Leita í fréttum mbl.is

Björn sigraði stórmeistara í sjöundu umferð í Quebec

björn þorfinns á vetrarmótinuAlþjóðlegi meistarinn Björn Þorfinnsson (2395) sigraði makedónska stórmeistarann Nikola Mitkov (2526) í sjöundu umferð meistaramóts Quebec sem fram fór í nótt.  Dagur Arngrímsson (2396) tapaði fyrir kanadíska stórmeistarann Thomas Roussel-Roozmon (2487) og Jón Viktor Gunnarsson (2462) tapaði fyrir Kanadamanninn Shiyam Thavandiran (2291).

Dagur hefur 3 vinninga og er í 13-15. sæti, Jón Viktor og Björn hafa 2,5 vinning og eru í 16.-18. sæti.

Í áttundu og næstsíðustu umferð, sem fram fer í kvöld tefla þeir allir við Kanadamenn.  Dagur teflir við Thavandiran, Jón Viktor við Louie Jiang (2250) og Björn við Ling Feng Ye (2179).  Enginn Íslendinganna er í beinni útsendingu á vefnum í kvöld. 

Efstir með 5 vinninga eru stórmeistararnir Bator Sambuev (2491), Kandada og Vladimir Georgiev (2430), Makedóníu. Í 3.-5. sæti, með 4½ vinning, eru stórmeistararnir Merab Gagunashvili (2574), Georgíu, Vadim Malakhatko (2570), Belgíu, og Sergei Kasparov (2487), Hvít-Rússlandi.  

Alls tekur 21 skákmaður þátt í efsta flokki.  Þar af eru 10 stórmeistarar og 8 alþjóðlegir meistarar.  Semsagt afar sterkt skákmót.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 21
  • Sl. viku: 221
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 127
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband