Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Landsbyggđarkrakkar á heimsmeistaramóti

Íslendingar eiga fjóra keppendur á heimsmeistaramóti barna og unglinga sem nú stendur yfir í Kemer í Tyrklandi.

Íslendingar eiga fjóra keppendur á heimsmeistaramóti barna og unglinga sem nú stendur yfir í Kemer í Tyrklandi. Bjarni Jens Kristinsson teflir í flokki pilta 18 ára og yngri, Tinna Kristín Finnbogadóttir í sama aldursflokki stúlkna, Mikael Jóhann Karlsson teflir í flokki pilta 14 ára og yngri og Kristófer Gautason í flokki pilta 12 ára og yngri. Í ţessu sama móti fyrir tveim árum voru íslensku ţátttakendurnir níu talsins en keppnisflokkarnir eru 12 talsins og yngstu ţátttakendur sjö eđa átta ára gamlir.

Fćkkun íslensku keppendanna nú er auđvitađ samdráttareinkenni og ţar viđ bćtist ađ mótiđ er býsna nálćgt próftíma framhaldsskólanna. Samsetning íslenska hópsins er ţó athyglisverđ ţví fulltrúar okkar koma úr hverjum landsfjórđungi. Eyjamađurinn Kristófer Gautason má ţannig heita fulltrúi Sunnlendinga en fađir hans, Karl Gauti Hjaltason sýslumađur, er formađur Taflfélags Vestmannaeyja og er syninum til halds og trausts á vettvangi í Tyrklandi. Frá Vesturlandi eđa öllu heldur Hítardal á Mýrum kemur Tinna Kristín Finnbogadóttir. Mikael Jóhann Karlsson er réttur og sléttur Norđlendingur og býr á Akureyri og fulltrúi Austurlands er Bjarni Jens Kristinsson frá Fjósakambi í Hallormsstađ. Fararstjóri og ţjálfari hópsins er greinarhöfundur.

Samanburđur viđ Norđurlönd, sem stundum er gripiđ til, er íslenskum ungmennum hagstćđur á skáksviđinu en ţar sem Tyrkland liggur nálćgt ýmsum stórveldum skákarinnar ţyngist róđurinn. Hér í eina tíđ ţótti ţađ nćr örugg ávísun á miklar framfarir ađ teflan austan járntjalds en ţótt skákin hafi misst stöđu sína ađ einhverju leyti ţar er skákhefđin engu ađ síđur afar sterk. Fyrir hina fjölmörgu keppendur frá Rússlandi, Armeníu, Georgíu, Aserbaídsjan og ýmis önnur ríki Austur-Evrópu má ferđast skjótt á keppnisstađ. Utar liggja hin nýju stórveldi skákarinnar Indland og Kína. Ţessi lönd senda fjölmarga ţátttakendur til leiks og ţví er ţetta heimsmeistaramót ungmenna „djúpa laugin" í skákinni.

Sem stendur hefur Tinna Kristín náđ bestum árangri međ 3 vinninga af sex mögulegum en hinir koma í humátt á eftir.

Tinna hóf ađ tefla fyrir alvöru ţegar Guđrún Jónsdóttir frá Glitstöđum í Norđurárdal tók fyrir nokkrum árum ađ stefna börnum og unglingum úr sveitinni í kring á skákćfingar í Borgarnesi. Hún varđ í 2.-3. sćti ásamt Hallgerđi Helgu Ţorsteinsdóttur á Íslandsmóti kvenna á dögunum og hlýtur ađ knýja dyra hjá Ólympíuliđi kvenna á nćsta ári. Í 3. umferđ vann hún sannfćrandi sigur í skák sem hér fer á eftir. Útţensla peđanna á drottningarvćng var fyrirfram ráđgerđ en svartur má gćta ţess ađ riddari taki sér bólfestu á c5. Ţegar svartur bjóst til gagnatlögu á drottningarvćng uggđi hann ekki ađ sér ţví biskupinn sem réđst inn til atlögu á d7 tćtti sundur peđakeđjuna međ hinum óvćnta 23. leik:

Kemer 2009; HM ungmenna 18 ára og yngri

Tinna Kristín Finnbogadóttir - Amira Hamza (Alsír)

Frönsk vörn

1. e4 e6 2. d4 d5 3. e5 c5 4. c3 Rc6 5. Rf3 Bd7 6. a3 cxd4 7. cxd4 f6 8. b4 Dc7 9. Bf4 Rge7 12. Bg3 f5 11. Rbd2 Rg6 12. h4 h5 13. Hc1 Db6 14. Rb3 Be7 15. Bd3 Rd8 16. O-O Ba4 17. Bc2 Bxb3 18. Bxb3 Rf7 19. Ba4+ Kf8 20. Dd3 a5 21. bxa5 Dxa5 22. Bd7 Rd8

sto_umynd_22-11-09.jpg

23. Bxe6 Bxa3 24. Hb1 b5 25. Dxf5+ Ke7 26. Bxd5

- og svartur gafst upp.

Í Tyrklandi eru tefldar ellefu umferđir og lýkur mótinu nú um helgina.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hahah... móđir mín er misfeđruđ hjá Helga.. hún myndi vera Sigurjónsdóttir

Jóhann Óli Eiđsson (IP-tala skráđ) 23.11.2009 kl. 22:26

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 11
  • Sl. sólarhring: 31
  • Sl. viku: 213
  • Frá upphafi: 8764987

Annađ

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 159
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband