Bloggfćrslur mánađarins, nóvember 2011
7.11.2011 | 10:22
Unglingameistaramót Íslands
Unglingameistaramót Íslands 2011 fer fram í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur, Faxafeni 12, Reykjavík dagana 12. og 13. nóvember nk. Ţátttökurétt eiga ţeir sem verđa 20 ára á almanaksárinu og yngri.
Sigurvegari á mótinu hlýtur titilinn "Unglingameistari Íslands 2011" og í verđlaun farseđil - ađ hámarki kr. 50.000.- á skákmót erlendis. Farseđilinn gildir í eitt ár.
Umferđatafla:
- Laugardagur 12. nóv. kl. 13.00 1. umferđ
- " kl. 14.00 2. umferđ
- " kl. 15.00 3. umferđ
- " kl. 16.00 4. umferđ
- Sunnudagur 13. nóv. kl. 11.00 5. umferđ
- " kl. 12.00 6. umferđ
- " kl. 13.00 7. umferđ
Tímamörk: 25 mín á keppanda
Ţátttökugjöld: kr. 2.000.-
Skráning: http://www.skak.is og skaksamband@skaksamband.is
Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má nálgast hér.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 10:38 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
7.11.2011 | 08:55
Viđureign dagsins: Georgíumenn
11.1 | GM | Jobava Baadur | 2678 | - | FM | Gretarsson Hjorvar Steinn | 2452 | |
11.2 | GM | Pantsulaia Levan | 2588 | - | IM | Thorfinnsson Bragi | 2421 | |
11.3 | GM | Mchedlishvili Mikheil | 2636 | - | IM | Thorfinnsson Bjorn | 2402 | |
11.4 | GM | Gagunashvili Merab | 2577 | - | GM | Olafsson Helgi | 2531 |
Skákir síđustu umferđar á móti Svartfjallalandi fylgja međ hér ađ neđan.
- Heimasíđa mótsins
- Chess-Results
- Beinar útsendinga (ETCC 2011 - átta efstu viđureignirnar)
- Myndaalbúm
- Umrćđur á SkákHorninu
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 12:09 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
7.11.2011 | 08:30
Hallgerđur, Elsa, Jóhanna og Hrund efstar á Íslandsmóti kvenna
Hallgerđur vann Sigurlaugu R. Friđţjófsdóttur (1740), Elsa vann Tinna Kristínu Finnbogadóttur (1868), Jóhanna vann Ingibjörgu Eddu Birgisdóttur (1440) og Hrund vann Töru Sóley Mobee (1209). Ţriđja umferđ fer fram á ţriđjudagskvöld.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 22:45 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)

Verđlaunahafar:
U15 Drengir (allir)
Dagur og Jón Trausti tefla um sigur
Oliver í 3 sćti.
U15 telpur
Hrund 1 sćti.
Nansý í 2 sćti. hćrri á stigum
Sóley í 3 sćti.
U13 ára (piltar)
1. Oliver Aron
2. Jón Kristinn
3. Gauti Páll
U13 stúlkur
Nansý og Sóley einvígi
Veronika Steinunn í 3 sćti.
Einvígin tvö fara fram á föstudag.
Stöđuna má nálgast á Chess-Results .
Myndaalbúm
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 08:28 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
7.11.2011 | 08:16
G. Sverrir Ţór sigrađi á móti í Svíţjóđ
7.11.2011 | 07:00
Vetrarmót öđlinga hefst í kvöld
Ţetta er nýtt mót, en hin sívinsćlu Skákmót öđlinga hafa veriđ haldin undanfarin 20 ár ađ vori í Taflfélagi Reykjavíkur. Vetrarmót öđlinga er nýjung í skákmótaflórunni í Reykjavík og allir öđlingar fertugir og eldri eru hvattir til ţess ađ taka ţátt! Skákmótiđ er búiđ vel fyrir jól!
Teflt einu sinni í viku á miđvikudögum, nema fyrsta umferđ fer fram á mánudegi 7. nóv. og 2. umferđ á miđvikudegi 9. nóv. í sömu viku!
Dagskrá:
- 1. umferđ mánudaginn 7. nóvember kl. 19.30
- 2. umferđ miđvikudag 9. nóvember kl. 19.30
- 3. umferđ miđvikudag 16. nóv. kl. 19.30
- 4. umferđ miđvikudag 23. nóvember kl. 19.30
- 5. umferđ miđvikudag 30. nóvember kl. 19.30
- 6. umferđ miđvikudag 7. desember kl. 19.30
- 7. umferđ miđvikudag 14. desember kl. 19.30
Keppt er um veglegan farandbikar, en auk hans eru verđlaun fyrir ţrjú efstu sćtin.
Ţátttökugjald er kr. 4.000. Innifaliđ er frítt kaffi allt mótiđ.
Skráning fer fram á taflfelag.is.Spil og leikir | Breytt 30.10.2011 kl. 23:38 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
6.11.2011 | 20:00
Skákţáttur Morgunblađsins: Líf í tuskunum hjá ólympíuhópi kvenna

En hvernig standa svo ţćr íslensku stúlkur í samanburđi viđ ţćr kínversku? Munurinn er enn mikill í elo-stigum taliđ. Í frćgi bók um tígur-mćđur" kom fram ađ kínversk börn og unglingar velja sér yfirleitt ađeins eina keppnisgrein sem ţau stunda síđan af miklu kappi. Ţćr íslensku stúlkur, sem ţess dagana taka ţátt í alţjóđlegu móti í Liberic í Tékklandi, eru flestar í krefjandi menntaskólanámi, stunda tónlistarnám međfram en eru jafnframt góđar fyrirmyndir fyrir yngri stúlkur. Davíđ Ólafsson, sem tekiđ hefur ađ sér liđsstjórn og ţjálfun ólympíuhóps kvenna er fararstjóri í Tékklandi. Eftir fimm umferđir höfđu ţćr Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir, Jóhanna Björg Jóhannsdóttir og Hrund Hauksdóttir stađiđ sig best og voru međ 3 vinninga af 5 mögulegum í 24.-44. sćti af 100 keppendum. Árangur Jóhönnu reiknast upp á vel yfir 2.200 stig, Hallgerđur er nálćgt ćtluđum árangri en Hrund er ađ bćta sig verulega. Ađrar íslenskar stúlkur í ferđinni eru ţćr Sigríđur Björg Helgadóttir, Elsa María Kristínardóttir og Tinna Kristín Finnbogadóttir.
Jóhanna Björg er fersk eftir á EM unglinga í Búlgaríu í september sl. Í eftirfarandi skák sígur snemma á ógćfuhliđina hjá henni. Engu ađ síđur náđi hún ađ snúa vörn í sókn og tókst ađ leggja öflugan andstćđing sinn:
Jóhanna Björg Jóhannsdóttir - Stanislav Splichal
Sikileyjarvörn
1. e4 c5 2. c3 d5 3. exd5 Dxd5 4. d4 g6 5. Rf3 Bg7 6. Ra3
Alapin-afbrigđiđ kemur oft fyrir í skákum íslensku stúlknanna. Hér er sennilega nákvćmara ađ leika 6. dxc5 t.d. 6....Dxc5 7. Ra3 o.s.frv.
6. ...cxd4 7. Rb5 Ra6 8. Rbxd4 Rf6 9. Bxa6!? bxa6 10. O-O 0-0 11. He1 He8 12. Bf4 Bb7 13. He5?
Upphafiđ ađ vitlausri áćtlun. Mun sterkra er 13. Be5! og stađan er í jafnvćgi.
13....Dd7 14. Hc5 Rd5 15. Bg3 e5 16. Rb3 Had8 17. Dc2 e4 18. Rfd4 e3
Svartur hefur međ nokkrum markvissum leikjum náđ ađ hrifsa til sín frumkvćđiđ.
19. Kh1 exf2 20. Dxf2 Re3 21. Hg1 Hc8 22. Hxc8 Dxc8 23. Bf4 Rg4?
Hér fer svartur ađ missa tökin. Athyglisverđ leiđ var 23....Rxg2!? 24. Hxg2 Dh3 25. Bd2 Bh6! 26. Kg1 He1+! 27. Bxe1 Be3 ,en hvítur virđist halda í horfinu međ ţví ađ leika H28hg3.
24. Dg3 h5 25. h3 Rf6 26. Hf1 Re4 27. Dd3 g5?
Teygir sig of langt. Betra var 27....h4.
28. Bh2 Be5 29. Rf5!
Góđur stađur fyrir riddarann.
29....f6 30. Bxe5 Hxe5 31. Rbd4 h4 32. Kg1 Bd5 33. Rh6+ Kh8 34. Rg4! Bc4 35. Df3!
Jóhanna hefur međ ágćtri taflmennsku náđ ađ snúa taflinu sér í vil.
35....Bxf1 36. Rxe5 fxe5 37. Dxe4 exd4 38. Dxd4+ Kh7 39. Dxa7+ Kg6 40. Db6+ Kh5 41. Kxf1 Dc4+ 42. Kg1 Dxa2 43. Kh2! Dc4 44. Df6 Db5 45. Dg7 Dd3 46. Dc7 Kg6 47. c4 a5
- og féll á tíma um leiđ en stađan er töpuđ ţví svartur á engar skákir eftir skálínunni h2-b8 og rćđur ekki viđ c-peđiđ.
Skákţćttur Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.
Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 30. október 2011.
Spil og leikir | Breytt 29.10.2011 kl. 10:28 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
6.11.2011 | 19:32
Góđur sigur á Svartfellingum - Georgíumenn á morgun
Ţađ vannst góđur sigur á stórmeistarasveit Svartfellinga í 4. umferđ EM landsliđa sem fram fór í Porto Carras í Grikklandi í dag. Bragi Ţorfinnsson og Helgi Ólafsson unnu báđir á 3. og 4. borđi. Bragi vann Milan Drasko og Helgi vann Dragan Kosic í síđustu skák viđureignar og tryggđi ţar međ sigurinn. Góđir sigrar hjá báđum. Helgi hefur sérdeilis byrjađ vel á mótinu en hann hefur unniđ báđar sínar skákir.
Hjörvar Steinn Grétarsson var fyrstur til ađ klára en hann gerđi stutt jafntefli međ svörtu á öđru borđi. Henrik Danielsen tapađi á fyrsta borđi og hefur alls ekki náđ sér á strik á mótinu. Helgi og Hjörvar hafa 2,5 vinning í 4 skákum.
Íslenska liđiđ er međ akkúrat 50% vinningshlutfall. 4 stig (af 8) og 8 vinninga (af 16). Sveitin er í 22. sćti af 38 sveitum.
Mikiđ var um óvćnt úrslit í umferđinni. Búlgarir unnu Rússa 3-1 og Ţjóđverjar unnu Ólympíumeistara Úkraínumanna 3,5-0,5.
Fimm liđ hafa 7 stig. Ţjóđverjar eru efstir 11 vinninga, Aserar og Frakkar hafa 10,5 vinning og Spánverjar og Búlgarar hafa 10 vinninga.
Íslenska sveitin mćtir sterkri sveit Georgíumanna í 5. umferđ sem fram fer á morgun.
Ţađ var fariđ rangt međ stađreyndir um helgina. Hjörvar er ekki sá yngsti sem teflt hefur fyrir Íslands hönd á fyrsta borđi. Friđrik Ólafsson var 17 ára ţegar hann tefldi á fyrsta borđi á Ólympíuskákmótinu 1952 ţegar Eggert Gilfer, fyrstaborđsmađur hvíldi. Hjörvar er semsagt sá yngsti í 59 ár en ekki frá upphafi! Ritstjóri biđst afsökunar á skáksögukunnáttu sinni!
Úrslit dagsins:
14.1 | GM | Danielsen Henrik | 2542 | - | GM | Djukic Nikola | 2493 | 0 - 1 |
14.2 | FM | Gretarsson Hjorvar Steinn | 2452 | - | GM | Blagojevic Dragisa | 2514 | ˝ - ˝ |
14.3 | IM | Thorfinnsson Bragi | 2421 | - | GM | Drasko Milan | 2478 | 1 - 0 |
14.4 | GM | Olafsson Helgi | 2531 | - | GM | Kosic Dragan | 2502 | 1 - 0 |
Liđ Georgíumanna:
Bo. | Name | Rtg | FED | Pts. | Games | Rp | |
1 | GM | Jobava Baadur | 2678 | GEO | 2.5 | 3.0 | 2527 |
2 | GM | Pantsulaia Levan | 2588 | GEO | 3.0 | 4.0 | 2542 |
3 | GM | Mchedlishvili Mikheil | 2636 | GEO | 2.5 | 4.0 | 2429 |
4 | GM | Gagunashvili Merab | 2577 | GEO | 2.5 | 4.0 | 2383 |
5 | Zarkua Davit | 2443 | GEO | 0.0 | 1.0 | 0 |
- Heimasíđa mótsins
- Chess-Results
- Beinar útsendinga (ETCC 2011 - átta efstu viđureignirnar)
- Myndaalbúm
- Umrćđur á SkákHorninu
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 22:01 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
6.11.2011 | 15:37
EM-pistill nr. 5: Spennandi viđureign í dag
Ţađ er loks í fjórđu umferđ ađ viđ fáum sveit sem er áţekk okkur ađ styrkleika. Í dag mćtum viđ Svartfellingum sem eru ţó rankađir heldur fyrir ofan okkur. Viđureignir gegn slíkum sveitum eru hvađ mikilvćgastar. Ef viđ vinnum fáum viđ gott liđ í nćstu umferđ en ef viđ töpum getum viđ fengiđ mjög slaka sveit. Björn Ţorfinnsson hvílir eftir tap í gćr gegn Lúxemborg og Helgi Ólafsson liđsstjóri heldur áfram ađ tefla eftir góđan sigur í gćr.
Fyrst um viđureignina í gćr. Björn var fyrstur ađ klára. Hann lék illa af sér og nánast ţvingađi andstćđinginn til ađ vinna skákina ţar sem andstćđingurinn átti ađeins einn leik sem leiddi beint til vinnings. Hjörvar Steinn Grétarsson vann góđan sigur á alţjóđlega meistaranum Fred Berend á fyrsta borđi. Söguleg skák enda Hjörvar sá yngsti sem nokkurn hefur teflt fyrir Íslands hönd á fyrsta borđi. Jafnframt sá fyrsti sem ekki er stórmeistari né alţjóđlegur meistari í einhverja áratugi
Merkilegt ekki síst í ljósi ađ ţegar landsliđiđ var upphaflega valiđ var Hjörvar á fjórđa borđi!
Og talandi um Hjörvar. Skákin gegn Shirov hefur vakiđ athygli langt fyrir utan landssteinana og hafa ýmsir haft samband viđ Hjörvar og óskađ honum til hamingju međ sigurinn. Skákin var skýrđ á Chessmind og má nálgast ţćr hér: http://www.thechessmind.net/storage/chess-posts/gretarsson_shirov_eutch2011.htm
Skemmtilegar skýringar eftir Dennis Monokroussos, og ekki síst kommentiđ eftir 15. leik Hjörvars sem er mikiđ búiđ ađ hlćja af hér: Remind me, which one of these two is Shirov? White sacs a piece for two pawns, to complete his development and to maintain the initiative. It's exciting, plausible, and...bad.
Og aftur ađ viđureigninni gegn Lúxurum. Helgi liđsstjóra vann flottan sigur á Fionu á fjórđa borđi. Gaman ađ sjá Helga aftur í landsliđinu en ţetta er í fyrsta skipti síđan 2006 ađ Helgi teflir fyrir Íslands hönd.
Bragi átti lengstu skák dagsins en vann endatafl međ mislitum biskupum. Skyldusigur gegn Lúxemborg stađreynd.
Viđ erum međ 2 stig og 5,5 vinning og erum í 28. sćti. Danir unnu stórsigur á Norđmönnum 3,5-0,5 og eru efstir Norđurlanda. Viđ erum ţriđju. Svíar unnu Finna 2,5-1,5. Danir og Svíar hafa 3 stig en Finnar og Norđmenn hafa 1 stig. Ég spái ţví hér og nú ađ viđ mćtum 2 Norđurlandaţjóđum á mótum.
Aserar og Spánverjar eru efstir međ 6 stig. Shirov hefur unniđ báđar skákirnar síđan hann tapađi fyrir Hjörvari. Fimm ţjóđir hafa 5 stig. Armenar rétt náđu ađ hanga á jafntefli gegn Englendingum.
Ég var farinn ađ sjá ţađ fyrir mér ađ viđ myndum mćta Armenum í dag!
ECU-fundinum í gćr lauk fremur friđsamlega. Sumu var frestađ til ađalfundarins 2012 sem fram fer í Istanbul samhliđa Ólympíuskákmótinu. Ég mćtti á skákstađ ađ loknum fundi og fór í skákstjórn. Enn á ný sá ég um Svisslendinga en Korchnoi tapađi nú og var ekki kátur. Kallinn stundi hátt ađ skák lokinni.
Korchnoi er ekki sá eini sem er notar staf hér. Ţađ gerir einnig Viktor Bologan sem er draghaltur eftir fótbrot. Hann meiddist í fótbolta ţannig ađ aldrađir" skákmenn mćttu hugsa sinn gang í ţriđjudagsboltanum!
Á hótelinu er eitt stćrsta spilavíti Grikklands. Mér skilst ađ sumir Grikkja, vćntanlega vel efnađir, bóki sig hingađ á föstudögum og spili svo alla helgina. Sumir skákmenn munu vera víst vera fastagestir ţarna og er merkilegt ađ einn sterkasti skákmađur heims spilar ţarna á hverju kvöldi og langt fram á nótt en stendur sig engu ađ síđur mjög vel. Menn undirbúa sig á mismunandi hátt fyrir skákir!
Verđlag hérna er dýrt. Ég fékk mér kaffi eftir eina máltíđina og ţađ kostađi 4,50 evru eđa um 700 kr! Síđan ţá hef ég látiđ vatniđ duga međ matnum.
Ég er afskaplega hrifinn af skipulagningunni hjá Grikkjunum. Salurinn er settur upp á mjög smekklegan hátt og yfirleitt geta áhorfendur komist býsna nćrri skákmönnum án ţess ţó ađ trufla. Skákmenning á Grikklandi er einfaldlega mjög góđ. EM taflfélaga verđur á Rhodos 2013 sem hljómar vel fyrir skákmenn. Arthur Kogan, ísraelskur stórmeistari og liđsstjóri Ítala, lofar svo mjög góđum ađstćđum á nćsta EM taflfélaga sem verđur í Ísrael.
Grikkirnir sögđu mér ţađ ađ ţađ hafi stefnt í rigningu í gćr. Ţví fylgja smá vandamál ţar sem um 10 mínútna gangur er á skákstađ. Grikkirnir segjast eiga nóg af regnhlífum! Einnig er hćgt ađ taka svo hálfgerđa barnalest á skákstađ og nota Armenarnir hana.
Hér er mjög fallegt eins og sjá má á heimasíđu svćđisins: http://www.portocarras.com/default.asp?pid=1&la=4
Nóg í bili. Spennandi viđureign framundan. Ég mun reyna ađ koma úrslitum jafnóđum til Halldórs Grétars í gegnum SMS. Mér skilst ţó ađ Grikkirnir standi sig afskaplega vel í ţví ađ skrá inn úrslit fljótt og vel á Chess-Results.
Kveđja frá Porto Carras,
Gunnar
6.11.2011 | 10:19
Viđureign dagsins: Svartfjallaland
14.1 | GM | Danielsen Henrik | 2542 | - | GM | Djukic Nikola | 2493 | |
14.2 | FM | Gretarsson Hjorvar Steinn | 2452 | - | GM | Blagojevic Dragisa | 2514 | |
14.3 | IM | Thorfinnsson Bragi | 2421 | - | GM | Drasko Milan | 2478 | |
14.4 | GM | Olafsson Helgi | 2531 | - | GM | Kosic Dragan | 2502 |
- Heimasíđa mótsins
- Chess-Results
- Beinar útsendinga (ETCC 2011 - átta efstu viđureignirnar)
- Myndaalbúm
- Umrćđur á SkákHorninu
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.7.): 1
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 142
- Frá upphafi: 8778676
Annađ
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 80
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar