Leita í fréttum mbl.is

Úrslitaskák um Íslandsmeistaratitilinn á morgun - Héðinn hefur hálfan vinning á Guðmund

2017-05-19 17.04.28

Það er ljóst að það verður úrslitaskák um Íslandsmeistaratitilinn í skák á morgun þegar Héðinn Steingrímsson (2562) og Guðmundur Kjartansson (2437) tefla. Héðni dugar jafntefli en Guðmundur, sem stjórnar hvíta heraflanum, þarf að vinna. Báðir unnu þeir í dag. Héðinn vann Sigurbjörn Björnsson (2268) og Guðmundur hafði sigur á Birni Þorfinnssyni (2407) í lengstu skák umferðarinnar. Báðir hafa þeir ótrúlegt skor. Héðinn hefur 7½ vinning í átta skákum en Guðmundur hefur 7 vinninga sem í "venjulegu árferði" myndi þýða efsta sætið.  

2017-05-19 17.05.44

Önnur úrslit urðu þau að Hannes Hlífar Stefánsson (2566) vann Vigni Vatnar Stefánsson (2334), Davíð Kjartansson (2389) heldur áfram á beinu brautinni eftir slaka byrjun og vann nú Dag Ragnarsson (2320). Bárður Örn Birkisson (2162) lyfti sér af botninum með góðum sigri á móti Guðmundi Gíslasyni (2336).  

2017-05-19 17.04.49

Lokaumferðin á morgun hefst kl. 13. 

Staðan: 

1. Héðinn Steingrímsson (2562) 7½ v.
2. Guðmundur Kjartansson (2437) 7 v.
3. Dagur Ragnarsson (2320) 5 v.
4. SM Hannes Hlífar Stefánsson (2566) 4½ v.
5. FM Davíð Kjartansson (2389) 4 v.
6. AM Björn Þorfinnsson (2407) 3½ v.
7. FM 
Sigurbjörn Björnsson (2268) 3 v.
8.-9. Bárður Örn Birkisson (2162) og Vignir Vatnar Stefánsson (2334) 2 v.
10. 
Guðmundur Gíslason (2336) 1½ v. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (19.1.): 615
 • Sl. sólarhring: 1482
 • Sl. viku: 7551
 • Frá upphafi: 8457737

Annað

 • Innlit í dag: 362
 • Innlit sl. viku: 3907
 • Gestir í dag: 292
 • IP-tölur í dag: 268

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband