Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, ágúst 2011

Listmálari gefur fallegt málverk í söfnunina fyrir börnin í Sómalíu: Hver býđur best?

Ingunn og Stefán.Krakkarnir sem nú tefla í Ráđhúsi Reykjavíkur til bjargar sveltandi börnum í Sómalíu fengu aldeilis liđsstyrk.

Listmálarinn Ingunn Nielsen sem nú heldur einmitt sýningu í Ráđhúsinu, fćrđi söfnuninni málverk, sem bođiđ verđur upp og selt hćstbjóđanda.

Ingunn sagđist hrífast af framtaki krakkanna, og vildi leggja sitt af mörkum.

Gestir í Ráđhúsinu í dag geta skođađ ţetta fallega málverk.

Skákkrakkarnir ţakka Ingunni hlýhuginn.

Og bíđa eftir tilbođum!


Henrik tapađi í lokaumferđinni - endar í 16.-36. sćti

HenrikHenrik Danielsen (2535) tapađi fyrir kínverska stórmeistarann Hua Ni (2662) í 10. og síđustu umferđ Politiken Cup sem fram fór í morgun.  Henrik hlaut 7 vinninga og endađi í 16.-36. sćti.  Rússneski stórmeistarinn Igor Kurnosov (2633) sigrađi á mótinu en hann hlaut 8,5 vinning. 

Í 2.-6. sćti međ 8 vinninga urđu stórmeistararnir Julian Radulski (2556), Búlgaríu, Boris Savchenko (2615), Rússlandi, Robert Hess (2609), Bandaríkjunum, Peter Heine Nielsen (2681), Danmörku og áđurnefndur Nua Hi.

Frammistađa Henriks samsvarađi 2556 skákstigum og hćkkar hann um 8 stig fyrir frammistöđu sína. 

Gunnar Finnlaugsson (2079) tapađi í lokaumferđinni, hlaut 5 vinninga, endađi í 126.-179. sćti, og stendur í stađ, stigalega séđ.

Skákir Henriks á mótinu má nálgast hér

311 skákmenn taka ţátt í ţessu móti, sem fram fer í 30. júlí - 7. ágúst, og ţar af eru 26 stórmeistarar.  Henrik er nr. 19 í styrkleikaröđ keppenda en Gunnar er nr. 126.  Tefldar eru 10 umferđir.


Viđ erum ein fjölskylda: Straumurinn er í Ráđhúsiđ!

Lilja og NansýGuđfríđur Lilja Grétarsdóttir mćtti fersk í Ráđhúsiđ og keypti skák fyrir tengdamóđur sína. Hún réđ Hrafn Jökulsson til ađ tefla viđ Nansý Davíđsdóttur fyrir 10 ţúsund krónur, sem renna í söfnunina til bjargar börnunum í Sómalíu.

Lilja, sem hefur 11 sinnum orđiđ Íslandsmeistari kvenna, lék fyrsta leikinn fyrir Nansý. Úr varđ mikil baráttuskák, međ ţungri undiröldu, en jafntefli urđu sanngjörn úrslit.

Jafn straumur fólks er í Ráđhúsiđ. Afi kom međ ţrjú barnabörn, sem öll spreyttu sig gegn skákkrökkunum, og borgađi 5000 krónur fyrir hverja skák.

Skákkrakkarnir í Ráđhúsinu senda skákmönnum kveđju og vonast til ađ sjá sem flesta í dag.

 Mikiđ er í húfi: Rauđi krossinn berst upp á líf og dauđa viđ hungursneyđina í Sómalíu.

Og eins og Donika Kolica sagđi í fréttum Stöđvar 2 í gćrkvöldi: Margt smátt gerir eitt stórt.


Balliđ er byrjađ í Ráđhúsinu: 10.000 krónur fyrir skák viđ Hjörvar Stein!

Alísa Helga.Skákmaraţoniđ í Ráđhúsinu hófst međ látum ţegar sjálfur Helgi Ólafsson stórmeistari mćtti og tefldi ćsispennandi klukkufjöltefli viđ krakkana. Helgi er skólastjóri Skákskóla Íslands, og einn ađalmađurinn á bak viđ ţá stórefnilegu kynslóđ sem nú er ađ vaxa úr grasi.

Í morgun mćttu Donika Kolica og Hrund Hauksdóttir hjá Sirrý á Rás 2, ásamt Stefáni Bergssyni og Hrafni Jökulssyni. Hlustendur voru hvattir til ađ leggja leiđ sína í Ráđhúsiđ í dag og styđja söfnun krakkanna fyrir sveltandi börn í Sómalíu.

Fleiri kunnir skákmenn eru mćttir í morgunsáriđ, m.a. Jón Torfason, Páll Sigurđsson og Snorri Bergsson.

Yngsti áskorandinn, sem hefur sett peninga í baukinn í morgun er Alísa Helga Svansdóttir, sem hér sést á mynd.

Rétt í ţessu var svo hinn góđkunni skákáhugamađur Csaba Daday ađ mćta og reiddi glađbeittur fram 10.000 krónur til ađ tefla viđ Hjörvar Stein!


Fćreyingar leiđa í landskeppninni

faereyingar_007.jpgFćreyingar hafa vinnings forskot á Íslendinga ţegar fyrri umferđ er lokiđ í landskeppni Íslands og Fćreyja, sem fram fór á Húsavík í gćr. Fćreyingar fengu 6 vinninga en Íslendingar 5 vinninga.

Úrslit fyrri umferđar :

Sigurđur Dađi Sigfússon -          John Rřdgaard           0 - 1
Sjúrđur Thorsteinson     -          Áskell Örn Kárason  0,5 - 0,5
Halldór Brynjar Halldórsson -     Wille Olsen                  1 - 0
Herluf Hansen              -            Rúnar Sigurpálsson     0 - 1
Ólafur Kristjánsson                   Jákup á R. Andreasen 0 - 1
A Andreasen                           Sigurđur Arnarson        0 - 1
Smári Ólafsson                         Arild Rimestad            0 - 1
W Hřjgaard                              Sigurđur Eiríksson        1 - 0
Mikael J Karlsson                      Rógvi Olsen                  1 - 0
Einar Olsen                            Jakob Sćvar Sigurđsson 0,5 - 0,5
Smári Sigurđsson                     Hanus I Hansen           0 - 1

Fćreyingar hafa ţví nauma forystu ţegar sest verđur ađ tafli í Hofi á Akureyri kl. 14 í dag, en umferđin hefst međ hátíđardagskrá hálftíma áđur. Ţessir tefla:

John Rřdgaard-Sigurđur Dađi
Áskell-Sjúrđur Thorsteinson     
Wille Olsen-Halldór Brynjar 
Rúnar-Herluf Hansen              
Jákup á Rógvi Andreasen-Ţór Valtýsson
Viđar Jónsson-Andreas Andreasen         
Arild Rimestad-Sigurđur Arnarson
Mikael Jóhann-Wensel Hřjgaard                              
Rógvi Olsen-Hjörleifur Halldórsson                 
Jakob Sćvar-Einar Olsen                             
Hanus Ingi Hansen-Jón Kristinn Ţorgeirsson



Mćtum í Ráđhúsiđ!

P1010133Í dag hófst skákmaraţon í Ráđhúsinu eins og margoft fram hefur komiđ fram.  Ţađ tókst frábćrlega og framkoma og frammistađa íslensku krakkanna til mikillar fyrirmyndar!  Krakkarnir voru einu orđi, frábćrir!

Á morgun, sunnudag, kl. 10-18 heldur maraţoniđ áfram í Ráđhúsinu.  Skáksamband Íslands og Skákakademía Reykjavíkur hvetja alla til ađ fjölmenna og tefla viđ ţessa frábćru krakka.   Hćgt er ađ fá fulltrúa til ađ tefla fyrir sig, ef menn kjósa svo.

Ţeir sem ekki hafa tök á ţví ađ mćta í Ráđhúsiđ á morgun er bent á reikning, fyrir söfnunina, 0301-13-300, kt. 580269-5409.

Gens Una Sumus - Viđ erum ein fjölskylda.

Gunnar Björnsson,
forseti Skáksambands Íslands

 

 


,,Viđ erum bara ađ reyna ađ hjálpa börnum, sem eru ađ deyja úr hungri"

5Skákbörnin sem safna fyrir sveltandi börn í Sómalíu skora á Íslendinga, meistara sem byrjendur, stráka og stelpur, afa og ömmur, ađ mćta í Ráđhús Reykjavíkur á sólríkum sunnudegi. 

Ţar tefla börnin viđ gesti sem leggja sitt af mörkum í söfnunina ,,Viđ erum ein fjölskylda" á vegum Skákakademíu Reykjavíkur og Skáksambands Íslands.

Öll framlög fara í baráttu Rauđa krossins viđ hungursneyđina í Sómalíu, en ţar eru 350 ţúsund börn í lífshćttu vegna hungurs.

Íslensku börnin byrjuđu maraţoniđ í Ráđhúsinu á laugardagsmorgun, ţegar Donika Kolica, 14 ára, sigrađi Jón Gnarr borgarstjóra. 

Í viđtali viđ fjölmiđla eftir skákina sagđi Donika, sem kom til Íslands frá Kosovo fyrir fjórum árum: ,,Ţađ skiptir engu máli hvort ţú vinnur eđa tapar. Viđ erum bara ađ reyna ađ hjálpa börnum, sem eru ađ deyja úr hungri. Margt smátt gerir eitt stórt."

Börnin söfnuđu nćstum hálfri milljón á fyrri degi maraţonsins, enda lögđu margir leiđ sína í Ráđhúsiđ til ađ spreyta sig gegn börnunum í skák, og láta um leiđ gott af sér leiđa.

 Maraţoniđ heldur áfram á sunnudag frá klukkan til 10 til 18. Börnin hafa unniđ hug og hjörtu gesta og áhorfenda, og vona ađ sem flestir mćti í Ráđhúsiđ í dag.

Henrik vann Romanishin - hálfum vinningi fyrir neđan efstu menn fyrir lokaumferđina

HenrikHenrik Danielsen (2535) vann úkraínska stórmeistarannn og gođsögnina Oleg Romanishin (2526) í níundu og nćstsíđustu umferđ Politiken Cup sem fram fór í dag.  Henrik hefur 7 vinninga og er í 6.-13. sćti, hálfum vinningi á eftir efstu mönnum.  Í lokaumferđinni, sem fram fer í fyrramáliđ, teflir Henrik viđ kínverska stórmeistarann Hua Ni (2662), ţriđja stigahćsta keppenda mótsins, og hefur ţá teflt viđ 3 af 4 stigahćstu keppendunum, og alltaf međ svart.  Skák Henriks hefst kl. 8 og verđur sýnd beint.

Efstir međ 7˝ vinning eru stórmeistararnir Igor Kurnosov (2633) og Boris Savcheno (2615), Rússlandi, Jon Ludvig Hammer (2610), Noregi, Peter Heine Nielsen (2681), Danmörku, og Richard Rapport (2545), Ungverjalandi. 

Gunnar Finnlaugsson (2079) gerđi jafntefli, hefur 5 vinninga, og er í 89.-132. sćti.

Skákir Henriks á mótinu má nálgast hér

311 skákmenn taka ţátt í ţessu móti, sem fram fer í 30. júlí - 7. ágúst, og ţar af eru 26 stórmeistarar.  Henrik er nr. 19 í styrkleikaröđ keppenda en Gunnar er nr. 126.  Tefldar eru 10 umferđir.


Adams breskur meistari

Adams.jpgÍ dag var ekki bara teflt fyrir börn í Sómalíu en í dag lauk breska meistaramótinu í skák.  Michael Adams (2715) er breskur meistari.  Adams fékk 8˝ vinning í 11 skákum á meistaramótinu og var jafn Nigel Short (2687) ađ vinningum.  Í bráđabana ţeirra á millum hafđi hins Mickey betur 1˝-˝ og heldur Tony Miles-bikarnum en hann var jafnframt breskur meistari í fyrra.

Í 3.-4. sćti međ 8 vinninga urđu Gawain Jones (2606) og alţjóđlegi meistarinn Jonathan Hawkins (2457) sem sló viđ allmörgum stórmeisturum.

Alls tefldu 48 skákmenn í efsta flokki og ţar á međal 12 stórmeistarar.

Heimasíđa mótsins


Skákbörnin fara á kostum í Ráđhúsinu!

P1010122Skákmaraţon íslenskra barna hófst í Ráđhúsi Reykjavíkur í morgun ţegar Jón Gnarr borgarstjóri varđ ađ játa sig sigrađan gegn Doniku Kolica, 15 ára. Börnin er ađ safna fyrir sveltandi börn í Sómalíu, og rennur allt söfnunarfé til Rauđa krossins. Ţórir Guđmundsson hjá Rauđa krossinum segir ađ allir peningarnir verđi notađir til ađ kaupa vítmínbćtt hnetusmjör, sem er kraftaverkalyf ţegar kemur ađ ţví ađ bjarga sveltandi börnum. Fjöldi fólks hefur lagt leiđ sína í Ráđhúsiđ í morgun. Teflt verđur óslitiđ til klukkan sex í dag og frá 10 til sex á morgun, sunnudag.
 
Međal ţeirra sem lagt hafa leiđ sína í Ráđhúsiđ í morgun eru 2Ísgerđur Elfa Gunnarsdóttir leikkona, Össur Skarphéđinsson utanríkisráđherra,  Ţorgrímur Ţráinsson rithöfundur, Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráđherra, Ólafur Jóhannesson landsliđsţjálfari, Jón Ólafsson tónlistarmađur, Ragnhildur Sigurđardóttir fréttamađur, Gunnleifur Gunnleifsson markvörđur, Andri (á flandri) Freyr og skákáhugamenn á öllum aldri. Ţeir sem ekki treysta sér til ađ tefla sjálfir geta keypt skákmeistara á stađnum, til ađ tefla fyrir sig.
 
P1010124Fólki er í sjálfsvald sett hvađ ţađ borgar fyrir skákina. Hćsta framlagiđ hingađ til frá einstaklingi er 25.000 ţúsund krónur, en börn hafa líka komiđ og tćmt sparibauka sína í söfnunarbaukinn.
 
Skákakademía Reykjavíkur og Skáksamband Íslands standa saman ađ söfnuninni, en ţađ eru krakkarnir sem eru í ađalhlutverki. Donika Kolica, talsmađur krakkanna, benti á ađ nú eru 350 ţúsund börn ađ deyja úr hungri í Sómalíu, fleiri en öll íslenska ţjóđin.
 
Krakkarnir í Ráđhúsinu skora á Íslendinga ađ mćta og leggja sitt af mörkum í ţágu málstađarins.

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 164
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 99
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband