Bloggfćrslur mánađarins, ágúst 2011
Ţrátt fyrir ađ vera einungis ellefu ára gamall hefur Akureyringurinn Jón Kristinn Ţorgeirsson ţegar náđ miklum árangri á vettvangi skáklistarinnar og međal annars unniđ flest ţau skákmót sem hann hefur tekiđ ţátt í. Ţannig varđ hann til ađ mynda efstur í flokki drengja 11 til 14 ára á Unglingalandsmóti Ungmennafélags Íslands sem fram fór á Egilsstöđum um verslunarmannahelgina. Ennfremur fékk hann flest stig allra sem kepptu og var eini keppandinn sem fékk fullt hús stiga.
Um nćstu helgi mun Jón Kristinn keppa fyrir Íslands hönd í landskeppni viđ Fćreyjar sem fram fer ađ ţessu sinni á Húsavík og Akureyri. Hann verđur ţar međ langyngsti keppandinn sem tekiđ hefur ţátt í keppninni sem fram fer ađ ţessu sinni í sautjánda sinn en fyrst var keppt í henni áriđ 1978.
Fischer í uppáhaldi
Ég byrjađi ađ ćfa í september 2008 eftir ađ pabbi minn kenndi mér mannganginn. Síđan fór ég bara ađ hafa áhuga á ţessu," segir Jón Kristinn ađspurđur hvernig ţađ hafi komiđ til ađ hann hóf ađ ćfa skák. Hann var síđan orđinn Íslandsmeistari í sínum flokki í janúar 2009 ţannig ađ óhćtt er ađ segja ađ árangurinn hafi ekki látiđ standa á sér.Jón Kristinn hefur međal annars ţjálfađ sig í skákinni međ ţví ađ spila skákleiki á netinu og einnig hefur hann sótt ćfingar á vegum Skákfélags Akureyrar ţar sem hann er félagi. Vinir hans taka stundum í skák međ honum líka ađ hans sögn. Hann segist yfirleitt vinna ţá og sömuleiđis tölvuna nema ef leikirnir eru í hćstu styrkleikaflokkum.
Jón Kristinn ćtlar ađ halda áfram ađ sinna skáklistinni og bćta sig í ţeim efnum og markmiđiđ er ekki af verri endanum heldur er stefnan ađ fara alla leiđ. Ég stefni á meira en ţađ, ég stefni á ađ verđa heimsmeistari, " segir hann ađspurđur hvort markmiđiđ sé ađ verđa íslenskur stórmeistari. Ţar međ myndi hann feta í fótspor ţess skákmeistara sem hann segir ađ sé í mestu uppáhaldi, Bobbys Fischer, sem varđ sem kunnugt er heimsmeistari áriđ 1972 á heimsmeistaramótinu sem fram fór í Reykjavík.
Foreldrar Jóns Kristins eru ţau María Stefánsdóttir stuđningsfulltrúi og Ţorgeir Smári Jónsson, fiskvinnslumađur frá Munkaţverá í Eyjafjarđarsveit.
----------------------
Grein ţessi birtist á baksíđu Morgunblađsins 5. ágúst 2011. Höfundur er Hjörtur J. Guđmundsson. Myndin er tekin af Skapta Hallgrímssyni. Skák.is kann Morgunblađinu, Hirti og Skapta bestur ţakkir fyrir ađ leyfa birtingu á Skák.is.
12.8.2011 | 13:00
Stórmót TR og Árbćjarsafns fer fram á sunnudag
Stórmót Árbćjarsafns og Taflfélags Reykjavíkur fer fram sunnudaginn 14. ágúst. Teflt verđur í Árbćjarsafni og hefst tafliđ kl. 14. Tefldar verđa 7 umferđir međ umhugsunartímanum 7 mínútur á skák.
Á undan, eđa kl.13, fer fram lifandi tafl, en lifandi tafliđ er fyrir löngu orđinn árviss og skemmtilegur viđburđur í dagatali skákmanna.
Veitt verđa verđlaun fyrir ţrjú efstu sćtin í Stórmótinu, 12.000 kr., 8.000 kr. og 5.000 kr.
Ţátttökugjöld í Stórmótinu eru kr. 1000 fyrir 18 ára og eldri, en ókeypis fyrir yngri en 18 ára og eru ţátttökugjöld jafnframt ađgangseyrir í safniđ. Ţeir sem eiga ókeypis ađgang í safniđ, t.d menningarkort, ţurfa ekki ađ borga ţátttökugjöld í mótiđ.
Ekkert kostar ađ taka ţátt í Stórmótinu fyrir ţá sem taka ţátt í lifandi taflinu.
Enn eru laus pláss í lifandi taflinu og leika peđ, riddara, biskup, hrók, kóng eđa drottningu.
Áhugasamir hafi samband viđ Sigurlaugu Regínu í sigurlaug.regina@internet.is. Skráningu í lifandi tafliđ lýkur fimmtudaginn 11. ágúst. Ţeir sem taka ţátt í lifandi taflinu ţurfa ađ mćta á Árbćjarsafn ţann 14. ágúst kl.12.30 til ađ fara í búninga.
Spil og leikir | Breytt 9.8.2011 kl. 14:59 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
12.8.2011 | 11:30
Sullufótafrćđi og róbot - allt í háalofti!
Í ţćtti Simma og Jóa, ţann 30. júlí var fjallađ um skák á afar skemmtilegan hátt. Jói og Valtýr (sem leysir Simma af) fara ásamt Hemma Gunn yfir skrif á Skákhorninu um árangur Hannesar Hlífars á Czech Open. Hemmi Gunn fer hreinlega á kostum.
Ritstjóri skemmti sér ákaflega vel viđ hlustunina.
Hćgt er ađ hlusta á innslagiđ í međfylgjandi viđhengi.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 13:28 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
12.8.2011 | 07:33
Borgarskákmótiđ fer fram 18. ágúst

Einnig er hćgt ađ skrá sig í í síma 866 0116 (Vigfús) og 862 6290 (Sigurlaug). Tefldar verđa 7 umferđir međ 7 mínútna umhugsunartíma. Ţetta er í 26. sinn sem mótiđ fer fram og er ţetta iđulega eitt best sótta skákmót hvers árs. Í fyrra sigrađi Guđmundur Gíslason, sem ţá tefldi fyrir Tapas barinn.
Verđlaun:
- 15.000 kr.
- 10.000 kr.
- 5.000 kr.
11.8.2011 | 23:11
Gođinn lagđi TV
Liđ Gođans vann TV í frumraun sinni í hrađskákkeppni taflfélaga nú í kvöld. Viđureignin fór fram í húsnćđi SÍ í Faxafeni. Gođmann fengu 41,5 vinninga gegn 30,5 vinningum TV. Međ sigrinum í kvöld tryggđi Gođinn sér sćti í 8-liđa úrslitum. Sigurđur Dađi Sigfússon var bestur Ţingeyinga en Ingvar Ţór Jóhannesson var bestur Eyjamanna.
Gođinn
Sigurđur Dađi Sigfússon 9
Ásgeir P Ásbjörnsson 8
Tómas Björnsson 7
Hlíđar Ţór Hreinsson 6
Björn Ţorsteinsson 5,5
Einar Hjalti Jensson 5
Liđ TV
Ingvar Ţór Jóhannesson 7,5
Björn Ívar 7
ţorsteinn Ţorsteinsson 6,5
Kristján Guđmundsson 6
Nökkvi Sverrisson 2,5
Bjartni Hjartarson 2
11.8.2011 | 16:18
Svidler og Morozevich efstir á Rússneska meistaramótinu
64. meistaramót Rússlands er nú í gangi. Átta skákmenn taka ţátt og eru međalstigin 2715 skákstig. Rússarnir gera ţetta skemmtilega og má međal annars finna beina sjónvarpsútsendingu í miklum myndgćđum frá skákstađ.
Eftir fjórar umferđir eru Svidler (2739I og Morozevich (2694) efstir međ 3 vinninga og hafa vinningsforskot á nćstu menn sem eru Karjakin (2788), Grischuk (2746) og Kramnik (2781). Fjörlega var teflt í umferđ dagsins og engri skák lauk međ jafntefli.
Frídagur er á morgun en lokaumferđirnar fara fram laugardag-mánudag.
- Heimasíđa mótsins (á rússnesku en vel lćsileg međ Google translate)
- Beinar útsendingar (hefjast kl. 11 nema síđasta umferđin kl. 9)
- Sjónvarpsútsendingar međ skákskýringum
11.8.2011 | 15:22
Skákungmenni heiđruđ fyrir Sómalíusöfnun
Rauđi kross Íslands heiđrađi í morgun ungmennin sem stóđu fyrir skákhátíđinni Viđ erum ein fjölskylda" um síđustu helgi. Alls söfnuđu ţau einni milljón króna í tveggja daga skákmaraţoni til styrktar Sómalíu, auk ţess sem símasöfnun Rauđa krossins tók mikinn kipp á sama tíma og ţar bćttist um ein milljón króna til viđbótar.
Um 20 börn tóku ţátt í maraţoninu og stóđu sig međ miklum sóma. Rauđi krossinn er ţeim ákaflega ţakklátur fyrir framtakiđ og af ţví tilefni litu fulltrúar hans inn á ćfingu hjá Skákakademíunni ţar sem hinir öflugu skákkrakkar tóku á mótu viđurkenningarskjölum. Rauđi krossinn vill einnig ţakka ţeim sem tefldu viđ ungmennin og styrktu ţannig málefniđ međ framlagi sínu. Peningarnir verđa notađir til hjálparstarfs Rauđa krossins í Sómalíu ţar sem börn svelta heilu hungri.
Upphćđin sem safnađist dugar til ađ kaupa bćtiefnaríkt hnetusmjör til ađ hjúkra um 1.300 alvarlega vannćrđum börnum til heilbrigđis. Ţađ voru Skákakademía Reykjavíkur og Skáksamband Íslands sem stóđu fyrir maraţonskákhátíđinni í Ráđhúsi Reykjavíkur. Ţar tefldu mörg efnilegustu börn og unglingar landsins viđ gesti og gangandi. Mótherjar krakkanna borguđu upphćđ ađ eigin vali.
Áfram verđur tekiđ á móti framlögum í síma Rauđa krossins, 904-1500, og ţá bćtast viđ 1.500 kr. viđ nćsta símreikning. Einnig er hćgt ađ styrkja neyđarađstođ Rauđa krossins í Sómalíu međ ţví ađ greiđa inn á reikning hjálparsjóđs í banka 0342, hb. 26, reikn. 12, kt. 530269-2649. Ţá munu öll áheit fyrir Rauđa krossinn í Reykjavíkurmaraţoninu ţann 20. ágúst renna í Sómalíusöfnunina.
Rauđi krossinn dreifir matvćlum daglega til ţúsunda fjölskyldna í Miđ- og Suđur Sómalíu, ţvert á átakalínur međan stríđ geisar ţar. Á nćstu vikum og mánuđum munu Rauđi krossinn og Rauđi hálfmáninn veita um 50.000 börnum ađstođ á nćringarmiđstöđvum hreyfingarinnar, og dreifa matvćlum til um einnar milljónar manna.
10.8.2011 | 23:51
Reyknesingar lögđu Selfyssinga
Fyrsta viđureign 1. umferđar (8 liđa úrslita) Hrađskákkeppni taflfélaga fór fram í Selinu í Selfossi í kvöld. Ţađ fór eins og viđ var ađ búast ađ viđureign Skákfélag Selfoss og nágrennis og Skákfélags Reykjanesbćjar yrđi spennandi spennandi. SR vann 37,5 gegn 34,5 vinningum SSON. Agnar Olsen var bestur gestanna en heimamenn voru nokkuđ jafnir. Páll Leó Jónsson kom sterkur inn og vann allar sínar fjórar skákir. Á morgun, fimmtudag, heldur keppnin áfram en ţá fer fram viđureign Gođans og TV, í húsnćđi SÍ. Viđureignin hefst kl. 20.
SSON
Ingvar Örn
Úlfhéđinn
Magnús M
Inga B öll međ 6 vinninga í 12 skákum
Ingimundur 5,5 í 12 skákum
Grantas 1 v í 8 skákum
Páll Leó 4 v í 4 skákum
SR
Agnar 9
Siguringi 7,5
Haukur B 6,5
Helgi J 6
Ólafur Í 4,5
Hannes 4
10.8.2011 | 23:33
Skákirnar úr landskeppninni
Sigurđur Arnarson hefur slegiđ inn skákirnar úr Landskeppni Íslands og Fćreyjar um sl. helgi.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 23:35 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
10.8.2011 | 15:50
Skáksund í Vesturbćjarlaug - Björn vann Stefán í drekanum
Eins og alţjóđ er kunnugt um er nú hćgt ađ tefla í potti eitt í Laugardalslaug. Samkvćmt öruggum heimildum ritstjóra er sundtafliđ í mikilli notkun af ungum jafnt sem öldnum. Bráđabirgđartafli var nýlega skipt út fyrir sérstaklega smíđađ sundtaflborđ, hannađ af hinum hagleikna Róberti Lagerman.
Skákvćđing reykvískra sundlauga hélt áfram nú í dag: í fyrstu skákinni á sundtaflinu í Vesturbćjarlaug lagđi Björn Ívar Karlsson félaga sinn Stefán Bergsson ađ velli í sókndjarfri drekaskák.
Nú er ţví hćgt ađ tefla í grunna pottinum í Vesturbćjarlaug.
Ţessar ungu stúkur sátu ađ tafli í anddyrinu ţegar Stefán og Björn bar ađ garđi.
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.7.): 25
- Sl. sólarhring: 26
- Sl. viku: 189
- Frá upphafi: 8779149
Annađ
- Innlit í dag: 17
- Innlit sl. viku: 118
- Gestir í dag: 13
- IP-tölur í dag: 13
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar