Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, ágúst 2010

Henrik gerđi jafntefli viđ Meier og endađi í 5.-16. sćti - Guđmundur vann

Einbeittur HenrikStórmeistarinn Henrik Danielsen (2512) gerđi jafntefli viđ ţýska stórmeistarann Georg Meier (2648) í tíundu og síđustu umferđ Politiken Cup sem fram fór í morgun.  Henrik hlaut 7˝ vinning, endađi í 5.-16. sćti og var taplaus á mótinu.  Annađ mót í röđ hjá Henriki sem ţađ gerist. Hann gerđi m.a. jafntefli viđ 3 af 4 stigahćstu mönnum mótsins og hćkkar um 6 stig fyrir frammistöđu sína.  

Guđmundur Gíslason (2351) vann í lokaumferđinni, hlaut 6˝ vinning og endađi í 33.-51. sćti.  Bjarni Jens Kristinsson (2044) og Bragi Halldórsson (2253) töpuđu í lokaumferđinni.  Bjarni hlaut 5˝ vinning og endađi í 90.-125. sćti en Bragi hlaut 5 vinninga og endađi í 126.-165. sćti.

Bjarni hćkkar um 19 stig fyrir frammistöđu sína.   Guđmundur og Bragi lćkka hins vegar á stigum.  Guđmundur um 4 stig en Bragi um 49 stig. 

Úkraínski stórmeistarinn Pavel Eljanov (2755) sigrađi á mótinu en hann hlaut 8˝ vinning.  Í 2.-4. sćti međ 8 vinninga urđu stórmeistararnir Maxim Rodshtein (2609), Ísrael, Konstantin Landa (2598), Rússland, og Bartlomiej Macieja (2639), Póllandi.

Allar skákir íslensku skákmannanna fylgja međ fréttinni.

Alls tóku 292 skákmenn ţátt í Politiken Cup. sem fram fór í Helsingör nćrri Kaupmannahöfn.  Ţar af var 21 stórmeistari og 4 alţjóđlegir meistarar.  Henrik var nr. 18 í stigaröđ keppenda, Guđmundur nr. 29, Bragi nr. 45 og Bjarni Jens nr. 113.  Stigahćstur keppenda var úkraínski stórmeistarinn Pavel Eljanov (2755).


Lenka og Smári unnu í fjórđu umferđ

LenkaLenka Ptácníková (2262) og Smári Rafn Teitsson (2089) unnu bćđi í fjórđu umferđ opins flokks skákhátíđinnar í Olamouc sem fram fór í morgun.  Lenka hefur 3˝ og er í 4.-12. sćti en Smári hefur 2˝ vinningo og er í 44.-77 sćti.  Fimmta umferđ fer einnig fram í dag.   

Alls taka 192 skákmenn ţátt í opna flokknum og ţar á međal eru einn stórmeistari kvenna (Lenka) og 11 alţjóđlegir meistarar.  Lenka er nr. 23 í stigaröđ keppenda en Smári er nr. 63.

Dađi međ jafntefli í fyrstu umferđ í Búdapest

Dađi ÓmarssonDađi Ómarsson (2150) gerđi jafntefli viđ Kínverjann Yanqjao Qu (2149) í 1. umferđ First Saturday-móts sem hófst í Búdapest í dag.   Dađi teflir í AM-flokki og eru međalstig 2261 skákstig.  Í 2. umferđ sem fram fer á morgun teflir Dađi viđ ungverska alţjóđlega meistarann Pal Petran (2372).

Alls tefla 10 skákmenn í flokki Dađa og tefla ţeir allir viđ alla.  Dađi er nćststigalćgstur keppenda.

Heimasíđa mótsins


Lenka og Smári Rafn međ jafntefli í ţriđju umferđ

Smári Rafn og RóbertLenka Ptácníková (2262) og Smári Rafn Teitsson (2089) gerđu bćđi jafntefli viđ stigalćgri andstćđinga í 3. umferđ opins flokks skákhátíđinnar í Olamouc sem fram fór í dag.  Lenka hefur 2˝ en Smári hefur 1˝ vinning.

Alls taka 192 skákmenn ţátt í opna flokknum og ţar á međal eru einn stórmeistari kvenna (Lenka) og 11 alţjóđlegir meistarar.  Lenka er nr. 23 í stigaröđ keppenda en Smári er nr. 63.

Henrik vann í níundu umferđ - Bjarni Jens međ jafntefli

Einbeittur HenrikStórmeistarinn Henrik Danielsen (2512) vann Norđmanninn Odd Martin Guttulsrud (2073) í níundu og nćstsíđustu umferđ Politiken Cup sem fram fór í dag.  Bjarni Jens Kristinsson (2044) gerđi jafntefli viđ Norđmanninn Levi André Tallaksen (2177) en Guđmundur Gíslason (2351) og Bragi Halldórsson (2253) töpuđu fyrir sér stigalćgri andstćđingum.   Henrik hefur 7 vinninga, hálfum vinningi minna en efstu menn, og er í 6.-11. sćti.  Hann mćtir ţýska stórmeistaranum George Meier (2648) í lokaumferđinni sem hefst kl. 8 í fyrramáliđ

Guđmundur og Bjarni Jens hafa 5˝ vinning og eru í 51.-81. sćti og Bragi hefur 5 vinninga og er í 82.-127. sćti.   Bjarni Jens er efstur skákmanna međ 1901-2050 skákstig ásamt Dana.

Skákir íslensku skákmannanna úr 1-9. umferđ fylgja međ fréttinni.

Alls taka 292 skákmenn ţátt í Politiken Cup. sem fram fer í Helsingör nćrri Kaupmannahöfn.  Ţar af er 21 stórmeistari og 4 alţjóđlegir meistarar.  Henrik er nr. 18 í stigaröđ keppenda, Guđmundur nr. 29, Bragi nr. 45 og Bjarni Jens nr. 113.  Stigahćstur keppenda er úkraínski stórmeistarinn Pavel Eljanov (2755).


Adams breskur meistari

Stórmeistarinn Michael Adams (2706) sigrađi međ yfirburđum á Breska meistaramótinu í skák sem fram fór Canterbury dagana 26. júlí-6. ágúst.  Adams hlaut 9˝ vinning í 11 skákum, var taplaus og 1˝ vinningi fyrir ofan nćsta mann.

Í 3.-8. sćti urđu stórmeistarinn Stuart Conquest (2523), alţjóđlegu meistararnir Andrew Greet (2451), Adam Hunt (2408) og Richard Pert (2460) og FIDE-meistararnir Jonathan Hawkins (2423) og Alexei Slavin (2417).

Alls tóku 897 skákmenn ţátt í breska meistaramótinu í skák.  Ţar af tefldu 78 skákmenn í efsta flokki og ţar af  10 stórmeistarar sem fćstir röđuđu sér í efstu sćtin.

Englendingar stilla upp sterku liđi á ólympíuskákmótinu í ár.  Sennilega ţví sterkasta um langt árabil en liđ ţeirra skipa:  Michael Adams, Nigel Short, Luke McShane, David Howell og Gawain Jones.

Heimasíđa mótsins

Jafntefliđ gegn Sovétríkjunum vekur athygli í austurvegi

margeir_petursson.jpgMargeir Pétursson segir einvígiđ 1972 hafa ýtt mjög undir hans metnađ. „Fischer og Spasskí voru Tiger Woods ţess tíma í mínum huga. Ţađ var ekki fyrr en '72 ađ ég uppgötvađi ađ ţađ vćri keppt í skák. Ţá varđ ég gífurlega áhugasamur og fór ađ stúdera skák enda tók ég mjög hröđum framförum. Ég sá bara tvćr skákir í heild sinni. Ţađ var dýrt inn en ég fékk oft miđa hjá frćndum mínum á biđskákirnar ţví ţćr voru ţá tefldar á vinnutímum," sagđi Margir í samtali viđ Morgunblađiđ og segir árangurinn í Manila standa upp úr á ólympíumótunum. „Ég held ađ árangurinn hafi veriđ betri í Manila heldur en í Dubai. Í stađinn fyrir ađ vera međ eitt liđ ţá voru Sovétríkin međ tćplega fimmtán liđ og ţetta voru gríđarlega sterkar sveitir sem bćttust viđ. Ţađ var ţví töluvert annar bragur á ţví móti," sagđi Margeir. Ađ hans mati urđu ákveđin straumhvörf áriđ 1984 ţegar Jóhann náđi stórmeistaraáfanga á Búnađarbankamótinu. „Viđ höfđum lengi ţótt efnilegir en ţarna sáum viđ hinir ađ ţetta var alveg hćgt. Menn höfđu nú alveg heilbrigđan metnađ og samkeppnin jókst. Ţarna náđu menn ađ brjóta töluvert mikinn ís." Margeir segir ađ ţađ hafi vakiđ mikla athygli hve sterka sveit Ísland átti á ţessum tíma. „Ég hef starfađ mikiđ í ríkjum sem áđur tilheyrđu Sovétríkjunum og ţar er skákţekking almennt mikil. Ţar vita til dćmis allir hver Kasparov er. Menn trúa mér ekki ţegar ég segi ţeim ađ Ísland hafi gert 2:2-jafntefli gegn Sovétríkjunum, međ Kasparov og Karpov innanborđs, á ólympíuskákmóti. Menn skilja ekki hvernig ţađ er mögulegt fyrir 300 ţúsund manna ţjóđ," sagđi Margeir ennfremur. 


Viđtaliđ viđ Margeir Pétursson er eftir Kristján Jónsson, blađamann Morgunblađsins, og birtist í sunnudagsmogganum, 25. júlí sl.  Viđtaliđ viđ Margeirer hluti af greininni Íslenska skáksprengjan.  Skák.is ţakkar Morgunblađinu og Kristjáni Jónssyni kćrlega fyrir leyfa birtingu á Skák.is.
 

Skákţćttir Morgunblađsins


Lenka vann í 2. umferđ í Olomouc

LenkaLenka Ptácníková (2262) vann Tékkann Vitezlav (2013) í 2. umferđ opna flokksins í Olomouc sem fram fór í dag.  Smári Rafn Teitsson tapađi í sinni skák.  Lenka hefur 2 vinninga en Smári hefur 1 vinning.

Alls taka 192 skákmenn ţátt í opna flokknum og ţar á međal eru einn stórmeistari kvenna (Lenka) og 11 alţjóđlegir meistarar.  Lenka er nr. 23 í stigaröđ keppenda en Smári er nr. 63.

Bragi vann í áttundu umferđ - Henrik međ jafntefli

Bragi HalldórssonBragi Halldórsson (2253) sigrađi í sinni skák í áttundu umferđ Politiken Cup sem fram fór í dag.  Henrik Danielsen (2512) gerđi jafntefli viđ danska FIDE-meistaranum Jackob Aabling-Thomsen (2314).  Guđmundur Gíslason (2351) tapađi fyrir ungversku gođsögninni Lajos Portisch (2539) og Bjarni Jens Kristinsson (2044) tapađi fyrir pólska stórmeistaranum Michal Krasenkov (2628)

Henrik hefur 6 vinninga og er í 11.-24. sćti, Guđmundur hefur 5˝ vinning og er í 25.-43. sćti og Bjarni Jens og Bragi hafa 5 vinninga og eru í 44-.84. sćti.  Bjarni er efstur í flokki skákmanna međ 1901-2050 skákstig ásamt fimm öđrum.

Efstir međ 7 vinninga eru stórmeistararnir Maxim Rodshtein (2609), Ísrael, og Surya Shekhar Ganguly (2655), Indlandi. 

Skák Henriks gegn Norđmanninum  Odd Martin Guttulsrud (2073) í níundu og nćstsíđustu umferđ verđur sýnd beint á vefsíđu mótsins á morgun.  Umferđin hefst kl. 11.

Alls taka 292 skákmenn ţátt í Politiken Cup. sem fram fer í Helsingör nćrri Kaupmannahöfn.  Ţar af er 21 stórmeistari og 4 alţjóđlegir meistarar.  Henrik er nr. 18 í stigaröđ keppenda, Guđmundur nr. 29, Bragi nr. 45 og Bjarni Jens nr. 113.  Stigahćstur keppenda er úkraínski stórmeistarinn Pavel Eljanov (2755).


Metţátttaka í Hrađskákkeppni taflfélaga: Pörun fyrstu umferđar

Sextán liđ taka ţátt í Hrađskákkeppni taflfélaga sem er metţátttaka en í fyrra tóku 15 liđ ţátt.      Meistararnir í Bolungarvík hefja titilvörnina gegn Akureyringum.  Stćrsta viđureign fyrstu umferđar verđur ađ teljast viđureign silfur- og bronsliđana frá síđasta Íslandsmóti skákfélaga, Taflfélags Reykjavíkur og Taflfélags Vestmannaeyja.

Pörun 1. umferđar:

  • Taflfélag Bolungarvíkur - Skákfélag Akureyrar
  • Taflfélag Reykjavíkur - Taflfélag Vestmannaeyja
  • Skákfélag Íslands - Skákfélag Vinjar
  • Taflfélag Akraness - Taflfélagiđ Hellir
  • Taflfélag Garđabćjar - Skákfélag Reykjanesbćjar
  • Skákdeild Hauka - Skákfélag Selfoss og nágrennis
  • Taflfélagiđ Mátar - Skákdeild Fjölnis
  • Skákdeild KR - Víkingaklúbburinn
Fyrrnefnda félagiđ á heimaleik.  Fyrstu umferđ skal veriđ lokiđ 15. ágúst nk.  Minnt er á ađ til ađ ađ teljast vera löglegir í sveitum keppninnar ţurfa skákmenn ađ vera skráđir í viđeigandi félag í Keppendaskrá SÍ.
 

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 157
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 82
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband