Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009
29.11.2009 | 00:10
Jón Viktor, Róbert og Snorri unnu í fimmtu umferð - Dagur með jafntefli gegn stórmeistara
Jón Viktor Gunnarsson (2454), Róbert Lagerman (2358) og Snorri G. Bergsson (2348) sigruðu allir í fimmtu umferð Belgrade Trophy sem fram fór í dag. Dagur Arngrímsson (2375) gerði jafntefli við serbneska stórmeistarann Aleksa Strikovic (2519). Dagur og Jón Viktor eru í 5.-25. sæti með 4 vinninga.
Róbert hefur 3,5 vinning, Jón Árni Halldórsson (2171) og Snorri hafa 2,5 vinning og Sigurður Ingason (1923) hefur 1 vinning.
Í sjöttu umferð, sem fram fer á morgun, teflir Jón Viktor við stigahæsta keppenda mótsins, serbneska stórmeistarann Mihajlo Stojanovic (2585) og Dagur við næststigahæsta keppendann, úkraínska stórmeistarann Vladimir Malanuik (2575).
Alls taka 212 skákmenn þátt í mótinu og þar af 18 stórmeistarar og 19 alþjóðlegir meistarar.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 00:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.11.2009 | 17:18
Stelpur tefla líka!
Mjög góð umfjöllun var um kvennaskák í Íslandi í dag í gær. Þar var m.a. viðtal við Eddu Sveinsdóttir, skákmömmu og stjórnarmann í SÍ og Helli, Guðný Erlu Hannesdóttur, í skákfélaginu ÓSK og Hallgerði Helgu Þorsteinsdóttur skákdrottningu.
Innslagið í held sinni má finna á Vísi.
28.11.2009 | 17:04
Sex ára skákmaður teflir fjöltefli

Vignir Vatnar er 6 ára nemandi í Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ og upprennandi skákmeistari. Í gær tefldi hann fjöltefli við eldri bekkinga skólans og vann sex skákir af sjö.
Ef svo fer fram sem horfir á hann eflaust eftir að skipa sér framarlega í röð stórmeistaranna. Hann lærði mannganginn aðeins fjögurra ára og byrjaði að tefla fyrir alvöru í febrúar á þessu ári.
Vignir teflir með skákfélögunum á Reykjavíkursvæðinu. Sökum ungs aldurs teflir hann í unglingaflokki á móti mun eldri krökkum og hefur í fullu tré við þá.
Vigni er skákmennskan reyndar í blóð borin því faðir hans og móðurbróðir hafa verið mikilvirkir skákmenn.
Fjölteflið var líka ágætis undirbúningur fyrir skákmót sem Vignir tekur þátt í um helgina.
Sjá nánar frétt Víkurfrétta
Spil og leikir | Breytt 29.11.2009 kl. 11:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.11.2009 | 10:03
Íslandsmót unglingasveita fer fram í dag
Í dag fer fram Íslandsmót Barna og Unglingasveita í Garðalundi (Garðaskóla) í Garðabæ. Þangað mæta um 15-20 fjögurra manna sveitir eða um 60-80 keppendur á aldrinum 6 til 15 ára. Þar á meðal flestir bestu skákmenn landsins á grunnskólaaldri.
Liðin sem nú eru skráð eru 4-5 lið frá Taflfélaginu Helli í Mjódd, 1-2 Lið frá Skákdeild Hauka, 3-4 lið frá Taflfélagi Reykjavíkur, 3-4 lið frá Fjölni, 2 lið frá Skákfélagi Akureyrar og 1-2 lið frá Taflfélagi Garðabæjar. Eyjamenn eru að hugsa sinn gang.
28.11.2009 | 09:59
Dagur sigraði stórmeistara í fjórðu umferð
Dagur Arngrímsson (2375) sigraði makedónska stórmeistarann Nikola Djukic (2524) í fjórðu umferð Belgrad Trophy sem fram fór í gærkvöldi. Snorri G. Bergsson (2348) vann einnig, Jón Viktor Gunnarsson (2454) og Jón Árni Halldórsson (2171) gerðu jafntefli en hinir íslensku keppendurnir töpuðu.
Dagur hefur 3,5 vinning og er í 3.-19. sæti, Jón Viktor hefur 3 vinninga, Róbert Lagerman (2358) og Jón Árni hafa 2,5 vinning, Snorri hefur 1,5 vinning og Sigurður Ingason (1923) hefur 1 vinning.
Í sjöttu umferð, sem fram fer í dag, teflir Dagur við serbneska stórmeistarann Aleksa Strikovic (2519).
Alls taka 212 skákmenn þátt í mótinu og þar af 18 stórmeistarar og 19 alþjóðlegir meistarar.
27.11.2009 | 15:25
Hrannar sigraði í lokaumferðinni
Hrannar Baldursson (2110) sigraði Jathavan Suntharalingam (1944) í sjöundu og síðustu umferð meistaramóts Osló-skákklúbbsins sem fram fór í gær. Hrannar hlaut 3 vinninga og hafnaði í 9.-10. sæti
Sigurvegari mótsins varð Nicolai Getz (2170) en hann hlaut 5½ vinning.
Alls tóku 14 skákmenn þátt í a-flokki og þar á meðal stórmeistararnir Leif Erlend Johannessen (2532) og Leif Ögaard (2417). Hrannar var áttundi stigahæstur keppenda.
27.11.2009 | 09:09
ChessBase kvöld TR, Hellis og TB fer fram í kvöld
Chessbase kvöld, opið fyrir alla 18 ára og eldri, verður haldið í Skákhöllinni Faxafeni föstudagskvöldið 27.nóvember kl 20:30. Að kvöldinu standa Taflfélag Reykjavíkur, Hellir og Taflfélag Bolungarvíkur. Kvöldið verður opnað með fyrirlestri um ChessBase. Fyrirlesarar verða Björn Þorfinnsson, Davíð Ólafsson og Sigurbjörn Björnsson. Að honum loknum verður boðið upp á pizzu. Þegar menn hafa lokið við pizzuna er ætlunin að gestir beri saman bækur sínar og ræði hvernig best er að notfæra sér þetta mikilvæga tól í nútíma skákiðkun. Kvöldinu lýkur svo með léttri taflmennsku.
Eins og fyrr segir þá verður boðið upp á pizzuna og gosdrykki með henni. Aðrar veitingar koma menn með sjálfir. Tilvalið er að hafa með sér sína eigin ferðavél á svæðið og fá aðstoð frá sérfræðingunum við innsetningu og notkun forritsins.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 09:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.11.2009 | 09:05
Skák í Garðabæ um helgina - Íslandsmót barna og unglingasveita og Hraðskákmót Garðabæjar
Hraðskákmót Garðabæjar verður haldið sunnudaginn 29. nóv og kl. 19.30 í Garðabergi. Börn og unglingar 17. ára og yngri í TG fá frítt en aðrir borga 500 kr. (Þátttakendur í skákþingi Garðabæjar og Hafnarfjarðar fá frítt í mótið)
Tefldar eru 5. mínútna hraðskákir amk. 9 umferðir eftir þátttöku.
Fyrstu verðlaun eru kr. 5000 auk gripa
í lok móts verður verðlaunaafhending fyrir Skákþing Garðabæjar sem lauk í síðustu viku.
Á laugardag hinsvegar frá kl. 13 til ca. 15 fer fram Íslandsmót Barna og Unglingasveita í Garðalundi (Garðaskóla) þangað mæta uþb. 15-20 4. manna eða uþb. 60-80 keppendur. á aldrinum 6 til 15 ára. Þar á meðal flestir bestu skákmenn landsins á grunnskólaaldri.
Liðin sem nú eru skráð eru 4-5 lið frá Taflfélaginu Helli í Mjódd, 1-2 Lið frá Skákdeild Hauka, 3-4 lið frá Taflfélagi Reykjavíkur, 3-4 lið frá Fjölni, 2 lið frá Skákfélagi Akureyrar og 1-2 lið frá Taflfélagi Garðabæjar. Eyjamenn eru að hugsa sinn gang.
27.11.2009 | 09:01
Sverrir Unnarsson sigraði á fimmtudagsmóti í TR
Ellefta fimmtudagsmót vetrarins fór fram í TR í gær. Eins og jafnan voru tefldar sjö umferðir með sjö mínútna umhugsunartíma. Sverrir Unnarsson hafði sigur með sigri í síðustu umferð og skaust þar með upp fyrir Helga Brynjarsson sem hafði leitt mótið lengst af í býsna jafnri og spennandi baráttu. Þeim Kristjáni Erni Elíassyni og Páli Sigurðssyni er þökkuð kærlega tæknileg aðstoð.
Lokastaðan:
1 Sverrir Unnarsson 6
2 Helgi Brynjarsson 5.5
3 Friðrik Þjálfi Stefánsson 5
4-7 Örn Stefánsson 4.5
Sverrir Sigurðsson 4.5
Jón Úlfjótsson 4.5
Halldór Pálsson 4.5
8 Páll Snædal Andrason 4
9-12 Emil Sigurðarson 3.5
Örn Leó Jóhannsson 3.5
Jan Valdman 3.5
Jóhann Bernhard 3.5
13-15 Birkir Karl Sigurðsson 3
Róbert Leó Jónsson 3
Kristinn Andri Kristinsson 3
16 Björgvin Kristbergsson 2.5
17-19 Bjarni Magnús Erlendsson 2
Pétur Jóhannesson 2
Friðrik Daði Smárason 2
20 Guðjón Þór Lárusson 0
26.11.2009 | 22:23
Gott gengi í 3. umferð í Belgrad
Vel gekk í þriðju umferð Belgrade Trophy sem fram fór í dag í Obrenovac í Serbíu. Alls komu 5,5 vinningur í hús í sex skákum. Róbert Lagerman (2358), Dagur Arngrímsson (2375) og Jón Viktor Gunnarsson (2454) eru allir í 8.-44. sæti með 2,5 vinning.
Jón Árni Halldórsson (2171) hefur 2 vinninga, Sigurður Ingason (1953) 1 vinning og Snorri G. Bergsson (2348) 0,5 vinning.
Í 4. umferð, sem fram fer á morgun tefla bæði Róbert og Dagur við stórmeistara.
Alls taka 212 skákmenn þátt í mótinu og þar af 18 stórmeistarar og 19 alþjóðlegir meistarar.Nýjustu færslur
- Ný vefsíða Skák.is!
- Loftur fær Héðin í fyrstu umferð
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bættust við á keppendalistann á l...
- Ný alþjóðleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - með vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Æsir - vertíðarlok
- Fundargerð aðalfundar SÍ
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferð Altibox Norway Chess
- Þrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimilið, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíða SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíða tileinkuð Friðriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíþróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallþráður skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef þú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alþjóðlega skáksambandið
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norræna skákfréttasíðan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.7.): 0
- Sl. sólarhring: 46
- Sl. viku: 157
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 105
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar