Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, september 2010

Ný heimasíđa SA

Skákfélag Akureyrar hefur í dag tekiđ í notkun nýja heimasíđu.

Međ tilkomu nýju síđunnar opnast möguleiki á ađ láta skákir fylgja međ fréttum. Sá möguleiki verđur vel nýttur í komandi Haustmóti.

Áhersla verđur áfram lögđ á ađ ţar verđi ađ finna allar upplýsingar er varđa starf félagsins ásamt nýjustu fréttum frá öllum viđburđum.

Félagsmenn og gestir sem hafa uppástungur um efni eđa breytingar á síđunni eru hvattir til ţess ađ hafa samband viđ umsjónarmann í veffanginu ha090199 [hjá] unak.is

Heimasíđa SA


Jóhann Örn sigrađi á skákdegi Ása

Jóhann Örn 29.9.2007 18 12 46Ćsir, skákdeild félags eldri borgara í Reykjavík hélt sinn ţriđja skákdag á haustönninni í dag í Stangarhyl 4 í Reykjavík.  Til ţess ađ samrćma tímamörk hjá skákklúbbum eldri borgara á stór Reykjavíkursvćđinu hafa Ćsismenn ákveđiđ ađ tefla 10 mínútna skákir á skákdögum vetrarins og tefldar veđa 10 umferđir.

Ţađ var vel mćtt í dag og margir mjög sterkir skákmenn mćttir til leiks.

Birgir Sigurđsson formađur klúbbsins sá um skákstjórnina í dag.

Jóhann Örn Sigurjónsson var í stuđi og leifđi ađeins eitt jafntefli viđ Gunnar Finnsson

Úrslit dagsins.

  • 1            Jóhann Örn Sigurjónsson                    9.5 vinningar
  • 2            Sćbjörn Guđfinnsson                          8.5
  • 3-5        Össur Kristinsson                                 6.5
  •              Stefán Ţormar                                       6.5
  •              Ţorsteinn Guđlaugsson                         6.5
  • 6-8        Gunnar Finnsson                                  6
  •              Bragi G Bjarnarson                              6
  •              Hermann Hjartarson                             6
  • 9-13      Sigfús Jónsson                                     5.5
  •              Haraldur Axel Sveinbjörnsson             5.5
  •              Björn V Ţórđarson                               5.5
  •              Finnur Kr Finnsson                              5.5
  •              Jón Víglundsson                                   5.5
  • 14-16    Erlingur Hallsson                                 5
  •              Birgir Ólafsson                                     5
  •              Gísli Sigurhansson                               5
  • 17-19    Kristján Guđmundsson                        4.5
  •              Ásgeir Sigurđsson                                4.5
  •              Friđrik Sófusson                                   4.5
  •  20-22   Hákon Sófusson                                   4
  •              Jón Bjarnason                                       4
  •              Ingi E Árnason                                     4
  • 23-25    Baldur Garđarsson                               3.5
  •              Sćmundur Kjartansson                        3.5
  •              Guđjón Ţorkelsson                               3.5
  • 26         Grímur Jónsson                                    3
  • 27         Viđar Arthúrson                                   2.5
  • 28         Halldór Skaftason                                0.5  var lasinn og hćtti eftir 3 umferđir.

Ól í skák: Svíar og Írar á morgun

Íslenska sveitin í opnum flokki Íslensku liđin mćta liđum Svía og Íra í 2. umferđ Ólympíuskákmótsins sem fram fer í fyrramáliđ.   Liđiđ í opnum flokki mćtir liđa Svía og kvennaliđiđ mćtir liđi Íra.   Umferđin hefst kl. 9.   Rétt er ađ minna á beinar útsendingar frá öllum skákum mótsins.  

Liđsuppstillingar liđsins liggja fyrir í nótt.

Liđ Svía:

1 GM Berg Emanuel 2616 SWE
2 GM Agrest Evgenij 2585 SWE
3 GM Hillarp Persson Tiger 2517 SWE
4 GM Cicak Slavko 2568 SWE
5 GM Grandelius Nils 2500 SWE 

Međalstig Svíanna eru 2527 en til samanburđar eru međalstig íslensku sveitarinnar 2489 skákstig. 

Liđ Íra:

1 Shaughnessy Elizabeth 0
2 Alfred Emily 0
3 Hearne Sarah-Jane 0
4 WCM O'Boyle Una 0
5 Benson Nicola 1407 


Stórsigur á Haítí - tap gegn Pólverjum

Kirsan og HjörvarÍslenska liđiđ í opnum flokki vann stórsigur á Haítibúum í fyrstu umferđ Ólympíuskákmótsins í Síberíu í Rússland  Hannes Hlífar Stefánsson, brćđurnir Bragi og Björn Ţorfinnssynir og Hjörvar Steinn Grétarsson unnu allir fremur góđa sigra.  Íslenska kvennaliđiđ tapađi 0-4 fyrir sterku pólsku liđi.

Ađstćđur á skákstađ og mótsstađ eru allar hinar bestu og allir liđsmenn í góđu standi.  Pörun fyrir ađra umferđ, sem fram fer í fyrramáliđ og hefst kl. 9, er vćntanleg um 16-17.   Gera má ráđ fyrir ađ liđiđ opnum flokki mćti mjög sterkri Viđ stelpurnarsveit.  

Hćgt er ađ horfa á allar skákir mótsins beint (sjá tenglasafn neđst).

Ritstjóri vill sérstaklega benda á myndaalbúm mótsins en ţar má finna fjölda mynda frá fyrstu umferđ og glćsilegri setningu sem fram fór í gćr.


Úrslit 1. umferđar:

Sanon Mondoly 2120GMStefansson Hannes 25850-1
Luxama Jacques 0IMThorfinnsson Bragi 24150-1
Lebrun Piersont 1956IMThorfinnsson Bjorn 24040-1
Bazil Joslin 0 Gretarsson Hjorvar Steinn 23980-1

GMSocko Monika 2486WGMPtacnikova Lenka 22821-0
WGMZawadzka Jolanta 2410 Thorsteinsdottir Hallgerdur 19951-0
WGMMajdan-Gajewska Joanna 2333 Finnbogadottir Tinna Kristin 17811-0
IMDworakowska Joanna 2315 Johannsdottir Johanna Bjorg 17811-0

 


Ólympíuskákmótiđ hafiđ - brćđur tefla í fyrsta sinn fyrir Íslands hönd

Picture 069

39. Ólympíuskákmótiđ er hafiđ í Khanty Mansiysk í Síberíu í Rússlandi.  Brćđur tefla í fyrsta sinn fyrir Íslands hönd á Ólympíuskakmóti en Bragi og Björn Ţorfinnssynir tefla ásamt ţeim Hannesi Hlífari Stefánssyni og Hjörvari Steini Grétarssyni í opnum flokki gegn sveit Haítí.  Héđinn Steingrímsson hvílir.   Í kvennaflokki tefla Lenka Ptácníková, Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir, Tinna Kristín Finnbogadóttir og Jóhanna Björg Jóhannsdóttir.  Sigurlaug Regína Friđţjófsdóttir hvílir.

Björn, Hjörvar, Tinna og Jóhanna Björg eru öll ađ tefla sína fyrstu skák á Ólympíuskakmóti. 


Ól í skák: Pistill nr. 3

Picture 032Í gćr var Ólympíumótiđ sett međ pompi og prakt   Mikiđ sjóv eins og sjá í međfylgjandi myndum.    Mikiđ dansađ, dansandi taflmenn, og tefld var skák međ lifandi mönnum.   Ég ćtla ađ sleppa ţví ađ upplýsa hvađ skák sé hérna á ferđinni.  Treysti ţví ađ skákáhugamenn ţekki  „stöđumyndina".

Í gćr kom í ljós ađ mér yrđi ekki hnikađ til á milli hótela.   Ég á ađ vera hóteli FIDE-fulltrúa.  Ekkert stórmál ţar sem hóteliđ er í 5 mínútna akstursfjarlćgđ og leigubílar ódýrir.  Ég mun koma á ađalhóteliđ á morgnana, borđa međ liđunum og fara međ til og frá mótsstađ.  Hóteliđ mitt verđur fyrst og fremst svefnstađur.   Krakkarnir eru á 12. hćđinni, öll á sama gangi, sem auđveldar lífiđ, og ég er međ fínan beis hér frammi  á gangi ţar sem ég get skrifađ pistla.Picture 002

Leigubílar hér virđast ekki vera ţeir skilvirkustu.  Í gćrkveldi var mér sagt ađ bíđa í 5 mínútur en eftir 20 mínútur brotnađi ég og labbađi ţeim.   Löggur og hermenn eru hér út um allt, hreinlega á öllum gatnamótum ţannig ađ mađur fyllist öryggiskennd.   Í morgun tók ég ađ mér ađ skila pörun kvennaliđsins en lenti í ţví ađ leigubílsstjórinn vissi ekki hvar hóteliđ var og ég slapp inn á síđustu metrunum.  Er búinn ađ semja viđ Helga um ađ hann skili framvegis fyrir kvennaliđiđ.

Viđ nokkrir félagarnir tókum okkur til og tókum ágćtan göngutúr í í gćr á milli hótelanna.  Ţetta er um 20-25 mínútur og skemmtileg leiđ.  Viđ löbbum međal annars í gegnum stórt torg ţar sem sjá ýmis minnismerki um um stríđiđ og m.a. skriđdreki.    Nokkrar myndir frá ţví í myndaalbúmi. 

Bragi og Hjörvar á flótta undan skriđdrekaAđstćđur á hótelinu eru til fyrirmyndar.  Net á herbergjum, reyndar bara eitt net svo krakkarnir ţurfa ađ skiptast á snúru.   Maturinn og ţjónusta hvorutveggja til fyrirmyndar og svo erum viđ međ sérstaka ađstođarkonu hana Nataliyu sem á ađ hjálpa okkur.  Krakkarnir kvarta reyndar yfir koddum  og hefur komiđ upp sú hugmynd ađ finna Rúmfatalagerinn í Khanty!  Hóteliđ er mjög nýtt, svo nýtt ađ teppalykt liggur hér yfir öllu og mađur getur smitast af sementi viđ ađ koma viđ veggi.  Helsti gallinn er lyfturnar sem hafa tekiđ upp á ýmsu.  Sigurlaug lenti í lyftuárás í gćr, fékk stóran marblett en skynjarinn var bilađur.   Helgi hefur ráđlagt mönnum ađ taka stigann niđur ţegar lagt er af stađ í umferđir. 

Ţađ var gott ađ koma snemma á mótsstađ.   Tímamismunurinn eru sex tímar og ţađ tekur alltaf smá tíma ađ ađlaga sig.  Í gćr var ég hlusta hádegisfréttir á RÚV í gegnum netiđ kl. 18:20 og kíkti á kvöldfréttirnar áđur ég fór ađ sofa!

Liđsstjórafundur var í gćr.  Nokkrir athyglisverđar punktar ţar.  Zero-tolarance reglan gildir enn.  Ţađ ţýđir ađ menn verđa ađ vera mćttir tímanlega á skákstađ.  Pörun á ađ vera tilbúinn um kl. 22-22:30 á kvöldin og liđsuppstillingar eiga ađ liggja fyrir um 10:30 á morgnana.  Ţađ gekk ekki eftir en vonandi eru ţar á ferđinni byrjunarerfiđleikar.   Svo eiga menn ađ taka rautt spjald ţegar ţeir fara á klósettiđ og skila ţví ţegar ţeir koma til baka.  Á eftir ađ átta mig betur á ţví hvernig ţetta virkar.  Eitt fyndiđ atriđi gerđist á fundinum.  Spurt var hvađ gerđist ef liđsuppstillingu vćri ekki skilađ í tćka tíđ.   Ţví var svarađ, „then players 1-4 (vonn tú for)".  Ţá spurđi einhver útúr sal, „What about board three?".  

Mikiđ var deilt á FIDE fyrir fjölda rússneskra liđa.  Í reglum FIDE mun víst standa ađ heimaliđiđ fái 2 liđ og 3 liđ ef stendur á stöku.  FIDE var ţegar búiđ ađ bćta viđ fjórđa liđinu og svo kemur fimmta liđiđ inn ţar sem stendur á stöku!  Ţetta féll í grýttan jarđveg.  Sum liđ fá greitt í samrćmi viđ lokasćti á mótinu og ţau liđ eru eđli málsins ekki ánćgđ međ ţetta.  Van Wely var mjög illur út í Stubbenwoll, sem er einn ađalkallinn, og sagđi „you are cheatin".   Stubbenwoll varđi sig međ „FIDE decision" en Van Wely minnti ţá jafnóđum á „FIDE-rules".  Mig grunar ađ reglurnar hafi veriđ „sveigđar" eins og svo oft áđur í skákinni og Rússarnir styđji  enn frekar viđ mótshaldiđ.

Picture 036Nánar um opnunarhátíđina.  Hún var einkar glćsileg.  Eftir öllum dansatriđum kom sjálfur Dmitry Medvedev, forseti Rússlands, og hélt rćđu, reyndar í gegnum netbúnađ.  Arkady Dvorkovich forseti rússneska skáksambandsins sagđi einnig nokkur orđ sem og Kirsan og bćjarstjórinn í Khanty.   Virkilega flott setning og Rússunum til sóma.   Hápunkturinn var lifandi tafliđ sem var mjög vel gert.

Ţessir pistlar mínir eru skrifađir í nokkrum áföngum.  Yfirleitt byrja ég á kvöldin, skrifa svo aftur ađ morgni til og fínpússa og klára eftir ađ umferđ hefst.  Ég á almennt von á ţví ađ pistlarnir verđi ađgengilegir fyrir kl. 10 á morgana.   Ég reyni ađ hafa „í dag" og „í gćr" rétt en lofa engu!  Ef til vantar ţví einhverja samfellu í textann en ég biđ menn um virđa ţađ.

Í dag tefla liđin viđ liđ Haítí og Póllands.  Liđum í báđum flokkum hefur fćkkađ.  Í opnum flokki eru 148 liđ og eru strákunum rađađ nr. 58.   Haítí er nr. 128 svo vonandi byrja ţeir vel.   Héđinn hvílir og ţví nýliđarnir strax ađ spreyta sig.

Picture 055Í kvennaflokki taka 114 liđ ţátt.   Íslandi er rađađ nr. 67 og tefla viđ Pólland sem er 10. Sterkasta sveitin.  Sveitin teflir ţví í svokölluđ minni sal ţar sem efstu sveitirnar tefla.   Liđsstjórinn ákvađ ađ skella nýliđunum Tinnu og Jóhönnu strax í djúpu laugina og reynsluboltinn Sigurlaug hvílir í dag.  Erfitt verkefni hjá stelpunum ţar sem pólsku stelpurnar eru ađ međaltali 400 stigum hćrri.   

Mótiđ hófst á réttum.   Kirsan var hér viđ upphaf mótsins, labbađi fram hjá öllum borđum í fylgd ríkisstjórans.  Allmargar myndir bćtast viđ bćđi frá setningunni og umferđinni.  Ég náđi ţví miđur ekki ađ flokka ţćr og setja inn í textann eins og ćtlađi.  Stefni ađ ţví síđar.

Allir eru hressir og kátir!

Meira á morgun,

Gunnar


Ól í skák: Haíti og Pólland í 1. umferđ

Pörun fyrstu umferđar Ólympíuskákmótsins liggur fyrir.  Andstćđingar í opna flokknum verđur liđ Haíti og en stelpurnar mćta sterku liđi Pólverja.

Liđ Haíti:

 

Bo. NameRtg
1 Sanon Mondoly 2120
2 Luxama Jacques 0
3 Lebrun Piersont 1956
4 Bazil Joslin 0
5 Lamothe Pierre Marie Jean 0

 

Liđ Pólverja:

 

Bo. NameRtg
1GMSocko Monika 2486
2WGMZawadzka Jolanta 2410
3WGMMajdan-Gajewska Joanna 2333
4IMDworakowska Joanna 2315
5WGMKadziolka Beata 2295

 


Haustmót SA hefst á sunnudag

Haustmót Skákfélags Akureyrar 2010 hefst sunnudaginn 26. september kl. 14:00. Mótiđ er um leiđ meistaramót Skákfélags Akureyrar.   Teflt verđur í félagsheimili skákfélagsins í Íţróttahöllinni viđ Skólastíg. Tefldar verđa sjö umferđir eftir Monrad kerfi. Mótiđ verđur reiknađ til alţjóđlegra stiga og íslenskra skákstiga.

Mótiđ er öllum opiđ.

Hćgt er ađ skrá sig međ ţví ađ senda póst á netfangiđ ha090199@unak.is.

Athygli er vakin á ţví ađ hlé verđur gert á mótinu helgina 8.-10. október vegna Íslandsmóts skákfélaga sem fram fer ţá helgi í Reykjavík.

Dagskrá:

  • 1.      umferđ.           Sunnudagur    26. september kl.14:00
  • 2.      umferđ            Ţriđjudagur     28. september kl. 19:30
  • 3.      umferđ            Sunnudagur    03. október kl. 14:00
  • 4.      umferđ            Ţriđjudagur     05. október kl. 19:30
  • Hlé vegna Íslandsmóts skákfélaga.
  • 5.      umferđ             Ţriđjudagur     12.október kl. 19:30
  • 6.      umferđ             Sunnudagur    17. október kl. 14:00
  • 7.      umferđ             Ţriđjudagur     19. október kl. 19:30

Tímamörk:

1 klst. og 30 mín. + 30 sek. á leik.

Ţátttökugjald:

2.000 krónur.

Verđlaun:

Veitt verđa verđlaun fyrir ţrjú efstu sćtin.
Dregiđ verđur út gjafabréf frá veitingastađnum Krua Siam.

Haustmót Skákfélags Akureyrar var fyrst haldiđ áriđ 1939 og hefur fariđ fram árlega allar götur síđan ef frá eru talin árin 1944, 1945 og 1952. Júlíus Bogason hefur oftast orđiđ skákmeistari Skákfélags Akureyrar eđa 14 sinnum.

Opiđ hús verđur alla fimmtudaga kl. 20 í vetur, ţ.m.t. á međan Haustmótiđ stendur yfir.

Barna- og unglingaćfingar eru á mánudögum og miđvikudögum kl. 17:00 til 18:30 Ćfingagjald fram ađ áramótum er kr. 5000 og eru keppnisgjöld í mótum félagsins innifalin í ţví.


Geđveikir dagar í Reykjanesbć

Skákmót verđur haldiđ í Reykjanesbć í tilefni Geđveikra daga.  Telfdar verđa hrađskákir međ 7 mínútna umhugsunartíma og er stefnt ađ 8-10. umferđum. Ţegar mótiđ er hálfnađ verđur gerđ kaffipása og veitingarnar eru gefnar af Nýja bakarí í Keflavík.

Mótiđ stendur frá kl 12.30 - 16.00.

Ţeir sem hafa áhuga endilega ađ hafa samband viđ Emil Ólafsson formann Hressu Hrókanna á emaili krafturinn@gmail.com.

Muniđ ađ stćrsti sigurinn er ađ vera međ !


110 ára afmćlismót Taflfélags Reykjavíkur - Haustmótiđ 2010

110 ára afmćlismót Taflfélags Reykjavíkur - Haustmótiđ 2010 hefst sunnudaginn 26. september kl.14.  Mótiđ er eitt af ađalmótum vetrarins í reykvísku skáklífi og jafnframt meistaramót T.R. Ţađ er áratuga gömul hefđ fyrir hinu vinsćla Haustmóti og er ţađ flokkaskipt.

Mótiđ er öllum opiđ.

Teflt er í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur, skákhöllinni ađ Faxafeni 12, á miđvikudögum, föstudögum og sunnudögum og eru góđ verđlaun í bođi í öllum flokkum. Alls verđa tefldar 9 skákir í hverjum flokki.  Lokuđu flokkarnir eru skipađir tíu keppendum hver ţar sem allir tefla viđ alla, en í opna  flokknum er tefldar níu umferđir eftir svissnesku kerfi.

Skráning fer fram á heimasíđu T.R., http://taflfelag.is/

Hćgt er ađ fylgjast međ skráningu hér.

Athygli er vakin á ţví ađ skráningu í alla lokađa flokka lýkur laugardaginn 25. september kl. 18.

Núverandi skákmeistari Taflfélags Reykjavíkur er Sigurđur Dađi Sigfússon.


Dagskrá:

1. umferđ: Sunnudag 26. september kl.14.00
2. umferđ: Miđvikudag 29. september kl.19.30

3. umferđ: Föstudag 1. október kl.19.30
4. umferđ: Sunnudag 3. október kl.14.00

5. umferđ: Mánudag 4. október kl.19.30
---Hlé vegna afmćlisbođs T.R. og íslandsmóts skákfélaga---

6. umferđ: Miđvikudag 13. október kl.19.30
7. umferđ: Föstudag 15. október kl.19.30
8. umferđ: Sunnudag 17. október kl. 14.00
9. umferđ: Miđvikudag 20. október. kl.19.30

Verđlaun í A-flokki:
1. sćti kr. 180.000
2. sćti kr.   90.000
3. sćti kr.   40.000
4. og 5. sćti ókeypis í Skákţing Reykjavíkur 2011

Verđlaun í B-flokki:
1. sćti kr. 25.000
2. sćti kr. 10.000
3. sćti  kr.  5.000
4. sćti ókeypis í Skákţing Reykjavíkur 2011

Verđlaun í C-flokki:
1. sćti kr. 15.000
2. og 3. sćti ókeypis í Skákţing Reykjavíkur 2011

Verđlaun í opnum flokki:
1. sćti  kr. 10.000
2. og 3. sćti ókeypis í Skákţing Reykjavíkur 2011

Bćtist viđ fleiri flokkar verđa verđlaun í ţeim ţau sömu og í C-flokki.

Ađ auki ávinnur sigurvegari hvers flokks sér ţátttökurétt í nćsta styrkleikaflokki ađ ári liđnu.

Tímamörk:

1 klst. og 30 mín. + 30 sek. á leik.

Ţátttökugjöld:

3.000 kr. fyrir félagsmenn T.R. 16 ára og eldri (3.500 kr. fyrir ađra).
1.500 kr. fyrir félagsmenn T.R. 15 ára og yngri (2.000 kr. fyrir ađra).


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 126
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 89
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband