Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Línur ađ skýrast á Reykjavíkurskákmótinu

GH61160JPJóhann Hjartarson er í hópi ţeirra 16 skákmanna sem unniđ hafa allar ţrjár skákir sínar á Reykjavíkurskákmótinu sem hófst í Hörpunni á miđvikudaginn. Jóhann hefur ekki teflt á Reykjavíkurskákmóti síđan áriđ 1996 og er í framvarđsveit ţeirra íslensku skákmanna sem tefla á mótinu. Hannes Hlífar Stefánsson, Ţröstur Ţórhallsson, Bragi Ţorfinnsson og hinn síungi Áskell Örn Kárason hafa hlotiđ 2 ˝ vinning og sitja í 17.-42. sćti.

Ţróunin vill verđa sú ţegar mikill stigamunur er á keppendum ađ í fyrstu umferđunum er eins og dregiđ sé í dilka; hinir stigahćrri hafa oftast betur og rađast saman síđar í mótinu. Tefldar verđa tíu umferđir og keppendur eiga kost á ˝ vinnings yfirsetu tvisvar. Stigahćstur allra er Hollendingurinn Anish Giri međ 2771 elo stig en ţeir stigalćgstu eru međ í kringum 1000 elo stig. En ţarna getur hver sem vill tekiđ ţátt og ófáir íslenskir skákmenn hafa tekiđ sín fyrstu skref á alţjóđavettvangi skákarinnar á Reykjavíkurskákmóti. Björn Blöndal, formađur borgarráđs, benti á ţá merkilegu stađreynd í setningarrćđu sinni, ađ ţegar Reykjavíkurskákmótinu var „hleypt af stokkunum“ í ársbyrjun 1964 var ţađ fyrsti alţjóđaviđburđurinn sem tengdist nafni Reykjavíkur.

 

Fyrsti stórmeistara Fćreyinga fer fyrir stórum hópi keppenda

Eftir ađ Reykjavikurskákmótiđ flutti sig um set yfir í Hörpuna hafa nokkrir erlendir keppendur haldiđ mikilli tryggđ viđ mótiđ og koma ár eftir ár. Nefna má Englendinginn Gawain Jones, Svíann Nils Grandelius, indversku skákdrottninguna Tönju Sadchev, Hollendinginn Eric Winter og ýmsa ađra. Samsetning keppenda leiđir í ljós ađ Bandaríkjamenn eru fjölmennastir međ 18 fulltrúa, Indverjar eiga 16 skákmenn og 13 Svíar taka ţátt. FIDE sćmdi Helga Dam Ziska stórmeistaratitli á dögunum og hann fer fyrir hópi 12 Fćreyinga. Bandaríkjamađurinn James Tarjan lćtur ekki mikiđ yfir sér en hefur ţó ákveđinn status á ţessu ţingi; fyrir meira en 30 árum hćtti hann sem atvinnumađur og gerđist bóksafnsfrćđingur. Hann og Beljavskí eru ţeir einu sem hafa teflt í sigursveit á Ólympíuskákmóti. Tarjan var međ ţegar Bandaríkjamenn unnu gulliđ í Haifa áriđ 1976 og Beljavskí var í sigursveit Sovétmanna árin 1982, 1984 og 1988.

 

Hvađ varđar baráttuna í Hörpunni ţá virđist mikill stigamunur oft gefa ţeim stigahćrri sálfrćđilegt forskot. Ţannig virtist a.m.k fara fyrir hinum finnska andstćđingi Jóhanns í 2. umferđ. Hann hefđi átt ađ kíkja betur á hiđ flókna afbrigđi Vínartafls. Ţađ byggist á peđsfórn strax í 6. leik og annađ peđ er ađ fá ef svartur vill:

Jóhann Hjartarson – Samu Ristoja

Vínar tafl

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 d5 4. Rc3 dxc4 5. e4 Bb4 6. Bxc4 Rxe4 7.

O-O Rxc3 8. bxc3 Bxc3?

Svarta stađan er óteflandi eftir ţetta peđsrán, 8. ... Be7 hefur margoft sést.

9. Hb1 c6 10. Hb3 Ba5 11. Re5 b5?

11. ... Rd7 kom til greina en hvítur á fórnina 12. Rxf7! Kxf7 13. Bxe6+! Kxe6 14. De2+ Kf7 15. Dc4+! Kf8 16. Ba3+ c5 17. Hf3+ og vinnur.

12. Dg4! g6 13. Bg5 f5 14. Dh4 Dc7 15. Be2 Hg8 16. Hc1 a6 17. Bf3 Bb7 

GH6115R1118. Bd8!

Laglegur hnykkur sem gerir út um tafliđ.

18. ... Dxd8 19. Dxh7 Hf8 20. Dxg6+ Ke7 21. Dg7+

– og svartur gafst upp, 21. ... Kd6 22. Dxb7 er algerlega vonlaust framhald.

------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 22. apríl 2017

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 84
  • Sl. viku: 238
  • Frá upphafi: 8764695

Annađ

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 142
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband