Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, nóvember 2011

"The brothers" stóđu sig vel í Birmingham

Picture 002Brćđurnir Bragi og Björn Ţorfinnssynir stóđu sig vel í Bresku deildakeppninni sem fram fór um helgina í Birmingham.  Báđir fengu ţeir 1,5 vinning í 2 skákum.  Ţeir mćttu á skákstađ um hálftíma fyrir skák, beint úr löngu flugi frá Grikklandi, og náđu ekki einu sinni ađ bóka sig inn á hóteliđ né ađ komast í sturtu fyrir skák.

Brćđurnir tefla fyrir klúbbinn Jutes of Kent.

Í fyrri viđureigninni sem fram fór í gćr gerđi Bragi jafntefli viđ alţjóđlega meistarann Richard Pallesier (2447) en Björn vann Simon Buckley (2352).

Í síđari umferđinni sem fram fór í dag vann Bragi Matthew Rose (2282) en Björn gerđi jafntefli viđ Tom Eckersley-Waites (2276).

Báđir hćkka ţeir eitthvađ á stigum fyrir frammistöđu sína.  Mótinu verđur framhaldiđ 14. og 15. janúar og ţá halda vćntanlega "the brothers" í ađra útrás til Bretlands.

 

 


Skákţáttur Morgunblađsins: Evrópumótiđ í Halkidiki

Picture 015Evrópukeppni landsliđa sem hófst í vikunni í Halkidiki í Grikklandi er sterkasta flokkakeppni ársins hvorki meira né minna og nćgir ađ á skipan liđanna til sannfćrast. Rússar eru sterkastir samkvćmt stigum međ Svidler, Karjakin, Grischuk, Morozevich og Nepomniachchi í liđinu og síđan koma Armenar međ Aronjan á fyrsta borđi, Úkraínumenn međ Ivantsjúk á fyrsta borđi og Radjabov leiđir Azera. Stigahćsti skákmađur heims, Magnús Carlsen er ekki í norska liđinu.

Á íslenska liđinu hafa orđiđ miklar breytingar. Ţađ lá fyrir í september ađ Hannes Hlífar Stefánsson tćki sér frí, síđan afbođađi Héđinn Steingrímsson sig vegna veikinda og loks hamlađi brjósklos í baki ţátttöku Stefáns Kristjánssonar.

Kjarninn frá Ol í Khanty Manyisk er ţó mćttur: Hjörvar Steinn Grétarsson og brćđurnir Bragi og Björn Ţorfinnssynir tefla á öđru, ţriđja og fjórđa borđi međ Henrik Danielssen á efsta borđi. Greinarhöfundur, sem er ţjálfari og liđsstjóri var fenginn til ađ fylla flokkinn og hefur valiđ sér sćti varamanns. Íslenska liđiđ er skráđ í 32. sćti af 38 liđum.

Íslendingar hafa reglulega tekiđ ţátt í Evrópumóti landsliđa. Vefsíđan http://www.olimpbase.org/ greinir frá ţví ađ fyrst hafi ţađ veriđ 1992 í Debrecen í Ungverjalandi, 13. sćti, aftur í Leon 2001, 20. sćti, Plovidiv 2003, 26. sćti, Gautaborg 2005 29. sćti, Halkidiki 2007, 20. sćti og Novi Sad 2009, 34. sćti.

Ein eftirminnileg viđureign Íslendinga frá ţessum Evrópumótum fór fram í Debrecen áriđ 1992 ţegar Íslendingar gerđu jafntefli viđ Armena. Sennilega hefđi frammistađa íslenska liđsins orđiđ betri ef undirritađur hefđi landađ sigri yfir Lputian í skák sem John Nunn kallađi tragedíu í grein í New in chess; ţar hefđi veriđ í fćđingu ein besta skák ársins.

Sindbađ Lputjan - Helgi Ólafsson

Drottningarindversk vörn

1. d4 Rf6 2. Rf3 e6 3. c4 b6 4. g3

Lputian valdi yfirleitt Petrosjan-afbrigđiđ sem hefst međ 4. a3 en kaus ađ leiđa tafliđ í rólega stöđubaráttu međ ţungri undiröldu.

4.... Ba6 5. Dc2 c5 6. Bg2 Rc6 7. dxc5 bxc5 8. 0-0 Be7 9. Hd1 0-0 10. Bf4 Db6 11. b3 d5 12. Rc3 Rb4 13. Db2 dxc4 14. Re5 Rbd5 15. Ra4 Dc7 16. bxc4 Hab8 17. Dc2 Rxf4 18. gxf4 Bd6 19. Rc6 Bxf4! 20. h3

Eftir 20. Rxb8 Bxh2+ og 21.... Hxb8 hefur svartur rífandi bćtur fyrr skiptamun. Nú setur svartur af stađ magnađa leikfléttu.

20.... Bb7! 21. Rxb8 Be3! 22. Db3 Rg4!

Međ hugmyndinni 23. hxg4 Dg3! 24. Dxb7 Dxf2+ 25. Kh2 Bf4+ 26. Kh1 Dh4+ 27. Kg1 Be3+ og mát í nćsta leik.

gt8o7tqd.jpg23. Dxb7 Dh2+ 24. Kf1 Rxf2 25. Df3 Rxd1 26. Ke1 Hd8??

Eftir ţvingađa atburđarás missir svartur ţráđinn í tímahraki ţó ađ ţađ sé engin afsökun. Eftir 26.... Dxb8 27. Hxd1 Db4+! 28. Kf1 Dxa4 er svartur tveim peđum yfir og međ auđunna stöđu. Raunar sá ég svarleik ţess armenska og einnig ţessa einföldu vinningsleiđ.

27. Rd7! Bf2+ 28. Kxd1 Dg1+ 29. Kc2 Dxa1 30. Dxf2 Hxd7 31. Rc3 Hd4 32. Dg3 h6 33. Be4 Hxe4?

Aftur mistök, 33.... f5 var nauđsynlegt. Lputjan tefldi vörnina frá og međ 27. leik frábćrlega vel.

34. Rxe4 Dxa2+ 35. Kd3 Db1+ 36. Ke3 Dc1+ 37. Kf2 f5 38. Rf6 Kf7 39. Rd7 f4 40. Dd3 Dh1 41. Re5 Kg8 42. Rg4 h5 43. Dd8 Kh7 44. Dh4 De4 45. Dxh5

- og svartur gafst upp. Eftir 45.... Kg8 46. Dxc5 er svarta stađan vonlaus.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

-------------------------------------------

Skákţćttur Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 6. nóvember 2011.

Skákţćttir Morgunblađsins


Mikael Jóhann unglingameistari Íslands

 

Mikael Jóhann - unglingameistari Íslands
Mikael Jóhann Karlsson (1866) sigrađi á Unglingameistari Íslands sem fram fór um helgina.  Mikael Jóhann hlaut 6,5 vinning í sjö skákum, leyfđi ađeins jafntefli viđ Oliver Aron Jóhannesson (1795) til ađ tryggja sér titilinn.  Dađi Ómarsson (2204) sem fyrirfram var auđvitađ langsigurstranglegastur varđ annar međ 6 vinninga, tapađi ađeins fyrir Mikael.  Ţriđji varđ Birkir Karl Sigurđsson (1774) međ 5 vinninga.  Jafn honum í mark en lćgri á stigum varđ Jón Trausti Harđarson (1728).

 

Skákstjóri var Ólafur S. Ásgrímsson.

Mótstöflu mótsins má finna á Chess-Results.

Myndalbúm (GB og SMP)

 

 


Viđtal viđ Hjörvar á Chessdom

Margmiđlunarefni: Viđtal viđ Hjörvar á Chessdom. Smelliđ hér ef myndskeiđiđ birtist ekki.

Elsa María efst á Íslandsmóti kvenna

Elsa María skođar andstćđinginnElsa María Kristínardóttir (1698) er efst međ fullt hús á Íslandsmóti kvenna en fjórđa umferđ fór fram í gćrkveldi.  Ţá vann hún Jóhönnu Björg Jóhannsdóttur (1831).  Jóhanna er í 2.-5. sćti međ 3 vinninga ásamt Hallgerđi Helgu Ţorsteinsdóttur (2006), Tinna Kristínu Finnbogadóttur (1810) og Veroniku Steinunni Magnúsdóttur (1597). 

Fimmta umferđ fer fram á morgun og hefst kl. 18.  Allar skákir mótsins eru sýndar beint á vefnum.  Teflt er í félagsheimili SÍ, Faxafeni 12.

 


Mikael Jóhann efstur á Unglingameistari Íslands

Mikael JóhannMikael Jóhann Karlsson er efstur međ fullt hús á Unglingameistaramóti Íslands ađ loknum fjórum umferđum sem fram fóru í dag.  Dagur Ragnarsson (1997) og Jóhanna Björg Jóhannsdóttir (1831) koma nćst međ 3,5 vinning.

21 skákmađur tekur ţátt í mótinu.  Mótinu lýkur međ ţremur síđustu umferđunum á morgun.  Teflt er í félagsheimili TR. 

Sjá nánar á Chess-Results.


Brćđur í beinni

Brćđurnir Björn og Bragi

Brćđurnir Bragi og Björn Ţorfinnsson létu sér ekki ađ nćgja ađ tefla á EM landsliđa síđustu daga heldur héltu ţeir beint til Birmingham í Englandi af Heathrow-fllugvellinum ţar sem hófu taflmennsku kl. 14 í dag í ensku deildakeppninni.  Ţeir áttu ađ koma á skákstađ á u.ţ.b. hálftíma fyrir umferđ. 

Skákir ţeirra eru sýndar beint hér:  http://www.4ncl.co.uk/live_games_rd1.htm.

Ţeir tefla einnig á morgun og hefst sú umferđ kl. 11.

 


Unglingameistaramót Íslands hefst í dag

Unglingameistaramót Íslands 2011 fer fram í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur, Faxafeni 12,  Reykjavík dagana 12. og 13. nóvember nk.  Ţátttökurétt eiga ţeir sem verđa 20 ára á almanaksárinu og yngri.

Sigurvegari á mótinu hlýtur titilinn "Unglingameistari Íslands 2011" og í verđlaun farseđil - ađ hámarki kr. 50.000.-  á skákmót erlendis.  Farseđilinn gildir í eitt ár.

Umferđatafla:

  • Laugardagur 12. nóv.  kl. 13.00          1. umferđ
  • "                                  kl. 14.00          2. umferđ
  • "                                  kl. 15.00          3. umferđ
  • "                                  kl. 16.00          4. umferđ
  • Sunnudagur 13. nóv.   kl. 11.00          5. umferđ
  • "                                  kl. 12.00          6. umferđ
  • "                                  kl. 13.00          7. umferđ

Tímamörk:                  25 mín á keppanda

Ţátttökugjöld:            kr. 2.000.-

Skráning:                    http://www.skak.is og skaksamband@skaksamband.is  

* Chess-Results

Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má nálgast hér.


Vinaskákmót á mánudaginn

3 Allar kynslóđir eru velkomnar í Vin.Vinafélagiđ og Skákakademía Reykjavíkur standa fyrir skákmóti í Vin, Hverfisgötu 47, mánudaginn 14. nóvember klukkan 13. Tefldar verđa 6 umferđir međ sjö mínútna umhugsunartíma. Vegleg verđlaun eru í bođi frá velunnurum Vinjar.

Mjög blómlegt skáklíf er í Vin, athvarfi Rauđa krossins. Ţar eru ćfingar alla mánudaga og reglulega er slegiđ upp stórmótum. Skákfélag Vinjar er eitt hiđ kraftmesta á landinu og teflir međal annars fram tveimur sveitum á Íslandsmóti skákfélaga.

Vinafélagiđ, sem stofnađ var 13. október sl., stendur ađ Vinaskákmótinu í samvinnu viđ Skákakademíu Reykjavíkur. Bakhjarlar mótsins eru m.a. Forlagiđ, Henson og Sögur útgáfa. Ţá gefur Bakarameistarinn góđgćti međ kaffinu.
Ađ undanförnu hefur ríkt óvissa um framtíđ Vinjar, sem er griđastađur fólks međ geđraskanir, en allt bendir nú til ţess ađ rekstur athvarfsins verđi tryggđur međ samstilltu átaki.

4-0 sigur á Skotum í lokaumferđ EM

Ísland vann góđan 4-0 sigur á sveit Skota í lokaumferđ EM landsliđa í Grikklandi. Hjörvar Steinn náđi stórmeistaraáfanga sem telst tvöfaldur og Helgi Ólafsson varđ í öđru sćti í keppni um borđaverđlaun varamanna.  Ísland lenti í 26.sćti og varđ efst Norđurlandanna.

Ţjóđverjar unnu mótiđ međ sigri í úrslitaviđureign á móti Armenum.


  ÍslandStig-   SkotlandStig4 : 0
GMHenrik Danielsen2542-FMTate Alan23341 - 0
FMHjörvar Steinn Grétarsson
2452-FMMorrison Graham23391 - 0
IMBjörn Ţorfinnsson
2402-IMMuir Andrew J23111 - 0
GMHelgi Ólafsson
2531- Mitchell Martin22151 - 0

 

Borđaverđlaun - varamannsborđ
1 GM Bauer, Christian 2641 FRA 2797
2 GM Helgi Ólafsson 2531 ISL 2786
3 GM Postny, Evgeny 2640 ISR 2762
   

Lokastađan

Rk.SNo TeamTeamGames  +   =   -  TB1  TB2  TB3  TB4  TB5 
110 GermanyGER97111522.5183.0154.50142.0
23 AzerbaijanAZE96211423.0181.5139.75140.5
35 HungaryHUN95311323.0167.5117.25128.0
44 ArmeniaARM96121322.5172.0117.25132.5
51 RussiaRUS96121321.5174.5123.50134.0

Kepppni Norđurlandanna

Rk.SNo TeamTeamGames  +   =   -  TB1  TB2  TB3  TB4  TB5 
2632 IcelandISL9405818.0159.559.50128.0
2725 SwedenSWE9324817.5156.561.00125.0
2824 DenmarkDEN9324817.0155.054.00126.5
2931 NorwayNOR9324815.5152.563.75120.5
3030 FYROMMKD9315718.5133.531.75105.0
3128 FinlandFIN9315717.0137.538.00110.0

 Árangur íslensku keppendanna

 26. Iceland (RtgAvg:2487, Captain: Helgi Olafsson / TB1: 8 / TB2: 18)
Bo. NameRtgFED123456789Pts.GamesRtgAvgRp
1GMDanielsen Henrik2542ISL00 0 1˝012.5725802478
2FMGretarsson Hjorvar Steinn2452ISL101˝010˝15.0925632606
3IMThorfinnsson Bragi2421ISL0˝110010 3.5825192476
4IMThorfinnsson Bjorn2402ISL˝˝0 0˝0 12.5724632361
5GMOlafsson Helgi2531ISL  111  ˝14.5524202786

 Stigabreytingar:
    Nafn                                      Eló-stig       Breyting
GM    Henrik Danielsen                 2542         -6.3
FM    Hjörvar Steinn Grétarsson    2452        +17.7
IM    Bragi Ţorfinnsson                 2421        +5.2
IM    Björn Ţorfinnsson                 2402        -4.2
GM    Helgi Ólafsson                     2531        +14.6    

 Skákir Íslands í lokaumferđinni fylgja hér ađ neđan.

 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 13
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 153
  • Frá upphafi: 8778670

Annađ

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 89
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband