Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

Lið TR á EM taflfélaga

Taflfélag Reykjavíkur sendir sterkt lið til keppni á Evrópumót taflfélag, sem fram fer í Kemer í október, en í liðinu er 3 stórmeistarar skráðir til leiks.   Liðið er það 20. stigahæsta en til samanburðar er lið Íslandsmeistara Hellis það 35. stigahæsta.

Lið TR:

 

Bo. NameIRtgFED
1GMStefansson Hannes2568ISL
2GMNataf Igor-Alexandre2588FRA
3GMThorhallsson Throstur2461ISL
4IMKristjansson Stefan2458ISL
5IMGunnarsson Arnar2439ISL
6IMGunnarsson Jon Viktor2427ISL
 FMBergsson Snorri2301ISL

Lið Hellis:

 

Bo. NameIRtgFED
1IMThorfinnsson Bragi2389ISL
2FMJohannesson Ingvar Thor2344ISL
3FMSigfusson Sigurdur2320ISL
4FMThorfinnsson Bjorn2318ISL
5FMLagerman Robert2315ISL
6 Edvardsson Kristjan2266ISL

 


Skákþing Íslands 2007 – Áskorenda-, unglinga- og öldungaflokkur

Skáksamband ÍslandsStjórn Skáksambands Íslands hefur ákveðið að keppni í áskorendaflokki 2007 fari fram dagana 28. ágúst – 5. september n.k. . Mótið mun fara fram á höfuðborgarsvæðinu.   Efstu tvö sætin gefa föst sæti í Landsliðsflokki að ári. 

Stjórn Skáksambands Íslands hefur ákveðið að keppni í áskorendaflokki 2007 fari fram dagana 28. ágúst – 5. september n.k. . Mótið mun fara fram á höfuðborgarsvæðinu.   Efstu tvö sætin gefa föst sæti í Landsliðsflokki að ári. 

Ákveðið hefur verið að sameina Unglingameistaramótið (u20 ára) og öldungaflokk áskorendaflokknum.  Mun sá sem efstur verður þeirra sem ella hefðu keppt í unglingaflokki hljóta titilinn “Unglingameistari Íslands 2007” og í verðlaun farseðil (á leiðum Flugleiða) á skákmót erlendis.  Sömu verðlaun verða í öldungaflokki.  Það er þó háð því að a.m.k. 5 keppendur verði í hvorum flokki.

Dagskrá:

Þriðjudagur  28. ágúst  kl. 18.00  1. umferð
Miðvikudagur  29. ágúst  kl. 18.00  2. umferð
Fimmtudagur  30. ágúst  kl. 18.00  3. umferð
Föstudagur  31. ágúst  kl. 18.00  4. umferð
Laugardagur  1. september  kl. 14.00  5. umferð
Sunnudagur  2. september  kl. 14.00  6. umferð
Mánudagur  3. september  kl. 18.00  7. umferð
Þriðjudagur  4. september  kl. 18.00  8. umferð
Miðvikudagur  5. september  kl. 18.00  9. umferð

Umhugsunartími: 

90 mín. + 30 sek. til að ljúka.

Verðlaun:

1. 50.000.-
2. 30.000.-
3. 20.000.-

Aukaverðlaun:

U-2000 stigum 10.000.-
U-1600 stigum 10.000.-
U-16 ára  10.000.-
Kvennaverðlaun 10.000.-
Fl. stigalausra  10.000.-

Íslandsmót kvenna 2007 – B flokkur hefst 28. ágúst

Skáksamband ÍslandsÍslandsmót kvenna 2007 – B flokkur mun fara fram dagana 28. ágúst – 7. september nk.  Teflt verður í Faxafeni 12, Reykjavík.

 

Fyrirkomulag:   

Tefldar verða 7 umferðir (gæti breyst eftir fjölda þátttakenda), 60 mín. + 30 sek. á leik.

Umferðatafla:       

  • Þriðjud. 28. ágúst    kl. 18.00    1. umferð
  • Miðvikud. 29. ágúst    kl. 18.00    2. umferð                   
  • Fimmtud. 30. ág.    kl. 18.00    3. umferð
  • Föstud. 31. ágúst            Frídagur
  • Laugard. 1. sept.    kl. 14.00    4. umferð
  • Sunnud. 2. sept.    kl. 14.00    5. umferð
  • Mánud. 3. sept.    kl. 18.00    Frídagur
  • Þriðjud. 4. sept.    kl. 18.00    6. umferð
  • Miðvikud. 5. sept.    kl. 18.00    7. umferð


Öllum stúlkum/konum er heimil þátttaka.  Sigurvegari mótsins vinnur sér rétt til setu í A-flokki að ári.  Þátttaka tilkynnist fyrir 27. ágúst í síma 568 9141 eða með tölvupósti- siks@simnet.is


Euwe mótið: Jafntefli hjá Friðrik í fimmtu umferð

Fimmta umferð á Euwe Stimulans skákmótinu var tefld í dag. Friðrik hafði svart gegn FIDE-meistaranum Puchen Wang frá Nýja-Sjálandi. Skákinni lauk með jafntefli eftir 57 leiki. Önnur úrslit í fimmtu umferð

Helgi Ziska - Nona Gaprindashvili 0-1
Dibyendu Barua - Bianca Muhren
Puchen Wang - Friðrik Ólafsson ½-½
Amon Simutowe - Oscar Panno ½-½
Vincent Rothuis - Willy Hendriks 0-1

Staðan á mótinu er nú þessi:

1. Amon Simutowe    4,5 v.
2. Nona Gaprindashvili    3,5 v.
3. Dibyendu Barua    3+ v.
4. Puchen Wang    3 v.
5. Willy Hendriks    2,5 v.
6.-7. Friðrik Ólafsson    2 v.
6.-7. Helgi Ziska    2 v.
8 Bianca Muhren    1,5+ v.
9. Oscar Panno    1,5 v.
10. Vincent Rothuis    0,5 v.

Á morgun er frídagur, en á fimmtudag verður sjötta umferð tefld og þá hefur Friðrik hvítt gegn efsta manni mótsins, alþjóðlega meistaranum Amon Simutowe frá Zambíu.

Úrslit fjórðu umferðar:
Friðrik Ólafsson - Dibyendu Barua 0-1
Bianca Muhren - Helgi Ziska 0-1
Willy Hendriks - Amon Simutowe 0-1
Oscar Panno - Puchen Wang ½-½
Nona Gaprindashvili - Vincent Rothuis ½-½

Heimasíða mótsins

Euwe mótið: Friðrik missti vænlega stöðu í tap

Fjórða umferð á Euwe Stimulans skákmótinu var tefld í dag. Friðrik hafði hvítt gegn indverska stórmeistaranum Dibyendu Barua. Hann fékk vænlega stöðu og gat skapað sér góða vinningsmöguleika í 21. leik, en lék þá af sér og lenti í erfiðri stöðu. Hann gafst síðan upp eftir 28. leik svarts. Önnur úrslit í fjórðu umferð:

Friðrik Ólafsson - Dibyendu Barua 0-1
Bianca Muhren - Helgi Ziska (Ólokið)
Willy Hendriks - Amon Simutowe (Ólokið)
Oscar Panno - Puchen Wang ½-½
Nona Gaprindashvili - Vincent Rothuis ½-½

Á morgun verður fimmta umferð tefld og þá stýrir Friðrik svörtu mönnunum gegn FIDE-meistaranum Puchen Wang frá Nýja-Sjálandi.

Úrslit þriðju umferðar urðu þessi:
Bianca Muhren - Nona Gaprindashvili 0-1
Helgi Ziska - Friðrik Ólafsson 0-1
Dibyendu Barua - Oscar Panno 1-0
Puchen Wang - Willy Hendriks 1-0
Amon Simutowe - Vincent Rothuis 1-0

Heimasíða mótsins

Björn Þorfinnsson Grænlandsmeistari í skák

Bjorn.jpgBjörn Þorfinnsson er Grænlandsmeistarinn 2007. Þátttökumet. Jóhanna Björg með gull í tveimur flokkum. Sigurvegararnir gáfu verðlaunin sín. 

Björn Þorfinnsson sigraði á 5. alþjóðamóti Hróksins á Grænlandi, Flugfélagsmótinu 2007, sem lauk í Tasiilaq á sunnudag. Gríðarlega góð þátttaka var á mótinu og keppendur alls 84, sem er met. Róbert Harðarson varð í 2. sæti og Hrannar Jónsson hreppti bronsið.

Alls voru veitt verðlaun í fjórum flokkum. Dines Ignatiussen hlaut gullið í flokki heimamanna, Gabe Taunajik hlaut silfrið og Karl Peter Ale brons.

Jóhanna Björg Jóhannsdóttir, sem í sumar varð heimsmeistari með sveit Salaskóla, sigraði bæði í kvennaflokki og ungmennaflokki. Í öðru sæti í ungmennaflokki varð Patrekur Maron Magnússon og Birkir Karl Sigurðsson varð þriðji. Embla Dís Ásgeirsdóttir hlaut silfrið í kvennaflokki og grænlenska stúlkan Fina Maratse varð þriðja.

Flugfélagsmótið fór fram í glæsilegri íþróttahöll í Tasiilaq og voru aðstæður einsog best gerist á alþjóðlegum skákmótum. Við verðlaunaafhendingu var mikill fögnuður, enda voru allir keppendur leystir út með glaðningi.

Sigurvegararnir voru í hátíðarskapi og vakti mikinn fögnuð þegar Jóhanna Björg gaf verðlaunin sem hún hlaut, forláta skáktölvu frá Pennanum, til eins af grænlensku keppendunum. Björn Þorfinnsson lét heldur ekki sitt eftir liggja, og gaf sigurlaunin, glæsilegan bikar frá Árna Höskuldssyni, til ungs og efnilegs grænlensks skákmanns.

Óhætt er að segja að skákhátíð Hróksins og félaga á Grænlandi 2007 hafi heppnast frábærlega. Grænlensk ungmenni hafa tekið skákinni tveim höndum og starf síðustu fimm ára er farið að skila verulegum árangri.

Alls tóku rúmlega 40 Íslendingar þátt í skákhátíðinni, sem náði til Tasiilaq, Kuummiit og Kulusuk.

Frábærri hátíð er lokið en skáklandnámið heldur áfram!


Daði sigraði á stórmóti Árbæjarsafns

Dadi_Omarsson.jpgStórmót Árbæjarsafns fór fram í gær í Kornhlöðunni.  19 keppendur mættu til leiks og tefldar voru 7 umferðir eftir Monradkerfi og var umhugsunartíminn 7 mínútur á skák fyrir hvorn keppenda.

Úrslit mótsins urðu þau að Daði Ómarsson bar sigur úr býtum hlaut 6 vinninga af 7 mögulegum. Í öðru sæti varð Magnús Magnússon með 5,5 vinning og í 3.-6. sæti urðu Sverrir Þorgeirsson, Paul J.Frigge, Baldur Kristinsson og Hallgerður H.Þorsteinsdóttir með 4,5 vinning.

 

 

Lokastaðan:

  • 1 ….Daði Ómarsson…………6.0  v  af 7
  • 2….Magnús Magnússon…….5.5  v
  • 3-6..Sverrir Þorgeirsson.…….4.5  v
  • 3-6..Paul J.Frigge……………4.5  v
  • 3-6..Baldur Kristinsson………4.5  v
  • 3-6..Hallgerður H.Þorsteinsd…4.5  v
  • 7-9..Svanberg M.Pálsson…….4.0  v
  • 7-9..Bjarni J.Kristinsson……..4.0  v
  • 7-9..Vilhjálmur Pálmason……4.0  v
  • 10-12.Guðfinnur R.Kjartansson.3.5  v
  • 10-12.Halldór Garðarsson……..3.5  v
  • 10-12.Sigríður B.Helgadóttir…..3.5  v
  • 13-17.Elsa M.Þorfinnsdóttir……3.0  v
  • 13-17.Dagur A.Friðgeirsson……3.0  v
  • 13-17.Páll Sigurðsson…………..3.0  v
  • 13-17.Sverrir Gunnarsson………3.0  v
  • 13-17.Örn Stefánsson…………...3.0  v
  • 18….Sveinn G.Einarsson……….2.0  v
  • 19….Pétur Jóhannesson…………1.0  v

Mótsstjóri var Dagný Guðmundsdóttir  frá Árbæjarsafni.   Skákstjóri var Ólafur S.Ásgrímsson frá Taflfélagi Reykjavíkur.


Guðmundur í landsliðsflokk

GudmundurKja.jpgGuðmundur Kjartansson (2305) tekur sæti í landsliðsflokki Skákþings Íslands en Sigurður Daði Sigfússon afboðaði sig fyrr í dag.   Engu breytir það um áfangamöguleika en sem fyrr er þarf 7 vinninga til þess að ná áfanga að alþjóðlegum meistaratitli.   Meðalstigin flokksins 2367 skákstig.

 

 

 

 

 

 

 

Keppendalistinn:
 

Nr.SkákmaðurTitillStigFélag
1Hannes Hlífar StefánssonSM2568TR
2Þröstur ÞórhallssonSM2461TR
3Stefán KristjánssonAM2458TR
4Jón Viktor GunnarssonAM2427TR
5Bragi ÞorfinnssonAM2389Hellir
6Ingvar Þór JóhannessonFM2344Hellir
7Davíð KjartanssonFM2324Fjölnir
8
Dagur ArngrímssonFM2316TR
9
Róbert HarðarsonFM2315Hellir
10
Guðmundur KjartanssonFM2305TR
11Lenka PtácníkováKSM2239Hellir
12Hjörvar Steinn Grétarsson 2168Hellir

 

 


Euwe mótið: Friðrik sigraði í þriðju umferð

Þriðja umferð á Euwe Stimulans skákmótinu var tefld í dag. Friðrik hafði svart gegn Færeyingnum Helga Dam Ziska og sigraði eftir 41 leik. Önnur úrslit í þriðju umferð

Bianca Muhren - Nona Gaprindashvili Ólokið
Helgi Ziska - Friðrik Ólafsson 0-1
Dibyendu Barua - Oscar Panno 1-0
Puchen Wang - Willy Hendriks 1-0
Amon Simutowe - Vincent Rothuis 1-0

Staðan á mótinu:
1. Amon Simutowe    3 v.
2.-3. Dibyendu Barua    2 v.
2-3.Puchen Wang    2 v.
4. Bianca Muhren    1,5+ v.
5.-6. Friðrik Ólafsson    1,5 v.
5.-6. Willy Hendriks    1,5 v.
7. Nona Gaprindashvili    1+ v v..
8. Helgi Ziska    1 v.
9. Oscar Panno    0,5 v.
10. Vincent Rothuis    0 v.

Úrslit annarrar umferðar urðu þessi:

Friðrik Ólafsson - Bianca Muhren ½-½
Vincent Rothuis - Puchen Wang 0-1
Willy Hendriks - Dibyendu Barua 1-0
Oscar Panno - Helgi Ziska ½-½
Nona Gaprindashvili - Amon Simutowe 0-1



Metþáttaka á Grænlandsmótinu - Pétur efstur

graenland1

Metþátttaka er á V. Alþjóðlega Grænlandsmótinu, Flugfélagsmótinu, og eru keppendur yfir 80. Tugir grænlenskra barna setja mestan svip á mótið, sem fer fram í glæsilegri íþróttahöll Tasiilaq-bæjar á Austur-Grænlandi. 

Pétur Jónasson er einn efstur með 5 vinninga eftir fyrri daginn. Í öðru til fimmta sæti eru Róbert Harðarson, Hrafn Jökulsson, Björn Þorfinnsson og Pétur Atli Lárusson með 4,5 vinninga. Á morgun, sunnudag, verða tefldar 5 umferðir til viðbótar og þá kemur í ljós hver verður fimmti Grænlandsmeistarinn í skák.

Flugfélagsmótið er hápunktur skákviku Hróksins og félaga á Grænlandi og er óhætt að segja að vel hafi tekist til. Kátu biskuparnir úr Hafnarfirði héldu hátíð fyrir börnin í Kuummiit, liðsmenn Skákíþróttafélags stúdenta við HR sáu um fjörið í Kulusuk, og hér í Tasiilaq voru heimsmeistararnir úr Salaskóla í fararbroddi, ásamt Henrik Danielsen og öðrum vöskum skáktrúboðum.

Fjölmenn barnaskákmót voru haldin í þorpunum þremur í vikunni. Hér í Tasiilaq tóku 44 börn þátt í Toyota-mótinu á fimmtudag og á föstudag tóku 66 þátt í Glitnis-mótinu, sem haldið var í Skákhöll Hróksins í bænum.

Sjá nánar:


« Fyrri síða | Næsta síða »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.7.): 5
  • Sl. sólarhring: 26
  • Sl. viku: 173
  • Frá upphafi: 8779111

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 109
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband