Bloggfćrslur mánađarins, ágúst 2010
Stórmeistarinn, Henrik Danielsen (2512), gerđi jafntefli viđ áttunda stigahćsta skákmann heims, úkraínska stórmeistarann Pavel Eljanov (2755) í skemmtilegri skák í fjórđu umferđ Politiken Cup sem fram fór í dag. Guđmundur Gíslason (2351) sigrađi pólsku skákkonuna Dorota Czarnota (2214). Báđir hafa ţeir 3˝ vinning og eru í 10.-24. sćti.
Skákir beggja í fimmtu umferđ verđa sýndir beint á vef mótsins á morgun. Umferđin hefst kl. 11. Henrik mćtir ţá danska skákmanninum Jackie Andersen (2276) en Guđmundur mćtir danska skákmanninum Sune Berg Hansen (2595).
Umfjöllun um skák Henriks má finna á Skákhorninu.
Bragi Halldórsson (2253) og Bjarni Jens Kristinsson (2044) töpuđu báđir. Bjarni hefur 2 vinninga en Bragi hefur 1˝ vinning.
Skákir íslensku skákmannanna úr 1.-3. umferđ fylgja međ.
Alls taka 292 skákmenn ţátt í Politiken Cup. sem fram fer í Helsingör nćrri Kaupmannahöfn. Ţar af er 21 stórmeistari og 4 alţjóđlegir meistarar. Henrik er nr. 18 í stigaröđ keppenda, Guđmundur nr. 29, Bragi nr. 45 og Bjarni Jens nr. 113. Stigahćstur keppenda er úkraínski stórmeistarinn Pavel Eljanov (2755).
- Heimasíđa mótsins
- Beinar útsendingar (4.-9. umf. kl. 11 og 10. umf. kl. 8)
Spil og leikir | Breytt 3.8.2010 kl. 11:47 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
1.8.2010 | 21:44
Emil og Eiríkur Örn sigruđu á Unglingalandsmótinu í skák
Emil Sigurđarson, HSK, og Eiríkur Örn Brynjarsson, sigruđu á Unglingalandsmótinu í skák sem fram fór í Borgarnesi í dag. Emil í flokki, 11-14 ára, og Eiríkur í flokki 15-18 ára.
Röđ efstu manna í yngri flokki:
- 1. Emil Sigurđarson, HSK; 7 v. af 7 mögulegum
- 2. Arnţór Ingi Ingvason, UMFN, 6 v.
- 3. Sóley Lind Pálsdóttir, UMSK, 5 v. (24,5 stig)
- 4. Kristinn Andri Kristinsson, 5 v. (22,0)
- 5.-6. Mikael Máni Freysson, UÍA, og Snorri Hallgrímsson, HSŢ, 4˝ v.
- 7.-12. Atli Geir Sverrisson, UÍA, Hulda Rún Finnbogadóttir, UMSB, Magni Marelsson, ÍFH, Óskar Már Óskarsson, HSK, Sindri Magnússon, UMSK, og Sćţór Atli Harđarson 4 v.
Alls tóku 22 skákmenn ţátt.
Röđ efstu manna í eldri flokki:
- 1. Eiríkur Örn Brynjarsson 9 v. af 9 mögulegum
- 2. Jóhann Óli Eiđsson, UMSB, 8 v.
- 3. Páll Andrason, 7 v.
- 4. Nökkvi Jarl Óskarsson, UÍA, 6 v.
- 5. Auđur Eiđsdóttir, UMSB, 5 v.
Heildarúrslit
En Kramnik átti erfitt uppdráttar nćstu árin, m.a. vegna veikinda og í hugum flestra tók Kasparov sitt fyrra sćti sem hinn raunverulegi heimsmeistari; ţeir grínkóngar sem FIDE krýndi heimsmeistara breyttu ţar engu.
Sem betur fer gekk langt og strangt sameiningarferli skákarinnar vel fyrir sig. Ţó ađ Kramnik hafi tapađ heimsmeistaraeinvíginu fyrir Anand í Bonn haustiđ 2008 verđur hann ađ teljast líklegur til afreka í áskorendakeppni FIDE sem fram fer fyrri part nćsta árs. Ţví má ekki gleyma ađ eftir ađ hafa slegiđ í gegn á Ólympíumótinu í Manila 1992 vann hann hvert skákmótiđ á fćtur öđru og var talinn líklegastur arftaki Kasparovs. Hann situr nú ađ tafli á hinu árlega stórmóti í Dortmund en ţar hefur hann sigrađ eigi sjaldnar en átta sinnum. Sex skákmenn tefla tvöfalda umferđ og vekur mikla athygli 19 ára gamall Víetnami Liem Le Quang sem bođiđ var til mótsins eftir sigur á Aeroflot-mótinu í febrúar sl. Stađan ađ loknum sjö umferđum:
1. Ponomariov 4 v. (af 6) 2. Le Quang 3 ˝ v. 3. - 4. Kramnik og Mamedyarov 3 v. 5. Naiditsch 2 ˝ v. 6. Leko 2 v.
Ruslan Ponomariov sem varđ heimsmeistari FIDE áriđ 2002 lćtur ekki hlut sinn fyrir neinum ţó hann hafi um stundarsakir a.m.k. gefiđ sviđiđ eftir yngri mönnum á borđ viđ Norđmanninn Magnús Carlsen. Hann lagđi Kramnik ađ velli međ tilţrifum í 2. umferđ. Sá sigur er kannski tímanna tákn; fyrir minnstu mistök í byrjun tafls er refsađ grimmilega:
Dortmund 2010;
Ponomariov - Kramnik
Katalónsk byrjun
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. g3 Bb4+ 4. Bd2 Be7 5. Bg2 d5 6. Rf3 O-O 7. O-O c6 8. Dc2 b6 9. Hd1 Ba6 10. Re5 Dc8 11. Rc3 Rbd7 12. Hac1 Rxe5 13. dxe5 Rd7 14. cxd5 cxd5 15. Bf4
Hvítur hefur í hyggju ađ leika 16. e4 og Kramnik telur sig ţurfa ađ bregđast hart viđ.
15. ... g5!? 16. Bxd5!
Sókn á vćng skal svarađ međ árás á miđborđi!
16. ... exd5 17. Rxd5 Dd8
Besta vörnin var 17. ... Bd8.
18. Rc7! Hc8
18. ... gxf4 er svarađ međ 19. Df5! o.s.frv.
19. e6! fxe6 20. Dc6! De8 21. Dxe6+ Df7 22. Dxf7+ Kxf7 23. Rxa6 gxf4 24. Hxc8 Hxc8 25. Hxd7 Hc2 26. Rb4! Hxb2 27. Rc6 Hxe2 28. Hxa7 f3 29. h4 h5
30. Hxe7+ Hxe7+ 31. Rxe7 Kxe7 32. g4! hxg4 33. Kh2 Ke6 34. Kg3 Kf5 35. a4!
Leikţröng.
35. ... Ke4 36. Kxg4
- og Kramnik gafst upp. kjkjklj
Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is u.ţ.b. viku síđar en í blađinu sjálfu.
Á morgun verđur greinin Íslenska skáksprengingin, eftir Kristján Jónsson, sem birtist í sunnudagsmogganum, 25. júlí sl. birt hér á Skák.is. Nćstu daga ţar á eftir verđa viđtöl, sem tengjast greininni, viđ Helga Ólafsson, Jóhann Hjartarson, Jón L. Árnason og Margeir Pétursson birt einnig.
Grein ţessi birtist í sunnudagsmogganum, 25. júlí 2010.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 21:12 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Stórmeistarinn Henrik Danielsen (2512), Guđmundur Gíslason (2351) og Bjarni Jens Kristinsson (2044) unnu allir í ţriđju umferđ Politiken Cup sem fram fór í dag. Bragi Halldórsson (2253) tapađi hins vegar. Henrik hefur fullt hús, Guđmundur 2˝ vinning, Bjarni Jens 2 vinninga og Bragi 1˝ vinning.
Fjórđa umferđ fer fram á morgun og hefst kl. 12. Henrik mćtir ţá langstigahćsta keppenda mótsins, úkraínska stórmeistaranum Pavel Eljanov (2755) sem jafnframt er áttundi stigahćsti skákmađur heims. Skákin verđur sýnd beint á vefsíđu mótsins.
Skákir íslensku skákmannanna úr 1.-2. umferđ fylgja međ.
Alls taka 292 skákmenn ţátt í Politiken Cup. sem fram fer í Helsingör nćrri Kaupmannahöfn. Ţar af er 21 stórmeistari og 4 alţjóđlegir meistarar. Henrik er nr. 18 í stigaröđ keppenda, Guđmundur nr. 29, Bragi nr. 45 og Bjarni Jens nr. 113. Stigahćstur keppenda er úkraínski stórmeistarinn Pavel Eljanov (2755).- Heimasíđa mótsins
- Beinar útsendingar (4.-9. umf. kl. 12 og 10. umf. kl. 8)
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 21:16 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
1.8.2010 | 13:16
Henrik og Guđmundur unnu í 2. umferđ
Stórmeistarinn Henrik Danielsen (2512) og Guđmundur Gíslason (2351) unnu báđir í 2. umferđ Politiken Cup sem fram fór í morgun. Bragi Halldórsson (2253) gerđi jafntefli en Bjarni Jens Kristinsson (2044) tapađi. Henrik hefur 2 vinninga, Guđmundur og Bragi hafa 1,5 vinning en Bjarni Jens hefur 1 vinning.
Ţriđja umferđ fer fram síđar í dag og hefst kl. 14. Skák Henrik gegn Dananum Sigfred Haubro (2152) verđur sýnd beint á vefsíđu mótsins.
Skákir íslensku skákmannanna úr fyrstu umferđ fylgja međ fréttinni.
Alls taka 292 skákmenn ţátt í Politiken Cup. sem fram fer í Helsingör nćrri Kaupmannahöfn. Ţar af er 21 stórmeistari og 4 alţjóđlegir meistarar. Henrik er nr. 18 í stigaröđ keppenda, Guđmundur nr. 29, Bragi nr. 45 og Bjarni Jens nr. 113. Stigahćstur keppenda er úkraínski stórmeistarinn Pavel Eljanov (2755).- Heimasíđa mótsins
- Beinar útsendingar (3. umf. kl. 14, 4.-9. umf. kl. 12 og 10. umf. kl. 8)
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 13:22 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
1.8.2010 | 11:40
Hrađskákkeppni taflfélaga
Hrađskákkeppni taflfélaga, hefst fljótlega eftir verslunarmannahelgi. Ţetta er í sextánda sinn sem keppnin fer fram en Taflfélag Bolungarvíkur er núverandi meistari. Í fyrra var metţátttaka en ţá tóku 15 liđ ţátt og er stefnt ađ ţví ađ bćta ţađ met í ár. Skráningarfrestur er til 5. ágúst.
Eftirfarandi félög hafa skráđ sig til leiks (liđsstjóri í sviga):
- Bolungarvík (Guđmundur)
- Haukar (Ingi Tandri)
- Hellir (Vigfús)
- KR (Einar S)
- TG (Páll)
- SA (Stefán)
- Selfoss (Magnús)
- SFÍ (Kristján Örn)
- TR (Ríkharđur)
- TV (Einar K)
- Vin (Arnar)
- Víkingaklúbburinn (Gunnar Freyr)
Dagskrá mótsins er sem hér segir
- 1. umferđ (16 liđa úrslit): Skuli vera lokiđ 15. ágúst
- 2. umferđ (8 liđa úrslit): Skuli vera lokiđ 25. ágúst
- 3. umferđ (undanúrslit): Skuli vera lokiđ 5. september
- 4. umferđ (úrslit): Skuli vera lokiđ 15. september (líklegt ađ keppnin verđi sett á helgina 10.-12. september)
Tilkynna ţarf eftirfarandi:
- Liđ
- Liđsstjóri
- Símanúmer liđsstjóra
- Netfang liđsstjóra
Reglur keppninnar:
- 1. Sex manns eru í hvoru liđi og tefld er tvöföld umferđ, ţ.e. allir í öđru liđinu tefla viđ alla í hinu liđinu. Samtals 12 umferđir, eđa 72 skákir.
- 2. Heimaliđ sér um dómgćslu. Komi til deiluatriđa er Ólafur S. Ásgrímsson yfirdómari keppninnar.
- 3. Varamenn mega koma alls stađar inn. Ţó skal gćta ţess ađ menn tefli ekki oftar en tvívegis gegn sama andstćđingi og hafi ekki sama lit í báđum skákunum.
- 4. Ćtlast er til ţess ađ ţeir sem tefli séu fullgildir međlimir síns félags, ţ.e. séu rétt skráđir í keppendaskrá SÍ). Ađeins má tefla međ einu taflfélagi í keppninni.
- 5. Liđsstjórar koma sér saman um hvenćr er teflt og innan tímaáćtlunar. Komi liđsstjórar sér ekki saman um dagsetningu innan tímaramma getur umsjónarađili ákvarđađ tímasetningu.
- 6. Verđi jafnt verđur tefldur bráđabani. Ţađ er tefld er einföld umferđ ţar sem dregiđ er um liti á fyrsta borđi og svo hvítt og svart til skiptist. Verđi enn jafnt verđur áfram teflt áfram međ skiptum litum ţar til úrslit fást.
- 7. Heimaliđ bjóđi upp á léttar veitingar, t.d. kaffi, gos, kökur eđa kex.
- 8. Viđureignirnar skulu fara fram innan 100 km. radíus (max 1-1,5 klst. ferđalag) frá Reykjavík nema ađ félög komi sér saman um annađ.
- 9. Úrslitum skal koma til umsjónarmann eins fljótt og auđiđ er í netfangiđ gunnibj@simnet.is og eigi síđar en 12 klukkustundum eftir ađ keppni lýkur.
- 10. Úrslit keppninnar verđa ávallt ađgengileg á heimasíđu Hellis, www.hellir.blog.is , sem er heimasíđa keppninnar, og á www.skak.is.
- 11. Mótshaldiđ er í höndum Taflfélagsins Hellis sem sér um framkvćmd mótsins.
1.8.2010 | 10:35
Skák á Unglingalandsmóti fer fram í dag
Unglingalandsmótiđ er í fullum gangi í Borgarnesi. Í dag fer fram skákkeppnin. Teflt verđur í Menntaskóla Borgarfjarđar sunnudaginn 1. ágúst frá kl. 15:00 til kl.18:00.
Keppnisreglur: 11 - 14 ára og 15 - 18 ára strákar og stelpur í sama flokki.
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.9.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 157
- Frá upphafi: 0
Annađ
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 82
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar