Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, september 2010

Ingimundur og Erlingur efstir

Ingimundur Sigurmundsson (1775) og Erlingur Jensson (1690) eru efstir međ fullt hús ađ lokinni 2. og 3. umferđ Meistaramóts Selfoss og nágrennis sem fram fóru í gćrkveldi.

Stađan:

SNo.NameRtgPtsSB.
3Ingimundur Sigurmundsson177534,00
6Erlingur Jensson169032,50
8Grantas Grigorianas174021,50
4Magnús Matthíasson16701,75
7Magnús Gunnarsson19900,75
1Úlfhéđinn Sigurmundsson178510,00
9Ingvar Örn Birgisson182010,00
10Emil Sigurđsson179010,00
2Erlingur Atli Pálmarsson142500,00
5Magnús Garđarsson146500,00

 


Tap gegn Grikkjum og Víetnömum

Íslenska kvennaliđiđÍslensku liđin töpuđu bćđi í 3. umferđ Ólympíuskákmótsins sem fram fór í dag.  Liđiđ í opnum flokki tapađi fyrir stórmeistarasveit Grikkja 1-3, ţar sem Hannes Hlífar Stefánsson og Héđinn Steingrímsson gerđu jafntefli.   Kvennaliđiđ náđi góđum úrslitum gegn mjög sterkri sveit Víetnama en, tapađi međ minnsta mun.  Lenka Ptácníková vann mjög laglegan sigur á fyrstu borđi og Jóhanna Björg Jóhannsdóttir gerđi jafntefli í hörkuskák.  Góđ úrslit gegn sterkri sveit. 

Fjórđa umferđ Ólympíuskákmótsins hefst kl. 9 í fyrramáliđ.

Ól í skák: Pistill nr. 5

JóhannaŢađ var fínt gengi hjá íslensku liđunum í gćr.  Strákarnir gerđu gott 2-2 jafntefli gegn Svíum og stelpurnar unnu Íra 3,5-0,5.   Karpov er mćttur á svćđiđ og spennan  fyrir FIDE-kosningarnar eykst. 

Byrjum á strákunum.   Nú er ţađ ţannig ađ ég hef ekki séđ skákirnar en mér skilst ađ lukkan hafi fremur veriđ međ ţeim.   Bjössi lenti fljótlega í erfiđleikum gegn Grandelius og tapađi.  Mér skilst reyndar ađ nćrri lokunum hafi Bjössi veriđ međ fína stöđu.  Héđinn gerđi jafntefli gegn Agrest en Rybka segir ađ Svíinn hafi getađ náđ upp hartnćr unnu tafli.  Ađ sögn Braga hafđi hann verra alla skákina nema eftir 2 síđustu leiki Cisak.  Eftir nćstsíđasta leikinn hafđiBragi Bragi örlítiđ betra og eftir lokaleikinn unniđ!   Hannes gerđi jafntefli gegn Berg ţar sem hinn síđarnefndi gat fórnađ skiptamun og náđ upp vćnlegri stöđu.  Okkur grunar ađ Berg hafi viljađ hafa öryggiđ á oddinum ţar sem hann hafi metiđ sigursénsa Svíanna mikla á ţeim punkti.  Semsagt gott jafntefli!

Hjá stelpunum gekk á ýmsu.  Lenka vann sína skák auđveldlega, Hallgerđur einnig fremur auđveldlega.  Tinna fékk skítastöđu.  Hún greip til ţess ráđ fórna manni til ađ hrista upp í stöđunni og ţađ gekk upp ţar sem andstćđingurinn tók ekki manninn og talađi um flotta fléttu hjá Tinnu eftir skákina!  Sigurlaug hélt annars uppi fjörinu í gćr.   Sigurlaug fórnađi peđi og einhvern veginn smá versnađi stađan og var Sigurlaug um tíma ţremur peđum undir.   Sigurlaug seiglađist hins vegar áfram og náđi ađ halda jafntefli.  Góđur sigur gegn Írum!

HallgerđurSú sem tefldi viđ Hallgerđi er vćntanlega einn elsti keppandinn hér en hún var rúmlega sjötug og sagđi Sigurlaug strax hafa séđ fyrir sér hana Birnu Norđdahl.   Hann var nokkuđ óörugg og átti ţađ til ađ ýta á klukkuna međ annarri hönd en hún lék.  Einnig stoppađi hún klukkuna á einum tímapunkti ţar sem sólin skein í augun á henni og lék ólöglegum leik í restina, ţá reyndar međ koltapađ.  Hallgerđur tók hins vegar alveg rétta taktík á ţetta, hélt sínu jafnađargerđi og lét ţetta engin áhrif á sig hafa. 

Skákstjórarnir eru annars sér kapítuli eins og svo oft áđur.  Skákstjórinn í fyrstu umferđ (Einstein) skyldi t.d. ekki ţegar ađalskákstjórinn sagđi „start the clocks" og talađi bara rússnesku.  Sú í gćr talađi svo bara spćnsku og var ađ reyna tjá sig viđ mig á ţví tungumáli gćr. ....međ engum árangri.   Einn skákstjóri er á hverja viđureign. 

Eins og fram hefur komiđ eru ađstćđur allar til fyrirmyndar og ţađ litla sem hefur veriđ ólagi hefur lagađ!   Koddarnir pirruđu suma en haldiđ var í súpermarkađinn í gćr og koddar keyptir ţá sem vildu.  Héđinn og Sigurlaug voru hins vegar ţađ klók ađ ţau tóku međ sér kodda frá Íslandi.  Einnig fćrđu Rússarnir reykherbergiđ ţannig ađ nú ţarf ekki lengur ađ labba í gegnum ţađ ţegar fariđ er á klósettiđ.

Viđ stelpurnar vorum samferđa Ivan Sokolov í gćr á skákstađ  Hann var í rokna stuđi.  Allt í einu stekkur hann upp í rútunni og kallar „There are cows on the road" en mćtti bara undrunarandlitum.     Hann endurtók sig međ miklum látum og menn kíkja.  Jú mikiđ rétt.   Ţađ var veriđ ađ reka beljur yfir ţjóđveginn!   „How can they do it?  There is something between".     Ivan tók sig svo til og vann Adams í gćr.   Hallgerđur átti svo komment dagsins ţegar hún spurđi hver ţetta vćri (ţ.e. Ivan).  

Ég hitti Oliver vin minn úr flugvélinni (ég geri ráđ fyrir ađ menn hafi lesiđ fyrri pistla).  Hann teflir fyrir blinda og sjónskerta.    Í fyrstu umferđ tefldu ţeir viđ Rússa II, í 2. umferđ viđ Rúanda og mćta svo Aserum í dag!   Enginn millivegur!

Susan Polgar er víst mćtt á stađinn samkvćmt blogginu hennar.  Ţar var talađ um „biggest upset"  og úrslitin í viđureign Íslands og Svía nefnd ţar ásamt nokkrum öđrum.  Ţótt ađ Svíarnir hafi veriđ stigahćrri vil ég nú ekki kalla ţetta „big upset" .   Ég gerđi athugasemd viđ bloggiđ hennar og spurđi afhverju ţetta vćri „big upset".  Fékk svar frá nafnlausum (Anonymous) sem svarađi á skemmtilegan hátt „Sweden had 4 GMs in the match while Iceland had 2 weak Ims"  Ţorfinnur, aní komments? J

Karpov mun víst vera mćttur á svćđiđ en í gćr var veriđ ađ setja upp bás fyrir hann.  Kirsan hefur haft bás frá upphafi og hefur veriđ ađ gefa gjafir, einhverjar töskur.  Á pokunum međ gjöfunum stendur: Kirsan + hjartamerki = FIDE.   Ekki höfum viđ Íslendingarnir ţegiđ ţessar gjafir.  Kirsan-básinn

Ég fékk athyglisvera yfirhalningu fyrir Geoffrey Borg, Maltverja sem er í stjórn FIDE og ECU og Kirsan-mađur.   „You don´t have a choice, as a western state you have to vote for Karpov".   Hljómađi eins og viđ vćrum ekki ađ kjósa eftir ţví hvernig viđ mćtum einstaklingana heldur veriđ ţetta einhver skylda.   Ég sagđist ekki vilja setja máliđ upp á ţennan hátt en vildi ekki rćđa ţetta frekar viđ hann.   Borg segist stefna á heimsókn ásamt Kirsan til Reykjavíkur, vćntanlega ţá í kringum MP Reykjavíkurskákmótiđ.   Hann talađi ávallt eins og Kirsan vćri ţegar öruggur um sigur. 

Spennan er farin ađ aukast fyrir ţingiđ.  Ţađ vekur athygli ađ Weinsacker sem býđur sig fram til forseta Evrópska skáksambandsins mćtir ekki fyrr en 28. september en Danilov og Ali eru fyrir löngu komnir og byrjađir ađ mingla á fullu.  Danilov hefur reyndar aldrei spjallađ viđ mig, telur mig sjálfsagt vonlaust targret.  

Ég er međ kynningarblađ fyrir MP Reykjavíkurskákmótiđ og hef komiđ ţví m.a. á básana hjá Tyrkjunum og Norđmönnunum en ég er hérna međ ein 1.000 eintök!  Ţingiđ hefst á morgun en til ađ byrja međ eru bara nefndarfundir.  Ég hef ekki ađ hyggju ađ sćkja ţá en stefni á setninguna sem er í fyrramáliđ, til ađ reyna ađ grípa andrúmsloftiđ.   Sjálfar kosningarnar eru 28. september, held ég, bćđi hjá FIDE og ECU.  

Picture 001Undirritađur á afmćli í dag.  Stelpurnar sungu fyrir mig á ganginum, ásamt Bjössa, en hinir strákarnir létu ekki sjá sig.  Ég fékk svo afmćlisgjöf frá henni Nataliyu, umsjónarkonu okkar, sem hefur sinnt okkur af stakri natni.  Hún gaf mér Babúsku!  Rússarnir klikka ekki og fylgjast greinilega međ afmćlisdögum gestanna.

Sem fyrr eru allir í góđu standi og allt eins og ţađ á vera.    Ţakka fyrir allar afmćliskveđjurnar.  

Kveđja úr blađamannaherbergi sem er sveittara nú en nokkru sinni.

Gunnar Björnsson

 


Ţriđja umferđ Ólympíuskákmótsins hafin

HannesŢriđja umferđ Ólympíuskákmótsins er hafin, hófst kl. 9 í morgun.  Liđiđ í opna flokknum teflir viđ sterka sveit Grikkja en stelpurnar tefla viđ Víetnama.   

Hćgt er ađ horfa a báđar viđureignirnar beint.

Ísland - Grikkland (beint)

Ísland - Víetnam (beint)


Fimmtudagsmót hjá TR í kvöld

Fimmtudagsmót T.R. fer ađ venju fram í kvöld og hefst kl. 19.30.  Tefldar verđa 7 umferđir međ 7 mínútna umhugsunartíma.

Mótin fara fram í félagsheimili T.R., skákhöllinni ađ Faxafeni 12, og opnar húsiđ kl. 19.10.  Glćsilegur verđlaunapeningur er í bođi fyrir sigurvegarann.

Mótin eru öllum opin og er ađgangseyrir kr. 500 fyrir 16 ára og eldri en frítt er fyrir 15 ára og yngri.  Bođiđ er upp á kaffi ásamt léttum veitingum án endurgjalds.


Eiríkur sigrađi á hrađkvöldi

Eiríkur Kolbeinn BjörnssonEiríkur Björnsson sigrađi á jöfnu og spennandi hrađkvöldi Hellis sem fram fór 20. september sl. Eiríkur fékk 6v í sjö skákum og tapađi ekki skák en gerđi tvö jafntefli. Annar varđ Vigfús Ó. Vigfússon međ 5,5v og ţriđja var Elsa María Kristínardóttir međ 5v.

Lokastađan á hrađkvöldinu:

1.   Eiríkur Björnsson,                6v/7
2.   Vigfús Ó. Vigfússon,            5.5
3.   Elsa María Kristínardótti,     5
4.   Páll Andrason,                     4.5
5.   Eiríkur Örn Brynjarsson,      4.5
6.   Gunnar Nikulásson,             4.5
7.   Birkir Karl Sigurđsson,          4.5
8.   Guđmundur Kristinn Lee,     4
9.   Stefán Már Pétursson,         4
10. Dawid Kolka,                        4
11. Kristinn Andri Kristinsson,    4
12. Örn Leó Jóhannsson,           3.5
13. Jón Úlfljótsson,                    3
14. Vignir Vatnar Stefánsson,    3
15. Jón Trausti Harđarson,         3
16. Björgvin Kristbergsson,        3
17. Brynjar Steingrímsson,         3
18. Estanislao Plantada,            3
19. Pétur Jóhannesson,             2
20. Arnar Valgerisson,               1.5
21. Jón Gauti Magnússon,         1.5

Ól í skák: Sterkir andstćđingar í 3. umferđ - Grikkir og Víetnamar

Hallgerđur og LenkaÍslensku liđin mćta bćđi sterkum sveitum í ţriđju umferđ Ólympíuskákmótsins sem fram fer á morgun.  Liđiđ í opnum flokki mćtir stórmeistarasveit Grikkja og kvennasveitin mćtir sterkri sveit Víetnma.  

Umferđin hefst kl. 9.   Rétt er ađ minna á beinar útsendingar frá öllum skákum mótsins.  

Liđsuppstillingar liđsins liggja fyrir í nótt og tengill á beinar útsendingar íslensku sveitanna verđa tilbúnir í upphafi umferđar.  

Liđ Grikkja:

 

Bo. NameRtg
1GMPapaioannou Ioannis 2622
2GMBanikas Hristos 2590
3GMMastrovasilis Dimitrios 2569
4GMHalkias Stelios 2577
5GMMastrovasilis Athanasios 2556

 


Međalstig Grikkjanna eru 2590 en til samanburđar eru međalstig íslensku sveitarinnar 2489 skákstig. 


Liđ Vítenama:

 

Bo. NameRtg
1WGMHoang Thi Bao Tram 2285
2WIMPham Le Thao Nguyen 2304
3WIMNguyen Thi Mai Hung 2258
4WGMNguyen Thi Thanh An 2306
5WIMHoang Thi Nhu Y 2214

Međalstíig Víetnama eru 2288 skákstig en til samanburđar eru međalstig íslenska liđsins 1968 skákstig.

Jafntefli gegn Svíum - sigur gegn Írum

Íslenska liđiđÍslenska liđiđ í opnum flokki gerđi 2-2 jafntefli viđ sveit Svía í 2. umferđ Ólympíuskákmótsins sem fram fór í Khanty Mansiysk  Síberíu í dag.   Bragi Ţorfinnsson vann stórmeistarann Slavko Cisak, Hannes Hlífar Stefánsson og Héđinn Steingrímsson gerđu jafntefli viđ Emanuel Berg og Evgenij Agrest en Björn Ţorfinnsson tapađi fyrir Nils Grandelius sem virđist ćtla ađ vera Íslendingum erfiđur í skauti.  Góđ úrslit enda Svíarnir stigahćrri á öllum borđum.  Íslenska kvennaliđiđ vann öruggan 3,5-0,5 sigur á Írum.  TinnaLenka Ptácníková, Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir, Tinna Kristín Finnbogadóttir unnu en Sigurlaug R. Friđţjófsdóttir náđi seiglujafntefli.

Ţriđja umferđ Ólympíuskákmótsins hefst kl. 9 í fyrramáliđ.

Ól í skák: Fjórđi pistill

Stoltir brćđur og ÍslendingarŢađ gekk vel og illa í fyrstu umferđ Ólympíuskákmótsins.  Karlaliđiđ vann fremur auđveldan sigur á liđi Haítíbúa 4-0 en íslenska kvennaliđiđ tapađi 0-4 fyrir sterku liđi Pólverja.  Bćđi Lenka og Hallgerđur höfđu ţćr vćnlega stöđu.  Framkvćmd mótsins hefur veriđ bćđi FIDE og mótshöldurum til mikillar fyrirmyndar, ţvert oní  ýmsar hrakspár.   Góđ stemming er í íslenska hópnum og tilhlökkun fyrir komandi umferđir.

 Helgi Ólafsson, hafđi sagt okkar allmargar sögur af fyrri mótshöldum í Rússlandi/Sovétríkjum ţar sem gengiđ hafđi á ýmsu. Hér er nánast allt eins og ţađ á vera og meira ađ segja veđriđ leikur viđ okkur í Síberíu.

En fyrst um umferđina og eins og vera ber er íslenska kvennaliđiđ í forgrunni hjá ritstjóranum, sem talar nú um „okkur stelpurnar".   Viđ mćttum sveit Pólverja.  Lenka tefldi stórvel á móti hinni sterku Socko, sem er 20. stigahćsta skákkona heims og hafđi sennilega Picture 059veriđ komin međ betra tafl en lék af sér slysalega manni.  Lenka náđi samt góđu sprikli og var ekki langt frá ţví ađ vera komin međ jafnteflissénsa.   Hallgerđur fékk einnig mjög vćnlegt tafl og hefur sennilega veriđ komin međ töluvert betra og gat e.t.v. fórnađ manni fyrir vćnlegt tafl.  Hallgerđur vanmat hins vegar sénsa sína og smá saman fékk verra og tapađi.  Tinna lék af sér manni fljótlega og átti ekki séns eftir ţađ og Jóhanna tapađi ţrátt fyrir skemmtilegt sprikl ţegar hún var komin međ lakara tafl.

Nú er ţađ svo komiđ ađ ég fylgist betur međ stelpunum.  Mér skilst á Helga ađ allir strákarnir hafi unniđ fremur öruggra sigra.  Ekki kemur á óvart ađ Bjössi hafi lagt töluvert á stöđuna en samt allt undir kóntról!

Stelpurnar mćta írsku stelpunum í dag.  Írarnir koma međ nokkuđ breytt liđ miđađ viđ síđustu Ólympíuskákmót og vitum viđ lítum um ţćr og fáar skákir međ í beisnum.     Jóhanna Björg hvílir í dag. 

Strákarnir mćta Svíum eins og svo áđur.  Eins og viđ gerđum ráđ fyrir hvíla ţeir Tiger-inn.  Athyglisverđ viđureign en okkur hefur oft gengiđ ágćtlega á móti Svíum.

Hollendingar mćtta Rússlandi IV en ţađ var van Wely, fyrsta borđs mađur ţeirra, sem var manna reiđastur yfir fjölda rússneskra liđa. 

Einstein skákstjóriViđ upphaf fyrstu umferđar í gćr setti skákstjórinn mótiđ, sem er rösk rússnesk kona, sem ég ekki kann deili á.  Kirsan labbađi svo á milli borđa í fylgd ríkisstjórans og tók í hendur skákstjóranna.    Skákstjórinn á okkar borđi kom okkur kunnuglega fyrir sjónir en er vćntanlega náskyldur Alberti Einstein.    Ţegar hann kom ađ borđi íslenska Hjörvar og rauđhćrđi ríkisstjórinnkarlaliđsins fór ríkisstjórinn ađ hlćja og sló í bakađi í Hjörvari, fannst greinilega gaman ađ ţví ađ finna ţarna annađ rauđhćrt eintak!

Mađur hitti auđvitađ ýmsa gamla kunningja.  Ali, forseti tyrkneska skáksambandsins, og forsetaframbjóđandi í ECU, heilsađi mér eins og viđ vćrum fjölskylduvinir.   Hann er sannfćrđur umsigur í forsetakosningunum.   Ég hitti einnig Geoffrey Borg, frá Möltu, og spjallađi ég töluvert viđ hann.  Á sama tíma kom ţangađ forseti nígeríska skáksambandsins og spurđi Borg okkur hvort viđ hefđum hitt Kirsan.  Skömmu síđar greip hann Kirsan og lét okkur heilsa kappanum.  Ég er ekki frá ţví ađ hann hafi tekiđ innilegra í hendurnar á ţeim nígeríska en ţeim íslenska. 

Í fyrstu umferđ mćttust Ísrael og Jemen.  Jemenar mćttu ekki, vćntanlega ţar sem land ţeirra viđurkennir ekki Ísrael.  Mér skilst ađ ađeins Egyptar ađ Arabaţjóđunum tefli viđ Ísraelsmenn.   Borg fannst ţađ klúđur ađ rađa svona upp, og taldi ađ skákstjórar ćttu í svona tilfellum ađ hliđra einu liđi til eđa frá til ađ koma veg fyrir slík atvit. 

Hér á göngunum hittir mađur marga gamla kunningja.  Pabbi Cori-systkinina brosir alltaf út af eyrum ţegar hann sér mig en hann kann ekki stakt orđ í ensku svo bros á milli okkar verđur ađ duga. 

Ég spjallađi töluvert viđ Ivan Sokolov í dag sem vill ólmur koma á nćsta MP Reykjavíkurskákmót.  Ivan er bjartsýnn á gengi Karpovs en ég met stöđu hans fremur slaka.  Ivan veit vonandi eitthvađ meira en ég. 

Allar ađstćđur eru hér til fyrirmyndar eins og áđur hefur komiđ fram.  Eitt atriđi pirrar ţó íslensku skákmennina en til ađ fara á salerniđ ţarf ađ labba í gegnum reykherbergi.    Engir Evrópustađlar varđandi reykingar hér í Rússlandi.

Picture 032Viđ setninguna var lifandi tafl eins og áđur hefur komiđ fram.  Ţar var tefld ódauđlega skákin sem ég held ađ allir skákáhugamenn kannist viđ.  Fyrir framan Íslendinga voru skákmenn sem voru ađ velta ţví fyrir sér hvađ skák ţetta vćri.   Eftir smá umrćđur sagđi einhver „some random game".    Ég spái ţessu liđi ekki góđu gengi hér!

Björn Ţorfinnsson var í lyftuferđalagi fyrir fyrstu umferđina.   Ţar heyrir hann tal enskumćlandi manna.  Annar segir: 

„How is your opponent".   

„He is very solid players and rarely loses"

Og bćtti svo viđ

„I am mostly analyzing his match against Kasparov".

Sá sem svarađi svo skemmtilega var Sam Collins, fyrsta borđs mađur Íra, sem mćttu Rússum.  Rússar hvíldu reyndar Kramnik en Collins gerđi jafntefli viđ Grischuk!

Ég sé ađ ţađ er óraunhćft hjá mér ađ koma ţessum pistlum frá mér fyrir kl. 10.  Ég spái ađ verđi Fararstjórinnfrekar á milli 10:30-11:00.  Ég bendi á fjölda mynda sem ég hef tekiđ og finna má í myndaalbúmi á Skák.is.   Allar skákir mótsins eru nú sýndar beint og verđur settur inn tengill á ţćr í upphafi hverrar umferđar.   Ég bendi einnig á Facebook-síđu mína, http://www.facebook.com/forzeti, ţar sem ég stefni á styttri komment.   Skákir hverrar umferđar verđa svo tengdar á úrslit viđkomandi umferđar.

Eins og fyrr eru allir í góđu standi og viljum viđ ţakka fyrir allar góđu kveđjurnar sem viđ höfum fengiđ frá íslensku skákáhugamönnum.

Kveđja úr sveittu blađamannaherbergi.

Gunnar Björnsson

 


Önnur umferđ Ólympíuskákmótsins hafin

Önnur umferđ Ólympíuskákmótsins er hafin, hófst kl. 9 í morgun.   Hjörvar Steinn Grétarsson hvílir í viđureigninni gegn Svíum og Jóhanna Björg Jóhannsdóttir hvílir hjá konunum gegn Írunum.   Hćgt er ađ horfa a báđar viđureignirnar beint.

Ísland - Svíţjóđ (beint)

Ísland - Írland (beint)


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.6.): 8
  • Sl. sólarhring: 40
  • Sl. viku: 232
  • Frá upphafi: 8766279

Annađ

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 183
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband