Leita í fréttum mbl.is

Alexander og Páll sigurvegarar U-2000 mótsins

20171129_203124-620x330

U-2000 móti Taflfélags Reykjavíkur lauk síđastliđiđ miđvikudagskvöld ţegar spennandi lokaumferđ fór fram í húsakynnum félagsins ađ Faxafeni. Lokaröđ keppenda lá fyrir rétt fyrir miđnćtti en jafnir í 1.-2. sćti međ 6 vinninga voru Alexander Oliver Mai (1875) og Páll Andrason (1805) ţar sem sá fyrrnefndi var eilítiđ hćrri á mótsstigum (tiebreaks) og hlýtur ţví fyrsta sćtiđ. Ţriđji í mark međ 5,5 vinning var svo sigurvegari síđustu tveggja ára, Haraldur Baldursson (1935).

Fyrir sjöundu og síđustu umferđ voru Alexander og Páll efstir og jafnir međ 5 vinninga ásamt Jóni Eggerti Hallssyni (1648). Ţví miđur fór ţađ svo ađ Jón Eggert, sem átti ađ stýra svörtu mönnunum gegn Alexander, gat ekki teflt skákina og varđ ţví ađ gefa viđureignina. Ţar međ fékk Alexander frían vinning og var kominn í góđa stöđu á toppnum međ 6 vinninga og var Páll ţví sá eini sem gat náđ honum ađ vinningum, en til ţess ţurfti hann ađ leggja Óskar Víking Davíđsson (1777) sem var engan veginn sjálfgefiđ. Úr varđ hörkuviđureign ţar sem Óskar var skiptamun yfir á tímabili og líklega međ unna stöđu. Honum fatađist hinsvegar flugiđ í endataflinu sem varđ til ţess ađ tafliđ snérist Páli í vil sem innbyrti ađ lokum sigurinn síđla kvölds. Ţar međ náđi hann Alexander ađ vinningum, en ţar sem andstćđingar Alexanders höfđu hlotiđ eilítiđ fleiri vinninga samtals varđ Páll ađ láta sér nćgja annađ sćtiđ. Flott mót hjá ţeim báđum og góđ stigahćkkun í húsi. Nokkuđ margir keppendur höfđu möguleika á ađ nćla sér í bronsiđ en Haraldur tryggđi sér ţađ međ öruggum sigri á Jóhanni Arnari Finnssyni (1732).

Skemmtilegu móti er ţar međ lokiđ og ţađ er klárt mál ađ endurvakning U-2000 hefur veriđ vel heppnuđ viđbót í mótaflóruna og ljóst ađ framhald verđur á mótinu ađ ári liđnu. Töluvert var um góđar stigahćkkanir hjá keppendum en ţar bar höfuđ og herđar yfir ađra, Blikapilturinn knái, Gunnar Erik Guđmundsson (1361) sem landađi hvorki meira né minna en 86 Elo-stigum og hafnađi í 9. sćti međ 4,5 vinning. Af öđrum sem hćkkuđu töluvert má nefna Jón Eggert (47), Kristján Geirsson (45), Alexander Oliver (37), Birgir Loga Steinţórsson (34) og Benedikt Ţórisson (32).

Í upphafspistli mótsins er ađ finna ýmsar hugleiđingar um mótiđ og fleira ţví tengdu. Öll úrslit og meira til, ásamt öllum skákum mótsins má finna á Chess-Results. Dađi Ómarsson sá um innslátt skáka. Keppendum er ţökkuđ ţátttakan – sjáumst ađ ári!

Nánar á heimasíđu TR.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 36
  • Sl. viku: 231
  • Frá upphafi: 8764920

Annađ

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 151
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband