Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Fjöltefli og Fiske-mót Vasjúkovs

G2D12S40KEinn fyrsti skákviđburđur sem greinarhöfundur sótti var fjöltefli rússneska stórmeistarans Evgení Vasjúkov, sem lést á dögunum 85 ára ađ aldri, sem átti sér stađ í Samkomuhúsinu í Vestmanneyjum fyrir 50 árum – í júní áriđ 1968 en ţá var ţriđja Reykjavíkurskákmótinu ný lokiđ – Fiske-mótinu eins og ţađ er stundum kallađ. Samkomuhúsiđ var líka kvikmyndahús og ţar voru einnig haldin hrikaleg böll eins og ég átti eftir ađ kynnast síđar. Fjöltefliđ dró til sín eitthvađ rúmlega 20 manns sem ţótti víst hálfgert „skrap,“ eins og ţađ var orđađ enda hásumar og Eyjamenn höfđu flestir öđrum hnöppum ađ hneppa. Sem 11 ára áhugamanni og áhorfanda á stađnum fannst mér athyglivert ađ nokkrir náđu góđum úrslitum ţarna. Einn besti skákmađur Eyjamanna, Arnar Sigurmundsson, sagđi mér síđar ađ eftirá hefđi Vasjúkov veriđ bođiđ í heimahús og fjallađ ţar um nýafstađiđ mót og vart komst önnur viđureign ađ en sú sem hann háđi viđ Friđrik Ólafsson. Friđrik tefldi glćfralega og glćsilega, hlaut 10 vinninga af 14 mögulegum, og varđ einn í ţriđja sćti, ˝ vinningi á eftir Vasjúkov og Mark Taimanov. Međ sigri í skákinni sem tefld var í ţriđju umferđ hefđi hann sennilega orđiđ einn efstur:

Friđrik Ólafsson – Evgení Vasjúkov

Spćnskur leikur

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. O-O b5 6. Bb3 Bb7 7. He1 Bc5 8. c3 d6 9. d4 Bb6 10. a4 O-O 11. Bg5 h6 12. Bh4 He8 13. axb5 axb5 14. Hxa8 Bxa8 15. Dd3 exd4?

Arkhangelsk-afbrigđiđ var ekki mjög ţróađ á ţessum árum og uppskipti á d4 oft hćpin í spćnska leiknum. Vasjúkov sást yfir 17 leik Friđriks.

16. cxd4 g5 17. e5!

G3D12S40S(STÖĐUMYND 1)

Hárbeittur leikur, hvítur hótar 18. Dg6+!

17. ... Kf8 18. Rxg5! hxg5 19. Bxg5 dxe5 20. Dh3! Dd6 21. Dh6+ Ke7 22. Dg7!

Nú fellur riddarinn á f6 ţví ekki dugar ađ valda f7-peđiđ, 22. ... Hf8 23. dxe5 Rxe5 24. Bxf6+ Dxf6 25. Hxe5+ og vinnur.

22. ... Kd7 23. Bxf6 Kc8

Og nú vinnur 24. Bxf7! létt t.d. 24. ... Dd4 25. Hf1! og hrókurinn á e8 á engan reit. Varla er hćgt ađ skýra nćsta leik Friđrik međ öđru en tímahraki.

G3D12S40O24. dxe5?? Db4!

Tvöfalt uppnám og tafliđ snýst algerlega viđ. Ţađ sem eftir lifir skákar teflir Vasjúkov óađfinnanlega.

25. Rd2 Dxd2 26. Hf1 Bxf2+! 27. Hxf2 De1+ 28. Hf1 De3+ 29. Kh1 Dxb3 30. h4 Rd4 31. Kh2 Dc2 32. Dg4 Kb8 33. Hf4 Re6 34. Hb4 Bc6 35. h5 Kb7 36. b3 Ha8 37. Dg3 Ha2 38. Hg4 Ha1 39. Hh4 Hf1 40. h6 Dc1 41. Dg4

– og gafst upp um leiđ, svartur mátar í tveim leikjum, 41. ... Hh1+ 42. Kg3 De1 mát.

Međan á Fiske-mótinu '68 stóđ tókst góđur vinskapur međ Vasjúkov og Taimanov og nokkrum árum síđar hélt Vasjúkov sem ađstođarmađur međ Taimanov til Vancouver í Kanada ţar sem ţessi fjölhćfi mađur mćtti örlögum sínum í hinu frćga einvígi viđ Fischer. Eftir einvígiđ var rifjuđ upp ferđ Fischers međ međ systur sinni til Moskvu voriđ 1958 er hinn 15 ára gamli Bandaríkjameistarinn sat og malađi menn í hrađskák í stćrsta skáklúbbi Moskvuborgar. Ţá var kallađ eftir „ađstođ“ og ţeir mćttu í klúbbinn Vasjúkov og Tigran Petrosjan. Vasjúkov gekk illa í byrjun ţó ţađ hafi lagast ţegar á leiđ en Tigran Petrosjan reyndist baneitrađur í hrađskákinni og hafđi mun betur ţegar upp var stađiđ.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 19. maí 2018

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 138
  • Frá upphafi: 8771192

Annađ

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 106
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband