Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, desember 2011

Íslendingar byrja vel í London - Birkir Karl vann Millward

DSC00305 besta 2 bord BirkirFjórir íslenskir skákmenn taka ţátt í b-flokki London Chess Classic sem hófst í gćr.  Ţađ eru Björn Ţorfinnsson (2402), Guđmundur Gíslason (2318), Bjarni Jens Kristinsson (2045) og Birkir Karl Sigurđsson (1649).   Björn og Guđmundur unnu stigalćgri andstćđinga en Birkir Karl vann enska skákmanninn Richard Millward (2100).  Góđ byrjun hjá Birki sem er međal stigalćgstu manna á mótinu.  Bjarni Jens tapađi fyrir indverska alţjóđlega meistaranum Sahaj Grover (2515).

231 skákmađur tekur ţátt í b-flokknum og ţar á međal 11 stórmeistarar og 22 alţjóđlegir meistarar.  Björn er nr. 22 í styrkleikaröđ keppenda, Guđmundur nr. 35, Bjarni Jens nr. 120 og Birkir Karl nr. 220.   

 

 


Carlsen byrjar međ látum í London - vann Howell

Ofurskákmótiđ London Chess Classic hófst í gćr.  Níu skákmenn tefla í efsta flokki og ţar á međal margir af sterkustu skákmönnum heims sem og sterkustu skákmenn Englands.  Carlsen (2826) vann David Howell (2633) í fyrstu umferđ en öđrum skákum lauk međ jafntefli. 

Í 2. umferđ sem fram fer í dag mćtast m.a.: McShane - Carlsen og Nakamura - Aronian.  

 


Frábćr skákhátíđ Friđriks og krakkanna í Hörpu

Össur leikur fyrsta leikinn fyrir VeronikuFjöltefli Friđriks Ólafssonar í Hörpu viđ meistara framtíđarinnar heppnađist frábćrlega. Friđrik, sem verđur 77 ára í janúar, sýndi leiftrandi taflmennsku í mörgum skákum, en krakkarnir sýndu líka hvađ í ţeim býr.

Friđrik vann 8 skákir, gerđir 4 jafntefli og tapađi einni, fyrir Degi Ragnarssyni, 14 ára nemanda í Rimaskóla.

Úrslitin urđu ţví 10-3 fyrir Friđrik, en sigurvegari dagsins var skáklíf á Íslandi.

Friđrik og NansýÖssur Skarphéđinsson utanríkisráđherra, sem flutti setningarávarpiđ, sagđi ađ ţetta vćri söguleg stund. Senn vćru liđin 60 ár síđan Friđrik varđ Íslandsmeistari í fyrsta sinn, og ađ Friđrik hefđi lagt grunn ađ ţví ađ Ísland varđ stórveldi í skákheiminum.

Össur fagnađi ţví líka sérstaklega ađ skáklistin vćri búin ađ nema land í Hörpu: ,,Hér á skákin heima, í húsi fólksins."

Helgi Ól og Benedikt JónassonHelgi Ólafsson skólastjóri Skákskólans flutti ávarp, og hvatti lćrisveina sína til dáđa. Hann benti á ađ Friđrik hefđi um árabil veriđ međal sterkustu skákmanna heims og ađ ţađ vćri einstakur heiđur fyrir krakkana ađ fá ađ mćta ástsćlasta skákmanni Íslands á 20. öld.

Utanríkisráđherra lék svo fyrsta leikinn fyrir Veroniku Steinunni Magnúsdóttur, nemanda í Melaskóla. Veronika gerđi jafntefli viđ Friđrik, og sama árangri náđu Hrund Hauksdóttir, Sóley Lind Pálsdóttir og Oliver Aron Jóhannesson.

Stefán B og krakkarnirFriđrik sigrađi  Vigni Vatnar Stefánsson, Heimi Pál Ragnarsson, Hilmi Frey Heimisson, Nansý Davíđsdóttur, Doniku Kolica, Gauta Pál Jónsson, Dawid Kolka og Felix Steinţórsson. Allar voru skákirnar skemmtilegar og Friđrik fékk tćkifćri til ađ leika listir sínar.

Dagur Ragnarsson sýndi hinsvegar hversvegna hann er stigahćsti skákmađur landsins undir 15 ára aldri, tefldi einsog herforingi og sveiđ fram snotran vinning.

Dagur og Friđrik í endataflinuFjöldi gesta lagđi leiđ sína í Hörpu til ađ fylgjast međ gođsögninni tefla viđ meistara framtíđarinnar, og enn fleiri fylgdust međ beinni útsendingu á netinu.

Skákskóli Íslands og Skákakademía Reykjavíkur stóđu ađ ţessum vel heppnađa og skemmtilega viđburđi.

Fleiri fréttir og myndir munu birtast úr Hörpu, og allar skákir ungu snillinganna verđa senn ađgengilegar.


London Chess Classic hefst í dag

Magnus CarlsenOfurskákmótiđ London Chess Classic hefst í dag.  Mótiđ er ćgisterkt en međal keppenda eru Carlsen (2826), Anand (2811), Aronian (2802) og Kramnik (2800).  

Jafnframt fer fram b-flokkur og ţar taka ţátt ţeir Björn Ţorfinnsson (2402), Guđmundur Gíslason (2318), Bjarni Jens Kristinsson (2045) og Birkir Karl Sigurđsson (1649).

Bjarni Jens fćr indverska undradrenginn Sahaj Grover (2515) í fyrstu umferđ. 

A-flokkur hefst kl. 14 og má fylgjast međ skákunum í beinni á heimasíđu mótsins.

 


Hjörleifur sigrađi á 15 mínútna móti Gođans - Smári 15 mínútna meistari

Hjörleifur HalldórssonSmári Sigurđsson er 15 mín meistari Gođans 2011 en mótiđ var haldiđ í gćrkvöld. Smári varđi ţví titilinn frá ţví í fyrra. Smári fékk 4 vinninga af 6 mögulegum og fór taplaus í gegnum mótiđ. Hjörleifur Halldórsson (SA) varđ efstur á mótinu međ 5 vinninga, en hann og Sigurđur Arnarson (SA) kepptu sem gestir á mótinu. Orri Freyr, Smári og Rúnar

Hart var barist á mótinu og enduđu 10 skákir međ jafntefli. Orri Freyr Oddsson varđ í öđru sćti á stigum, međ 3,5 vinninga og Rúnar Ísleifsson varđ í ţriđja sćti einnig međ 3,5 vinninga en lćgri en Orri á stigum. Ćvar Ákason fékk sömuleiđis 3,5 vinninga en var lćgstur á stigum af ţeim ţremur.  Hlynur Snćr Viđarsson vann yngri flokkinn og Snorri Hallgrímsson varđ í öđru sćti. Alls tóku 12 skámenn ţátt í mótinu.

Lokastađan í mótinu:

1.        Hjörleifur Halldórsson  (SA)     5 af 6
2.        Smári Sigurđsson                    4
3.        Sigurđur Arnarson      (SA)      4
4-6.     Orri Freyr Oddsson                 3,5       19,5 stig
4-6.     Rúnar Ísleifsson                     3,5       18,5  stig
4-6.     Ćvar Ákason                          3,5       17     stig   
7-8.     Heimir Bessason                     3
7-8.     Hermann Ađalsteinsson          3
9.        Ármann Olgeirsson                 2,5
10.      Sigurbjörn Ásmundsson          2
11-12. Hlynur Snćr viđarsson            1            16 stig
11-12. Snorri Hallgrímsson                 1            14,5 stig

Nćsta skákmót hjá Gođanum er árlega hrađskákmótiđ sem fram fer 27 desember nk. á Húsavík.


Atli Antonsson hlaut 4 vinninga í Belgrađ

Bragi og AtliAtli Antonsson (1841) tók ţátt í alţjóđlegu móti í Belgrađ í Serbíu sem lauk í gćr.  Atli hlaut 4 vinninga í 9 skákum og samsvarađi frammistađa hans 1898 skákstigum.  Hann hćkkar um 8 stig fyrir frammistöđu sína.

Úrslit Atla má nálgast á Chess-Results.

Sigurvegarar mótsins voru stórmeistararnir Sipke Ernst (2593), Hollandi, og Miodrag Savic (2523), Serbíu.


Fjöltefli Friđriks í Hörpu í dag: ,,Hann blómstrađi á gullöld skáklistarinnar"

Friđrik Ólafsson í DjúpavíkStór og skemmtileg stund í íslenskri skáksögu er runnin upp: Friđrik Ólafsson teflir í dag viđ 13 efnileg börn og ungmenni í Hörpu.

Fjöltefliđ hefst klukkan 13 og eru skákáhugamenn hvattir til ađ mćta og fylgjast međ gođsögninni mćta meisturum framtíđarinnar.

Helgi Ólafsson stórmeistari og Skólastjóri Skákskólans, sem stendur ađ viđburđinum ásamt Skákakademíu Reykjavíkur segir í viđtali viđ Fréttablađiđ í morgun: „Ţađ voru margir góđir skákmenn hér á Íslandi á tuttugustu öldinni en Friđrik er skákmađur aldarinnar, á ţví er enginn vafi.“

Helgi segir ađ Friđrik hafi blómstrađ gullöld skáklistarinnar:

 Helgi Ólafsson viđ málverk af meistara Friđrik„Hann er auđvitađ stórmerkilegur skákmađur eins og ferill hans sýnir. Hann varđ fyrst Íslandsmeistari fyrir tćpum sextíu árum og varđ Norđurlandameistari áriđ eftir. Hann náđi hápunkti ferilsins á árunum 1958 til 59 ţegar hann komst á áskorendamótiđ um heimsmeistaratitilinn. Ţar mćtti hann mönnum eins og Bobby Fischer, sem var ţá unglingur, TalPetrosian og fleirum. Ţessir ţrír urđu allir síđar heimsmeistarar, ţannig ađ ţetta má kalla eins konar gullöld skáklistarinnar.“

Fjöltefliđ hefst stundvíslega klukkan 13 og mun standa í um tvćr klukkustundir.

Dawid KolkaAllir eru velkomnir ađ fylgjast međ krökkunum takast á viđ stórmeistarann. Ţeir sem komast ekki í Hörpu geta fylgst međ beinum útsendingum á skak.is.

Krakkarnir sem mćta Friđrik í dag eru:

Dawid Kolka, 11 ára, Álfhólsskóla. Íslandsmeistari barna.

Dagur Ragnarsson, 14 ára, Rimaskóla. Stigahćsti skákmađur landsins á grunnskólaaldri og margfaldur  Íslandsmeistari međ sveit Rimaskóla.

Donika Kolica, 14 ára,  Hólabrekkuskóla. Hefur orđiđ stúlknameistari Taflfélags Reykjavíkur og oftsinnis náđ mjög góđum árangri.

Felix Steinţórsson, 10 ára, Álfhólsskóla. Byrjađi fyrir alvöru í skákinni fyrir ađeins ári og ţykir mjög efnilegur.

Gauti Páll Jónsson, 12 ára, Grandaskóla. Fyrirliđi skáksveitar Grandaskóla, margreyndur meistari ţrátt fyrir ungan aldur.

Heimir Páll Ragnarsson, 10 ára, Hólabrekkuskóla. Teflir á 1. borđi fyrir skólann og hefur keppt á Norđurlandamóti.

Hilmir Freyr Heimisson,10 ára, Salaskóla. Unglingameistari Taflfélags Reykjavíkur.

Hrund Hauksdóttir, 15 ára, Rimaskóla. Telpnameistari Íslands og margfaldur Íslandsmeistari međ sveit Rimaskóla.

Nansý Davíđsdóttir, 9 ára, Rimaskóla. Íslandsmeistari stúlkna og Norđurlandameistari 2011 međ sveit Rimaskóla.

Oliver Aron Jóhannesson, 13 ára, Rimaskóla. Margfaldur Íslandsmeistari međ sveit Rimaskóla og Íslandsmeistari 13 ára og yngri í einstaklingsflokki.

Sóley Lind Pálsdóttir, 12 ára, Hvaleyrarskóla. Hefur međal annars orđiđ Íslandsmeistari telpna.

Veronika Steinunn Magnúsdóttir, 13 ára, Hagaskóla. Teflir á efsta borđi fyrir Hagaskóla og er skákţjálfari í Melaskóla.

Vignir Vatnar Stefánsson, 8 ára, Hörđuvallaskóla. Hefur keppt á Evrópumóti, yngsti fulltrúi Íslands í skák á erlendis frá upphafi.


Jóhann efstur á Skákţingi Garđabćjar

TG okt 2011 004Jóhann H. Ragnarsson (2068) er efstur međ 5 vinninga ađ lokinni sjöttu umferđ Skákţings Garđabćjar sem fram fór í gćrkveldi.   Jóhann vann ţá Pál Andrason (1695).  Ţorvarđur F. Ólafsson (2174) er annar međ 4˝ vinning eftir jafntefli viđ Örn Leó Jóhannsson (1931).  Örn Leó, Páll Sigurđsson (1943) og Jóhann Helgi Sigurđsson (2064) eru í 3.-5. sćti međ 4 vinninga. 

Í lokaumferđinni, sem fram fer nćsta fimmtudagskvöld, mćtast međal annars: Páll - Jóhann H., Ţorvarđur - Jóhann Helgi og Páll - Örn Leó.   Pörunina má finna í heild sinni á Chess-Results.


Atskákmót Icelandair 2011 - sveitakeppni - lengdur skráningarfrestur.

Vegna fjölda áskoranna hefur veriđ ákveđiđ ađ lengja skráningarfrestinn eđa út ţriđjudaginn.

Ţađ eru margir sterkir skákmenn búnir ađ skrá sig en er ţađ von mótshaldara ađ ţađ eigi eftir ađ bćtast enn í hópinn bćđi af sterkum og minna sterkum skákmönnum svo ađ mótiđ geti fariđ fram.

Skráning fer fram hér https://docs.google.com/spreadsheet/viewform?formkey=dDBONWduX1A4RURmdjRDTnFaTWdzOXc6MQ
Skráđar sveitir mjá sjá hér https://docs.google.com/spreadsheet/ccc?key=0AsfeK_D4TfaCdDBONWduX1A4RURmdjRDTnFaTWdzOXc#gid=0
Nánari upplýsingar má sjá hér http://www.skak.blog.is/blog/skak/entry/1200619/

Ef menn vilja auglýsa sig eđa eftir öđrum í liđ er ţađ hćgt á Facebook http://www.facebook.com/#!/events/294842353859976/


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 2
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 107
  • Frá upphafi: 8780630

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 88
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband