27.10.2017 | 22:35
Fjölmenn Bikarsyrpa hafin
Þriðja mót Bikarsyrpu TR, og hið síðasta á líðandi ári, hófst í dag þegar flautað var til leiks í Skákhöll TR. Við tók rafmögnuð spenna þegar hin efnilegu ungmenni hófu baráttur sínar á borðunum köflóttu, en alls tekur á fjórða tug keppenda þátt í móti helgarinnar sem er mesta þátttaka um allnokkurt skeið. Bikarsyrpan hefur undafarin ár skipað sér fastan sess í skáklífinu og er langstærstur hluti hinna ungu skákdrengja- og stúlkna orðinn margreyndur sem gerir það að verkum að allt mótahald rennur ljúflega í gegn yfir skemmtilegar og viðburðaríkar helgar.
Strax í fyrstu umferð mátti sjá margar spennandi viðureignir þrátt fyrir að styrkleikamunur keppenda í milli sé nokkur í upphafi móts. Almennt fór þó svo að hinn stigahærri lagði þann stigalægri en þó má nefna að Ásthildur Helgadóttir gerði jafntefli við Árna Ólafsson (1273) eftir að hafa pattað andstæðing sinn með gjörunna stöðu á borðinu. Ásthildur hefur ekki langt að sækja skákhæfileikana en faðir hennar er stórmeistarinn Helgi Áss Grétarsson.
Hún var löng og dramatísk baráttan á milli Óttars og Bjarts sem sitja hér að tafli með allan TR salinn fyrir sig. Benedikt fylgist spenntur með.
Það gengur á ýmsu á skákborðunum í mótum Bikarsyrpunnar og eftir góðan nætursvefn mætum við fersk á laugardagsmorgun kl. 10 þegar önnur umferð hefst. Við hvetjum áhorfendur til að mæta og upplifa spennuna beint í æð, og svo er ekki verra að fá sér ilmandi nýtt TR-kaffi með.
Nánar á heimasíðu TR.
Flokkur: Spil og leikir | Facebook
Nýjustu færslur
- Ný vefsíða Skák.is!
- Loftur fær Héðin í fyrstu umferð
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bættust við á keppendalistann á l...
- Ný alþjóðleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - með vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Æsir - vertíðarlok
- Fundargerð aðalfundar SÍ
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferð Altibox Norway Chess
- Þrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimilið, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíða SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíða tileinkuð Friðriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíþróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallþráður skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef þú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alþjóðlega skáksambandið
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norræna skákfréttasíðan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.7.): 22
- Sl. sólarhring: 22
- Sl. viku: 148
- Frá upphafi: 8779028
Annað
- Innlit í dag: 16
- Innlit sl. viku: 117
- Gestir í dag: 12
- IP-tölur í dag: 11
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.