Leita í fréttum mbl.is

Fjölmenn Bikarsyrpa hafin

20171027_174611-620x330

Þriðja mót Bikarsyrpu TR, og hið síðasta á líðandi ári, hófst í dag þegar flautað var til leiks í Skákhöll TR. Við tók rafmögnuð spenna þegar hin efnilegu ungmenni hófu baráttur sínar  á borðunum köflóttu, en alls tekur á fjórða tug keppenda þátt í móti helgarinnar sem er mesta þátttaka um allnokkurt skeið. Bikarsyrpan hefur undafarin ár skipað sér fastan sess í skáklífinu og er langstærstur hluti hinna ungu skákdrengja- og stúlkna orðinn margreyndur sem gerir það að verkum að allt mótahald rennur ljúflega í gegn yfir skemmtilegar og viðburðaríkar helgar.

Strax í fyrstu umferð mátti sjá margar spennandi viðureignir þrátt fyrir að styrkleikamunur keppenda í milli sé nokkur í upphafi móts. Almennt fór þó svo að hinn stigahærri lagði þann stigalægri en þó má nefna að Ásthildur Helgadóttir gerði jafntefli við Árna Ólafsson (1273) eftir að hafa pattað andstæðing sinn með gjörunna stöðu á borðinu. Ásthildur hefur ekki langt að sækja skákhæfileikana en faðir hennar er stórmeistarinn Helgi Áss Grétarsson.

Hún var löng og dramatísk baráttan á milli Óttars og Bjarts sem sitja hér að tafli með allan TR salinn fyrir sig. Benedikt fylgist spenntur með.

Það gengur á ýmsu á skákborðunum í mótum Bikarsyrpunnar og eftir góðan nætursvefn mætum við fersk á laugardagsmorgun kl. 10 þegar önnur umferð hefst. Við hvetjum áhorfendur til að mæta og upplifa spennuna beint í æð, og svo er ekki verra að fá sér ilmandi nýtt TR-kaffi með.

Nánar á heimasíðu TR


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.7.): 22
  • Sl. sólarhring: 22
  • Sl. viku: 148
  • Frá upphafi: 8779028

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 117
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband