Bloggfćrslur mánađarins, október 2011
20.10.2011 | 14:53
Unglingameistaramót Hellis fer fram 24. og 25. október
Unglingameistaramót Hellis 2011 hefst mánudaginn 24. október n.k. kl. 16.30 ţ.e. nokkru fyrr heldur en venjulegar mánudagsćfingar. Mótinu verđur svo fram haldiđ ţriđjudaginn 25. október n.k. kl. 16.30. Tefldar verđa 7 umferđir eftir Monrad kerfi. Fyrri keppnisdaginn verđa fjórar skákir og ţrjár ţann seinni. Umhugsunartími á hverja skák er 20 mínútur. Mótiđ er opiđ öllum 15 ára og yngri í grunnskóla en titilinn sjálfan getur ađeins félagsmađur í Helli unniđ.
Á međan á mótinu stendur falla venjulegar barna- og unglingaćfingar niđur. Nćsta barna- og unglingaćfing verđur mánudaginn 31. október n.k. Keppnisstađur er Álfabakki 14a (inngangur milli Fröken Júlíu og Subway) og er salur félagsins á ţriđju hćđ. Engin ţátttökugjöld.
Umferđatafla:
1.-4. umferđ: Mánudaginn 24. október kl. 16.30
5.-7. umferđ: Ţriđjudaginn 25. október kl. 16.30
Verđlaun:
- 1. Unglingameistari Hellis fćr farandbikar til varđveislu í eitt ár.
- 2. Ţrír efstu fá verđlaunagripi til eignar.
- 3. Allir keppendur fá skákbók.
- 4. Ţrír efstu 12 ára og yngri fá verđlaunapening.
- 5. Stúlknameistari Hellis fćr verlaunagrip til eignar
Rétt er ađ minna keppendur á ađ slökkva á farsímum sínum međan á mótinu stendur ţví í ţessu móti verđur umhugsunartíminn minnkađur um helming ef síminn hringir hjá keppanda međan á skák stendur.
20.10.2011 | 07:00
Fimmtudagsmót hjá TR í kvöld
Fimmtudagsmót er hjá TR í kvöld og hefst kl. 19.30. Tefldar verđa 7 umferđir međ 7 mínútna umhugsunartíma. Mótin fara fram í félagsheimili T.R., skákhöllinni ađ Faxafeni 12 og opnar húsiđ kl. 19.10. Glćsilegur verđlaunapeningur er í bođi fyrir sigurvegara hvers móts ásamt ţví sem aukaverđlaun verđa í bođi af og til í vetur.
Mótin eru öllum opin og er ađgangseyrir kr. 500 fyrir 16 ára og eldri en frítt er fyrir 15 ára og yngri. Bođiđ er upp á kaffi ásamt léttum veitingum án endurgjalds.
Spil og leikir | Breytt 5.10.2011 kl. 21:29 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
20.10.2011 | 00:07
Guđmundur sigurvegari Haustmóts TR
Guđmundur Kjartansson (2314) sigrađi á Haustmóti TR sem lauk í kvöld. Guđmundur gerđi jafntefli viđ Sverri Örn Björnsson (2158) í lokaumferđinni og hlaut 7,5 vinning í 9 skákum. Davíđ Kjartansson (2291), sem vann Jóhann H. Ragnarsson (2068) varđ annar međ 7 vinninga og Stefán Bergsson (2135), sem vann Ţór Valtýsson (2041) varđ ţriđji međ 5,5 vinning. Mikael Jóhann Karlsson (1855) sigrađi í b-flokki, Oliver Aron Jóhannesson (1645) í c-flokki og Vignir Vatnar Stefánsson (1444) í d-flokki.
A-flokkur:
Úrslit 9. umferđar:
1 | Valtysson Thor | 0 - 1 | Bergsson Stefan |
2 | Jonsson Bjorn | ˝ - ˝ | Olafsson Thorvardur |
3 | Ragnarsson Johann | 0 - 1 | Kjartansson David |
4 | Bjornsson Tomas | ˝ - ˝ | Baldursson Haraldur |
5 | Bjornsson Sverrir Orn | ˝ - ˝ | Kjartansson Gudmundur |
Lokastađan:
Rk. | Name | RtgI | Club/City | Pts. | Rp | rtg+/- | |
1 | IM | Kjartansson Gudmundur | 2314 | TR | 7,5 | 2393 | 8,1 |
2 | FM | Kjartansson David | 2291 | Víkingar | 7 | 2343 | 8,6 |
3 | Bergsson Stefan | 2135 | SA | 5,5 | 2220 | 15,8 | |
4 | Bjornsson Sverrir Orn | 2158 | Haukar | 5 | 2181 | 3,9 | |
5 | Ragnarsson Johann | 2068 | TG | 5 | 2191 | 21,3 | |
6 | FM | Bjornsson Tomas | 2162 | Gođinn | 4 | 2094 | -12,1 |
7 | Olafsson Thorvardur | 2174 | Haukar | 4 | 2093 | -14,3 | |
8 | Jonsson Bjorn | 2045 | TR | 3 | 2025 | -4,3 | |
9 | Valtysson Thor | 2041 | SA | 2 | 1931 | -18,3 | |
10 | Baldursson Haraldur | 2010 | Víkingar | 2 | 1934 | -12,6 |
Ađrir flokkar:
Mikael Jóhann Karlsson (1855) sigrađi í b-flokki en hann hlaut 6,5 vinning. Mikael ávinnur sér ţar međ keppnisrétt í a-flokki ađ ári. Dagur Ragnarsson (1761) varđ annar međ 6 vinninga og Stephan Jablon (1965) ţriđji međ 5,5 vinning. Sjá nánar hér.
Oliver Aron Jóhannesson (1645) sigrađi í c-flokki en hann hlaut 7 vinninga. Oliver ávinnur sér ţar međ keppnisrétt í b-flokki ađ ári. Birkir Karl Sigurđsson (1597) varđ annar međ 6,5 vinning. Jón Trausti Harđarson (1660) og Friđgeir Hólm (1667) urđu í 3.-4. sćti međ 6 vinninga. Sjá nánar hér.
Vignir Vatnar Stefánsson (1444) sigrađi í d-flokki (opnum flokki) en hann hlaut 7,5 vinning. Vignir ţar međ ávinnur sér keppnisrétt í c-flokki ađ ári. Jóhann Arnar Finnsson (1199) varđ annar međ 7 vinninga. Sóley Lind Pálsdóttir (1345), Rafnar Friđriksson (1407) og Hilmir Freyr Heimisson (1322) urđu í 3.-5. sćti međ 6 vinninga. Sjá nánar hér.
19.10.2011 | 23:56
Ingvar Örn efstur á Atskákmeistaramóti SSON
Ţađ voru 12 keppendur sem skráđ höfđu sig til leiks sem mćttu fullir barátturţreks og ţónokkuđ vongóđir um glćsta sigra, tveir ţeirra eiga nú sérstakan heiđur skilinn en ţeir öđlingspiltar frá Keflavík Sigurđur H. Jónsson og Einar S. Guđmundsson gerđu sér lítiđ fyrir og ákváđu ađ vera međ og láta ekki akstur uppá nćstum 200 kílómetra standa í veginum.
En ađ mótinu, Úlfhéđinn gat ekki mćtt í kvöld vegna kornskurđar og ţví var skákum hans frestađ, Ingimundur bróđir hans, sem á titil ađ verja, byrjađi mótiđ međ 2 sigurskákum gegn skákmeistara SSON, Ingu Birgisdóttur og gegn Erlingi Atla.
Ingvar Örn leiđir reyndar mótiđ en hann vann allar 3 skákir sínar í kvöld, nokkuđ örugglega.
Nćsta miđvikudag fara fram 4.-7.umferđ.
Úrslit kvöldsins má nálgast á heimasíđu SSON.
Stađan eftir 3 umf.
Rank | Name | Pts |
1 | Birgisson Ingvar Örn | 3 |
2 | Matthíasson Magnús | 2˝ |
3 | Sigurmundsson Ingimundur | 2 |
4 | Birgisdóttir Inga | 2 |
5 | Jónsson Siguđur H. | 2 |
6 | Grigoranas Grantas | 1 |
7 | Pálmarsson Erlingur Atli | 1 |
Jensson Erlingur | 1 | |
9 | Guđmundsson Einar | ˝ |
10 | Gunnarsson Magnús | 0 |
Siggason Ţorvaldur | 0 | |
Sigurmundsson Úlfhéđinn | 0 |
19.10.2011 | 23:03
Alţjóđlegt unglingamót TG fer fram 30. október - 2. nóvember
Taflfélag Garđabćjar heldur í samráđi viđ Taflfélag Reykjavíkur, Skákdeild Fjölnis og Taflfélagiđ Helli alţjóđlegt barna og unglingaskákmót dagana 30. október til 2. nóvember nćstkomandi. Mótiđ er bođsmót og er reiknađ til bćđi íslenskra og alţjóđlegra skákstiga.
Hvert félag hefur 7 sćti sem ţađ getur bođiđ börnum og unglingum á ţess vegum, en auk ţess koma 6-7 útlendingar á mótiđ á fćdd 1997 til 2002. Hvert félag rukkar sína keppendur um ţátttökugjöld.
Ţeir koma flestir gegnum 4 Springere klúbbinn í Svíţjóđ.
Umhugsunartími er 60 mínútur og 30 sek á leik.
Mótsstađur er í skákhöllinni Faxafeni 12.
Skákstjóri er Páll Sigurđsson s. 860 3120
Dagskrá:
Sunnudagur 30. október
9.00 1. umferđ
11.30 til 12.30. Hádegismatur
12:30 2. umferđ
15:30-16:00 Kaffi
16:00 3. Umferđ
Mánudagur 31. október
16:00 4. Umferđ
18:30 til 19:30 Kvöldmatur
19:30 5. Umferđ.
Miđvikudagur 2. nóvember.
16:00 6. Umferđ
18:30 til 19:30 Kvöldmatur
19:30 7. Umferđ.
Ađ lokinni umferđ (21:30) Verđlaunaafhending.
19.10.2011 | 21:00
Morgunblađiđ: Vill ná enn lengra og hćrra

Ég var kominn ansi nálćgt ţessu 2006, hefđi ţá getađ klárađ ţetta í einni skák," segir Stefán og vísar í nćstsíđustu skák sína á Ólympíuskákmótinu á Ítalíu fyrir um fimm árum. Ef ég hefđi unniđ skákina hefđi ég fengiđ síđasta áfangann og náđ stigunum en ég tapađi henni."
Aukiđ spennustig
Stefán náđi ţessum langţráđa áfanga međ sigri á móti Kristjáni Guđmundssyni, fyrrverandi liđsstjóra landsliđsins, í fyrri hluta Íslandsmóts skákfélaga. Fyrir skákina sagđi dómarinn honum ađ međ sigri nćđi hann stórmeistaratitli. Vitneskjan jók ađeins spennustigiđ," segir skákmađurinn, sem verđur 29 ára á árinu. Hann bćtir viđ ađ hann hafi veriđ međ hvítu mennina, fljótlega náđ góđu tímaforskoti og eftir langa viđureign hafi mótherjinn gefist upp í endatafli. Ég bara brosti," segir Stefán um viđbrögđ sín, ţegar stórmeistaratignin var í höfn. Ég var ánćgđur, en ţetta er ekki eins og ţegar mađur skorar í fótboltanum. Ég fór ekkert fagnandi um skáksalinn."Fyrsta stórmeistaraáfanganum náđi Stefán á alţjóđamóti í Noregi 2004, ţeim nćsta í Ungverjalandi og ţeim ţriđja í Austurríki 2006. Hins vegar vantađi nauđsynlegan stigafjölda ţar til nú. Hann segir ađ á menntaskólaárunum hafi hann sett stefnuna á ađ verđa stórmeistari, en undanfarin fimm ár hafi skákin vikiđ fyrir öđru áhugamáli, pókerspili á netinu sem hafi gefiđ vel í ađra hönd. Hins vegar gerir hann ráđ fyrir ađ skákin verđi aftur í fyrirrúmi hjá sér ţegar hann verđi kominn á ríkislaun sem stórmeistari, ţó ađ sér skiljist ađ ţau séu ekki há, en ţau miđast viđ laun háskólalektora.
Stefán byrjađi ađ tefla í Melaskólanum, ţegar hann var 11 ára, segir ađ sér hafi fljótlega gengiđ vel og áhuginn aukist samfara ţví. Ţađ ađ vera stórmeistari kalli á ný markmiđ. Ná lengra og hćrra međ auknum sigrum á alţjóđamótum.
STEFÁN KRISTJÁNSSON SKÁKMAĐUR
Tólfti íslenski stórmeistarinn
Stefán Kristjánsson er 12. íslenski skákmađurinn sem náđ hefur ţremur stórmeistaraáföngum og tilskildum 2.500 skákstigum. Hinir eru Friđrik Ólafsson (1958), Guđmundur Sigurjónsson (1975), Helgi Ólafsson (1985), Jóhann Hjartarson (1985), Jón L. Árnason (1986), Margeir Pétursson (1986), Hannes Hlífar Stefánsson (1993), Helgi Áss Grétarsson (1994), Ţröstur Ţórhallsson (1996), Henrik Danielsen (2006) og Héđinn Steingrímsson (2007). Lenka Ptácníková er íslenskur ríkisborgari og stórmeistari kvenna í skák (2004). Bobby Fischer, fyrrverandi heimsmeistari í skák og stórmeistari, var íslenskur ríkisborgari síđustu ćviár sín og bjó ţá hérlendis en tefldi aldrei sem Íslendingur.
------------------------------
Greinin er eftir Steinţór Guđbjartsson og birtist á baksíđu Morgunblađsins, 12. október sl. Skák.is ţakkar Morgunblađinu og Steinţóri fyrir ađ leyfa birtingu á Skák.is. Mynd: Ómar Óskarsson
Spil og leikir | Breytt 15.10.2011 kl. 12:42 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
19.10.2011 | 20:00
Áskrift ađ Tímaritinu Skák
Stjórn Skáksambands Íslands hefur til athugunar ţann möguleika ađ endurvekja Tímaritiđ Skák. Hugmyndin er ađ gefa út árstímarit í mars ţar sem fariđ vćri yfir liđiđ ár og fjallađ um helstu viđburđi eins og Reykjavíkurskákmótiđ, Ólympíuskákmótiđ, Skákţing Íslands, Íslandsmót skákfélaga, unglingastarf o.s.frv. Vandađ yrđi til verka í alla stađi ţar sem andi gamla blađsins svifi yfir vötnum. Gengiđ er út frá ţví ađ blađiđ verđi 90-100 bls. í fallegu broti.
Slík útgáfa er mjög dýr og ţví ljóst ađ grundvöllur hennar nćst eingöngu ef áhugi međal skákmanna fyrir ţví ađ kaupa blađiđ er umtalsverđur. Áćtlađ er ađ blađiđ muni kosta um kr. 2.000. Til ađ kanna útgáfugrundvöll fyrir slíku ársriti stendur Skáksambandiđ fyrir könnun međal skákmanna á ţví hvort ţeir muni kaupa slíkt rit.
Ţeir sem eru tilbúnir ađ styđja málefniđ og kaupa Tímaritiđ Skák árlega á 2.000 kr. eru vinsamlegast beđnir ađ skrá sig hér.
Spil og leikir | Breytt 18.10.2011 kl. 19:04 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
19.10.2011 | 18:30
Haustmót TR: Lokaumferđin í beinni
Skákir 8. og nćstsíđustu umferđar í a-flokki Haustmóts TR auk einnar skákar í b-flokki, sem hefst kl. 19:30, má nálgast í beinni útsendingu.
Bein útsending frá Haustmóti TR (tengill verđur virkur rétt fyrir upphaf umferđar)
Spil og leikir | Breytt 16.10.2011 kl. 13:55 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
19.10.2011 | 10:26
Íslandsmót kvenna hefst 4. nóvember (breytt dagskrá)
Íslandsmót kvenna 2011 fer fram dagana 4. - 18. nóvember nk. í húsnćđi Skáksambands Íslands, Faxafeni 12, Reykjavík. Ađ ţessu sinni verđur teflt í einum flokki, ţ.e. opiđ öllum konum/stúlkum.
Tímamörk: 90 mín. + 30 sek. á leik.
Dagskrá:
- Föstud., 4. nóv. kl. 19, 1. umferđ
- Sunnud. 6. nóv., kl. 18, 2. umferđ
- Ţriđjud., 8. nóv., kl. 19, 3. umferđ
- Föstud., 11. nóv., kl. 19, 4. umferđ
- Sunnud., 13. nóv., kl. 11, 5. umferđ
- Ţriđjud., 15. nóv., kl. 19, 6. umferđ
- Föstud., 18. nóv., kl. 19, 7. umferđ
Verđlaun:
- 1. 40.000.-
- 2. 25.000.-
- 3. 15.000.-
Tilkynna skal ţátttöku til Skáksambands Íslands í síma 568 9141 eđa email: skaksamband@skaksamband.is fyrir 1. nóvember nk. Dregiđ verđur um töfluröđ fimmtudagsmorguninn 3.nóv.
Spil og leikir | Breytt 2.11.2011 kl. 10:58 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
19.10.2011 | 08:00
Skákćfingar fyrir börn og unglinga hefjast í KR í dag

Ćfingarnar standa frá 17:30 - 18:45 á miđvikudögum. Umsjón međ ćfingunum hefur Stefán Bergsson en međal kennara verđa Björn Ívar Karlsson, Björn Ţorfinnsson og Jóhannes Urbanic.
Fyrsta skákćfingin er í dag miđvikudag klukkan 17:30.
Spil og leikir | Breytt 18.10.2011 kl. 18:16 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.9.): 0
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 157
- Frá upphafi: 0
Annađ
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 82
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar