Bloggfćrslur mánađarins, ágúst 2010
5.8.2010 | 22:09
„Mórallinn í hópnum stendur upp úr“

Ađ mati Helga er árangur Íslands í Dubai og Manila nokkuđ svipađur. Ég held ađ ţetta sé ađ sumu leyti svipađ en viđ vorum kannski ţroskađri skákmenn í Manila og veraldarvanari. Ţađ liđu náttúrlega sex ár ţarna á milli. Ţađ má segja ađ svipađar áherslur hafi gert ţađ ađ verkum ađ liđiđ náđi vel saman í báđum tilfellum. Viđ létum ekki einhverja atburđi utan taflborđsins vera breytu í atburđarásinni. Viđ pössuđum upp á ađ undirbúningur fyrir mótin og fyrir skákirnar vćri í lagi. Ţessi hópur hafđi ţvćlst mikiđ saman og ţekkst árum saman. Ţegar ég horfi til baka ţá minnist ég ţess ađ ţađ var alltaf góđur mórall. Mér finnst ţađ standa svolítiđ upp úr hvađ ţađ var gaman ađ ţessum hóp. Ţađ ţýđir ţó ekki ađ menn hafi alltaf veriđ sammála um alla hluti, heldur var mórallinn almennt góđur. Ţađ var glađvćrđ yfir mönnum og ţađ tóku margir eftir ţví. Í öđrum liđum var alltaf mikil samkeppni en ţađ var einhvern veginn ekkert atriđi hjá okkur. Í fyrstu vakti mikla athygli hvađ viđ vorum međ sterka sveit en síđan urđum viđ bara ţekkt stćrđ og ţađ var alltaf vitađ ađ ţađ yrđi erfitt ađ tefla viđ okkur," sagđi Helgi.
Viđtaliđ viđ Helga Ólafsson er eftir Kristján Jónsson, blađamann Morgunblađsins, og birtist í sunnudagsmogganum, 25. júlí sl. Viđtaliđ viđ Helga er hluti af greininni Íslenska skáksprengjan. Á morgun lýkur umfjöllun hér á Skák.is međ viđtali viđ Margeir Pétursson.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 22:12 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
5.8.2010 | 22:00
Lenka og Smári unnu í fyrstu umferđ í Olomouc
Lenka Ptácníková (2262) og Smári Rafn Teitsson (2089) unnu bćđi í fyrstu umferđ c-flokks opin flokks skákhátíđinnar í Olomouc sem fram fór í dag. Bćđi tefldu ţau viđ umtalsvert stigalćgri andstćđinga.
Alls taka 192 skákmenn ţátt í opna flokknum og ţar á međal eru einn stórmeistari kvenna (Lenka) og 11 alţjóđlegir meistarar. Lenka er nr. 23 í stigaröđ keppenda en Smári er nr. 63.

Guđmundur Gíslason (2351), Bjarni Jens Kristinsson (2044) og Bragi Halldórsson (2253) unnu allir í sjöundu umferđ Politiken Cup sem fram fór í dag. Henrik Danielsen (2512) gerđi jafntefli viđ pólska stórmeistarann Bartlomiej Macieja (2639). Henrik og Guđmundur eru hálfum vinningi á eftir efstu mönnum.
Röng úrslit hjá Bjarna Jens voru birt á heimasíđu mótsins í dag og ţ.a.l. á Skák.is einnig en hafa nú veriđ leiđrétt.
Henrik og Guđmundur hafa 5˝ vinning og eru í 9.-20. sćti, Bjarni Jens hefur 5 vinninga og er í 21.-45. sćti og er efstur í sínum stigaflokki og Bragi hefur 4 vinninga og er í 72.-126. sćti.
Umfjöllun um umferđina má finna á Skákhorninu.
Átta skákmenn eru efstir og jafnir međ 6 vinninga. Ţađ eru stórmeistararnir Maxim Rodshtein (2609) og Evgeny Postny (2577), Ísrael, Konstantin Landa (2598), Rússlandi, Georg Meier (2648), Ţýskalandi, Allan Stig Rasmussen (2510), Danmörku, Pavel Eljanov (2755), Úkraínu,Jonny Hector (2584), Svíţjóđ, og Surya Shekhar Ganguly (2655), Indlandi.
Skákir Henriks og Guđmundar á morgun verđa sýndar báđar beint á vefsíđu mótsins. Henrik mćtir danska FIDE-meistaranum Jackob Aabling-Thomsen (2314), Guđmundur ungversku gođsögninni Lajos Portisch (2539). Bjarni Jens verđur ekki í beinni en mćtir pólska stórmeistaranum Michal Krasenkov (2628). Umferđin hefst kl. 11.
Skákir íslensku skákmannanna úr 1.-7. umferđ fylgja međ fréttinni.
Alls taka 292 skákmenn ţátt í Politiken Cup. sem fram fer í Helsingör nćrri Kaupmannahöfn. Ţar af er 21 stórmeistari og 4 alţjóđlegir meistarar. Henrik er nr. 18 í stigaröđ keppenda, Guđmundur nr. 29, Bragi nr. 45 og Bjarni Jens nr. 113. Stigahćstur keppenda er úkraínski stórmeistarinn Pavel Eljanov (2755).
- Heimasíđa mótsins
- Beinar útsendingar (4.-9. umf. kl. 11 og 10. umf. kl. 8)
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 21:51 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
5.8.2010 | 08:07
Ný íslensk skákstig
Ný íslensk skákstig eru komin út (1. júní). Hannes Hlífar Stefánsson er stigahćstur međ 2645 skákstig. Jóhann Hjartarson og Margeir Pétursson koma nćstir. Hjörvar Steinn Grétarsson er stigahćstur skákmanna 21 árs og yngri, Oliver Aron Jóhannesson hćkkađi mest frá síđasta stigalista (180 stig). Svavar Viktorsson er stigahćstur nýliđea (1765 stig). Jóhann Hjartarson hefur flest atskákstig.
20 stighćstu skákmenn landsins:
Nr. | Nafn | Félag | Stig |
1 | Hannes H Stefánsson | Hellir | 2645 |
2 | Jóhann Hjartarson | Bol | 2620 |
3 | Margeir Pétursson | TR | 2600 |
4 | Héđinn Steingrímsson | Fjölni | 2545 |
5 | Helgi Ólafsson | TV | 2540 |
6 | Henrik Danielsen | Haukar | 2525 |
7 | Friđrik Ólafsson | TR | 2510 |
8 | Jón Loftur Árnason | Bolung | 2505 |
9 | Helgi Áss Grétarsson | TR | 2500 |
10 | Karl Ţorsteins | Hellir | 2485 |
11 | Stefán Kristjánsson | Bol | 2485 |
12 | Jón Viktor Gunnarsson | Bolung | 2460 |
13 | Bragi Ţorfinnsson | Bolung | 2445 |
14 | Guđmundur Sigurjónsson | TR | 2445 |
15 | Björn Ţorfinnsson | Hellir | 2435 |
16 | Hjörvar Grétarsson | Hellir | 2435 |
17 | Ţröstur Ţórhallsson | Bol | 2410 |
18 | Arnar Gunnarsson | TR | 2410 |
19 | Magnús Örn Úlfarsson | Hellir | 2380 |
20 | Guđmundur Stefán Gíslason | Bol | 2380 |
10 stigahćstu ungmenni landsins (fćdd 1989 og síđar):
Nr. | Nafn | Stig |
1 | Hjörvar Grétarsson | 2435 |
2 | Sverrir Ţorgeirsson | 2280 |
3 | Dađi Ómarsson | 2185 |
4 | Atli Freyr Kristjánsson | 2170 |
5 | Bjarni Jens Kristinsson | 2070 |
6 | Helgi Brynjarsson | 2010 |
7 | Ingvar Ásbjörnsson | 1985 |
8 | Hallgerđur H Ţorsteinsdóttir | 1975 |
9 | Patrekur Maron Magnússon | 1955 |
10 | Örn Leó Jóhannsson | 1945 |
Nýliđar:
Nr. | Nafn | Stig |
1 | Svavar Viktorsson | 1765 |
2 | Benedikt Einarsson | 1740 |
3 | Árni Guđbjörnsson | 1650 |
4 | Helgi Harđarson | 1600 |
5 | Jón Víglundsson | 1555 |
6 | Birgir Ađalsteinsson | 1360 |
7 | Halldór Víkingsson | 1340 |
8 | Valur Heiđar Einarsson | 1170 |
9 | Heimir Páll Ragnarsson | 1125 |
10 | Sigurđur Kjartansson | 1070 |
Mestu hćkkanir frá 1. mars:
Nr. | Nafn | 01.jún | 01.mar | Br. |
1 | Oliver Aron Jóhannesson | 1490 | 1310 | 180 |
2 | Emil Sigurđarson | 1790 | 1615 | 175 |
3 | Örn Leó Jóhannsson | 1945 | 1775 | 170 |
4 | Jon Olav Fivelstad | 1875 | 1715 | 160 |
5 | Magnús Kristinsson | 1575 | 1415 | 160 |
6 | Birgir R Ţráinsson | 1780 | 1665 | 115 |
7 | Jóhanna Björg Jóhannsdóttir | 1785 | 1675 | 110 |
8 | Atli Jóhann Leósson | 1465 | 1360 | 105 |
9 | Jón Kristinn Ţorgeirsson | 1600 | 1505 | 95 |
10 | Halldór Pálsson | 1970 | 1880 | 90 |
Virkustu skákmennirnir:
Nr. | Nafn | Stig | Br. | Skákir |
1 | Emil Sigurđarson | 1790 | 175 | 28 |
2 | Örn Leó Jóhannsson | 1945 | 170 | 28 |
3 | Bjarni Hjartarson | 2000 | -10 | 27 |
4 | Mikael Jóhann Karlsson | 1785 | 80 | 26 |
5 | Ţorvarđur F Ólafsson | 2200 | 10 | 26 |
6 | Sverrir Ţorgeirsson | 2280 | 70 | 23 |
7 | Svanberg Már Pálsson | 1785 | 25 | 23 |
8 | Björn Ţorfinnsson | 2435 | 50 | 22 |
9 | Guđmundur Stefán Gíslason | 2380 | 35 | 22 |
10 | Ingvar Jóhannesson | 2340 | -15 | 22 |
11 | Ţröstur Ţórhallsson | 2410 | -30 | 22 |
12 | Róbert Lagerman | 2315 | -60 | 22 |
Reiknuđ mót:
- Skákţing Gođans 2010 (4.-7. umferđ)
- Skákţing Akureyrar
- MP Reykjavík Open
- Íslandsmót skákfélaga (1.-4. deild)
Topp 10 í atskákstigum:
Nr. | Nafn | Félag | Atstig |
1 | Jóhann Hjartarson | Bol | 2605 |
2 | Helgi Ólafsson | TV | 2595 |
3 | Hannes H Stefánsson | Hellir | 2575 |
4 | Margeir Pétursson | TR | 2570 |
5 | Helgi Áss Grétarsson | TR | 2540 |
6 | Henrik Danielsen | Haukar | 2525 |
7 | Friđrik Ólafsson | TR | 2480 |
8 | Arnar Gunnarsson | TR | 2465 |
9 | Jón Loftur Árnason | Bolung | 2465 |
10 | Jón Viktor Gunnarsson | Bolung | 2445 |
Međ fréttinni er tengill á skákstigin, skákmenn međ 2000 stig eđa meira, stigahćstu unglinga landsins og atskákstig.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 13:01 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
5.8.2010 | 00:23
„Árangurinn vakti gríđarlega athygli“

Skákin naut meiri athygli á ţessum árum en dregiđ hefur úr ţví á síđustu árum. Ţađ má segja ađ ţessi skákáhugi ţjóđarinnar hafi sprungiđ út áriđ 1984 og fljótlega náđum viđ fjórir stórmeistaratitlum. Einnig vakti árangur okkar á HM ungmenna áriđ 1983 mikla athygli en ţá enduđum viđ í 2.-3. sćti. Árangur okkar á ólympíuskákmótunum vakti gríđarlega athygli. Okkur gekk oftast vel og ţađ byggist upp spenna jafnt og ţétt ţegar vel gengur. Viđ settum einnig markiđ hátt og markmiđiđ var ávallt ađ vera á međal tíu efstu. Viđ vorum ungir og metnađargjarnir. Líklega vorum viđ lágir á stigum miđađ viđ getu en liđsheildin var mjög góđ hjá okkur. Ţađ er nokkuđ misjafnt hvernig gengur ađ ná upp góđri liđsheild á ólympíumótum. Viđ undirbjuggum okkur mjög vel og brydduđum einnig upp á nýjungum. Má ţar nefna ađ viđ fengum Gunnar Eyjólfsson til liđs viđ okkur fyrir mótiđ í Manila. Ţađ er engin spurning ađ hann hafđi mikil áhrif. Viđ vorum hjá honum í öndunarćfingum og slíku í marga mánuđi í ađdraganda mótsins og ţegar út var komiđ var unniđ eftir ákveđinni áćtlun sem gekk međal annars út á ađ losa um spennu. Andlegi ţátturinn skiptir heilmiklu máli eins og sást hjá handboltalandsliđinu í Peking ţegar ţađ vann til silfurverđlauna. Ţađ er gaman ađ skođa hversu vel okkur gekk ţegar Gunnar var međ í för. Hann komst ekki međ okkur til Moskvu og ţá gátum viđ ekki neitt!" sagđi Jóhann og er ekki í vafa um besta árangur Íslands. Árangur okkar í Manila stendur upp úr. Ţađ er klárlega okkar besti árangur á alla mćlikvarđa. Sovétríkin höfđu liđast í sundur og fyrir vikiđ voru mun fleiri sterkar ţjóđir mćttar til leiks."
Viđtaliđ viđ Jóhann Hjartarson er eftir Kristján Jónsson, blađamann Morgunblađsins, og birtist í sunnudagsmogganum, 25. júlí sl. Viđtaliđ viđ Jóhann var hluti af greininni Íslenska skáksprengingin. Nćstu daga verđa viđtöl viđ Helga Ólafsson og Margeir Pétursson, sem einnig fylgdu greininni, birt hér á Skák.is
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 00:27 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
4.8.2010 | 16:29
Henrik, Guđmundur og Bjarni Jens unnu í sjöttu umferđ
Henrik Danielsen (2512), Guđmundur Gíslason (2351) og Bjarni Jens Kristinsson (2044) unnu allir í sjöttu umferđ Politiken Cup sem fram fór í dag. Bragi Halldórsson (2253) gerđi jafntefli. Henrik er hálfum vinningi á eftir efstu mönnum.
Henrik hefur 5 vinninga og er í 5.-17. sćti, Guđmundur hefur 4˝ vinning og er í 18.-35. sćti, Bjarni Jens hefur 4 vinninga og er í 36.-78. sćti og Bragi hefur 3 vinninga og er í 111.-182. sćti
Stórmeistararnir Georg Meier (2648), Ţýskalandi, Konstantin Landa (2598), Rússlandi, Pavel Eljanov (2755), Úkraínu, og Maxim Rodshtein, Ísrael, eru efstir međ 5˝ vinning.
Skákir Henriks og Guđmundar verđa báđir sýndar beint í sjöundu umferđ, sem fram fer á morgun. Henrik teflir viđ pólska stórmeistarann Bartlomiej Macieja (2639) og Guđmundur mćtir Svíanum Joel Eklund (2192). Umferđin hefst kl. 11.
Skákir íslensku skákmannanna úr 1.-6. umferđ fylgja međ.
Alls taka 292 skákmenn ţátt í Politiken Cup. sem fram fer í Helsingör nćrri Kaupmannahöfn. Ţar af er 21 stórmeistari og 4 alţjóđlegir meistarar. Henrik er nr. 18 í stigaröđ keppenda, Guđmundur nr. 29, Bragi nr. 45 og Bjarni Jens nr. 113. Stigahćstur keppenda er úkraínski stórmeistarinn Pavel Eljanov (2755).
- Heimasíđa mótsins
- Beinar útsendingar (4.-9. umf. kl. 11 og 10. umf. kl. 8)
Spil og leikir | Breytt 5.8.2010 kl. 00:18 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
3.8.2010 | 23:19
„Náđum betri árangri sem liđ en einstaklingar“

Spurđur um ađkomu Gunnars Eyjólfssonar ađ landsliđinu í Manila sagđi Jón mikinn feng hafa veriđ í Gunnari. Hann var ekki eiginlegur liđsstjóri heldur meira eins og andlegur leiđtogi. Engar sérstakar sögur fóru af honum hvađ skákstyrkleika snerti og ţetta vakti ţví nokkra athygli á sínum tíma. Ţađ var mjög gott ađ hafa hann međ. Hann býr yfir mikilli reynslu en ýmislegt er hćgt ađ heimfćra frá leikhúsinu og yfir á skákina varđandi einbeitingu og ýmislegt ţess háttar. Hann átti ţátt í ţví ađ búa til liđsheild og ná upp krafti hjá keppendum." Jón getur ekki neitađ ţví ađ árangur Íslendinga á ţessum árum hafi vakiđ mikla athygli í hinum alţjóđlega skákheimi. Íslendingar voru og eru nokkuđ ţekktir sem skákţjóđ en ţađ ţótti merkilegt ađ svo fámenn ţjóđ skyldi eignast fjóra stórmeistara á svo skömmum tíma. Viđ komum mörgum mjög á óvart í Dubai en komum kannski minna á óvart eftir ţađ, ţví ţá var litiđ á okkur sem alvöruliđ," sagđi Jón ennfremur.
Viđtaliđ viđ Jón L. Árnason er eftir Kristján Jónsson, blađamann Morgunblađsins, og birtist í sunnudagsmogganum, 25. júlí sl. Viđtaliđ viđ Jón var hluti af greininni Íslenska skáksprengingunni. Nćstu daga verđa viđtöl viđ Helga Ólafsson, Jóhann Hjartarson og Margeir Pétursson, sem einnig fylgdu greininni, birt hér á Skák.is
Bjarni Jens Kristinsson (2044) og Bragi Halldórsson (2253) unnu báđir sínar skákir í fimmtu umferđ Politiken Cup sem fram fór í dag. Henrik Danielsen (2512) gerđi jafntefli viđ Danann Jackie Andersen (2276) en Guđmundur Gíslason Gíslason (2351) tapađi fyrir danska stórmeistaranum Sune Berg Hansen (2595).
Henrik hefur 4 vinninga og er í 10.-33. sćti, Guđmundur hefur 3˝ vinning og er í 34.-64. sćti, Bjarni Jens hefur 3 vinninga og er í 65.-124. sćti og Bragi hefur 2˝ vinning og er í 125.-170. sćti.
Stórmeistararnir Maxim Rodshtein (2609), Ísrael, Jonny Hector (2584), Svíţjóđ og Konstantin Landa (2598), Rússlandi, eru efstir međ fullt hús.
Skák Henriks gegn danska FIDE-meistaranum Jacob Carstensen (2295) í sjöttu umferđ, sem fram fer á morgun, verđur sýnd beint á vefsíđu mótsins. Umferđin hefst kl. 11.
Skákir íslensku skákmannanna úr 1.-4. umferđ fylgja međ.Alls taka 292 skákmenn ţátt í Politiken Cup. sem fram fer í Helsingör nćrri Kaupmannahöfn. Ţar af er 21 stórmeistari og 4 alţjóđlegir meistarar. Henrik er nr. 18 í stigaröđ keppenda, Guđmundur nr. 29, Bragi nr. 45 og Bjarni Jens nr. 113. Stigahćstur keppenda er úkraínski stórmeistarinn Pavel Eljanov (2755).
- Heimasíđa mótsins
- Beinar útsendingar (4.-9. umf. kl. 11 og 10. umf. kl. 8)
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 19:06 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
2.8.2010 | 20:19
Grein úr Morgunblađinu: Íslenska skáksprengingin
Um miđjan níunda áratuginn eignađist Ísland gullaldarliđ í skák og fjóra stórmeistara á skömmum tíma. Ţjóđarsálin tók viđ sér međ tilheyrandi látum og landsliđsmennirnir voru međal annars kjörnir menn ársins hjá DV áriđ 1986.
Eftir Kristján Jónsson (kris@mbl.is).
Seint á síđustu öld náđi skákáhugi íslensku ţjóđarinnar nýjum hćđum ţegar íslenskir skákmenn komust í fremstu röđ í heiminum í ţeirri göfugu hugarleikfimi. Smám saman hafđi orđiđ til vísir ađ sterkasta skáklandsliđi sem Ísland hefur aliđ af sér, og í hönd fór tímabil sem varla verđur kallađ annađ en íslenska skáksprengingin. Ungir kappar létu ţá verulega ađ sér kveđa og urđu fjórir ţeirra stórmeistarar á tveggja ára tímabili. Fengu ţeir síđar viđurnefniđ fjórmenningaklíkan í jákvćđri merkingu ţess orđs. Hér er átt viđ ţá Helga Ólafsson, Jóhann Hjartarson, Jón L. Árnason og Margeir Pétursson. Liđlega aldarfjórđungi síđar ţykir Morgunblađinu full ástćđa til ţess ađ rifja upp ţá tíma ţegar litla Ísland stríddi stórveldunum hvađ eftir annađ á ólympíuskákmótum og fékk til ţess ađstođ frá Braga Kristjánssyni, skákskýranda Morgunblađsins til margra ára.
Skákheiminum hlýtur ađ hafa orđiđ fremur bilt viđ ţegar smáríkiđ Ísland eignađist skyndilega fjóra stórmeistara nánast á einu bretti um miđjan níunda áratug síđustu aldar. Fram ađ ţví höfđu einungis tveir Íslendingar orđiđ stórmeistarar í skák, en ţađ voru ţeir Friđrik Ólafsson og Guđmundur Sigurjónsson en sá síđarnefndi tefldi međ fjórmenningaklíkunni á ólympíuskákmótunum 1984 og 1986. Áđur hafđi Ísland ţó komist rćkilega á skáklandakortiđ, ekki síst fyrir tilstilli Friđriks, sem komst í fremstu röđ og varđ síđar forseti Alţjóđa skáksambandsins. Ekki er óvarlegt ađ áćtla ađ stađa Friđriks í skákheiminum hafi átt stóran ţátt í ţví ađ einvígiđ um heimsmeistaratitilinn í skák var haldiđ hér á landi áriđ 1972. Íslendingum var ţó ekki treyst fyrir ţessum stórviđburđi alveg út í bláinn, ţví ţegar höfđu Íslendingar veriđ gestgjafar stórra alţjóđlegra skákmóta. Einvígi Bobby Fischers og Borisar Spasskís hefur veriđ kallađ Einvígi aldarinnar" og er líklega magnađasta heimsmeistaraeinvígi sögunnar, ţó slíkar fullyrđingar séu ávallt umdeilanlegar. Skákáhugi ţjóđarinnar jókst til mikilla muna viđ ađ fá ţennan stórviđburđ til landsins og var hann ţó talsverđur fyrir. Fćra má fyrir ţví rök ađ skáksprengingin á Íslandi, sé afsprengi einvígis Fischers og Spasskís ţó í ţví felist nokkur einföldun. Fleira kemur til eins og útgáfustarfsemi sem Jóhann Ţórir Jónsson bar hitann og ţungann af, en hans ţáttur í framvindunni var ekki lítill.
Ungu mennirnir láta ađ sér kveđa
Í ársbyrjun áriđ 1984 hélt Búnađarbankinn alţjóđlegt skákmót ţar sem starfsmenn bankans, Jóhann og Margeir, urđu í tveimur efstu sćtunum. Til glöggvunar má nefna ađ Lev Alburt hafnađi í 10. sćti í mótinu en hann varđ bandarískur meistari 1984 og '85. Reykjavíkurskákmótiđ var haldiđ í kjölfariđ og ţar sigrađi Jóhann aftur en deildi sigrinum međ Helga og Samuel Reshevsky. Íslensku skákmennirnir fóru ţví međ gott veganesti til Ţessalóníku í Grikklandi ţar sem ólympíuskákmótiđ var haldiđ áriđ 1984. Uppskeran varđ 31,5 vinningar og hafnađi Ísland í 15. sćti af 88 ţjóđum. Guđmundur, fjórmenningarnir og Karl Ţorsteins skipuđu sveitina. Jón L. fékk 8 vinninga í 11 skákum og var međ besta vinningshlutfall Íslendinganna.
Skákstríđ viđ Persaflóa
Vegna árangursins í Ţessalóníku var ekki ađ undra ađ sama liđi skyldi teflt fram á 
Sexmenningarnir skiluđu allir góđum árangri í mótinu. Helgi fékk 6,5 v í 12 skákum, Jóhann 8 v af 12, Jón L. 8 v af 13, Margeir 7,5 v af 12, Guđmundur 2 v af 4 og Karl 2 v af 3. Jón L. og Margeir fengu stórmeistaratign ađ mótinu loknu. Jón skrifađi bók um ćvintýriđ í Dubai ásamt dr. Kristjáni Guđmundssyni liđsstjóra sveitarinnar og heitir bókin Skákstríđ viđ Persaflóa". Ţar kemur međal annars fram ađ útgerđarmađurinn Soffanías Cecilsson frá Grundafirđi hét liđinu peningaverđlaunum ef ţví tćkist ađ verđa á međal tíu efstu ţjóđanna í Dubai en 11. sćti í Havana 1966 var besti árangur Íslands á ólympíuskákmóti fram ađ ţessu. Niđurstađan skilađi sveitinni 1 milljón íslenskra króna á ţávirđi frá Soffaníasi. Kristján og Jón draga ekki dul á ţađ í bókinni ađ áheit Soffaníusar hvatti skákmennina til dáđa.
Kasparov sakađi Íslendinga um svindl

Síđar í mótinu tapađi Ísland 1:3 gegn Bandaríkjunum og missti ţar međ af toppbaráttunni. Snillingurinn Kasparov átti erfitt međ ađ skilja ţau úrslit og sparađi síst stóru orđin. Kasparov trylltist viđ ţessi úrslit og gekk svo langt ađ ásaka íslensku sveitina um ađ hafa gert sér ţađ ađ leik, ađ tapa fyrir Bandaríkjamönnum. Viđ litum á ţetta sem hrós frá heimsmeistaranum. Auđvitađ gat svona sterk sveit, eins og sú íslenska, ekki tapađ svo stórt án ţess ađ brögđ vćru í tafli!"
Besti árangurinn í Manila?
Fjórmenningaklíkan myndađi hryggjarsúluna í landsliđinu á ólympíuskákmótum í tćpan áratug til viđbótar og sýndi ađ árangurinn í Dubai var engin tilviljun ţví liđiđ sýndi mikinn stöđugleika. Áriđ 1988 fór mótiđ aftur fram í Ţessalóníku og varđ Ísland í 15. sćti međ 32 vinninga. Margeir fékk 7,5 v af 12 mögulegum. Guđmundur hćtti eftir mótiđ í Dubai og Karl eftir mótiđ í Ţessalóníku. Tveimur árum síđar, í Novi Sad í Júgóslavíu, var Ísland aftur í toppbaráttunni og hafnađi í 8. sćti međ 32,5 vinninga. Jóhann fékk 8,5 v í 13 skákum.Áriđ 1992 fór keppnin fram í Manila á Filippseyjum og enn einu sinni voru Íslendingarnir í stuđi. Fengu 33,5 vinninga og 6. sćtiđ varđ stađreynd af 102 ţjóđum. Fćra má fyrir ţví rök ađ árangurinn í Manila sé sá besti í sögunni hjá Íslendingum. Ţá var járntjaldiđ í Austur-Evrópu falliđ međ ţeim afleiđingum ađ mun fleiri sterkar skákţjóđir urđu til, enda voru Sovétríkin helsta stórveldiđ í skákinni. Eina Vesturlandaţjóđin sem hafnađi ofar en Ísland var Bandaríkin, sem endađi í 4. sćti, og ţau voru međ 3 fyrrum Sovétmenn innanborđs. Hannes Hlífar Stefánsson og Ţröstur Ţórhallsson skipuđu liđiđ ásamt fjórmenningunum. Hannes var tvítugur ţegar teflt var í Manila og stóđ sig frábćrlega en hann fékk 7 v í 9 skákum og tryggđi sér stórmeistaratitil. Árangur annarra var eftirfarandi: Jóhann 6,5 v af 12, Margeir 5,5 v af 10, Helgi 5 v af 9, Jón L. 7 v af 11 og Ţröstur 2,5 v af 5.
Gunnars ţáttur Eyjólfssonar
Ţegar keppnin fór fram í Manila bćttist íslenska hópnum liđsauki úr óvćntri átt, en stórleikarinn
Gott dćmi um ađkomu Gunnars er frásögn Margeirs frá mótinu í Manila. Gunnar hafđi mjög góđ áhrif og hjálpađi mönnum ađ ná hámarkseinbeitingu. Ţá var líka meiri agi á liđinu. Ţađ voru allir vaktir á sama tíma og gerđu ćfingar. Gunnar passađi einnig upp á ađ menn vćru ekki ađ stúdera yfir sig sem gat valdiđ ţví ađ menn mćttu ţreyttir í skákirnar. Hann hélt vel utan um mannskapinn hvađ ţetta varđađi. Ég man eftir ţví ţegar viđ tefldum viđ Rúmeníu ţá lenti ég á móti manni sem mér hafđi gengiđ illa á móti. Ţessi einstaklingur tefldi mjög hratt í byrjun og ćtlađi ađ taka mig á taugum. Ég verđ ađ játa ađ ég varđ talsvert stressađur yfir ţessu og ţurfti ađ eyđa miklum tíma í ađ leysa málin. Gunnar skynjađi ţetta einhvern veginn og sá ađ ég var ekki alveg rólegur. Hann mátti auđvitađ ekki rćđa viđ mig á međan skákinni stóđ en sendi mér augnaráđ međ ţeim skilabođum ađ ég ţyrfti ađ ná mér niđur og einbeita mér. Ţá gerđi ég nokkrar öndunarćfingar í sćtinu og andađi mjög djúpt ađ mér eins og hann hafđi kennt okkur. Ţá leiđ mér mun betur og náđi jafntefli nokkuđ örugglega út úr mjög erfiđu tafli. Ég myndi ţví segja ađ ţetta jafntefli hafi veriđ Gunnari ađ ţakka," sagđi Margeir viđ Morgunblađiđ ţegar hann var beđinn um ađ rifja upp ţátt Gunnars Eyjólfssonar.
Fjórmenningarnir kvöddu í Moskvu

Ţegar frá líđur er auđveldara ađ átta sig á ţví hversu sterkum sveitum Ísland tefldi fram međ fjórmenningaklíkuna innanborđs. Árangurinn á ţví tímabili sem hér er rifjađ upp er einstakur en síđan 1996 hefur Ísland ekki komist nálćgt topp 10 á ólympíuskákmótum. Besti árangurinn á seinni árum er 22. sćti áriđ 2002 en Ísland hefur oftar en ekki veriđ ađ berjast um ađ vera á međal 50 efstu. Athyglisvert er ađ áriđ 2002 var Gunnar Eyjólfsson einnig međ í för sem andlegur leiđtogi og virtist ţađ skila árangri eins og í Manila.
Grein ţessi er eftir Kristján Jónsson, blađamann Morgunblađsins, og birtist í sunnudagsmogganum, 25. júlí sl. Nćstu daga verđa viđtöl, sem tengjast greininni, viđ Helga Ólafsson, Jóhann Hjartarson, Jón L. Árnason og Margeir Pétursson einnig birt hér á Skák.is
2.8.2010 | 18:22
Verđlaunaafhending vegna Meistaramóts Skákskóla Íslands
Hjörvar Steinn Grétarsson fékk loks afhendan farandgripinn sem keppt er um á Meistaramóti Skákskóla Íslands fyrir áriđ 2010. Hjörvar vann mótiđ sem haldiđ um mánađarmótin maí-júní sl. Ţar sem sigurvegari ársins 2009, Sverrir Ţorgeirsson, sat ţá ađ tafli í Kanada og hafđi skiliđ farandgripinn eftir heima var ekki hćgt ađ afhenda Hjörvari verđlaunin í mótslok. Sl. föstudag hélt Skákskólinn lítiđ hóf fyrir sigurvegara síđustu tveggja ára, Hjörvar fékk farandgripinn góđa og eignagrip.
Ţeir Sverrir Ţorgeirsson og Bjarni Jens Kristinsson sem urđu efstir á meistaramótinu 2009, og háđu síđar um sumariđ einvígi sem Sverrir vann, fengu einnig afhend verđlaun fyrir árangurinn 2009.
Myndaalbúm (Valur Óskarsson)
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 20:20 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.9.): 0
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 157
- Frá upphafi: 0
Annađ
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 82
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar