Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, nóvember 2011

Elsa efst eftir sigur á Veroniku - Pörun sjöttu umferđar

Elsa María skođar andstćđinginnElsa María Kristínardóttir (1698) vann Veroniku Steinunni Magnúsdóttur (1597) í frestađri skák úr fimmtu umferđ Íslandsmót kvenna í kvöld.  Elsa er ein efst međ fullt hús.  Jóhanna Björg Jóhannsdóttir (1831) er önnur međ 4 vinninga.  Pörun sjöttu og nćstsíđustu umferđar, sem fram fer annađ kvöld og hefst kl. 19, liggur fyrir.  Ţá mćtast m.a.: Hrund - Elsa, Jóhanna - Tinna og Hallgerđur - Ingibjörg.   Pörunina má finna í heild sinni á Chess-Results.Tinna og Hallgerđur

Allar skákir mótsins eru sýndar beint á vefnum.  Teflt er í félagsheimili SÍ, Faxafeni 12.

 


Heimsmeistaraeinvígi kvenna: Jafntefli í fyrstu einvígisskák

Konaru - You YifanHeimsmeistaraeinvígi kvenna hófst í dag í Tirina í Albeníu.  Til úrslita tefla til kínverska stúlkan Hou Yifan (2578) og indverska skákkonan Humpy Konaru (2600).   Fyrstu skákinni lauk međ jafntefli eftir 80 leiki.  Önnur skák einvígisins verđur tefld á morgun.


Skákumfjöllun á Rás 1

Skákumfjöllun var í Morgunútvarpinu á Rás 1.  Sigurđur Arnarson, skákfrömuđur ađ Norđan, var í fínu viđtali í Morgunútvarpinu. 

Morgunútvarp Rásar 1 (skákumfjöllun hefst ca. 44.45)


Friđrik međ jafntefli í fyrstu umferđ í Amsterdam

Friđrik á sigurbraut  vs. Per Ofstad   ESE. Per Ofstad  8 3Stórmeistarinn Friđrik Ólafsson (2428) gerđi jafntefli viđ hollenska stórmeistarann Paul Van Der Sterren (2514) í fyrstu umferđ minningarmóts um Euwe sem hófst í dag í Amsterdam.   Í 2. umferđ, sem fram fer á morgun, teflir Friđrik sćnsku skákdrottninguna Pia Cramling (2495).  Umferđin hefst kl. 12.

Mótiđ er haldiđ í tilefni ţess ađ nú séu 30 ár síđan Euwe lést.   Ţátt taka átta skákmenn, bćđi konur og karlar á ýmsum aldri.  Taka 4 skákmenn ţátt í hvorum flokki og tefld er tvöföld umferđ, alls 6 skákir.  Í flokki Friđriks tefla auk hans: Paul Van Der Sterren (2514), Pia Cramling (2495) og Zhaogin Peng (2379).

 

 


Friđrik Ólafsson teflir á alţjóđlegu skákmóti til minningar um Euwe - sem hefst í dag - beinar útsendingar

Svandís leikur e4 fyrir FriđrikStórmeistarinn Friđrik Ólafsson (2428) tekur ţátt á alţjóđlegu skákmóti til minningar um Max Euwe sem hefst í dag í Amsterdam í Hollandi.   Mótiđ er haldiđ í tilefni ţess ađ nú séu 30 ár síđan Euwe lést.   Ţátt taka átta skákmenn, bćđi konur og karlar á hinum ýmsa aldri.

Taka 4 skákmenn ţátt í hvorum flokki og tefld er tvöföld umferđ, alls 6 skákir.  Í flokki Friđriks tefla auk hans: Paul Van Der Sterren (2514), Pia Cramling (2495) og Zhaogin Peng (2379).

Mótiđ er ađ hefjast rétt í ţessu. Friđrik mćtir stórmeistaranum Van Der Sterren í fyrstu umferđ.

 


Elsa og Jóhanna efstar á Íslandsmóti kvenna

Jóhann brosirElsa María Kristínardóttir (1698) og Jóhanna Björg Jóhannsdóttir (1831) eru efstar og jafnir međ 4 vinninga ađ lokinni 5. umferđ sem fram fór í gćrkveldi.   Elsa á reyndar frestađa skák gegn Veronika Steinunni Magnúsdóttur (1366) til góđa.  Jóhanna vann Sigurlaugu R. Friđţjófsdóttir (1740).   Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir (2023) og Tinna Kristín Finnbogadóttir (1868) eru í 3.-4. sćti međ 3˝ vinning eftir Skákdrottningarjafntefli í innbyrđis viđureign.

Frestuđ skák Elsu og Tinnu fer fram í kvöld.  Strax ađ henni lokinni verđur gefin út pörun fyrir sjöttu og nćstsíđustu umferđ sem fram fer annađ kvöld kl. 19.  Allar skákir mótsins eru sýndar beint á vefnum.  Teflt er í félagsheimili SÍ, Faxafeni 12.

 


Jón Trausti drengjameistari - Nansý stúlkameistari

Jón TraustiJón Trausti Harđarson er drengjameistari Íslands (15 ára og yngri) í skák.  Hann og Dagur Ragnarsson komu jafnir í mark á Drengja- og telpnameistaramóti Íslands sem fram fór 5.-6. nóvember sl.   Jón Trausti vann Dag í einvígi um titilinn 2-1 eftir bráđabanaskák.Nansý Davíđsdóttir

Nansý Davíđsdóttir er stúlknameistari (13 ára og yngri) eftir sigur á Sóleyju Lind Pálsdóttur 2-0.


Leynigestur á Vinaskákmótinu í dag!

3 Allar kynslóđir eru velkomnar í Vin.Vinafélagiđ og Skákakademía Reykjavíkur standa fyrir skákmóti í Vin, Hverfisgötu 47, mánudaginn 14. nóvember klukkan 13. Tefldar verđa 6 umferđir međ sjö mínútna umhugsunartíma. Vegleg verđlaun eru í bođi frá velunnurum Vinjar.

Mjög blómlegt skáklíf er í Vin, athvarfi Rauđa krossins. Ţar eru ćfingar alla mánudaga og reglulega er slegiđ upp stórmótum. Skákfélag Vinjar er eitt hiđ kraftmesta á landinu og teflir međal annars fram tveimur sveitum á Íslandsmóti skákfélaga.

Vinafélagiđ, sem stofnađ var 13. október sl., stendur ađ Vinaskákmótinu í samvinnu viđ Skákakademíu Reykjavíkur. Bakhjarlar mótsins eru m.a. Forlagiđ, Henson og Sögur útgáfa. Ţá gefur Bakarameistarinn góđgćti međ kaffinu.
Ađ undanförnu hefur ríkt óvissa um framtíđ Vinjar, sem er griđastađur fólks međ geđraskanir, en allt bendir nú til ţess ađ rekstur athvarfsins verđi tryggđur međ samstilltu átaki.
 
Ţá munu leynigestir mćta á svćđiđ međ óvćntan glađning!
 

Atskákmót Reykjavíkur og Hellis fer fram í kvöld

Atskákmót Reykjavíkur sem jafnframt er atskákmót Hellis fer fram mánudaginn 14. nóvember.  Mótiđ fer fram í félagsheimili Hellis, Álfabakka 14a í Mjódd. Tefldar verđa 6 umferđir međ Svissnesku-kerfi og hefur hvor keppandi 15 mínútur á skák. Mótiđ hefst kl. 19:30.

Verđi tveir jafnir í baráttunni um annanhvorn titilinn verđur teflt tveggja skáka hrađskákeinvígi. Verđi jafnt ađ ţví loknu verđur tefldur hrađskákbráđabani. Verđi fleiri en tveir jafnir verđur tefld einföld umferđ, hrađskák. Verđi enn jafnt, ţá bráđabani.

Núverandi atskákmeistari Reykjavíkur og atskákmeistari Hellis er Hjörvar Steinn Grétarsson.

Verđlaun:

1. 15.000

2. 7.500
3. 4.000

 Ţátttökugjöld:

16 ára og eldri: 1000 kr

15 ára og yngri: 500

Lokapistill frá EM landsliđa

Stórsigur á Skotum

Hjörvar fékk tvöfaldan stórmeistaraáfanga

Helgi fékk silfurverđlaun

Efstir Norđurlandanna

Lokaumferđin

Picture 015Ţađ gekk allt upp hjá íslenska liđinu í níundu og síđustu umferđ EM landsliđa sem fram fór í Porto Carras í Grikklandi í fyrradag.  Ísland vann stórsigur á Skotum, 4-0, og var sá sigur afar sannfćrandi.    

Hjörvar vann átakalítinn sigur á Graham Morrison međ svörtu.  Einhverjar pćlingar voru í gangi ađ hvíla Henrik og láta Hjörvar tefla á fyrsta borđi.  Ţá fengi hann hvítt gegn Alan Tate sem hefur veriđ  í uppsveiflu.  Ţađ var ţó fljótt slegiđ af borđinu.  Ţađ var mat manna ađ Morrison međ svörtu vćri mun betri valkostur en Tate međ hvítu.  Morrison er ţó alls ekki gefinn bráđ.  Hann náđi sínumPicture 008 ţriđja áfanga ađ alţjóđlegum meistaratitli nú á EM en vantar stigin.

Og sú ákvörđun var kórrétt.  Hjörvar vann auđveldan sigur á Morrison sem teflt hvasst.  Fórnađi t.d. skiptamun sem Hjörvar ţáđi  ekki og var kominn međ yfirburđartafl skömmu síđar.  Átakalaus sigur. Og sá mikilvćgasti í skáksögu Hjörvars.  Tryggđi tvöfaldan stórmeistaraáfanga og yngsti Íslendingurinn sem hefur nokkurn tíma náđ stórmeistaraáfanga.   Viđtal viđ Hjörvar má nálgast hér: http://skak.blog.is/blog/skak/entry/1204415/

Henrik vann góđan sigur á Alan Tate á fyrsta.  Tate tefldi hvasst en sigur fyrir hann hefđi ţýtt stórmeistaraáfanga.  Henrik tefldi ákveđiđ og yfirvegađ og vann góđan sigur.  Helgi vann einnig góđan sigur á fjórđa borđi og Björn vann svo Muir á ţriđja borđi.

Mikilvćgir sigrar fyrir alla.  Björn vann sína fyrstu skák og Henrik lagađi skoriđ sitt.  Međ sigrinum var ljóst ađ Helgi vćri besta skor allara á mótinu prósentulega séđ, fékk 4,5 vinning af 5 mögulegum. 

Árangur íslenska liđsins

Picture 026Íslenska liđiđ varđ í 26. sćti af 38 liđum.  Mjög góđur árangur í ljósi ţess ađ liđinu var rađađ fyrirfram í 32. sćti.    Og auk ţess urđu mikil forföll á síđustu metrunum ţegar 3 stórmeistarar drógu sig út úr liđinu af persónulegum ástćđum og endanleg mynd komst ekki á íslenska liđiđ fyrr en tveimur dögum fyrir brottför.  Helgi ćtlađi upphaflega ađ einbeita sér ađ liđsstjórn en vegna ţessara ađstćđna varđ ţađ niđurstađan ađ hann yrđi teflandi liđsstjóri og varamađur.   Ekki slćmur varamađur á ferđinni sem fćr 4,5 vinning í 5 skákum!

Íslenska liđiđ varđ jafnframt efst Norđurlandanna en fyrirfram var liđinu rađađ neđst ţeirra.  Ísland er ţví óformlegur „Norđurlandameistari" en öll Norđurlöndin leggja mikla áherslu á ţessa „keppni".   Manni var ţađ alveg ljóst ađ hinar ţjóđirnar spáđu mikiđ í ţessu og Danirnir óskuđu okkur sérstaklega til hamingju eftir mót međ „titilinn". 

Frábćrt afrek í ljósi allra ţeirra forfalla sem urđu á íslenska liđinu síđustu vikur og daga á íslenska liđinu.  Svíar voru efstir fyrir umferđina, voru bćđi 2 stigum og 2,5 vinningi fyrir ofan okkur.  Ég og brćđurnir gátum varla faliđ gleđi okkur ţegar Pontus Carlsen samdi jafntefli gegn Georgíumönnum og ţar međ ljóst ađ Svíar fengu ađeins 1 vinning og ţar međ ađ „titilinn" vćri okkar.

Íslenska liđiđ náđi frábćrlega saman á mótinu.  Góđ liđsheild og mikil barátta voru ađalsmerkin. Picture 034 Liđiđ gerđi ađeins eitt stutt jafntefli.  Ţađ gerđi Hjörvar međ svörtu gegn Svartfellingum ţegar ljóst var ađ ekkert vćri í stöđunni.  Helgi hefur oft líka sagt ađ íslenska liđinu gangi best ţegar teflt sé í botn og er örugglega mikiđ til í ţví.

Viđ tefldum viđ 2 lakari sveitir.  Unnum ţćr báđar örugglega.  Tefldum viđ tvćr sveitir sem voru lítilsháttar sterkari en viđ.  Unnum ţeir einnig báđar.  Tefldum viđ 5 sveitir sem teljast mun sterkari.  Töpuđum ţeim öllum en aldrei ţannig ađ viđ vćrum burstađir.  Töpuđum ţeim ýmist 2,5-1,5 eđa 3-1.  Í nánast öllum tilfellum áttum viđ möguleika á ađ halda 2-2 lengi vel. 

Menn liđsins voru ađ sjálfsögđu Hjörvar og Helgi.

Skákmennirnir

Picture 008Hjörvar fékk 5 vinninga í 9 skákum.  Var sá eini sem tefldi allar skákir mótsins.    Eftir á ađ hyggja átti Hjörvar stórmeistaraáfangaskák einnig í  7. skák.  Viđ gerđum okkar enga grein fyrir ţví og kannski sem betur fer.  Ţví ekki veit ég hvernig málin ţróast og engan veginn ljóst ađ ţessi tvöfaldi áfangi hefđi náđst.  Ađ fá 5 vinninga gegn svo sterkum andstćđingum er auđvitađ frábćrt.  Ţess má geta ađ ađeins fjórir annađ borđs menn voru stigalćgri en Hjörvar á öllu mótinu.  Árangur Hjörvars samsvarađi 2606 skákstigum og hann hćkkar um 18 stig og er nú kominn međ 2470 skákstig.  Hann ţarf ađeins einn áfanga til viđbótar. 

Helgi fékk 4,5 vinning í 5 skákum.  Helgi tefldi minnst liđsmanna.   Helgi kom ađeins inn í liđiđ međ vikufyrirfara ţegar Héđinn forfallađist.  Ađ hafa Helga „á bekknum" var frábćrt.   Mađur skynjađi strax ađ ţađ gaf liđinu aukin kraft og sjálfstraust hinna liđsmanna ađ vita af Helga á fjórđa borđinu.   Árangur Helga var sá tíundi besti allra skákmanna stigalega séđ en árangurinn samsvarađi 2786 skákstigum.   Helgi hćkkar um 15 Picture 025stig fyrir frammistöđuna og er nú kominn upp fyrir Hannes og Henrik á stigum.  Í nćstum sćtum á eftir Helga komu Topalov og Morozevich.   Efstur var hins vegar Mamedyarov.    Undirbúningur hans á kvöldin voru fyrir skákirnar var ţađ helst ađ hanga á spilavítinu ţar sem hann lagđi undir háar upphćđir ađ mér nánast skilst nánast á hverju kvöldi og oft langt fram á nótt! 

En semsagt árangur Helga var sá nćstbesti fyrir varamenn.  Franski stórmeistarinn Christian Bauer, sem fékk 6,5 vinning í 8 í skákum, var hćstur međ 2797.  Ísraelski stórmeistarinn Evgeny Postny var svo ţriđji međ árangur upp á 2762 skákstig. 

Picture 004Bragi Ţorfinnsson átti einnig fínt mót.  3,5 vinningur í 8 skákum.  Árangur uppá 2476 skákstig og hćkkar um 5 stig og var frekar óheppinn en hitt og Helgi var ánćgđur heilt yfir međ taflmennsku hans.  Nánast allar skákir frá Braga voru langar.  Bragi virđist sífellt vera ađ ná meiri stöđugleika í sinni taflmennsku.

Henrik byrjađi illa en átti góđan endasprett.  Mjög mikilvćgur gegn Makedóníu eftir 3 töp.  Henrik Picture 007fékk 2,5 vinning í sjö skákum á fyrsta borđi, en átti upphaflega ađ vera á ţriđja borđi.   Árangur Henriks samsvarađi 2478 og lćkkar hann um 6 stig. 

Björn Ţorfinnsson náđi sér ekki fullkomlega strik á mótinu.  Björn fékk 2,5 í 7 skákum.  Björn kom auđvitađ inn í liđiđ međ ađeins 2ja daga fyrirvara viđ forföll Stefáns Kristjánssonar sem hafđi komist í liđiđ í forföllum Hannesar Hlífars.  Mikilvćgt fyrir Björn ađ enda mótiđ međ sigri en Björn hafđi áđur sagt: „Ég vinn alltaf í síđustu umferđ í landskeppnum".   Og hefur haft rétt fyrir sér hingađ til.  Frammistađa Björns samsvarađi 2361 skákstigi og lćkkar hann um 4 stig fyrir frammistöđu sína.

Picture 005Halldór Grétar Einarsson hefur tekiđ saman stigalista afreksmanna á heimasíđu SÍ.   Búiđ er ađ uppfćra listann eftir EM landsliđa.  Halldór hefur bćtt viđ dálki ţar sem fram kemur fjöldi tefldra skáka síđustu 24 mánuđi.  Sjá listann:  http://skaksamband.is/?c=webpage&id=441

Brćđurnir voru ekki búnir ađ fá nóg af skák eftir mótiđ.  Ţegar viđ lentum á Heathrow í London voru menn ţar sem náđu í brćđurna og ćtluđu ađ keyra ţá til Birmningham ţar sem tefla í Bresku deildakeppninni.  Ljóst var ađ ţeir kćmu ađeins á skákstađ um hálftíma fyrir umferđ.  Ţeir stóđu sig ţar vel og fengu báđir 1,5 vinning í tveimur skákum.   

Toppbaráttan

Toppbaráttan var gífurlega hörđ og ótrúlega spennandi allan tímann.  Ţjóđverjar urđu Picture 030Evrópumeistarar og er óhćtt ađ segja ađ ţađ hafi komiđ verulega á óvart en ţeim var ađeins rađađ í 10. sćti fyrir mót.   Bestu skákmenn Ţýskalands áttu í deilum viđ Ţýska skáksambandiđ fyrir Ólympíuskákmótiđ 2010 sem varđ til ţess ađ flestir bestu skákmenn Ţýskalands sátu ţá heima.  Ţeir mćttu hins vegar til leiks nú međ ţessum frábćra árangri. 

Aserar urđu ađrir og Ungverjar náđu ţriđja sćtinu međ ótrúlegum 4-0 sigri á Búlgörum í lokaumferđinni sem eru međal ţeirri óvćntari úrslita sem mađur hefur séđ.

Fyrir umferđina var ljóst ađ 2,5 vinningur myndu duga bćđi Ţjóđverjum og Armenum.  2-2 myndi duga Armenum ef Aserar ynnu ekki 3-1.  Ţađ gerđu einmitt Aserar.   Stađan var orđin 2-1 fyrir Ţjóđverjum.  Meier vann Movsesian.   Sargassian sem var ađ reyna Gustafsson stóđ frammi fyrir ţví ef hann myndi vinna myndu Aserar verđa Evrópumeistarar en mikiđ hatur ríkir á milli ţessara ţjóđa.Picture 029  Til dćmis tefla ekki skákmenn ţessara ţjóđa í skákmótum hjá hinni ţjóđinni.  Ţetta nćr ađ mér skilst ţó ekki til ţessara skákmanna sem láta deilur ekki trufla persónuleg samskipti og eru vinir.    Gustafsson hélt jafntefli. 

Mótslok sá mađur ađ Armenar tóku ţessu létt.  Örugglega ţótt ţađ miklu skárra ađ sjá Ţjóđverjanna hampa dollunni en Aserana.     

Rússar urđu öruggir Evrópumeistarar kvenna.

Skákstjórinn

Ađ ţessu var ég ekki bara fararstjóri og sjá um ađ koma fréttum til Íslands heldur var ég einnig skákstjóri.   Ţađ var Picture 035fróđlegt ađ vera skákstjóri á slíku móti.  Ţađ kom ekkert upp hjá mér sem skipti máli.   Ef fleiri Íslendingar vilja taka ađ sér skákstjórn gćti veriđ mögulegt ađ komast ađ á Ólympíuskákmótinu í Istanbul 2012.  Og íslenskum skákdómurum er sérstaklega bođiđ til leiks í Tromsö 2014.  Áhugasamir varđandi Istanbul vil ég biđja um ađ hafa samband viđ mig.

Sjálfum hentar mér betur ađ vera á ferđ og flugi en ađ sitja í slíkri borđadómgćslu.  Ég saknađi ţess óneitanlega ađ geta hvorki komist í tölvu né síma á međan umferđum stóđ til ađ koma bođum heim. Ég var hins vegar ávallt mjög nálćgt íslenska liđinu nema í fyrstu umferđinni og grunar mig ađ Grikkirnir hafa gert ţađ fyrir mig af einskćrri góđmennsku.  Ţađ ţýddi ađ ég átti auđvelt međ ađ taka myndir og fylgjast međ skákunum.  Á Ólympíuskákmótum er vćntanlega slíkt ekki í bođi og á ég síđur von á ţví ađ ég taki á skákstjórn á slíkum mótum í framtíđinni.

Á mótinu fékk ég hins vegar athyglisvert bođ um skákstjórn eftir áramót sem ég ćtla ađ velta fyrir mér.

Grikkirnir

Picture 011Grikkir eru ađ mörgu leyti einstakir.  Ákaflega vinalegir, afslappađir og ţćgilegir í allri umgengi.  Skipulagning mótsins var ađ öllu leyti til mikillar fyrirmyndar. 

Ađstćđur á skákstađ og í hótelinu einnig ađ öllu leyti til fyrirmyndar.   Ekki síđra en á EM 2007 í Krít ţar sem ađstćđur voru einnig frábćrar.

Grikkirnir sem héldu mótiđ kunnu ađ skemmta sér.  Ţeir höfđu sérherbergi á skákstađ ţar sem var bjór o.ţ.h.  Margir ţeirra skemmtu sér langt fram á nótt og sváfu langt fram eftir.

Ţeir höfđu mikinn áhuga á Íslandi og okkur ađstćđum í gegnum tíđina.  Sérstaklega áhugasamir um ţađ hversu fljótir viđ höfum viđ veriđ ađ ná okkur upp úr kreppunni.

Einn Grikki sagđi mér ađ viđ sćjum ađeins gerviveröld á skákstađ og á hótelinu.  Ástandiđ á Grikklandi vćri grafalvarlegt. 

Ađ lokum

Einhvern tíma kom fram í stuttum pistli ađ ég hefđi haft tíma fyrir pistlaskrif ţar sem ég hafi veriđ upptekinn á „mikilvćgum fundi".   Ţađ upplýsist hér međ ađ ţann morguninn spiluđum viđ Helgi 18 holu hring á virkilega góđum golfvelli í Porto Carras.  Ţann daginn vannst góđur sigur á Makedóníu!

Ég rćddi nokkuđ viđ Goran Urosevic, sem sér um Chessdom og hefur ţar veriđ ađ gera frábćra hluti.  Ég vona ađ hann mćti á Reykjavíkurskákmótiđ og hjálpi okkur viđ ađ kynna mótiđ á erlendri grundu. 

Ég hefđi mjög gaman ađ fylgjast međ erlendu skákmeisturum og háttum sumra ţeirra.  Ég vil Picture 028sérstaklega nefna Korchnoi.  Ţađ var gaman ađ fylgjast međ svissneska liđsstjóranum sem nánast nálgađist gamla manninn eins og guđ.  Okkur skákstjórunum var einnig sagt ađ međhöndla karlinn af sérstakri virđingu og gera ekki athugasemdir ţótt hann t.d. stćli stólnum okkar eđa talađi hátt. 

Viđ fengum miklar og góđar kveđjur út eftir hinum ýmsum dreifileiđum.  Ekki síst í gegnum Facebook.   Eftir mótiđ fengum viđ sérstaklega góđar kveđjur frá Jóhanni Hjartarsyni og Jóni L. Árnasyni sem féllu í góđan jarđveg.  Ţađ er gott ađ sjá ađ menn fylgjast vel međ ţótt ţeir séu hćttir atvinnumennsku. 

Eftir mót var fagnađ eins og vera ber.  SÍ bauđ upp á rauđvín međ matnum nokkur glös eftir mat.  Menn gerđu  sér góđan dag.  Hins vegar fór rútan af stađ kl. 3 um nótt.  Menn mćttu ţví illa hvíldir niđur í rútu og sumir jafnvel svefnlausir, ţar sem diskótekiđ var tekiđ fram yfir svefn.  Sextán tíma ferđalag fyrir mig, Helga og Hjörvar, sem innihélt ţrjú flug.  En ţađ voru sáttir menn en ţreyttir sem komu heim í gćr!

Ég fékk ýmsa ađstođ ađ heiman á međan mótinu stóđ.  Vil ég ţar sérstaklega ţakka Halldóri Grétari sem bćđi ađstođađi mig viđ ađ koma á fréttum af EM á Skák.is og sá t.d. um ađ koma skákum mótsins á Skák.is

Baldur A. Kristinsson, vefstjóri blog.is, var mér svo einkar hjálplegur viđ ađ koma hinum ýmsum fréttum á Skák.is ţar sem vefkerfiđ virkađi ekki úti vegna öryggiskrafna blog.is.   Ekki náđum viđ ţó ađ möndla myndir ađ neinu ráđi og ég sendi heim u.ţ.b. eina mynd úr umferđ.  Allar myndirnar mínar eru hins vegar komnar á Skák.is og flestar einnig á Facebook.  Ţar er ţó fyrst og fremst ađ finna myndir frá íslenska liđinu.  Ég vil svo vekja athygli á mörgum skemmtilegum myndum teknum af Anastasiya Karlovich á Chessbase:  http://www.chessbase.com/newsdetail.asp?newsid=7670.

Ég vil ţakka Baldri og Halldóri sérstaklega fyrir ţeirra hjálp.  Án hennar hefđi fréttaflutningur orđiđ heldur máttlaus!

Takk fyrir mig og íslenska liđiđ!

Gunnar Björnsson,
forseti Skáksambands Íslands 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 10
  • Sl. sólarhring: 23
  • Sl. viku: 150
  • Frá upphafi: 8778667

Annađ

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 87
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband