Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, nóvember 2011

Bjarni Jens teflir í Búdapest

Bjarni Jens Kristinsson (2045) tekur ţátt í FM-flokki First Saturdays-mótsins sem hófst í gćr í Búdapest.  Bjarni vann ungverskan FIDE-meistara í fyrstu umferđ.

Í flokki Bjarni tefla 12 skákmenn og eru međalstign 2018.  Bjarni er nr. 4 í stigaröđ keppenda.  


Sigur gegn Lúxemborg - Hjörvar yngsti fyrstaborđsmađurinn

Góđur 3-1 sigur vannst á Lúxemborg í 3. umferđ EM landsliđa sem fram fór í Porto Carras í dag. Hjörvar Steinn Grétarsson, Bragi Ţorfinnsson og Helgi Ólafsson unnu en Björn Ţorfinnsson tapađi. Henrik Danielsen hvíldi. 

Hjörvar, sem er ađeins 18 ára, tefldi á fyrsta borđi og er sá yngsti í sögunni sem leitt hefur íslenskt skáklandsliđ.  Ţetta er svo í fyrsta skipti síđan í Tórínó 2006 ađ Helgi teflir međ íslenska landsliđinu í skák en Helgi er jafnframt liđsstjóri liđsins.

Íslenska sveitin hefur 2 stig og 5,5 vinning og er í 28. sćti.  Á morgun teflum mćtum viđ Svartfellingum sem eru áţekkir íslensku sveitinni ađ styrkleika. 

Aserar eru efstir, Spánverjar, sem rétt mörđu Íslendinga í fyrstu umferđ eru ađrir og Úkraínumenn eru ţriđju.  Danir eru efstir Norđurlanda eftir stórsigur, 3,5-0,5, á  Norđmönnum.   Rússar eru efstir í kvennaflokki. 

 

Úrslit dagsins:
19.1IMBerend Fred2381-FMGretarsson Hjorvar Steinn24520 - 1
19.2 Jeitz Christian2171-IMThorfinnsson Bragi24210 - 1
19.3FMMossong Hubert2119-IMThorfinnsson Bjorn24021 - 0
19.4WIMSteil-Antoni Fiona2104-GMOlafsson Helgi25310 - 1


Liđ Svartfellinga:
Bo. NameRtgFEDPts.Games
1GMDjukic Nikola2493MNE0.53.0
2GMBlagojevic Dragisa2514MNE1.53.0
3GMDrasko Milan2478MNE0.01.0
4GMKosic Dragan2502MNE2.03.0
5IMKalezic Blazo2461MNE0.52.0

Oliver Aron efstur

Oliver Aron Jóhannesson er efstur međ fullt hús ađ loknum fimm umferđum á Drengja- og telpnameistaramóti Íslands sem hófst í dag í Salaskóla í Kópavogi.  Níu skákmenn hafa 4 vinninga svo búast má viđ mjög spennandi morgundegi ţegar seinni fjórar umferđirnar eru tefldar.  Taflmennskan hefst kl. 11 í fyrramáliđ.

Stöđuna má nálgast á Chess-Results.

EM-pistill nr. 4 - Lúxemborg í dag

Viđureignin gegn Slóvenum tapađist í gćr 1-3.  Satt ađ segja skynjađi ég fljótt eftir ađ skákirnar hófust ađ Helgi vćri ekki bjartsýnn.  Ţađ var helst ađ hann vćri ánćgđur međ stöđuna hjá Braga sem var fyrstur ađ klára međ jafntefli.  Hjörvar náđi sér ekki strik á öđru borđi og tapađi.  Henrik féll á tíma međ erfiđa stöđu gegn Beliavsky en Björn var međ ágćtis stöđu lengi vel en lék hrikalega af sér eftir tímahrakinu og var óverjandi mát í nokkrum leikjum.


Andstćđingurinn fann ţađ hins vegar ekki og Björn náđi loks jafntefli međ svokallađri „sullufótafrćđi".   Björn tilkynnti svo eftir skákina ađ hann hafđi ekki veriđ heppinn og uppskar mikinn hlátur.

Ekki sérstök úrslit.  Liđiđ hefur 0 stig og 2,5 vinning og er í 33. sćti sem reyndar er nokkurn veginn í samrćmi viđ ţađ sem sveitin er rönkuđ en miklu neđar en menn stefna!

Í dag mćtum viđ Lúxemborg.  Henrik hvílir.  Hjörvar teflir ţví á fyrsta og er vćntanlega yngsti íslenski landsliđsmađurinn sem teflir á fyrsta borđi fyrir landsliđ frá upphafi, ađeins 18 ára.  Ţađ ţarf einnig ađ fara áratugi aftur í tímann til ađ finna viđureign ţar sem hvorki stórmeistari né alţjóđlegur meistari teflir á fyrsta borđi fyrir Íslands hönd.

Íslenska sveitin er töluvert sterkari en sú lúxemborgska og vonandi nást góđ úrslit í dag.   Talandi um Hjörvar, ţá hitti ég Ivan Sokolov í gćr.  Hann sagđi „Very impressive win by this youngster against Shirov".   Helgi Ólafsson teflir sína fyrstu skák fyrir íslenska landsliđiđ í skák síđan í Tórínó 2006. 

Ekki gekk almennt vel hjá Norđurlöndunum í gćr.  Danir máttu t.d. teljast heppnir ađ sleppa 2-2 gegn Skotum ţar sem, Jacob Agaard vann fyrir Dani.  Agaard er reyndar búsettur í Skotlandi og teflir nú í fyrsta skipti fyrir fćđingarlandiđ.  Hjá Svíum hefur Pontus Carlsson vakiđ athygli.  Hann vann Sokolov í gćr og vann einnig í viđureigninni gegn Frökkum.   Finnar steinlágu fyrir Pólverjum 0-4.
Norđmenn gerđu 2-2 jafntefli viđ Svisslendinga.   Jafntefli á öllum borđum.

Ţar var ég einmitt skákstjóri og var gaman ađ fylgjast međ Korchnoi.  Hann horđi á andstćđinginn á köflum mjög grimmu augnarćđi nánast fyrirlítandi.  Yfirdómarinn tilkynnti á skákstjórafundi fyrir mót ađ Korchnoi sé mjög sérstakur og hann kemst upp međ sumt sem ađrir mega ekki.  Ekki dettur t.d. neinum skákstjóra í hug ađ segja honum ađ fara hinum megin viđ kađlana eftir skákir.  Enda algjört legend. Korchnoi gerđi svo hálfgert grín af Frode Elsness heyra ţađ eftir skákina fyrir ađ hafa ekki unniđ „the old man".

Grikkir hafa komiđ á óvart og unnu góđan en óvćntan sigur á Englendingum 2,5-1,5.   Aserar unnu Armeníu 3-1 í stćrstu viđureign gćrdagsins.   Og ţađ ţýddi ađ Englendingar og Armenar mćtast bćđi liđ međ 2 stig.  Liđiđ sem tapar verđur ţví komiđ í neđri helmingi mótsins.  Sem gćti ţýtt ađ sigur í dag hjá íslenska liđinu gćti ţýtt ađ viđ fengjum Armena eđa Englendinga!

Nigel Short hafđi gert ráđ fyrir ađ vera í fríi í dag og verđa fulltrúi enska á ađalfundi ECU sem fram fer en hćtti viđ ţađ vegna mikilvćgi ţessarar viđureignar. 

Í gćr buđu Grikkirnir fulltrúum á ECU-ţinginu í kvöldmat.  Ég sat međ Grikkjunum og var mikiđ spurđur um kreppuna og hvernig okkur gengi ađ komast upp úr henni.  Grikkir eru ađ upplifa ţađ sama og viđ bara töluvert síđar.   Einnig var ég mikiđ spurđur út í gömlu atvinnumennina okkar (Hjartarson, Arnason og Petursson)sem margir greinilega ţekkja.  Annars er ég mjög ánćgđur međ alla skipulagningu hér.  Grikkir eru afslappađir, ekkert stress og engin lćti.   Yfirdómarinn er mjög yfirvegađur og góđur. 

Í morgun hófst ECU-fundurinn.  Ég er ţví í fríi frá skákstjórn vegna ţessa í dag.  Fundurinn logar hins vegar í deilum.  Ali Nihat, forseti tyrkneska skáksambandsins og einn varaforseti FIDE, og hans helstu stuđningsmenn sem einnig eru verulega tengdir FIDE halda uppi stanslausum árásum á Silvio Danilov.  Sumt virđist eiga rétt á sér, annađ ekki.  Sumt ţekki ég ekki.  Sérstaklega var gagnrýnt ađ í fjárhagsáćtlun ECU fyrir áriđ 2012 er gert ráđ 120.000 evrum í tekjum fyrir „marketing revenue".

Ekkert er fast í hendi og Ali og hans mönnum lýst ekki á rekstur á ECU og segja t.d. launakostnađ of háan miđađ viđ litlar tekjur.  Flestir ađalfundarmenn er ţó á ţví ađ gefa Danialov meiri tíma en ekkert verđur í hendi ađ ári gćti hann átt verulega erfitt uppdráttar ađ ári.

Einnig er hart tekist á hvernig eigi ađ meta umsóknir frá skáksamböndum um mót en Tyrkir vilja meina ađ ţeir njóti ekki sannmćlis ţar og reynt sé ađ taka af ţeim mót á skipulagđan hátt.  Tyrkir hafa meira ađ segja kćrt ECU fyrir íţróttadómstólnum í Sviss.   Ég er ekki dómbćr á hvort ađ ţetta sér rétt. 

Skýrsla stjórnar var í stíl Danilov.  Myndband međ fullt af myndum af honum taka í hendurnar á hinum og ţessum merkismönnum!

Fundurinn hefst nú aftur kl. 15:30 (13:30 á Íslandi).  Ţessi pistill var mjög hrađskrifađur í hádegishléi.  Meira á morgun.

Kveđja frá Porto Carres,
Gunnar


Vignir Vatnar međ fullt hús

Vignir Vatnar Stefánsson var sigurvegari fimmtudagsmóts vikunnar hjá T.R. Vignir, sem er 8 ára, sigrađi alla andstćđingana og fékk 7 vinninga af 7 mögulegum og var hann búinn ađ tryggja sér sigurinn fyrir síđustu umferđ.

Úrslit urđu annars sem hér segir:


1. Vignir Vatnar Stefánsson 7

2. Sveinbjörn Jónsson 5

3. Sigurjón Haraldsson 4,5

4. Stefán Már Pétursson 3,5

5. Veronika Steinunn Magnúsdóttir 3

6. Donika Kolica 2,5

7. Jóhann Bernhard 1,5

8. Björgvin Kristbergsson 1

EM landsliđa: Luxemborg í 3.umferđ

Íslendingar mćta Luxemborg í 3.umferđ EM landsliđa. Umferđin hefst kl 13:00.
Henrik hvílir og Helgi kemur inn sem varamađur.

 


  LuxemborgStig-
ÍslandStig
IMBerend Fred2381-FMGretarsson Hjorvar Steinn2452
 Jeitz Christian2171-IMThorfinnsson Bragi2421
FMMossong Hubert2119-IMThorfinnsson Bjorn2402
WIMSteil-Antoni Fiona2104-GMOlafsson Helgi2531

 

 


Drengja- og telpnameistaramót Íslands - fyrir 15 ára og yngri hefst í dag í Salaskóla

Keppni á Skákţingi Íslands 2011 - 15 ára og yngri (fćdd 1996 og síđar) og 13 ára og yngri (fćdd 1998 og síđar) verđur haldiđ í Salaskóla, Kópavogi  dagana 5. og 6. nóvember nk.  Tefldar verđa 9 umferđir eftir monrad kerfi og er umhugsunartími 25 mín. á skák fyrir keppanda.  Teflt verđur í einum flokki.

Umferđataflan er ţannig:

Laugardagur 5. nóvember      kl. 13.00                     1. umferđ

                                               kl. 14.00                     2. umferđ

                                               kl. 15.00                     3. umferđ

                                               kl. 16.30                     4. umferđ

                                               kl. 17.30                     5. umferđ

 

Sunnudagur 6. nóvember       kl. 11.00                     6. umferđ

                                               kl. 12.00                     7. umferđ

                                               kl. 13.30                     8. umferđ

                                               kl. 14.30                     9. umferđ

                                              

Ađ ţví loknu verđlaunaafhending og mótsslit.

Ţátttökugjöld: kr. 1.000.- (hámark kr. 1.500.- fyrir fjölskyldu)

Verđlaun:        Verđlaunabikarar fyrir ţrjú efstu sćtin í hvorum flokki.

Skráning: skaksamband@skaksamband.is eđa í síma 568 9141 virka daga kl. 9-13.


Íslandsmót kvenna hafiđ

Úrslit í fyrstu umferđ:

 
NafnStig
NafnStig Úrslit
  Veronika Steinunn Magnúsdóttir  1366 Hallgerđur H  Ţorsteinsdóttir
20230 - 1
  Tinna Kristín Finnbogadóttir
1868 Donika  Kolica
10371 - 0
  Embla Dís Ásgeirsdóttir
1222 Jóhanna Björg Jóhannsdóttir  18310 - 1
  Sigurlaug R  Friđţjófsdóttir
1740 Tara Sóley Mobee
12091 - 0
  Ásta Sóley  Júlíusdóttir
1200 Elsa María Krístinardóttir
17090 - 1
  Hrund  Hauksdóttir
1521 Svandís Rós Ríkharđsdóttir
11931 - 0
  Ingibjörg Edda  Birgisdóttir
1440 Sat yfir

 

Önnur umferđ er tefld kl 18:00 á sunnudagskvöldiđ. Allar skákir mótsins eru sendar beint út.

 


EM: Tap gegn Slóvenum

Íslenska sveitin tapađi 1-3 fyrir sterkri skáksveit Slóveníu í 2. umferđ EM landsliđa sem var ađ ljúka.  Brćđurnir Bragi og Björn Ţorfinnssynir gerđu jafntefli á 3. og 4. borđi en Henrik Danielsen og Hjörvar Steinn Grétarsson töpuđu á 1. og 2. borđi.

Skák Björns var sérstaklega spennandi og var Björn međ tapađa stöđu eftir tímahrak.  Eins og svo oft áđur var Björn seigur í vörninni og hélt jafntefli.  Íslenska liđiđ hefur hlotiđ 2,5 vinning í ţessum tveimur fyrstu umferđum.  Ekki liggur enn fyrir viđ hverja Ísland teflir viđ í 3. umferđ

Úrslitin:
Bo.32  IcelandRtg-21  SloveniaRtg1 : 3
14.1GMDanielsen Henrik2542-GMBeliavsky Alexander G26170 - 1
14.2FMGretarsson Hjorvar Steinn2452-GMLenic Luka26340 - 1
14.3IMThorfinnsson Bragi2421-GMBorisek Jure2541˝ - ˝
14.4IMThorfinnsson Bjorn2402-IMSebenik Matej2518˝ - ˝


EM-pistill nr. 3

Frá EM 2011Í gćr náđust frábćr úrslit ţegar Hjörvar Steinn Grétarsson gerđi sér lítiđ fyrir og vann Alexei Shirov í  afar flókinni og skemmtilegri skák.  Ekki slćmt ađ leggja sjálfan flćkjumeistarinn í flćkjum!  Björn Ţorfinnsson, sem kom inn í liđiđ, međ ađeins 2ja daga fyrirvara náđi góđu jafntefli á fjórđa borđi.  Henrik fékk fljótt verra og mátti sćtta viđ tap.   Bragi Ţorfinnsson virtist lengi eiga jafnteflismöguleika en lék ónákvćmt og mátti sćtta sig viđ tap.  1,5 vinningur í hús verđa ađ teljast góđ úrslit gegn Spánverjum.  Í dag er ţađ önnur sterk sveit, Slóvenía, sem skartar gođsögninni Alexander Beliavsky á fyrsta borđi.  Verđur athyglisvert.

Sigur Hjörvars gegn Shirov vakti eđli málsins nokkra athygli.  Mótstjórinn kom sérstaklega ađ Hjörvari og óskađi honum til hamingju.  Allir vita hver Hjörvar er á stađnum, ţar sem Potkin kemst ekki í liđ Rússa (hinn rauđhćrđi skákmađurinn).

Skipulagning hér á skákstađ virđist vera í góđu lagi.  Grikkir kunna einfaldlega ađ halda mót ađ ţessari stćrđargráđu og gera ţađ vel.   Viđ erum á afbragđshóteli ţar sem allt er fínt nema ađ netmálin mćttu vera betri en ţau eru samt komin í mun betra lag eftir ađ krćktum okkur í kapal inn á herbergi í stađ ţráđleysis.   Ég held ađ ţađ sé klúbburinn í Aţena sem skipuleggi mótiđ.  Hér eru margir gamlir kunningjar sem m.a. skipulögđu EM landsliđa sem fram fór í Krít 2007.  Sami klúbbur skipulagđi ţađ.

Norđurlandaţjóđunum gekk flestum vel í gćr.  Svíar og Finnar náđu frábćrum úrslitum.  Svíar gerđu 2-2 jafntefli viđ Frakka og Finnar gerđu einnig jafntefli viđ Hollendinga.  Góđur sigur Tyrkja gegn Georgíu var nú ţađ sem vakti mesta athygli.   Međalaldur í liđi Tyrkja er ađeins 17 ára og skilst mér ađ 13 ára gutti á fjórđa borđi hafi unniđ sína skák. 

Menn eru hérna ađ ná rútínunni.  Fariđ er í morgunmat um kl. 9, inn á herbergiđ ađ stúdera.  Pörun kemur um kl. 10, stúderađ, hádegismatur, stúderađ og svo gengiđ á skákstađ um kl. 14:30 en umferđin hefst kl. 15.   Liđsmenn geta leitađ til Helga varđandi stúderingar og ţađ gerđi einmitt Hjörvar fyrir skákina gegn Shirov í gćr.   Eftir skák er ţrammađ í kvöldmat og svo upp í herbergi til Helga ţar sem fariđ er yfir skákirnar.   Og svo stúderađ fyrir svefninn. 

Sjálfur er ég öđru plani en ţeir sem skákstjóri hér.  Ég ţarf ađ vera mćttur á skákstađ um kl. 14.  Ég sé um 2 viđureignir í hverri umferđir og í dag var ég međ 2. og 3. borđ í kvennaflokki.  Annars vegar viđureign Úkraínu og heimamanna og hins vegar Georgíu og Asera.   Ég lenti strax í kvörtun ţar einn keppenda Georgíu kvartađi yfir lýsingu, réttilega.  Lýsingin í kvennaflokknum er mun lakari í opnum flokk.   Ţađ endađi međ ţví ađ yfirdómarinn kom međ lampa og setti fyrir aftan viđkomandi skákkonu!

Ţađ ađ vera skákstjóri takmarkar mig ađ mörgu leyti varđandi fréttir.  Ég á ekki jafn auđvelt međ fylgjast međ íslenska liđinu en viđ skákstjórarnir leysum hvorn annan af öđru hverju og ţá tekur mađur sprett, kíkir á strákana, og spyr Helga nýjustu frétta.  Mér er svo meinilla ađ fara í gemsann í miđri umferđ en leyfđi mér ţađ í gćr til ađ koma skilabođum til Halldórs Grétars um sigur Hjörvars.
Í gildi er svokölluđ Zero-tolerance regla.  Ţađ ţýđir ađ keppendur verđa ađ vera sestir áđur en skákin er hafin.  Annars á ađ dćma skák tapađ.  Yfirdómarinn bađ okkur samt um ađ láta vita međ handauppréttingu ef einhvern vantađi svo hann gćti gefiđ viđkomandi skákmanni e.t.v. ţćr sekúndur til ađ komast í sćtiđ.  Ţetta er auđvitađ hćgt hér en er ekki hćgt á Ólympíuskákmótum vegna fjöldans.  Hér sér dómarinn yfir allan salinn.

Eftir Feller-máliđ ríkir meiri tortryggni.  Nú eiga liđsstjórar eingöngu ađ vera fyrir aftan sínar sveitir, mega ekki vera fyrir framan.  Keppendur nota ekki sama salerni og ađrir.   Viđ sem skákstjórar eigum ađ fylgjast međ hvort skákmenn fari óeđlilega oft frá borđinu og lengi í senn og láta yfirdómara vita ef svo er.

Eins og fram hefur komiđ hafa veriđ netvandrćđi hér.  Ţau eru ađ mestu leyst.  Ţó á ég í vandrćđum međ tvennt.  Ég á erfitt međ ađ koma myndum frá myndum vegna netsins og ég mjög erfitt međ ađ uppfćra Skák.is ţar sem netiđ hér uppfyllir ekki öryggiskröfur blog.is.  Bćđi Halldór Grétar og Baldur Kristinsson, hafa reynst mér hjálplegir og held ég ađ ég sé kominn međ ţá rútínu sem til ţarf ađ ţetta gangi vel fyrir sig, bćđi varđandi fréttir héđan og ađrar skákfréttir međ hjálp ţeirra beggja.  Ţessir daglegu pistlar munu vćntanlega birtast um hádegisbil á Íslandi.

Einnig hef ég tekiđ ađ mér ađ senda daglega pistla á Morgunblađiđ sem ţeir vinna út og gera fréttir úr.   Fyrsta slíka frétt birtist í morgun og vonandi daglega á međan mótinu stendur.  Einnig skilst mér ađ RÚV geri mótinu góđ skil, bćđi í fréttum og í morgunútvarpinu.

Á morgun fer fram ađalfundur ECU (Evrópska skáksambandiđ).  Hingađ streyma ađalfundarfulltrúar ađ og ég skynja töluverđa spennu.  Ali Nihat, forseti tyrkneska skáksambandiđ, bauđ mér upp á kaffi í morgun til ađ rćđa málin.  Greinilega smá spenna undir niđri á milli ţeirra hans og Silvio Danilov, forseta Evrópska skáksambandiđ.   Danilov vann hann í harđri kosningabaráttu í fyrra.  Eiginlega mikil spenna.  Ali, sem er einn varaforseta FIDE og formađur Chess in School-nefndarinnar hefur mikinn áhuga ađ taka fyrir Ísland og setja prógrammiđ í gagn hér haustiđ 2012.   Finnst Ísland henta vel undir prógrammiđ.   Eitthvađ sem viđ verđum ađ skođa hér á Íslandi.  Fundurinn hefst kl. 9 svo ég veit ekki hvenćr ég nćg ađ koma frá pistli á morgun ef ég nć ţví á annađ borđ.  Verđur ţá í styttra lagi.

Nóg í bili.  Ţarf ađ vera mćttur á skákstađ eftir tćpan klukkutíma.

Kveđja frá Porto Carres,

Gunnar


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 3
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 144
  • Frá upphafi: 8778678

Annađ

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 82
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband