Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, nóvember 2011

Fimmtudagsmót hjá TR í kvöld

Fimmtudagsmót er hjá TR í kvöld og hefst kl. 19.30.  Tefldar verđa 7 umferđir međ 7 mínútna umhugsunartíma.  Mótin fara fram í félagsheimili T.R., skákhöllinni ađ Faxafeni 12 og opnar húsiđ kl. 19.10.  Glćsilegur verđlaunapeningur er í bođi fyrir sigurvegara hvers móts ásamt ţví sem aukaverđlaun verđa í bođi af og til í vetur.

Mótin eru öllum opin og er ađgangseyrir kr. 500 fyrir 16 ára og eldri en frítt er fyrir 15 ára og yngri.  Bođiđ er upp á kaffi ásamt léttum veitingum án endurgjalds.


EM-pistill nr. 2 – Porto Carras er ţađ heillin – Spánverjar í fyrstu umferđ

Ţađ tók viđ ágćtis ferđalag í morgun frá London til Ţessaloníku.  Á fćtur kl. 7 og viđ loks komnir inn á herbergi kl. 21 ađ grískum tíma.  Međ okkur í fluginu voru Englendingar, Wales-verjar, Skotar og einstaka ađrir keppendur.  Henrik kom fyrr í dag einnig eftir langt ferđalag

Grikkirnir venju saman rólegir yfir öllu og rútan ekki mćtt á flugvöllinn ţegar viđ mćttum.   Ađstćđur á hóteli til fyrirmyndar.  Viđ gistum á fimm stjörnu hótel og hér er allt til alls, meira ađ segja Casino og golfvöllur. 

Liđsstjórafundur var kl. 22.  Skákstađurinn er í um 10 mínútna göngutúr frá hótelinu sem er hressandi.    Ađstćđur á skákstađ er einnig til mikillar fyrirmyndar og sýndist mér ađ allir skákirnar vćru sýndar beint. 

Á liđsstjórafundinum var fariđ yfir helstu reglur venju samkvćmt.   Fátt kom ţar á óvart nema ţó ađ búiđ er ađ herđa mjög reglur varđandi samskipti keppenda viđ ađra á međ keppni stendur.    Liđsstjóri verđur t.d. ađ standa fyrir aftan eigin liđsmenn á međan viđureign stendur, má ekki vera fyrir aftan andstćđingana.    Sérskákstjórar verđa á mótinu til ađ fylgjast međ ţessu ađ sögn yfirskákstjórans. 

Keppendur mega ekki eiga samskipti viđ neina á međan skák og eins og einn liđsstjóri spurđi: „Mega keppendur ekki heilsa gömlum vinum“!  Skákstjórinn talađi auđvitađ um heilbrigđa skynsemi.  Ástćđan fyrir ţessu er auđvitađ almenn tortryggni eftir Feller-máliđ á síđasta Ólympíuskákmóti ţar sem franska skáksambandiđ telur sannađ ađ einn liđsmađur liđsins hafi svindlađ međ ađstođ liđsstjóra og eins stórmeistara sem sendi SMS til liđsstjórans frá heimili sínu í Frakklandi.    

Á leiđ á liđsstjórafundinn, sem viđ Helgi og Björn sóttum rćddum viđ Mikhail Gurevich, stórmeistara frá Tyrklandi.  Ţegar Helgi spurđi hann hvort hann tefldi kom um hćl: „of course not“.  Gurevich sagđist vera ađ fylgja sínum krökkum en međalaldur tyrkneska liđsins er ađeins 17 ára og elsti keppandi er 21 árs.  Ţeir yngstu 13 ára.  Tyrkneska liđiđ er reyndar eitt ţađ lakasta samkvćmt stigum en framtíđin hlýtur ađ vera björt.

Á liđsstjórafundinum sátum viđ međ sćnska stórmeistaranum Stellan Brynell.    Hann er teflandi liđsstjóri rétt eins og Helgi og einnig skráđur liđsstjóri.  Svíarnir senda ekki sitt sterkasta liđ en m.a. vantar Berg, Agrest, Tiger og Hector.  Brynell nefndi „economical reasons“, hvađ sem ţađ svo ţýđir í ţessu tilfelli.   Norđmenn senda strípuđ liđ.  Ađeins fjórir liđsmenn í hvoru liđi, engir varamenn né liđsstjórar.  Athyglisvert í ljósi ţess ađ Ólympíuskákmótiđ fer fram í Tromsö 2014.  Norđmenn eru reyndar eina Norđurlandaţjóđin sem sendir kvennaliđ.  

Ég sjálfur kem hingađ sem skákstjóri, eitthvađ sem ég hef aldrei gert áđur á erlendri grundu.  Ekki veit ég nákvćmlega hvađa hlutverki ég mun gegna en ţađ kemur í ljós á morgun.  Ég vonast til ađ geta veriđ sem nćst íslenska liđinu til ađ fylgjast međ og taka myndir.  Ţađ er ljóst ađ engar fréttir verđa frá mér á međan skákunum stendur en ég treysti ţví ađ Halldór Grétar, Sigurbjörn, Ingvar og fleiri sinni fréttaflutningi af skákunum á Skákhorninu af hefđbundnum sóma. 

Einhverjir neterfiđleikar eru hér á hótelinu.  Heldur pirrandi og vonandi tímabundiđ.   Netiđ er inni og úti en ţó fyrst og fremst úti.  Fréttaflutningur af öđrum mótum en EM verđur minni en vanalega, sérstaklega ef netmál komast ekki í betra form en mér rétt tókst ađ koma ţessum pistli í gegn ţegar netiđ hrökk í gang ađ morgni til.  Öđrum fréttum tókst mér ekki ađ koma ađ ţessu sinni en úr ţví verđur bćtt. 

Á morgun mćtum viđ sterku liđi Spánverja.   Ţá verđur fjör.  Umferđin hefst kl. 13.  Fylgist međ. 

Nóg í bili, meira á morgun.

Kveđja frá Porto Carras

Gunnar Björnsson

 

 

 


Sćbjörn sigurviss í Stangarhyl í dag

Sćbjörn t.v.Ţađ mćttu tuttugu og sex heldri skákmenn til leiks hjá Ásum í dag. Sćbjörn Guđfinnsson var í mestu stuđi og sigrađi međ 8˝ vinning af 9.  Stefán Ţormar varđ í öđru sćti međ 7 vinninga og Haraldur Axel í ţriđja sćti međ 6 ˝ vinnin.  Haukur Angantýsson sćkir í sig veđriđ og fékk 6 vinninga í fjórđa sćti.

Heildarúrslit:

1          Sćbjörn Guđfinnsson                                    8.5 vinninga

2          Stefán Ţormar                                                7

3          Haraldur Axel Sveinbjörnsson                      6.5

4          Haukur Angantýsson                                     6

5-6       Ţorsteinn Guđlaugsson                                  5.5

            Gísli Sigurhansson                                         5.5

7-12     Baldur Garđarsson                                         5.5

            Valdimar Ásmundsson                                  5

            Birgir Sigurđsson                                           5

            Birgir Ólafsson                                              5

            Jón Víglundson                                             5

            Jónas Ástráđsson                                           5

13-14   Magnús V. Pétursson                                    4.5

            Ásgeir Sigurđsson                                          4.5

15-18   Grímur Jónsson                                              4

            Óli Árni Vilhjálmsson                                               4

            Finnur Kr Finnsson                                        4

            Jón Bjarnason                                                4

19-22   Egill Sigurđsson                                             3.5

            Friđrik Sófusson                                            3.5

            Halldór skaftason                                          3.5

            Eiđur Á Gunnarsson                                      3.5

23-25   Viđar Arthúrsson                                           3

            Hlynur Ţórđarsson                                         3

            Hermann Hjartarson                                      3

            Hrafnkell Guđjónson                                     0

 

 


EM-pistill nr. 1 - Liđiđ í London

Ţađ er óhćtt ađ segja ađ ýmsu hafi gengiđ í undirbúningi EM-liđsins.  Fimm manna liđ var valiđ í byrjun september og í ţađ valdir af landsliđţjálfaranum, Helga Ólafssyni, stórmeistararnir Hannes Hlífar Stefánsson, Héđinn Steingrímsson og Henrik Danielsen, FIDE-meistarinn Hjörvar Steinn Grétarsson og alţjóđlegi meistarinn Bragi Ţorfinnsson átti ađ vera varamađur.  En fljótt skipuđust veđur í lofti.  

Hannes tilkynnti forföll af persónulegum ástćđum í byrjun október og sćti hans tók Stefán Kristjánsson, ţá rétt nýbúinn ađ tryggja sér 2500 skákstig og ţar međ stórmeistaratitilinn en Stefán hafđi fyrir löngu náđ sér í tilskylda 3 stórmeistaraáfanga.   Héđinn forfallađist einnig vegna persónulegra ástćđna tćpri viku fyrir mót og var ţá ákveđiđ ađ Helgi Ólafsson kćmi inn í liđiđ sem keppandi einnig.  Allt var ţó ekki búiđ enn ţví Stefán dró sig út á sunnudagsmorguninn, tveimur dögum fyrir brottför vegna bakmeiđsla.

Ţá hófst ćsilegur sunnudagur.   Fyrst ţurfti ađ fá nýjan mann,  svo fá samţykki mótshaldara, en allir frestir fyrir liđsbreytingum voru auđvitađ fyrir löngu útrunnir.   Fá ţurfti samţykki landliđsnefndar og stjórnar SÍ og svo ađ panta nýja flugmiđa, breyta hóteli o.ţ.h.   Allt gekk ţetta snurđulaust fyrir sig.  Björn Ţorfinnsson var til í slaginn, mótshaldarar samţykktu breytingu á íslenska liđinu vegna ţessara óvenjulegra ađstćđna og allt klárt á sunnudagskveldi.  

Viđ allar ţessar breytingar lćkkuđu međalstign töluvert og í stađ ţess ađ vera í 26. sćti af 38 liđum var íslenska liđiđ nr. 32.   Ađeins sex liđ eru međ stigalćgri liđ en íslenska liđiđ.   Íslenska liđiđ er stigalćgst norrćnna liđa, nokkuđ sem hefur vćntanlega aldrei gerst áđur.  Í fyrstu umferđ virđist miđađ viđ núverandi uppstillingar ađ íslenska liđiđ mćti Spánverjum.  Vallejo Pons (2705) og Shirov (2705) á 1. og 2. borđi, takk fyrir!   Ađrir líklegir andstćđingar gćtu veriđ Tékkar og Pólverjar.   

Ekki tókst ađ koma liđinu á einum degi til Ţessaloníku, degi fyrir mót, ţar sem tengiflug var óhagkvćmt.  Ţess í stađ var flogiđ til London í dag, ţriđjudag, og ţađan verđur flogiđ til Ţessaloníku á beint á morgun.    Menn lenda um kl. 17:30 og ţví verđur nćgur tími til ađ ná hvíld fyrir fyrstu umferđ.  Henrik Danielsen kemur frá Danmörku ţar sem hann var ađ tafli í dönsku deildakeppninni síđustu helgi.

Forsetanum fannst verđin há á uppgefnum hótelum hjá Icelandair fremur dýr og fann mun ódýrara hótel í gegnum netiđ.  Einhverjar ástćđur voru ţó fyrir ţví en vel ásćttanlegur ađstćđur miđađ viđ taxtann.  Viđ Hjörvar erum saman í herbergi, brćđurnir saman í herbergi en liđsstjórinn fékk sérherbergi.  Brćđurnir fengu eitt sameignlegt mjótt hjónarúm  en í herbergi Helga  liđsstjóra eru 4 stök rúm!  Ţröngt má sáttir sitja (liggja).  

Nóg í bili, meira á morgun.

Heimasíđa mótsins

Chess-Results

Kveđja frá London,
Gunnar Björnsson  


KR-ingar gera ţađ ekki endasleppt

KR Rimmur okt. 11Líf og fjör hefur veriđ á skákkvöldum KR-inga undanfarin mánuđ. Á ţriđja tug keppenda mćttir til tafls ađ jafnađi međ ţađ ađ markmiđi ađ hnésetja andstćđinginn í sem fćstum leikjum eđa ţá á tíma.  Október bauđ reyndar upp á 5 mánudaga sem ţýddi 65 skákir fyrir fastagesti klúbbsins ţann mánuđinn, en tefldar eru 13 umferđir takk međ 7 mín. umhugsunartíma í hverju móti.
 
Sigurvegari gćrkvöldsins var Birgir Berndsen međ 9.5v. /13 en Jón G. Friđjónsson var jafn honum ađ vinningum en örlítiđ lćgri ađ stigum.  Kristján Stefánsson formađur kom svo einn í 3ja sćti međ  9 vinninga sem hann taldi síđur en svo of marga miđađ viđ sýnda snilldartakta enda leiddi hann mótiđ framan af.  Engu ađ síđur var hann ţakklátur andstćđingum sínum fyrir ţeirra hlut í vinningunum.

Ađrir sigurvegarar mánađarins voru ţessir:  24/10 Gunnar Gunnarsson 10v; 17/10 Ingimar Jónsson 10.5v; 10/10 Birgir Berndsen 11v og 3/10 Sigurđur Herlufsen 11v.  Í lok september vakti sigur Guđfinns R. Kjartanssonar međ 11.5v nokkra athygli sem sćtir ekki lengur undrun.
 
Nánari úrslit og myndir má sjá á www.kr.is (skák)

Myndaalbúm (ESE)            


Íslandsmót kvenna hefst á föstudag

Íslandsmót kvenna 2011 fer fram dagana 4. - 18. nóvember nk. í húsnćđi Skáksambands Íslands, Faxafeni 12, Reykjavík.  Ađ ţessu sinni verđur teflt í einum flokki, ţ.e. opiđ öllum konum/stúlkum. 

Tímamörk:   90 mín. + 30 sek. á leik.

Dagskrá:        

  • Föstud., 4. nóv. kl. 19, 1. umferđ
  • Sunnud. 6. nóv., kl. 18, 2. umferđ
  • Ţriđjud., 8. nóv., kl. 19, 3. umferđ
  • Föstud., 11. nóv., kl. 19, 4. umferđ
  • Sunnud., 13. nóv., kl. 11, 5. umferđ
  • Ţriđjud., 15. nóv., kl. 19, 6. umferđ
  • Föstud., 18. nóv., kl. 19, 7. umferđ

Verđlaun:

  • 1. 40.000.-
  • 2. 25.000.-
  • 3. 15.000.-

Tilkynna skal ţátttöku til Skáksambands Íslands í síma 568 9141 eđa email: skaksamband@skaksamband.is sem fyrst.


Skáksaga og skákgleđi

 

1

 

Í dag kom út skáldsagan Lygarinn eftir Óttar Norđfjörđ.  Í tilefni ţess var mikil gleđi í Eymundsson í Skólavörđustíg ţar eitt einvígisborđanna frá einvígi aldarinnar var notađ.  Einvígđ mun víst koma verulega viđ sögu í bókinni.

Óttar tefldi allmargar skákir viđ gesti og gangandi.  Landliđsmennirnir Bragi Ţorfinnsson og Hjörvar Steinn Grétarsson létu sig ekki vanta.

Bókaútgáfan Sögur og Óttar gáfu svo öllum landsliđsmönnum bók ađ gjöf.  

Hrafn Jökulsson mćtti međ myndavélina og sjón er sögu ríkari! Einnig hafa bćst viđ myndir frá Einari S. Einarssyni

Myndaalbúm (HJ og ESE)

 


« Fyrri síđa

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.7.): 2
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 127
  • Frá upphafi: 8778706

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 81
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband