Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, apríl 2011

Henrik međ jafntefli í 2. umferđ í Lübeck

HenrikHenrik Danielsen (2533) gerđi jafntefli viđ úkraínska alţjóđlega meistarann Michael Kopylov (2446) í 2. umferđ alţjóđlegs móts í Lübeck í dag.  Henrik hefur 1 vinning eftir tvćr umferđir.  Á morgun teflir hann viđ Ţjóđverjann Dusan Nedic (2385).  

Kopylov er efstur međ 1˝ vinning ásamt ţýska alţjóđlega meistaranum Ulf Von Herman (2395).

10 skákmenn taka ţátt og tefla ţeir allir viđ alla.   Henrik er einn ţriggja stórmeistara sem tekur ţátt og nćststigahćstur keppenda.  Stigahćstur er rússneski stórmeisarinn Vladimari Epishin (2567).  

Heimasíđa mótsins

 


Sćbjörn sigrađi á Ása-móti í dag

Sćbjörn t.v.Sćbjörn Larsen Guđfinnsson varđ efstur í dag í Stangarhylnum í dag en hann fékk 8.5 vinning af níu mögulegum.  Hann leiyđi ađeins eitt jafntefli viđ Harald Axel.  Stefán Ţormar Guđmundsson varđ annar međ 7.5 vinning og ţriđji varđ Ţorsteinn Guđlaugsson međ 6.5 vinning.

Átján heiđursmenn mćttu til leiks í dag.

Heildarúrslit:

  • 1               Sćbjörn Larsen                         8.5 vinninga
  • 2               Stefán Ţormar                            7.5      -
  • 3               Ţorsteinn Guđlaugsson                6.5      -
  • 4               Haraldur Axel                             6         -
  • 5               Valdimar Ásmundsson                 5.5      -
  • 6               Jón Víglundsson                          5         -
  • 7-9            Ásgeir Sigurđsson                       4.5       -
  •                 Kristján Guđmundsson                 4.5       -
  •                 Eiđur Á Gunnarsson                     4.5       -
  • 10-14       Óli Árni Vilhjálmsson                    4          -
  •                Halldór Skaftason                         4
  •                Baldur Garđarsson                        4         -
  •                Finnur Kr                                     4         -
  •                Hermann Hjartarson                     4         -
  • 15           Birgir Ólafsson                             3.5       -
  • 16           Sćmundur Kjartansson                3          -
  • 17           Friđrik Sófusson                           2          -
  • 18           Ingi E árnason                             0          -     

 


Barna-og unglingameistaramót Reykjavíkur 2011 - sunnudaginn 1. maí

Barna- og unglingameistaramót Reykjavíkur, sem og Stúlknameistaramót Reykjavíkur, fer fram sunnudaginn 1. maí  í félagsheimili T.R. Faxafeni 12. Tafliđ hefst kl.14 og stendur til ca. kl. 18.

Tefldar verđa 7 umferđir eftir Monrad-kerfi međ umhugsunartímanum 15 mín. á skák.

Teflt verđur í einum flokki. Verđlaun verđa veitt fyrir ţrjú efstu sćtin í mótinu og ţar fyrir utan hlýtur sigurvegarinn titilinn Unglingameistari Reykjavíkur 2011, sé hann búsettur í Reykjavík eđa félagi í reykvísku taflfélagi.

Einnig verđa veitt verđlaun fyrir ţrjár efstu stúlkurnar og ţar fyrir utan hlýtur efsta stúlkan titilinn Stúlknameistari Reykjavíkur 2011, sé hún búsett í Reykjavík eđa félagi í reykvísku taflfélagi.

Til viđbótar verđa veitt verđlaun fyrir ţrjú efstu sćtin í aldursflokknum 12 ára og yngri (fćdd 1998 og síđar).  

Mótiđ er opiđ öllum krökkum 15 ára og yngri (fćdd 1995 og síđar).  Skráning fer fram á taflfelag@taflfelag.is (vinsamlegast gefiđ upp nafn, fćđingarár, símanúmer, skóla og taflfélag (ef viđ á)) og einnig er hćgt ađ skrá sig á mótsstađ sunnudaginn 1. maí. frá kl. 13.30- 13.45. 

Ađgangur á mótiđ er ókeypis.


Henrik međ jafntefli í fyrstu umferđ í Lübeck

HenrikHenrik Danielsen (2533) gerđi örjafntefli, í sex leikjum, viđ danska stórmeistarann Carsten Höi (2413) í fyrstu umferđ alţjóđlegs móts sem hófst í Lübeck í dag.   Í 2. umferđ, sem fram fer á morgun, teflir Henrik viđ úkraínska alţjóđlega meistarann Michael Kopylov (2446).

Alls taka 10 skákmenn ţátt í mótinu og tefla allir viđ alla.   Henrik er einn ţriggja stórmeistara sem tekur ţátt og nćststigahćstur keppenda.  

Heimasíđa mótsins

 


Áskell páskameistari SA

Áskell teflir fjöltefli á HúsavíkPáskahrađskákmót Skákfélags Akureyrar fór fram í dag.  Tólf skákmenn mćttu til leiks í sumarblíđunni sem einkennir norđurlandiđ alla jafnan og tefldu tvöfalda umferđ, allir viđ alla.

Vegleg páskaegg voru veitt í verđlaun fyrir ţrjú efstu sćtin, efsta sćtiđ í unglingaflokki og ađ lokum var dregiđ um aukaverđlaun, páskaegg!

Áskell Örn sigrađi af miklu öryggi, fékk 21 vinning af 22 mögulegum, tapađi ađeins gegn íslandsmeistaranum í hrađskák öldunga áriđ 2004. Sigurđur Arnarson var nćst-svengstur og vann ţví hérumbil allar skákirnar og náđi ţar međ 2. sćti međ 17 vinninga. Tómas Veigar tryggđi sér ţriđja páskaeggiđ međ 15,5 vinningum.

Jón Kristinn Ţorgeirsson varđ efstur í unglingaflokki og hlaut ţví páskaegg ađ launum. Sigurđur Eiríksson hreppti svo aukaverđlaunin sem voru páskaegg.

Lokastađa efstu manna

Áskell Örn Kárason                                       21 af 22 !
Sigurđur Arnarson                                         17
Tómas Veigar Sigurđarson                            15,5
Atli Benediktsson                                          13,5
Haki Jóhannesson                                          13,5
Jón Kristinn Ţorgeirsson                                13
Andri Freyr Björgvinsson                              11,5

Heimasíđa SA (tafla og myndir)


Skákbókakvöld á miđvikudagskvöld

Sigurbjörn Sigurbjörn Björnsson skákbókasali mun senn fá afar spennandi skákbćkur í hendurnar, til viđbótar viđ ţá fjölmörgu titla sem hann hefur nú ţegar til sölu.  Í tilefni af ţessu mun Skákakademía Reykjavíkur og Sigubjörn standa fyrir bókakvöldi í Skákakademíunni Tjarnargötu 10 A miđvikudagskvöldiđ 27. apríl. Skákmenn eru hvattir til ađ mćta međ eigin skákbćkur, jafnvel bítta á bókum og skođa skákbókasafn Skákakademíunnar sem fer stćkkandi.Skákakademía Reykjavíkur

Ţegar líđur á kvöldiđ og menn fengiđ fullnćgt skákbókaţörfum sínum verđur stuttmyndin Chess story eftir Ingvar Stefánsson sýnd á breiđtjaldi. Stórleikarinn Ingvar E. Sigurđsson leikur skákmeistarann í myndinni og Róbert Lagerman er höfundur skákarinnar sem tefld er í myndinni.

Eins og venjulega á miđvikudagskvöldum í Akademíunni verđur einnig gripiđ í tafl.

Húsiđ opnar 20:00.

Heimasíđa Skákakademíu Reykjavíkur


Sumarnámskeiđ Skákakademíunnar

Skákakademía ReykjavíkurEins og síđastliđin sumur mun Skákakademía Reykjavíkur standa fyrir skáknámskeiđum fyrir börn og unglinga komandi sumar. Námskeiđin hefjast í byrjun júní og standa út ágúst. Skipt verđur í flokka eftir aldri og reynslu. Kennslan mun fara fram í Skákakademíu Reykjavíkur ađ Tjarnargötu 10 A. Kennarar verđa međal annarra Stefán Bergsson, Róbert Lagerman, Hjörvar Steinn Grétarsson og Guđmundur Kjartansson.

Frekari upplýsingar um námskeiđin er ađ vćnta í byrjun maí og opnast ţá fyrir skráningar.

 


Páskahrađskákmót Skákfélags Akureyrar hefst kl. 13

Páskahrađskákmót Skákfélags Akureyrar fer fram í dag og hefst kl. 13.  Til verđlauna eru páskaegg af ýmsum stćrđum og gerđum. Páskahérinn kemur í heimsókn og heiđrar best klćdda keppandann. Allir velkomnir.

Ekki gleyma úlpunni.


Helgi Dam Fćreyjarmeistari

Helgi Dam Ziska1Fćreyingar héldu sitt landsmót um páska eins og Íslendingar og Danir.  Og ţar tefldu 10 skákmenn í Landsliđsbólki einnig.  Alţjóđlegi meistarann Helgi Dam Ziska (2432) varđ Fćreyjarmeistari en hann hlaut 7˝ vinning og varđ 1˝ vinningi fyrir ofan John Rřdgaard (2352).  Í 3.-4. sćti urđu Ólafur Simonsen (2244) og Carl Eli Samuelsen (2257).  

Heimasíđa Fćreyska skáksambandsins


Hjörvar öruggur sigurvegari áskorendaflokks - Davíđ og Halldór ţurfa ađ há aukakeppni

HjörvarHjörvar Steinn Grétarsson (2456) vann öruggan sigur í áskorendaflokki Íslandsmótsins í skák sem lauk í dag.  Hjörvar vann Jóhann H. Ragnarsson (2085) í lokaumferđinni og varđ langefstur međ 8˝ vinning.  Halldór Pálsson (1965) vann óvćntan sigur á Davíđ Kjartanssyni (2275) í lokaumferđinni og náđi honum ađ vinningum en ţeir hlutu 7 vinninga.   Ţeir ţurfa ađ há einvígi um sćti í Halldór og Davíđlandsliđsflokki ađ ári.  Gylfi Ţórhallsson (2173) og Páll Sigurđsson (1965) urđu í 4.-5. sćti međ 6˝ vinning.  

Aukaverđlaunhafar urđu sem hér segir:

  • Undir 2000 - Halldór Pálsson
  • Undir 1600 - Oliver Aron Jóhannesson
  • Stigalaus: Svandís Ósk Ríkharđsdóttir
  • U-16 - Mikael Jóhann Karlsson
  • Kvennaverđlaun: Sigurlaug R. Friđţjófsdóttir

Picture 035Oliver var raun og veru efstur í tveimur flokkum ţví hann var einnig efstur í flokki 16 ára og yngri.  Reglurnar eru hins vegar ţannig ađ ađeins mátti vinna ein aukaverđlaun.  Mikael Jóhann Karlsson tók ţar međ verđlaun í u-16 flokknum sem annar mađur.

Ritstjóri tók fjölda mynda í dag sem finna má í myndaalbúmi mótsins.

Skákstjórar voru Ólafur S. Ásgrímsson og Ríkharđur Sveinsson. 

Lokastöđu má finna á Chess-Results

 

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 200
  • Frá upphafi: 8765215

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 112
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband