Leita í fréttum mbl.is

EM Landsliða - Liðsstjórapistill 2. umferðar

P1050028Í annarri umferð á EM landsliða beið okkar það hlutverk að kljást við Albani. Við vorum stigahærri á öllum borðum og því kærkomið tækifæri að koma sterkir til baka eftir 1-3 tapið í fyrstu umferð gegn ógnarsterkum Ungverjum.

Undirbúningur var nokkuð auðveldur þar sem að Albanir eru mættir til leiks hér með fjóra liðsmenn eins og við og enga varammenn. Menn gátu því hafið undirbúning í gærkvöldi þegar pörun lá fyrir.

Mótið er eins og áður hefur komið fram mjög sterkt þrátt fyrir að nokkra sterka pósta vanti úr heimselítunni. Óvæntustu úrslit fyrstu umferðar voru án vafa sigur Ítala á Azerbaijan. Mikil vonbrigði fyrir Azera sem höfðu mikinn metnað fyrir árangri á þessu móti.

 

En færum okkur yfir í viðureign dagsins í 2. umferð

Clipboard03

 

Okkar reyndustu menn stýrðu báðir hvítu mönnunum og við auk þess stigahærri á öllum borðum eins og áður sagði. Krafan var því augljóslega sigur! Yfirferð yfir skákirnar kemur hér á eftir í þeirri röð sem þær kláruðust.

P1050028

3. borð Hannes hvítt gegn Ashiku

Hannes tefldi af gríðarlegum krafti á 1. borði. Andstæðingur hans var yngstu Albana og e.t.v. hættulegasti andstæðingurinn sem hægt var að fá en Hannes var ekki í stuði fyrir neitt rugl í dag!

EM 2017_2nd_Hannes_1 

 

Hannes tefldi gambít með d4 og svo c3 (sjá stöðumynd). Að sjálfsögðu ekki Dxd4? sem er þekkt byrjanagildra sem kölluð er "Örkin hans Nóa" af einhverjum ástæðum og ef ég man rétt! Stöðuna eftir 9...dxc3 10.Dh5 þekkti Hannes og vissi að svartur ætti að leika De7 eða Df6. Albaninn lék 10...g6? sem Hannes vissi að væri vitlaus leikur sem ætti að refsa og það gerði hann svo sannarlega!

EM 2017_2nd_Hannes_2

Hér er Hannes að hóta að opna stöðuna með e5 og nýta sér mikið rými og skjótari liðsskipan.  Svartur lenti í miklum vandræðum þar sem honum tókst ekki að ljúka liðsskipan og kóngurinn var fastur á miðborðinu. Hannes kláraði dæmið í aðeins 27. leikjum

 

EM 2017_2nd_Hannes_3

Hér eftir ...b4 í erfiðri stöðu kom einfaldlega Bb6 hjá Hannesi sem hótar svörtu drottningunni og ef hún hreyfir sig kemur Hd8+ sem er mát í næsta leik. Svartur drap á e5 og gaf svo eftir Hd8+

Flottur sigur hjá Hannesi sem gaf liðinu góðan meðbyr mjög snemma í viðureigninni.

 

EM2017_2nd_Hedinn

1.borð Héðinn hvítt gegn Mehmeti

Héðinn fékk strax mjög þægilega stöðu gegn hættulítilli byrjun andstæðings síns.

EM 2017_2nd_Hedinn_1

Eftir 20 leiki var Héðinn svo einfaldllega kominn með ALLA stöðuna, biskupaparið, rými, sókn, veikleikar til að tefla upp á....you name it!

EM 2017_2nd_Hedinn_2

Mjög fljótt fjaraði undan svörtu stöðunni og Mehmeti fór í einhverjar vafasamar "desperation" aðgerðir hér:

EM 2017_2nd_Hedinn_3

Svartur lék semsagt ...Hxf7 sem er náttúrulega "enginn leikur".  Eftirleikurinn var mjög auðveldur hjá Héðni sem vann og tryggði okkur vænlega 2-0 stöðu, jafntefli í versta falli og þurftum við nú aðeins hálfan vinning í hinum skákunum til að tryggja sigur í viðureigninni.

 

EM2017_2nd_Gummi

4. borð Guðmundur með svart gegn Seitaj

Gummi beit Pirc með svörtu og jafnaði í raun taflið frekar auðveldlega og snemma þar sem andstæðingur hans var í raun ekki að tefla upp á neitt.

EM 2017_2nd_Gummi_1

Morgunljóst er að hvítur er ekki með neitt hér og svartur jafnvel með ööööörlítið betra. Vandamálið er hinsvegar að mjög erfitt er að komast eitthvað áfram fyrir svartan. Guðmundur tefldi framhaldið vel og for í framrás á drottningarvæng. Í kjölfarið fékk Gummi smá vinningssénsa þegar andsætðingur hans leyfði honum að fá frelsingja á a-línunni.

EM 2017_2nd_Gummi_2

Hér kom fyrsta krítíska mómentið í skákinni. Mig minnir að það hafi verið í þessari stöðu frekar en einum leik síðar. Gummi átti um 4 mínútur eftir á klukkunni og andstæðingur hans (sem er með mikla reynslu) fór í A-Evrópu skítatrikks-reynslubankann og bauð jafntefli á tíma Gumma. Þetta fipaði okkar mann eitthvað og hafði nokkuð mikið áhrif.

Gummi hélt áfram þó hann hefði verið sleginn aðeins út af laginu en líklega hefði hann átt að spyrja mig út í jafnteflisboðið þar sem á þessum tímapunkti hefði það tryggt sigur í viðureigninni og staðan hjá Hjörvar engan veginn ljós.

 

EM 2017_2nd_Gummi_3

Næsta krítíska augnablik var öllu krítískara en þar fór skákin úr jafntefli yfir í tap. Síðasti leikur hvíts var 40.Dxe5+ en áður en honum var leikið var smá reikistefna þar sem klukkan Guðmundar hafði þegar gefið honum aukatíma eins og hann hefði klárað 40 leiki. Skákstjórinn þurfti því að tala við þá, stilla teljarann á 39 leiki aftur og setja klukkuna í eina mínútu og 32 sekúndur hjá Guðmundi. Mögulega missti Gummi smá einbeitinguna við þetta og var áður búið að fipa hann eilítið með siðlausu jafnteflisboði.

Í stöðunni hefði Guðmundur að sjálfsögðu átt að leika 40...Kh7 og taka SVO ákvörðun eftir að hafa fengið viðbótartímann í 40. leik. Þar sem GK hefur tamið sér að standa upp eftir 40 leiki hefði hann aldrei leikið þessum afleik að yfirlögðu ráði og úrslitin því orðið ljós á þessum tímapunkti.

Þess í stað opnuðust flóðgáttir og albanski alþjóðlegi meistarinn kláraði dæmi og Albanir eygðu nú allt í einu von í stöðunni 2-1 fyrir Ísland.

 

EM2017_2nd_hjorvar

2. borð Hjörvar svart gegn Pasko

Undirbúningur Hjörvars gekk algjörlega upp. Hann valdi drottningarbragð með ...a6 og eins og hvítur tefldi þetta þurfti hann snemma að taka ákvöðrun með drottningarbiskupinn og valdi að setja hann á f4. Þá lék Hjörvar strax ...Bd6 og miðað við hefðbundið drottningarbragð á svartur mun auðveldara um vik. Svartur jafnaði taflið mjög snemma og Hjörvar var fljótlega eftir það kominn með aðeins þægilegri stöðu.

EM 2017_2nd_Hjorvar_1

Albaninn fór þá í mótspilsaðgerðir með f4-f5 framrás og Hjörvar taldi þar skynsamlegast að fórna peði og líklegast var rétt hjá honum að hann var alltaf með nægar bætur fyrir það. Svartur var í raun með smá svona "positional bind" og hvítur var í raun aldrei að hóta að bæta stöðuna að neinu ráði.

EM 2017_2nd_Hjorvar_2

Þegar Hjörvar náði hér að vinna peðið til baka með ...Hxe3 róaðist ég aðeins niður en það var á svipuðum tíma og skákin hjá Guðmundi var að tapast. 

Í stöðunni 2-1 fyrir okkur fór hinsvegar verulega um mig og Gunnar hér eftir Hd8 hjá Albananum. Hér var spennan gríðarleg og lítill tími á klukkuni. Hér liggur beinast við að ýta b-peðinu en svartur þarf að passa sig þar sem 54...b3 55.Hf8 b2 57.Hxf7+ Kg8 58.Hg7+ Kf8 (...Kh8 þá Rg6#) 60.Re6+ Ke8 51.f7+ og það er hvítur sem vinnur!

EM 2017_2nd_Hjorvar_3

Hjörvar missti þó af vinningi hér þar sem það kemur á daginn að 54...b3 55.Hf8 Re6! 56.Hxf7+ Kg8 vinnur þar sem riddarinn valdar g7 reitinn og svarta frípeðið er of hættulegt.

Hjörvar fann þó 54..:Re4 og eftir 55.Hf8 og 55...Hf2+ með grettu hjá Pasko sem var svo sannarlgea ekkert Páska-lamb að leika sér við!

Ljóst var að eftir ..Hf2+ og ...Hxf6 að öll taphætta var úr sögunni og við gátum andað léttar. Hjörvar reyndi aðeins að vinna en Albaninn varðist þeim tilraunum og jafntefli niðurstaðn í þessari skák og 2,5-1,5 sigur hjá okkar mönnum.

Clipboard04

 

Á morgun bíður gríðarlega sterk sveit Georgíumanna og ljóst að við þurfum góðan dag hjá öllum til að ná úrslitum.

Ungverjar eru efstir með flesta vinninga eftir 3,5-0,5 stórsigur á Rúmenum. Ítalir halda áfram góðu móti og unnu Tyrki, frábær úrslit hjá þeim. Rússar og Armenar hafa einnig fullt hús en Úkraínumenn eru ekki í þeim hóp eftir óvænt tap gegn Hollandi.

Í kvennaflokki hef ég lítið fylgst með en þar ætti sigur Rússa að vera nánast formsatriði...aldrei segja aldrei þó.

 

Kveðja frá Krít,

Ingvar Þór Jóhannesson

 

Að neðan er SnapChat saga dags #2, smá flipp og grín. Addið Ingvar77 til að vera með ;-)

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 20
  • Sl. sólarhring: 45
  • Sl. viku: 248
  • Frá upphafi: 8764937

Annað

  • Innlit í dag: 19
  • Innlit sl. viku: 167
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband