Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, ágúst 2011

Viđ erum ein fjölskylda: Mćtum í Ráđhúsiđ!

p1010096.jpgÍslensk börn skora á íslensku ţjóđina í skák í Ráđhúsi Reykjavíkur um helgina. Tilgangurinn er ađ safna fé fyrir Rauđa krossinn, sem berst nú upp á líf og dauđa viđ hungursneyđina í Sómalíu.

Donika Kolica, 15 ára talsmađur skákkrakkanna, segir ađ nú séu 350 ţúsund börn í bráđri lífshćttu vegna hungurs. „Ţađ eru fleiri en íslenska ţjóđin," sagđi Donika í kvöldfréttatíma Sjónvarps á föstudagskvöld.

Donika mun tefla vígsluskák maraţonsins viđ Jón Gnarr, borgarstjóra í Reykjavík.

Donika segist vona ađ sem allra flestir komi í Ráđhúsiđ, taki skák og láti gott af sér leiđa. „Margt smátt gerir eitt stórt," sagđi Donika, sem ćttuđ er frá Kosovo, talar sex tungumál og kvíđir ekki skákinni viđ borgarstjórann.

Mörg af efnilegustu ungmennum Íslands, á aldrinum 6-18 ára, tefla viđ gesti og gangandi.

Fyrir skákina má greiđa upphćđ ađ eigin vali. Allir peningar sem safnast fara í  ađ kaupa vítamínbćtt hnetusmjör, til ađ hjúkra hungruđum börn.

Ţórir Guđmundsson hjá Rauđa krossinn sagđi í viđtali á föstudag ađ hörmungarnar í Sómalíu vćru ólýsanlegar. Hann sagđi vítamínbćtta hnetusmjöriđ sannkallađ kraftaverkalyf, og fyrir litla upphćđ mćtti hjúkra barni til lífs.

Stefán Bergsson framkvćmdastjóri Skákakademíu Reykjavíkur minnti í Sjónvarpsfréttum á ađ kjörorđ alţjóđa skákhreyfingarinnar vćri: Viđ erum ein fjölskylda. „Ţeim orđum eigum viđ ađ fylgja í verki," sagđi Stefán."Viđ getum ekki stađiđ hjá međan börn deyja."

Allir eru velkomnir í Ráđhúsiđ, og ef einhver treystir sér engan veginn til ađ tefla viđ krakkana, getur viđkomandi valiđ um undirstöđukennslu í skák, eđa fengiđ skákmeistara til ađ tefla fyrir sig. Ţannig geta allir veriđ međ.

Án efa munu margir vilja spreyta sig gegn íslensku krökkunum, sem eru engin lömb ađ leika sér viđ á taflborđinu. Međal vćntanlegra gesta má nefna Össur Skarphéđinsson, Egil Ólafsson, Ísgerđi Elfu Gunnarsdóttur, Jóhönnu Kristjónsdóttur og Boga Ágústsson.

Gunnar Björnsson forseti Skáksambands Íslands mun ásamt mörgum sjálfbođaliđum ađstođa krakkana viđ framkvćmd maraţonsins. Hann mun ásamt Helga Árnasyni skólastjóra Rimaskóla manna posann, fyrir ţá sem vilja greiđa međ korti.

Forseti Skáksambandsins hvatti fólk til ađ mćta í Ráđhúsiđ. „Ég er sammála ţeim sem sagđi, ađ mađurinn rísi aldrei hćrra en ţegar hann beygir sig niđur til ađ bjarga barni."


Viđ erum ein fjölskylda: Umfjöllun í fjölmiđlum

Töluvert hefur veriđ um skákmaraţoniđ í fjölmiđlum.  Hér eru nokkur skemmtileg dćmi:


Borgarstjórinn međ fyrstu skákina!

p1010096.jpgBorgarstjórinn međ fyrstu skákina! Ţađ styttist óđum í fyrstu skákina í Skákmaraţoninu um helgina: Viđ erum ein fjölskylda.Skákin sú verđur tefld millum Jóns Gnarr og Doniku Kolica, skákprinsessunar frá Kosovo. Donika hefur sýnt góđa takta á skákborđinu ađ undanförnu en minna er vitađ um skákgetu borgarstjórans. Ţó hefur hann oft á tíđum efast um byrjanaval sterkra skákmanna ţegar hann leikur fyrsta leikinn hjá ţeim. Ţví var brugđiđ á ţađ ráđ ađ fá hćstvirtan utanríkisráđherra Jóni til halds og trausts, en Össur Skarphéđinsson er ţekktur skákáhugamađur og tíđur gestur á stórmótum skákhreyfingarinnar í gegnum tíđina. 

Ađ lokinni fyrstu skákinni hefst svo balliđ ţegar helstu skákstúlkur landsins tefla viđ góđa gesti eins og Ţorgrím Ţráinsson, Ţorstein Guđmundsson, Gunnleif Gunnleifsson, Ingibjörgu Reynis og fleiri. 

Alls skipta um fimmtán skákbörn vaktinni milli sín um helgina. Ţađ er ţeirra einlćga von ađ sem flestir komi og tefli viđ ţau og láti fé af hendi rakna í söfnunina handa sómölskum börnum. 

Gens Una Sumus. 

 


Politiken Cup: Henrik međ jafntefli viđ Fridman

HenrikHenrik Danielsen (2535) gerđi jafntefli viđ ţýska stórmeistarann Daniel Fridman (2659) í áttundu umferđ Politiken Cup sem fram fór í dag.  Henrik hefur 6 vinninga og er í 12.-26. sćti.  Í níundu og nćstsíđustu umferđ, sem fram fer á morgun, teflir Henrik viđ úkraínska stórmeistarann Oleg Romanishin (2526).   Umferđin hefst kl. 11 og verđur skák Henriks sýnd beint. Gunnar Finnlaugsson (2079) vann, hefur 4,5 vinning, og er í 89.-133. sćti.

Stórmeistararnir Igor Kurnosov (2633), Rússlandi, Jon Ludvig Hammer (2610) eru efstir međ 7 vinninga.  

Skákir Henriks á mótinu má nálgast hér

311 skákmenn taka ţátt í ţessu móti, sem fram fer í 30. júlí - 7. ágúst, og ţar af eru 26 stórmeistarar.  Henrik er nr. 19 í styrkleikaröđ keppenda en Gunnar er nr. 126.  Tefldar eru 10 umferđir.

Viđ erum ein fjölskylda: Fjöldi ţjóđkunnra Íslendinga tekur áskorun skákbarna sem safna fyrir börnin í Sómalíu

Össur SkarphéđinssonMargir ţjóđkunnir Íslendingar ćtla ađ taka áskorun skákbarnanna, sem um helgina munu tefla maraţon viđ gesti og gangandi í Ráđhúsinu og safna ţannig sem notađ verđur til ađ bjarga sveltandi börnum í Sómalíu.

Kristjón K. Guđjónsson, sem hefur umsjón međ gestalistanum í Ráđhúsinu, segir undirtektir frábćrar. ,,Ţađ vilja allir leggja sitt af mörkum, alveg burtséđ frá skákkunnáttu. Yfirskrift söfnunarinnar er eitthvađ sem allir Íslendingar geta skrifađ undir: Viđ erum ein fjölskylda."

Međal ţeirra sem ćtla ađ spreyta sig á móti krökkunum í Ráđhúsinu um helgina eru  Jón Gnarr borgarstjóri,  Össur Skarphéđinsson utanríkisráđherra, Ísgerđur Elfa Gunnarsdóttir leikkona, Bogi Ágústsson fréttamađur, Illugi Jökulsson blađamađur, Ţorgrímur Ţráinsson rithöfundur, Bjarni Guđjónsson fyrirliđi KR, Egill Ólafsson leikari og söngvari, Ţorsteinn Guđmundsson leikari, Adolf Ingi Erlingsson fréttamađur, Gunnleifur Gunnleifsson markvörđur, Ingibjörg Reynisdóttir leikkona, Hjörtur Hjartarson fréttamađur og liđsmađur ÍA, Andri Steinn útvarpsmađur, Geir Ólafsson söngvari, Snorri Ásmundsson listamađur, Jón Gnarr og Björn SölviFriđrik Ţór Friđriksson kvikmyndaleikstjóri og Siggi stormur.

Mótherjar krakkanna borga upphćđ ađ eigin vali, sem rennur beint í söfnun Rauđa kross Íslands vegna hinnar hrćđilegu hungursneyđar í Sómalíu.

Samkvćmt upplýsingum frá Rauđa krossinum notađ verđur allt framlag söfnunarinnar notađ til ađ kaupa vítamínbćtt hnetusmjör, sem er notađ til ađ hjúkra alvarlega vannćrđum börnum til heilbrigđis í Sómalíu.

Ísgerđur ElfaTaflmaraţoniđ í Ráđhúsinu hefst klukkan 10 laugardaginn 6. ágúst og stendur til klukkan 18. Ţađ heldur áfram á sunnudag, á sama tíma, og er ţađ einlćg von íslensku skákkrakkanna ađ sem allra flestir leggi leiđ sína á maraţoniđ.

Skákakademía Reykjavíkur og Skáksamband standa ađ maraţoninu, en kjörorđ Skákhreyfingarinnar er „Viđ erum ein fjölskylda" og međ maraţoninu í Ráđhúsinu vilja ungir liđsmenn skákgyđjunnar á Íslandi sýna börnum í Sómalíu stuđning í verki.


Politiken Cup: Henrik međ jafntefli viđ Hess í sjöundu umferđ

HenrikHenrik Danielsen (2535) gerđi jafntefli viđ bandaríska stórmeistarann Robert Hess (2609) í sjöundu umferđ Politiken Cup sem fram fór í dag.  Henrik hefur 5,5 vinning og er í 7.-26. sćti.  Stórmeistararnir Igor Kurnosov (2633), Rússlandi, og Julian Radulski (2556) eru efstir og jafnir međ 6,5 vinning.  Í áttundu umferđ, sem fram fer á morgun, teflir Henrik viđ ţýska stórmeistarann, og fjórđa stigahćsta keppenda mótsins, Daniel Fridman (2569).  Umferđin hefst kl. 11 og verđur skák Henriks sýnd beint.  Gunnar Finnlaugsson (2072) gerđi jafntefli og hefur 3,5 vinning.

Skákir Henriks á mótinu má nálgast hér

311 skákmenn taka ţátt í ţessu móti, sem fram fer í 30. júlí - 7. ágúst, og ţar af eru 26 stórmeistarar.  Henrik er nr. 19 í styrkleikaröđ keppenda en Gunnar er nr. 126.  Tefldar eru 10 umferđir.


Viđ erum ein fjölskylda: RKÍ í heimsókn

P1010057Eins og alla morgna í sumar var kátt á hjalla í Skákakademíunni ţennan morguninn. Björn Ívar fór yfir frćđin af mikilli festu og fengu svo krakkarnir góđa heimsókn um miđjan tímann. Var ţar kominn Ţórir Guđmundsson frá Rauđa Krossi Íslands. Ţórir, sem starfar sem yfirmađur alţjóđasviđs Rauđa Krossins kynnti starfssemina fyrir krökkunum. Fór hann vítt og breitt yfir starfssemi Rauđa Krossins út um allan heim. Líkti hann Rauđa Krossinum viđ her taflmanna, ţar sem hver og einn taflmađur vćri nauđsynlegur og sinnti mismunandi hlutverki.

Ţórir fór yfir hiđ hrćđilega ástand í Sómalíu. Ţar geysa hungursneyđ, ţurrkar og stríđ. Erfitt getur reynst ađ koma hjálpargögnum til landsins enda landinu ađ miklu leyti stjórnađ af uppreisnarher. Fagnađi Ţórir framlagi krakkanna um komandi helgi og gerđi ţeim grein fyrir hversu mikilvćg söfnun ţeirra vćri fyrir sómölsk börn. Öll framlög sem berast í söfnunina fara til kaupa á vítamínbćttu hnetusmjöri sem er ţađ fyrsta sem vannćrđ börn láta inn fyrir sínar varir. Eftir 2-4 vikur á ţví fćđi geta börnin fariđ ađ borđa nokkuđ venjulega.P1010069

Eftir kynninguna tefldi Ţórir viđ skákprinsessuna Doniku Kolica sem hefur sýnt miklar framfarir í skákinni ađ undanförnu. Donika er talsmađur krakkanna sem taka ţátt í söfnuninni Viđ erum ein fjölskylda. Ţórir hefur nokkuđ komiđ ađ skák: stjórnađi sjónvarpsútsendingum frá einvíginu Jóhann - Kortsnoj, St. John 1988 og mćtti nokkrum sinnum sem ungur drengur á heimsmeistaraeinvígiđ1972.

Skákin var hin athyglisverđasta og Ţórir kunni sitthvađ fyrir sér en ţurfti ađ lokum ađ játa sig sigrađađan gegn skákprinsessunni frá Kosovo.

Sem fyrr er skorađ á skákmenn ađ mćta í Ráđhúsiđ um helgina - ţitt framlag bjargar.

Myndaalbúm


Politiken Cup: Henrik vann í sjöttu umferđ og er í 5.-18. sćti

HenrikHenrik Danielsen (2535) vann ítalska alţjóđlega meistarann  Emiliano Aranovitch (2328) í sjöttu umferđ Politiken Cup sem fram fór í dag.  Henrik hefur 5 vinninga og er í 5.-18. sćti.  Sćnski stórmeistarinn Jonny Hector (2568) er einn efstur međ fullt hús.  Í sjöundu umferđ, sem fram fer á morgun, teflir Henrik viđ bandaríska stórmeistarann Robert Hess (2609).   Umferđin hefst kl. 11 og verđur skák Henriks sýnd beint. Gunnar Finnlaugsson (2079) tapađi, hefur 3 vinninga, og er í 122.-189. sćti.  

Skákir Henriks á mótinu má nálgast hér

311 skákmenn taka ţátt í ţessu móti, sem fram fer í 30. júlí - 7. ágúst, og ţar af eru 26 stórmeistarar.  Henrik er nr. 19 í styrkleikaröđ keppenda en Gunnar er nr. 126.  Tefldar eru 10 umferđir.


Áskorun til skákmanna!

born_i_somaliu.jpgNćstu helgi standa Skákakademía Reykjavíkur og Skáksamband Íslands fyrir maraţonskák í Ráđhúsi Reykjavíkur. Ţar munu mörg efnilegustu börn og unglingar landsins tefla viđ gesti og gangandi. Mótherjar krakkanna borga upphćđ ađ eigin vali, sem rennur beint í söfnun Rauđa kross Íslands vegna hinnar hrćđilegu hungursneyđar í Sómalíu

Kjörorđ Skákhreyfingarinnar er „Viđ erum ein fjölskylda" og međ skákmaraţoninu í Ráđhúsinu vilja ungir liđsmenn skákgyđjunnar á Íslandi sýna börnum í Sómalíu stuđning í verki.
 
Skáksambandiđ og Skákakademían skora á skákmenn ađ mćta og taka eina skák viđ ungviđinn og leggja um leiđ sitt af mörkum svo bjarga megi lífum sómalskra barna. Framlag hvers og eins ţarf ekki ađ vera stórt - margt smátt gerir eitt stórt. Skákhreyfingin hefur nú tćkifćri til ađ blása lífi í hin göfugu einkunnarorđ GENS UNA SUMUS: Viđ erum ein fjölskylda.
 
Skorum á ţig ágćti skák(áhuga)mađur ađ vera međ og bjarga mannslífum.
 
10:00-18:00 laugardag og sunnudag í Ráđhúsinu.

Skákakademía Reykjavíkur og Skáksambands Íslands


Henrik og Gunnar unnu í fjórđu umferđ

HenrikHenrik Danielsen (2535) og Gunnar Finnlaugsson (2072) unnu báđir í 5. umferđ Politiken Cup sem fram fór í dag.  Henrik vann Finnann Kari Rauramaa (2217) og er 14.-37. sćti međ 4 vinninga.  Gunnar hefur 3 vinninga og er í 73.-124. sćti.  Sćnski stórmeistarinn Jonny Hector (2568) er einn efstur međ fullt hús.  Í sjöttu umferđ, sem fram fer á morgun, teflir Henrik viđ ítalska alţjóđlega meistarann  Emiliano Aranovitch (2328).  Umferđin hefst kl.11 og verđur skák Henriks sýnd beint.

311 skákmenn taka ţátt í ţessu móti, sem fram fer í 30. júlí - 7. ágúst, og ţar af eru 26 stórmeistarar.  Henrik er nr. 19 í styrkleikaröđ keppenda en Gunnar er nr. 126.  Tefldar eru 10 umferđir.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 129
  • Frá upphafi: 8779207

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 88
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband