Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Hannes Hlífar og Björn Ţorfinnsson međal efstu manna

GUP121G1DHannes Hlífar Stefánsson og Björn Ţorfinnsson voru í hópi fimm efstu manna á Norđurljósamótinu, „Reykjavik Northern lights open 2017“ sem Skáksambands Íslands stendur fyrir í samvinnu viđ Taflfélag Reykjavikur en mótiđ fer fram í húsakynnum ţessa elsta starfandi skákfélags landsins. Tengingin viđ Norđurljósin er viđ hćfi ţar sem mađurinn sem „seldi“ norđurljósin, skáldiđ Einar Benediktsson, var einn af stofnendum TR aldamótaáriđ 1900. Tefldar verđa níu umferđir og dagskrá ţess er stíf ţar sem tefld var tvöföld umferđ um helgina en úrslit fimmtu umferđar sem lauk seint í gćrkvöldi lágu ekki fyrir ţegar ţetta var ritađ. Ţá mćttust m.a. Hannes og Björn. Stađa efstu manna eftir fjórar umferđir var ţessi.: 1. – 5. Xi Yingu (Kína), Aloyzas Kveinys (Litháen), Xu Yi (Kína),Hannes Hlífar Stefánsson og Björn Ţorfinnsson 3 v. ( af 4) 6.-10. Nihal Sarin (Indland), Mark Hebden (England), Torbjörn Ringdal (Danmörk), Hjörvar Steinn Grétarsson og Vignir Vatnar Stefánsson 2˝ v.

Keppendur eru 22. talsins en SÍ réđst í framkvćmdina til ađ mćta óskum margra af bestu skákmönnum ţjóđarinnar sem hafa bent á ađ hiđ mikla styrkleika/elo-stigabil sem er á keppendum hins árlega Reykjavíkurskákmóts, geri sókn ađ titiláföngum torsótta. Ekki verđur betur séđ en ađ Björn og Vignir Vatnar ćtli sér ađ nýta tćkifćriđ vel.

Hjörvar Steinn Grétarsson er stigahćsti keppandinn en hann tapađi í fyrstu umferđ fyrir Einar Hjalta Jenssyni. Mesta athygli allra keppenda vekur hinn 13 ára Indverji, Nihal Sarin, sem hefur teflt víđa um heim á undanförnum mánuđum og er talinn eitt mesta efni sem Indverjar eiga í dag. Sarin hefur lent í basli í nokkrum skákum og var međ tapađ tafl gegn Hjörvari Steini í 2. umferđ en slapp međ jafntefli.

Hannes Hlífar og Hjörvar Steinn eru ţrátt fyrir allt líklegastir okkar manna til ađ keppa um efsta sćtiđ og sá fyrrnefndi virđist í góđu formi ef marka má sigur hans yfir Englendingnum Hebden á laugardaginn:

Norđurljósamótiđ 2018; 3. umferđ:

Hannes Hlífar Stefánsson – Mark Hebden

Ítalskur leikur

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bc4

Ítalski leikurinn er sennilega vinsćlli í dag međal toppskákmanna en spćnski leikurinn sem kemur upp eftir 3. Bb5.

3....Rf6 4. d3 Be7 5. 0-0 0-0 6. He1 d6 7. a4 Be6 8. Bxe6 fxe6 9. c3 Dd7 10. Db3 b6 11. d4 Rh5 12. Be3 exd4 13. cxd4 d5 14. Rc3 Had8 15. Hac1

Hótar 16. exd5 exd5 17. Rxd5 međ peđsvinningi. Stöđuuppbygging svarts er ekki góđ og riddarinn á c6 verđur ađ skreppa frá en ţá lendir h5-riddarinn í vanda.

15....Ra5 16. Dd1 c6 17. Re5 De8 18. Dg4 Bd6 19. Rf3 Dg6 20. Dxg6 hxg6 21. Rg5 Hde8 22. e5 Bb4 23. g3! 

GUP121FQFAfhjúpar mislukkađa byrjun, riddarinn á h5 á engan reit! Í nćstu leikjum reynir svartur ađ leysa um hann.

23....c5 24. He2 Rb3 25. Hd1 cxd4 26. Bxd4 Hf5 27. h4 Rf4?!

Hebden mat ţađ svo ađ besta tćkifćriđ til a losa um riddarann vćri ađ fórna honum akkúrat núna. Mannsfórnin gefur viss fćri en Hannes er vandanum vaxinn.

28. gxf4 Hxf4 29. Be3 Hxh4 30. Rb5 Bc5 31. Rc7! d4 32. Rxe8 dxe3 33. Hd8 Hg4+ 34. Kf1 Hxg5

 

35. Rd6+!

Snjall lokaleikur sem gerir út um allar vonir svarts, 35....Kh7 er svarađ međ 36. Rf7! sem hótar hróknum og máti á h8. Hebden gafst ţví upp.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 13. nóvember 2017

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 11
  • Sl. sólarhring: 38
  • Sl. viku: 239
  • Frá upphafi: 8764928

Annađ

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 159
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband