5.7.2017 | 15:14
Ráðgátan um uppruna taflmannanna frá Ljóðhúsum - Íslenska kenningin
Ritið The Enigma of the Lewis Chessmen – The Icelandic Theory um hina fornu taflmenn og mögulegan íslenskan uppruna þeirra, eftir Guðmund G. Þórarinsson, verkfræðing, er nú komin út í fjórða sinn í enn aukinni og endurbættri útgáfu á ensku í ritstjórn Einars S. Einarssonar.
Þeirri áhugaverðu tilgátu að hinir fornfrægu taflmenn séu íslenskir að uppruna, en ekki norskir - gerðir í Þrándheimi, eins og haldið hefur verið fram, vex stöðugt fylgi. Kenning Guðmundar þar um er nú almennt viðurkennd sem jafngild hinni fyrri og af mörgum talin sennilegri.
Þessir merku skák- og listmunir fundust 1831 grafnir í sand í Uig (Vík) á eyjunni Lewis eða Ljóðhúsum eins og eyjan er jafnan nefnd í fornum íslenskum heimildum. Þeir er fyrstu taflmennirnir með nútímasniði sem fundist hafa í heiminum og taldir vera meðal 5 merkustu muna og gersema í eigu Breska þjóðminjasafnsins og þess Skoska, þar sem 11 af þeim 93 taflmönnum sem fundust eru varðveittir, en í þeim söfnum kennir margra grasa.
Eins og kunnugt er endurvakti Guðmundur árið 2010 þá einkar athyglisverðu kenningu, sem Sir Frederic Madden safnvörður British Museum setti fram 1832 stuttu eftir að taflmennirnir fundust, að þeir væru að öllum líkindum íslenskir að uppruna. Skornir úr rostungstönnum í Skálholti í lok 12. aldar af Margréti hinni högu, prestfrú þar fyrir tilstuðlan Páls Jónssonar, biskups. Fjallað hefur verið um þessa kenningu og söguskoðun á alþjóðlegum málþingum bæði í Edinborg og í Skálholti og ritað um hana í New York Times, the Scotsman og fleiri víðlesnum blöðum og skáksíðum víða um heim.
Í ljósi þeirra nýju röksemda og ígrundana, sem settar eru fram í hinni auknu og endurbættu útgáfu, má segja að hinni norsku kenningu hafi mögulega verið hrundið. Kemur þar einkum til að það mikla ófremdarástand ríkti á erkibiskups-stólnum í Niðarósi í lok 11. aldar á þeim tíma þegar taflmennirnir eru taldir hafa verið gerðir sem og mörg önnur afar söguleg og athyglisverð rök sem benda til Íslands.
Fyrir sex árum síðan fannst útskorinn taflmaður úr beini á Siglunesi frá sama tíma, sem ber svo sterkt svipmót af hróknum/berserknum í Lewistaflsettunum að vart fer milli mála að sá sem hann gerði hafi annað hvort verið kunnugur þeim eða umræddur hrókur verið fyrirmynd þeirra.
Bókin IVORY VIKINGS – The Mystery of the Most Famous Chessmen in the World and the Woman who made them – sem út kom fyrir tveimur árum, eftir bandaríska rithöfundinn og sagnfræðinginn Nancy M. Brown, hleypir enn frekari stöðum undir íslensku kenninguna um uppruna hinna fornu taflmanna.
Ef kenningin um að taflmennirnir frá Ljóðhúsum séu í raun íslenskir að uppruna reynist rétt mun hún varpa nýju ljósi á menningu og handmennt landsmanna okkar til forna og breyta Íslandssögunni. Forfeður okkar voru ekki einungis frábærir sögumenn, skáld og sagnaritarar - sem alkunna er - heldur og einnig afburða lista- og hagleiksmenn á heimsvísu.
Bókin er til sölu í Safnbúð Þjóðminjasafnsins, Gestastofu Skálholts og hjá útgefandanum: galleryskak@gmail.com. Hægt er að skrá sig fyrir bókinni hér á Skák.is (guli kassinn).
Flokkur: Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 15:23 | Facebook
Nýjustu færslur
- Ný vefsíða Skák.is!
- Loftur fær Héðin í fyrstu umferð
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bættust við á keppendalistann á l...
- Ný alþjóðleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - með vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Æsir - vertíðarlok
- Fundargerð aðalfundar SÍ
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferð Altibox Norway Chess
- Þrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimilið, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíða SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíða tileinkuð Friðriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíþróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallþráður skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef þú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alþjóðlega skáksambandið
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norræna skákfréttasíðan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.7.): 0
- Sl. sólarhring: 22
- Sl. viku: 124
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 97
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.