Leita í fréttum mbl.is

Mikið fjör og metþátttaka á Stelpumóti Olís og Hellis

Elsa María og Hallgerður HelgaÞað var mikil stemming og mikið fjör á Stelpumóti Olís og Hellis sem fram í höfuðstöðvum Olís í Sundagörðum 2 í þriðja sinn í dag.  Alls tók 41 stúlka þátt í mótinu sem er metþátttaka.  Skipt var í tvo flokka og tefldu elstu skákkonurnar í drottningarflokki.  Þar sigraði Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir fékk 7 vinninga í 7 skákum.  Elsa María Kristínardóttir var efst í elsta flokki, það er þeirra sem vaxnir eru upp úr grunnskóla. 

Hrund Hauksdóttir var efst þeirra sem eru 10 og 11 ára, en hún hlaut 5 vinninga í 5 skákum. Selma Líf Hlífarsdóttir var efst þeirra sem eru 8 og 9 ára yngri og Hildur Berglind Jóhannsdóttir var efst þeirra sem 7 ára og yngri.

Allir þátttakendur fengu verðlaun en verðlaunin gáfu Olís, Puma, Skór.is, Zink Smáralind, Smárabíó og Vodafone.

Drottningarflokkur (fæddar 1994 og fyrr):

1. Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir 7 v. af 7
2. Elsa María Kristínardóttir 5,5 v.
3. Jóhanna Björg Jóhannsdóttir 4,5 v.
4.-5. Sigríður Björg Helgadóttir og Áslaug Kristinsdóttir 3 v.
6. Stefanía Bergljóst Stefánsdóttir 2,5 v.
7. Geirþrúður Anna Guðmundsóttir 2 v.
8. Tinna Kristín Finnbogadóttir 0,5 v.

Verðlaunahafar í yngsta flokkiOpinn flokkur (fæddar 1993 og síðar):

1. Hrund Hauksdóttir 5 v. af 5
2.-5. Selma Líf Hlífarsdóttir, Elín Nnung, Hulda Rún Finnbogadóttir og Gunnhildur Kristjánsdóttir 4 v.
6.-9. Margrét Rún Sverrisdóttir, Hildur Berglind Jóhannsdóttir, Sonja Margrét Friðriksdóttir og Rakel Rós Halldórsdóttir 3,5 v.
10.-13. Snæbjört Sif Jóhannesdóttir, Edda Hulda, Tara Sóley Davíðsdóttir og Sóley Lind Pálsdóttir 3 v.
14.-19. Arna Steinunn Jónasdóttir, Júlía Margrét Davíðsdóttir, Eva Valdís Hákonardóttir, Guðbjörg Lilja Sævarsdóttir, Diljá Guðmundsdóttir og Ólöf Lena Inaba Árnadóttir 2,5 v.Hluti verðlunahafa
20.-26. Auður Diljá Heimisdóttir, Veronika Steinunn Magnúsdóttir, Anna Karen Jónsdóttir, Særún Sigurpálsdóttir, Erna María Svavarsdóttir, Signý Ósk Sigurðardóttir og Rebekka Svavarsdóttir 2 v.
27.-30. Lára Jóhannesdóttir, Erna Vilhjálmsdóttir, Ástrós Lind Guðbjörnsdóttir og Katrín María Timonen 1,5 v.
31.-33. Saga Karitas Björnsdóttir, Heiðrún Anna Hauksdóttir og Karlotta Brynja Baldvinsdóttir 1 v.

Skákstjórar voru Davíð Ólafsson, Gunnar Björnsson, Omar Salama og Vigfús Ó. Vigfússon.  Að undirbúningi mótsins komu einnig Edda Sveinsdóttir, Hjördís Björk Birgisdóttir, Elsa María Kristínardóttir og Jóhanna Björg Jóhannsdóttir.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.6.): 39
  • Sl. sólarhring: 40
  • Sl. viku: 242
  • Frá upphafi: 8766268

Annað

  • Innlit í dag: 19
  • Innlit sl. viku: 192
  • Gestir í dag: 17
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband