Leita í fréttum mbl.is

Gunnar Erik sigrađi á fjórđa móti Bikarsyrpunnar

20180218_173524-1024x576

Blikapilturinn öflugi, Gunnar Erik Guđmundsson (1491), varđ efstur keppenda á Bikarsyrpumóti helgarinnar en hann hlaut 6,5 vinning í skákunum sjö. Kristján Dagur Jónsson (1284) og Batel Goitom Haile (1421) komu jöfn í mark í 2.-3. sćti međ 5,5 vinning en Kristján hlaut annađ sćtiđ eftir stigaútreikning. Batel hlaut ađ auki stúlknaverđlaun. Gestur Andri Brodman (0) og Adam Omarsson (1068) komu nćstir međ 5 vinninga en Gestur kom skemmtilega á óvart međ góđri frammistöđu í sínu fyrsta Bikarsyrpumóti.

Sigur Gunnars var nokkuđ öruggur en ţetta var ţriđja mótiđ í röđ ţar sem hann stendur uppi sem sigurvegari og ljóst er ađ ekki líđur á löngu ţar til hann fer yfir 1600 Elo-stig og kveđur ţar međ Bikarsyrpuna eftir gott gengi í mótaröđinni.

Mótahald gekk afar vel og stóđu allir 29 keppendurnir sig međ miklum sóma, hvort heldur sem er viđ skákborđin eđa utan ţeirra, og til marks um ţađ má nefna ađ í langflestum tilfellum voru allir sestir viđ sín borđ vel fyrir upphaf hverrar umferđar.

Undanfarin mót hafa faliđ í sér skemmtilega blöndu af börnum sem lengra eru komin í skáklistinni og ţeim sem eru komin styttra á veg. Hugmyndin međ Bikarsyrpu TR er einmitt ekki síst sú ađ börn, sem komin eru međ fyrstu reynslu af skákkennslu- og ţjálfun ásamt ţátttöku í skólamótum og öđrum styttri mótum, fái ađ spreyta sig í kappskákmóti ţar sem tímamörk eru lengri og skrifa ţarf niđur leikina í skákunum.

Hér má sjá öll úrslitin úr mótinu en fimmta og síđasta mót vetrarins fer fram helgina 6.-8. apríl. Viđ ţökkum ykkur fyrir ţátttökuna og hlökkum til ađ hitta ykkur aftur í apríl!

Lokastađan á Chess-Results.

Nánar á heimasíđu TR.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 33
  • Sl. viku: 205
  • Frá upphafi: 8764953

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 155
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband