Leita í fréttum mbl.is

Hópefli EM-liđsins - liđ Davíđs lagđi liđ forsetans

DSC01317Íslenska unglingalandsliđiđ sem er á leiđ á Evrópumótiđ í Svartfjallalandi um miđjan september kom saman í dag í Sporthúsinu í Kópavogi. Tilefniđ var liđur í hópeflingu liđsins en ţađ er ekki síđur mikilvćgt ađ styrkja liđsandann ţótt keppt sé á einstaklingsmóti. Má segja ađ ţetta hafi ađ hluta til veriđ óvissuferđ ţví ţau vissu minnst um ţađ sem framundan var.

Međ krökkunum mćttu ţeir Davíđ Ólafsson annar ţjálfari unglingalandsliđsins og svo forseti Skáksambandsins Björn Ţorfinnsson. Ađeins einn liđsmann vantađi í morgun en Tinna Kristín mćtti ţrátt fyrir veikindi og fylgdist međ.

Hópurinn fékk frćđslu um mikilvćgi hreyfingar fyrir líkama og sál en eins og viđ flest vitum ţarf nokkuđ gott form til ţess ađ halda út langar skákir og löng mót. Allir fóru í gegnum skemmtilega en jafnframt nokkuđ óvenjulega upphitun ţar sem margir ţurftu ađ fara út fyrir ţćgindahringinn en öll stóđu ţau sig frábćrlega. Sem dćmi um upphitunarćfingar voru upphífur, armbeygjur, hnébeygjur og kviđćfingar á bolta. Ţegar upphitun var lokiđ var hópnum skipt í tvennt og voru Davíđ og Bjössi liđsstjórar hvors hóp fyrir sig. Í hóp Davíđs voru: Hallgerđur, Dagur Andri, Dađi og Geirţrúđur en í liđi Bjössa voru: Jóhanna, Patrekur, Friđrik Ţjálfi og Hjörvar. Keppnin var einföld en reyndi á liđsheildina og líkamlegan styrk og ţol. Keppt var í ţremur greinum: Veggjabolta (bolta hent 3,5m upp á vegg og gripin í hnébeygju), Ketilbjöllusveiflu međ 5kg handlóđi og ađ síđustu svo kölluđum Burpees (armbeygjur sem eru gerđar úr froskastöđu og hoppađ upp í lok hverrar beygju). Ţyngdir voru miđađar viđ ađ allir gćtu lyft og ţá sérstaklega tekiđ tillit til ţeirra yngstu í hópnum. Í hverri grein átti ađ gera 100 sinnum og mátti einn úr hvoru liđiđ gera í einu en svo skiptu ţau út um leiđ og ţau urđu ţreytt og fóru ađ hćgja á sér. Allir fengu ţví ađ reyna á sig nokkuđ oft í hverri ţraut. Ađ vísu ţurfti ađeins ađ ýta viđ liđsstjórunum í fyrstu tveimur ćfingunum sem voru nokkuđ léttar fyrir ţá en svo varđ ţetta jafnara í lokaţrautinni. Ekki vantađi hvatninguna og orkuna í hópinn ţví vinningsliđiđ, liđ Davíđs lauk ţrautinni á 11:50 en mjótt var á munum og lauk Bjössa hópur á 12:13.

Ađ ţessu búnu fengu krakkarnir ađ spreyta sig í fimleikahringjum, upphífingum ofl. Allir tóku áskorunum međ stćl og gáfu ekkert eftir í hringjunum. Síđan tók viđ smá "ninja" frćđsla en viđ fengum til liđs viđ okkur Reyni Sveinsson sem fór yfir grunnatriđi í sjálfsvörn. Ţar var allt látiđ flakka og vörđust ţau af mikilli fćrni. Eftir tveggja tíma törn í Sporthúsinu var svo brunađ upp í Salalaug ţar sem var slappađ af í heitapottinum.

Ég vil ţví ţakka krökkunum fyrir frábćran dag enda stóđu ţau sig frábćrlega. Einnig vil ég ţakka ţeim Jósep landsliđsmanni í Júdó, Gumma fyrrum fimleikamanni og Reyni sjálfsvarnar og CrossFittara fyrir mjög góđa ađstođ í dag. Framundan eru svo fleiri hópeflisuppákomur fyrir landsliđiđ sem er án efa komin í góđan gír eftir stífar ćfingar ađ undanförnu og ţrekiđ í dag.

Međ bestu kveđjum,

Edda Sveinsdóttir, fararstjóri unglingalandsliđsins

Međfylgjandi myndir, sem finna má í myndaalbúmi, eru teknar eftir ađ keppninni lauk. Ţađ var bara svo rosalega mikil spenna ađ ţađ gleymdist ađ taka myndir í keppninni. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.6.): 15
  • Sl. sólarhring: 29
  • Sl. viku: 249
  • Frá upphafi: 8766084

Annađ

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 118
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband