Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, september 2010

Laugardagsćfingar TR hefjast á morgun

Áratuga löng hefđ er fyrir laugardagsćfingum Taflfélags Reykjavíkur.  Ţćr hefjast aftur eftir sumarfrí laugardaginn 11. september kl. 14.  Ađ venju fara ćfingarnar fram í húsnćđi félagsins ađ Faxafeni 12.

Í fyrra mćtti oftar en ekki vel á fjórđa tug barna á ćfingarnar en alls voru í kringum 100 börn sem sóttu ţćr.  Á ćfingunum eru sett upp skákmót, skákkennsla fer fram og skákţrautir leystar ásamt ýmsum öđrum uppákomum.  Ţá er bođiđ upp á léttar veitingar um miđbik ćfinganna en sá partur er orđinn órjúfanlegur hluti af ćfingunum hjá börnunum.

Haldiđ er utan um mćtingu og árangur barnanna og hverri ćfingu er gerđ góđ skil í ítarlegum pistlum.

Ađgangur er ókeypis og eru ćfingarnar ćtlađar börnum fćddum 1997 og síđar.

Umsjón međ laugardagsćfingunum skipta ţćr međ sér, Sigurlaug Regína Friđţjófsdóttir, formađur T.R. og Elín Guđjónsdóttir sem situr í stjórn félagsins.

Skákkennarar eru Torfi Leósson og Ólafur Kjartansson, félagsmenn í T.R.  Báđir eru ţeir sterkir skákmenn međ yfir 2000 elo-stig.

Pistlar laugardagsćfinga veturinn 2009-2010

Myndir frá laugardagsćfingum


Skákskólinn međ kennslu í Mosfellsbć

Skákkennsla í MosfellsbćSkákskóli Íslands í samstarfi viđ íţróttamálayfirvöld í Mosfellsbć hefur í ţessari viku stađiđ fyrir skákćfingum ađ Varmá. Kennt er í snoturri kennslustofu sem hentar vel fyrir kennslu um 20 nemenda. Á hverjum degi í ţessari viku hafa einmitt um tuttugu 6-7 ára gamlir krakkar mćtt í stofuna góđu og fengiđ ađ kynnast undirstöđuatriđum skáklistarinnar. Hver hópur mćtir einungis 1-2 sinnum ţannig ađ í heildina munu á annađ hundrađ börn mćta á skákćfingarnar.

Verkefniđ er hluti af íţróttaskólanum Frístundafjör sem yngstu nemendur ţriggja skólanna í Mosfellsbć taka ţátt í. Börnin mćta strax eftir skólatíma og er ćfingin einn klukkutími.

Ţessar ćfingar verđa út nćstu viku en ađ ţeim loknum er stefnt á vikulegar ćfingar annars vegar í Lágafellsskóla og hins vegar ađ Varmá fyrir nemendur Varmárskóla.

Umsjón međ ćfingunum hefur Stefán Bergsson.


Hellismenn lögđu Bolvíkinga í mjög spennandi viđureign

Picture 020Ein mest spennandi viđureign í sögu Hrađskákkeppni taflfélaga fór fram í kvöld ţegar Hellismenn lögđu Íslandsmeistara Bolvíkinga, í undanúrslitum Hrađskákkeppni taflfélaga, međ minnsta mögulega mun, 36˝-35˝.  Stađan var hálfleik var 18˝-17˝ fyrir Helli. 

Hellismenn byrjuđu međ látum, unnu 3 fyrstu umferđirnar og voru komnir međ góđa forystu, 12-6.  Ţá fóru Bolvíkingar í stuđ, unnu nćstu 3 umferđir og höfđu nánast jafnađ leikin í hálfleik.  Bolvíkingar unnu svo sjöundu umferđina 5-1 og voru komnir međ 3ja vinninga forskot.  Áttundu umferđ lauk međ jafntefli.  Hellismenn unnu svo níundu umferđina 4˝-1˝ og jöfnuđu ţar međ metin.  10. og 11. umferđ lauk međ jafntefli og var ţví jafnt fyrir lokaumferđ mótsins.  Ţá unnu Hellismenn međ minnsta mögulega mun 3˝-2˝ og viđureignina ţví samanlagt 36˝-35˝.Picture 021

Landsliđsmennirnir Hannes Hlífar Stefánsson og Hjörvar Steinn Grétarsson fóru fyrir jafnri sveit Hellis.  Hannes fékk 9 vinninga í 12 skákum en Hjörvar 7˝.  Ađrir voru rétt undir 50% en ţađ er athyglisvert ađ 5 af 7 leikmönnum Hellis voru undir helmings vinningshlutfalli.

Jóhann Hjartarson var bestur Víkara međ 9 vinninga, Landsliđsmađurinn Bragi Ţorfinnsson fékk 8˝ vinning og Ţröstur Ţórhallsson fékk 8 vinninga.

Einstaklingsárangur:

Hellir:

  • Hannes Hlífar Stefánsson 9 v. af 12
  • Hjörvar Steinn Grétarsson 7˝ v. af 12
  • Sigurbjörn J. Björnsson 5˝ v. af 12
  • Magnús Örn Úlfarsson 5 v. af 12
  • Róbert Lagerman 5 v. af 12
  • Björn Ţorfinnsson 2˝ v. af 6
  • Davíđ Ólafsson 2 v. af 6

Bolungarvík:

  • Jóhann Hjartarson 9 v. af 12
  • Bragi Ţorfinnsson 8˝ v. af 12
  • Ţröstur Ţórhallsson 8 v. af 12
  • Stefán Kristjánsson 5˝ v. af 12
  • Jón L. Árnason 4 v. af 12
  • Halldór Grétar Einarsson ˝ v. af 10
  • Magnús Pálmi Örnólfsson 0 v. af 2
Úrslitaviđureign Hellis og TR fer fram miđvikudaginn 15. september í TR og hefst kl. 19:30.

TR sigrađi Hauka nokkuđ örugglega

Picture 025Taflfélag Reykjavíkur sigrađi Skákfélag Hauka í undanúrslitum Hrađskákkeppni taflfélaga örugglega međ 46 vinningum gegn 26. Stađan í hálfleik var 20-16 fyrir TR.  Haukamenn töpuđu međ eins vinnings mun í fyrstu umferđ, unnu ađra umferđina stórt, 3. og 4. umferđ var jöfn en svo töpuđu ţeir nánast öllum sem eftir voru og sumum međ nokkrum mun.   

Drýgstir TR-inga voru Guđmundur Kjartansson (10 af 12), Snorri Bergsson (7,5 af 9) og Arnar Gunnarsson (7 af 10); ađeins Stefán Freyr Guđmundsson náđi 50% skori af Haukamönnum. 

 


Ráđgátan um Lewis-taflmennina

LC Bishop 1Kenning Guđmundar G. Ţórarinssonar um ađ hinir fornu, fögru og frábćru Lewis taflmenn séu líklegast af íslensku bergi brotnir, skornir í rostungstennur af Margréti hinni högu, prestkonu í Skálholti á síđari hluta 12 aldar vegur nú mikla athygli og fćr umfjöllun um allan heim ađ tilhlutan the New York Times.

Guđmundur mun ásamt Einari S. Einarssyni sćkja ráđstefnu "The Lewis Chessmen Unmasked" í Edinborg á laugardaginn og taka ţátt í ađ afhjúpa leyndardóminn um upprunnar ţessar fágćtu forn- og listmuna.  Á morgun munu ţeir félagar eiga fund međ frćđimönnum The British Museum í London um ţessu merku kenningu Guđmundar, sem mun ef rétt reynist breyta Íslandssögunni.

Sett hefur veriđ upp heimasíđa fyrir verkefniđ og hafa ţeir félagar, sem báđir eru fyrrverandi forsetar SÍ, látiđ prenta bćkling (sjá viđhengi sem fylgir frétt) um efniđ og ţetta nýja baráttumál og fagnađarerindi.

Frétt var um máliđ í fréttatíma Stöđvar 2 í gćr og einnig má benda á frétta um máliđ á Gambit.

Heimasíđa verkefnisins


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Undanúrslit Hrađskákkeppni taflfélaga fara fram í kvöld

Undanúrslit Hrađskákkeppni taflfélaga fara fram fimmtudaginn 9. september í húsnćđi TR.  Ţá mćtast annars vegar Íslandsmeistarar Taflfélags Bolungarvíkur og Hellismenn og hins vegar Taflfélag Reykjavíkur og Skákdeild Hauka.

Úrslitaviđureign keppninnar fer fram miđvikudaginn 15. september kl. 19:30. 

Heimasíđa Hellis


Starfsemi Taflfélags Akraness endurvakin - skákćfing í kvöld

Skagastađir, sem er hluti verkefnis, sem gengur út á ađ virkja unga atvinnuleitendur til athafna og hvetja ţá til góđra verka og hjálpa fólki í atvinnuleit á Akranesi, hefur tekiđ ađ sér ađ endurvekja starfsemi Taflfélags Akraness.

Ákveđiđ hefur veriđ ađ fimmtudagskvöldiđ 9. sept verđur haldiđ Skákkvöld í Garđakaffi og opnar húsiđ kl. 2000. Kaffiterían verđur međ kaffisölu og eitthvađ međ ţví. Allir velkomnir sem hafa áhuga á skák. 

Um verkefniđ

 


Hjörvar sigrađi međ fullu húsi á Meistaramóti Hellis

Skákmeistari Skákskólans - Hjörvar SteinnLandsliđsmađurinn Hjörvar Steinn Grétarsson (2398) sigrađi međ fullu húsi á Meistaramóti Hellis sem lauk í kvöld.  Hjörvar sigrađi Stefán Bergsson (2102) í lokaumferđinni.   Ţetta er fimmti mótasigur Hjörvars á innlendu skákmóti á u.ţ.b. ári.  Hjörvar hćkkar um 11 stig fyrir frammistöđu sína og er ţví međ um 2409 skákstig.   í 2. sćti varđ Ţorvarđur F. Ólafsson (2205) en Stefán varđ ţriđji ásamt Bjarna Jens Kristinssyni (2044), Atla Antonssyni (1741), Agnari Darra Lárussyni (1725)

Greint verđur frá aukaverđlaunahöfum mótsins ţegar tölur hafa vera yfirfarnar og jafnframt skákir 6. og 7. umferđar birtar en skákir 1.-5. umferđar fylgja fréttinni.  


Úrslit 7. umferđar:

 

NamePts.Result Pts.Name
Gretarsson Hjorvar Steinn 61 - 0 5Bergsson Stefan 
Kristinsson Bjarni Jens ˝ - ˝ 5Olafsson Thorvardur 
Finnbogadottir Tinna Kristin 4˝ - ˝ 4Moller Agnar Tomas 
Johannsdottir Johanna Bjorg 40 - 1 4Antonsson Atli 
Larusson Agnar Darri 41 - 0 4Stefansson Orn 
Kristinardottir Elsa Maria ˝ - ˝ Hauksson Hordur Aron 
Andrason Pall ˝ - ˝ Leosson Atli Johann 
Sigurvaldason Hjalmar ˝ - ˝ 3Ulfljotsson Jon 
Johannesson Oliver 30 - 1 3Kjartansson Dagur 
Brynjarsson Eirikur Orn 31 - 0 3Johannesson Kristofer Joel 
Hauksdottir Hrund 31 - 0 3Lee Gudmundur Kristinn 
Stefansson Vignir Vatnar 30 - 1 3Sigurdsson Birkir Karl 
Vignisson Ingvar Egill 30 - 1 Sigurdarson Emil 
Kolka Dawid 0 - 1 Gudmundsson Gudmundur G 
Hardarson Jon Trausti ˝ - ˝ 2Petursson Stefan Mar 
Juliusdottir Asta Soley 2- - + 2Ragnarsson Heimir Pall 
Jonsson Gauti Pall 2˝ - ˝ 2Kristinsson Kristinn Andri 
Fridriksdottir Sonja Maria 0 - 1 Kristbergsson Bjorgvin 
Johannsdottir Hildur Berglind 1 - 0 Magnusdottir Veronika Steinunn 
Johannesson Petur 11 bye
Arnason Einar Agust 10 not paired


Lokastađan:

 

Rk.NameRtgIRtgNPts. Rprtg+/-
1Gretarsson Hjorvar Steinn 239424357264911,3
2Olafsson Thorvardur 220522005,521213,3
3Bergsson Stefan 2102208051979-2,4
4Kristinsson Bjarni Jens 20442070520031,5
5Antonsson Atli 174117705193934,3
6Larusson Agnar Darri 172515105175717,8
7Finnbogadottir Tinna Kristin 179118904,51725-3
8Moller Agnar Tomas 015704,51634 
9Johannsdottir Johanna Bjorg 1738178541738-0,4
10Kristinardottir Elsa Maria 17091685417673,3
11Andrason Pall 16171665417094,7
 Kjartansson Dagur 149716004170914,1
13Leosson Atli Johann 0146541695 
14Sigurdsson Birkir Karl 1442149841493-2,3
15Stefansson Orn 1767164041566-12
16Hauksson Hordur Aron 1734167541596-12,9
17Sigurvaldason Hjalmar 0136041586 
18Brynjarsson Eirikur Orn 1650158541494-5,3
19Hauksdottir Hrund 1605147541558-8
20Sigurdarson Emil 162617903,51589-14,3
21Ulfljotsson Jon 019263,51532 
22Gudmundsson Gudmundur G 160715103,51347-8,3
23Lee Gudmundur Kristinn 1542157531487-9
24Johannesson Oliver 1554149031635-6,3
25Hardarson Jon Trausti 0149031544 
26Johannesson Kristofer Joel 0133531428 
27Vignisson Ingvar Egill 0031412 
28Stefansson Vignir Vatnar 0031456 
29Ragnarsson Heimir Pall 0112531236 
30Petursson Stefan Mar 014652,51441 
31Kolka Dawid 011502,51316 
32Jonsson Gauti Pall 002,51261 
33Kristinsson Kristinn Andri 002,51232 
34Kristbergsson Bjorgvin 011552,51239 
35Johannsdottir Hildur Berglind 002,51095 
36Johannesson Petur 0109021052 
37Juliusdottir Asta Soley 0021210 
38Magnusdottir Veronika Steinunn 001,5897 
39Fridriksdottir Sonja Maria 001,51058 
40Arnason Einar Agust 0147511565 

 



Kramnik fylgir Shirov til Bilbao

Báđum skákum sjöttu og síđustu umferđar Final Masters mótsins, sem fram fór í dag í Shanghai lauk međ jafntelfi.  Shirov (2749) hafđi ţegar tryggt sér sigur á mótinu og keppnisrétt í Bilbao í október en Kramnik (2780) og Aronian (2783) komu jafnir í mark í öđru sćti.  Ţeir tefldu hrađskákeinvígi og ţar hafđi Kramnik betur og teflir ţví Bilbao ásamt Shirov, Carlsen (2826) og Anand (2800).  Wang Hao (2724) rak lestina.

Lokastađan:

 

  • 1. Shirov (2749) 12 stig (4˝ v.)
  • 2.-3. Kramnik (2780) og Aronian (2783) 7 stig (3 v.)
  • 4. Wang Hao (2724) 3 stig (1˝ v.)
Veitt voru 3 stig fyrir sigur og 1 stig fyrir jafntefli.  Tefld er tvöföld umferđ.

Íslandsmót skákfélaga 2010-2011

Fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga 2010-2011 fer fram dagana 8. - 10. október nk.  Mótiđ fer fram í Rimaskóla í Reykjavík.  1. umferđ mun hefjast kl. 20.00 föstudaginn 8. október, 2. umferđ kl. 11.00 laugardaginn 9. október og 3. umferđ kl. 17.00 sama dag.  4. umferđ verđur síđan teflt kl. 11.00 sunnudaginn 10.október. 

Umhugsunartími er 90 mín. á skákina + 30 sek. viđbótartími bćtist viđ eftir hvern leik.

Ţátttökugjöld:

  • 1. deild, kr. 50.000.-
  • 2. deild, kr. 45.000.-
  • 3. deild, kr. 10.000.-
  • 4. deild, kr. 10.000.-

Skáksamband Íslands mun greiđa fargjöld utan stór-Reykjavíkursvćđisins samkvćmt reikningum fyrir sveitir í 1. og 2. deild.  Miđa skal viđ einn brottfararstađ á hverju svćđi, t.d. Akureyri, Egilsstađi, Ísafjörđ.  Sami háttur verđur hafđur í 3. og 4. deild og áđur, ţ.e. ţátttökugjöld höfđ lág en sveitirnar verđa sjálfar ađ sjá um ferđakostnađ á skákstađ.

Vísađ er á reglugerđ um Íslandsmót skákfélaga og 3. kafla skáklaga Skáksambands Íslands sem varđa Íslandsmót skákfélaga.  Einnig er minnt á reglugerđ um Keppendaskrá SÍ.

Athugiđ ađ tilkynningar v. Keppendaskrár Skáksambands Íslands skulu hafa borist SÍ í síđasta lagi 17. september nk. sbr. 18. gr. skáklaga.

Vakin er athygli á eftirfarandi texta í 19. grein skáklaga:  „Fyrir upphaf 1.umferđar fyrri hluta ÍS skulu félögin skila inn styrkleikaröđuđum lista allra ţeirra keppenda sem ţeir hyggjast nota í keppninni."

Ţátttökutilkynningar ţurfa ađ berast Skáksambandi Íslands fyrir 1. október međ bréfi, tölvupósti (skaksamband@skaksamband.is) eđa símleiđis.  Ađ gefnu tilefni er minnt á ađ nauđsynlegt er ađ skrá sveitir í keppnina, ekki síst í 4. deild.

Stjórn SÍ mćlist til - af gefnu tilefni - ađ félögin skrái ekki fleiri sveitir til keppni en ţau treysta sér til ađ manna í báđum hlutum keppninnar.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.7.): 9
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 135
  • Frá upphafi: 8778768

Annađ

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 96
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband