mánudaginn, 29. ágúst, kl. 19:30
  • 5. umferđ, miđvikudaginn, 31. ágúst, kl. 19:30
  • 6. umferđ, mánudaginn, 5. september, kl. 19:30
  • 7. umferđ, miđvikudaginn, 7. september, kl. 19:30
Heimasíđa Hellis

Svidler skákmeistari Rússlands í sjötta sinn

Peter SvidlerPeter Svidler (2739) sigrađi á 64. rússneska meistaramótinu í skák sem lauk í Moskvu í dag.  Og ţađ ţrátt fyrir tap fyrir Morozevich (2694) í lokaumferđinni.  Svidler hlaut 5 vinninga í 7 skákum og varđ hálfum vinningi fyrir ofan Moro sem varđ annar.  Í 3.-5. sćti, međ 4 vinninga, urđu Karjakin (2788), Grischuk (2746) og Kramnik (2781), sem náđi ekki ađ fylgja eftir afburđarárangri sínum í Dortmund.

Ţetta er í sjötta skipti sem Svidler hampar titilinum en hann hefur hampađi einnig titlinum, 1994, 1995, 1997, 2003 og 2008.   Enginn hefur unniđ titilinn jafn oft og hann.


 

 


Hrađskákkeppni talfélaga: Fimm viđureignir fara fram í kvöld

Fimm viđureignir fara fram í Hrađskákkeppni taflfélaga í kvöld.  Ţrjár viđureignir fara fram í Hellisheimilinu og hefjast kl. 20.  Heimamenn í Helli mćta Bridsfjelaginu, Haukar mćta Víkingum og Skákfélag Íslands mćtir Skagamönnum. Skákfélag Akureyrar og Taflfélag Garđabćjar mćtast svo í Skákakademíunni, kl. 19:30 og KR-ingar taka á móti Bolvíkingum í KR-heimilinu kl. 19:30

Umferđinni lýkur svo á morgun međ viđureign TR og Máta sem fram fer í TR og hefst kl. 19:30. 

Strax ađ lokinni viđureignunum í Hellisheimilinu, um kl. 22:15 verđur dregiđ í átta liđa úrslit keppninnar.


Davíđ Kjartansson sigrađi á Stórmóti Árbćjarsafns og Taflfélags Reykjavíkur

IMG 8337Stórmót Taflfélags Reykjavíkur og Árbćjarsafns fór fram í blíđskaparveđri í Árbćnum í dag.  Hátíđardagskráin hófst međ lifandi tafli, en skákmeistararnir Guđmundur Kjartansson og Jóhann H. Ragnarsson stýrđu ţar lifandi fólki til orrustu á reitunum 64.  Gaman var ađ sjá ţátttöku allra aldurshópa í lifandi taflinu og voru margar fjölskyldur mćttar til leiks íklćddar búningum peđa, riddara, biskupa, hróka, drottninga og kónga. Rimmunni lauk međ jafntefli, en Jóhann sá sér ţann kost vćnstan ađ ţráleika eftir ađ sóknir höfđu gengiđ á báđa bóga.  Ţađ var svarta drottningin (Svanhildur Konráđsdóttir) sem ţráskákađi ţar til kapparnir sćttust á jafntefli.

Ađ lifandi tafli loknu fluttu skákkappar sig í Kornhúsinu ţar sem fram fór hrađskákmót. Mót ţetta erIMG 8365 fyrir löngu orđiđ óopinbert upphaf skákvertíđarinnar, en ađsóknarmet var slegiđ ađ ţessu sinni og mćttu til leiks 51 bókstaflega á öllum aldri.  Skákvígum ţessum lauk međ sigri Davíđs Kjartanssonar sem fór taplaus í gegnum mótiđ og leyfđi einungis jafntefli viđ Tómas Björnsson. Tómas fór líka taplaus í gegnum mótiđ en var full sáttfús og lenti ađ lokum í 3. sćti. Guđmundur Kjartansson skaut sér á milli ţeirra félaga, tapađi ađeins fyrir Davíđ en var vćgđarlaus viđ ađra.

Skákstjóri var Torfi Leósson.

Taflfélag Reykjavíkur vill koma ţökkum til allra sem tóku ţátt í ţessum skemmtilega viđburđi á Árbćjarsafninu í dag.

Heildarúrslit:

Stórmót TR og Árbćjarsafns 14. ágúst 2011- Heildarúrslit

  •   1 Davíđ Kjartansson                                    6,5 v.
  •   2 Guđmundur Kjartansson              6
  •   3 Tómas Björnsson                          5,5
  •   4 Björn Ívar Karlsson                      5
  •   5 Jóhann Hjörtur Ragnarsson          5
  •   6 Róbert Lagerman                          5
  •   7 Arnaldur Loftsson                                    5
  •   8 Stefán Bergsson                            5
  •   9 Gunnar Freyr Rúnarsson               5
  •  10 Oliver Aron Jóhannesson                        5
  •  11 Jón Trausti Harđarson                  4,5
  •  12 Elsa María Kristínardóttir            4,5
  •  13 Dagur Ragnarsson                       4,5
  •  14 Birkir Karl Sigurđsson                 4,5
  •  15 Halldór Pálsson                            4,5
  •  16 Kristján Örn Elíasson                   4
  •  17 Jóhann Helgi Sigurđsson             4
  •  18 Gunnar Nikulásson                      4
  •  19 Vignir Vatnar Stefánsson                        4
  •  20 Hermann Ragnarsson                   4
  •  21 Freygarđur Ţorsteinsson              4
  •  22 Jóhanna Björg Jóhannsdóttir       4
  •  23 Gauti Páll Jónsson                       4
  •  24 Donika Kolica                              3,5
  •  25 Sigurlaug Regína Friđţjófsdóttir 3,5
  •  26 Örn Stefánsson                            3,5
  •  27 Hildur Berglind Jóhannsdóttir     3,5
  •  28 Stefán Már Pétursson                  3,5
  •  29 Ásgeir Sigurđsson                                    3,5
  •  30 Óskar Long Einarsson                 3,5
  •  31 Andrés Karl Sigurđsson               3
  •  32 Ingi Tandri Traustason                 3
  •  33 Jakob Alexander Petersen                       3
  •  34 Kristófer Jóel Jóhannesson          3
  •  35 Rafnar Friđriksson                       3
  •  36 Björgvin Kristbergsson                3         
  •  37 Hilmir Hrafnsson                         3
  •  38 Hilmir Freyr Heimisson               2,5
  •  39 Veronika Steinunn Magnúsdóttir            2,5
  •  40 Gunnar Friđrik Ingibergsson        2,5
  •  41 Elín Nhung                                  2,5
  •  42 Bjarki Arnaldarson                      2,5
  •  43 Fannar Ingi Grétarsson                2,5
  •  44 Pétur Jóhannesson                                   2
  •  45 Atli Snćr Andrésson                   2
  •  46 Ásta Sóley Júlíusdóttir                2   
  •  47 Ellert Kristján Georgsson            1,5
  •  48 Ţorsteinn Freygarđsson                1,5
  •  49 Karl Andersson-Claesson                        1
  •  50 Hörđur Mar Tómasson                 0
  •  51 Helga Vollertsen                          0

 

Pistill: Torfi Leósson

Myndaalbúm mótsins (Sigurlaug Regína Friđţjófsdóttir og Jóhann H. Ragnarsson)


Skákţáttur Morgunblađsins: Armenar međ besta liđiđ á HM í Kína


Magnus CarlsenMagnús Carlsen styrkti stöđu sína á toppi alţjóđlega elo-listans ţegar hann bar sigur úr býtum í efsta flokki skákhátíđarinnar sem lauk í Biel í Sviss á dögunum. Magnús hlaut 7 vinninga af 10 mögulegum eđa 19 stig en á mótinu var fariđ eftir ţriggja stiga reglunni. Alexander Morozevich kom nćstur međ 6˝ vinning eđa 17 stig. Samkvćmt hinum svonefnda „lifandi lista" FIDE er Magnús efstur međ 2823 en Anand kemur nćstur međ 2817Kramnik í Dortmund (mynd af heimasíđu mótsins).

Stórmótinu í Dortmund lauk um svipađ leyti međ sigri Vladimirs Kramnik sem hlaut 7 vinninga af 10 mögulegum. Ţessi frábćri skákmađur hlýtur ađ teljast međal fimm bestu skákmanna heims.

Á međan á ţessu stóđ fylgdust menn hér heima grannt međ góđri frammistöđu Hannesar Hlífars Stefánssonar á opna tékkneska meistaramótinu. Hann var einn efstur fyrir lokaumferđina en tapađi ţá fyrir úkraínska stórmeistaranum Dmitry Kononenko og hafnađi í 2.-5. sćti međ 7 vinninga af níu mögulegum.

Hannes í Pardubice 2011Austur í Ningbo í Kína ţar sem heimsmeistaramóti landsliđa međ ţátttöku tíu liđa var ađ ljúka sýndu Armenar úr hverju ţeir eru gerđir og sigruđu örugglega. Lokaniđurstađan varđ ţessi:

1. Armenía 14 stig (22˝ v.). 2. Kína 13 stig (22˝ v.). 3. Úkraína 12 stig (19˝ v.). 4. Rússland 10 stig ( 21˝ v.).

Úrslitin ollu miklum vonbrigđum í Rússlandi ţví strax eftir mótiđ var landsliđsţjálfarinn Evgeny Bareev látinn taka pokann sinn. Ýmsir, ţ.á m. Anatolí Karpov, hafa látiđ í ljós Heimsmeistarar Armena 2011áhyggjur vegna hnignandi veldis Rússa á skáksviđinu. Armenar mćta alltaf til leiks međ mikinn metnađ í flokkakeppnir. Lev Aronjan var á 1. borđi en ađrir í sveitinni voru Movsesian, Akopjan, Sargissian og Hovhannisjan.

Gamall vinur Íslendinga, Yasser Seirwan, átti endurkomu mótsins, hlaut 4˝ v. af sjö mögulegum fyrir bandaríska liđiđ. Hann hefur ekki teflt opinberlega í um 10 ár og hefur sennilega velt ţví fyrir sér hvort eitthvađ hafi breyst á međan hann var í burtu. Skákdrottningin Judit Polgar hafđi a.m.k. ekkert nýtt fram ađ fćra ţegar Ungverjar mćttu Bandaríkjamönnum í 6. umferđ:

Seirawan - PolgarHeimsmeistaramót landsliđa 2011:

Yasser Seirwan -Judit Polgar

Nimzoindversk vörn

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. Dc2 O-O 5. a3 Bxc3 6. Dxc3 d6 7. Bg5 Rbd7 8. e3 b6 9. Re2 Ba6 10. Dc2 c5 11. dxc5 bxc5 12. Rc3 Db6 13. O-O-O

Ţessi byrjun hlýtur ađ hafa verkađ ţćgilega á Yasser; en svona tefldu menn oft á árunum í kringum 1990.

13. ... Bb7 14. e4 Hab8 15. Hd2 Hfc8 16. Be2 Re8 17. f4 Rf8 18. Hhd1 f6 19. Bh4 Rg6 20. g3!

Snjall leikur. Eftir 20. ... Rxh4 21. gxh4 getur hvítur sótt eftir opinni g-línu.

20. ... Hd8 21. Bg4 e5 22. Be6+ Kf8 23. f5 Re7 24. g4!

Skyndilega er svarta stađan orđin afar óvirk.

24. ... h6 25. Bf2 Rc6 26. Rd5 Da5 27. h4 Rd4 28. Bxd4 cxd4 29. g5 Bxd5 30. exd5 hxg5 31. hxg5 fxg5

gljnqpt4.jpg(SJÁ STÖĐUMYND)

32. f6!

Leikur peđi beint ofan í ţrćlvaldađan reit.

32. ... Hxb2

Ţessi gagnatlaga er dćmd til ađ mistakast en hvađ var til ráđa? 32. .... gxf6 er svarađ međ 33. Dh7! og vinnur og ţá er 32. ... Rxf6 svarađ međ 33. Dg6 Hb7 34. Hh1! vinnur strax.

33. Kxb2 Rxf6 34. Ka2 Dc7 35. Hg2 Hc8 36. Bxc8 Dxc8 37. Hxg5 Rxd5 38. Df5 Dxf5 39. Hxf5 Rf6 40. c5 Ke7 41. c6 Rd5 42. Hg1 d3 43. Kb3 Ke6 44. Hfg5

- Ekki besti dagur Juditar sem gafst loksins upp.

Helgi Ólafsson | helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is u.ţ.b. viku síđar en í blađinu sjálfu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 7. ágúst 2011.

Skákţćttir Morgunblađsins


Borgarskakmótiđ fer fram á fimmtudag

IMG 1034 Borgarskákmótiđ fer fram fimmtudaginn 18. ágúst, og hefst ţađ kl. 16:00.  Mótiđ fer fram venju samkvćmt í Ráđhúsi Reykjavíkur og standa Reykjavíkurfélögin, Taflfélag Reykjavíkur og Taflfélagiđ Hellir, ađ mótinu, sem og síđustu ár.  Gera má ráđ fyrir ađ margir af sterkustu skákmönnum ţjóđarinnar taka ţátt í ţví.   Skákmenn eru hvattir til ađ skrá sig sem fyrst til leiks en skráning er fram hér á Skák.is.  Mótiđ er öllum opiđ og er ţátttaka ókeypis.  Upplýsingar um skráđa keppendur má nálgast hér.

Einnig er hćgt ađ skrá sig í  í síma 866 0116 (Vigfús) og 862 6290 (Sigurlaug).  Tefldar verđa 7 umferđir međ 7 mínútna umhugsunartíma.     Ţetta er í 26. sinn sem mótiđ fer fram og er ţetta iđulega eitt best sótta skákmót hvers árs.  Í fyrra sigrađi  Guđmundur Gíslason, sem ţá tefldi fyrir Tapas barinn. 

Verđlaun:

  1. 15.000 kr.
  2. 10.000 kr.
  3.   5.000 kr.

Stórmót TR og Árbćjarsafns fer fram í dag

IMG 6567Stórmót Árbćjarsafns og Taflfélags Reykjavíkur  fer fram sunnudaginn 14. ágúst. Teflt verđur í Árbćjarsafni og hefst  tafliđ kl. 14. Tefldar verđa 7 umferđir međ umhugsunartímanum 7 mínútur á  skák.

Á undan, eđa kl.13, fer fram lifandi tafl, en lifandi tafliđ er fyrir  löngu orđinn árviss og skemmtilegur viđburđur í dagatali skákmanna.

Veitt verđa verđlaun fyrir ţrjú efstu sćtin í Stórmótinu, 12.000 kr., 8.000 kr. og 5.000 kr.

Ţátttökugjöld í Stórmótinu eru kr. 1000 fyrir 18 ára og eldri, en ókeypis  fyrir yngri en 18 ára og eru ţátttökugjöld jafnframt ađgangseyrir í  safniđ.  Ţeir sem eiga ókeypis ađgang í safniđ, t.d menningarkort, ţurfa ekki ađ borga ţátttökugjöld í mótiđ.

Ekkert kostar ađ taka ţátt í Stórmótinu fyrir ţá sem taka ţátt í lifandi taflinu.

Enn eru laus pláss í lifandi taflinu og leika peđ, riddara, biskup,  hrók, kóng eđa drottningu.

Áhugasamir hafi samband viđ Sigurlaugu Regínu  í sigurlaug.regina@internet.is.  Skráningu í lifandi tafliđ lýkur fimmtudaginn 11. ágúst.  Ţeir sem taka ţátt í lifandi taflinu ţurfa ađ mćta á Árbćjarsafn ţann 14. ágúst kl.12.30 til ađ fara í búninga.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.7.): 5
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 169
  • Frá upphafi: 8779129

Annađ

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 104
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband