Leita í fréttum mbl.is

SŢR 7.umferđ: Guđmundur Kjartansson og Björn Ţorfinnsson efstir og mćtast í nćstu umferđ

20170129_125946

Guđmundur Kjartansson vann peđ snemma tafls gegn Degi Ragnarssyni en gaf drottningu fyrir hrók og mann og fćri međ valdađ frípeđ. Dagur ţurfti síđan ađ gefa heilan hrók fyrir frípeđiđ og ţar međ var Dagur ađ kveldi kominn.

Hinn alţjóđameistarinn viđ toppinn, blađamađurinn og fyrrum forsetinn Björn Ţorfinnsson vann Örn Leó Jóhannsson og deilir nú efsta sćtinu međ Guđmundi. Örn Leó virtist lengi vel vera međ ágćta stöđu en notađi mikinn tíma og urđu ađ lokum á mistök sem kostuđu hann peđ og síđan var ekki ađ sökum ađ spyrja.

Sama má raunar segja um skákir Lenku og Dađa, Júlíusar og Ţorvarđar Fannars og Gauta Páls og Björgvins; ómögulegt var ađ spá fyrir úrslit fyrr en nokkuđ langt var liđiđ á keppnisdaginn. Svo fór ađ Lenka, Ţorvarđur Fannar og Björgvin höfđu betur og verđa ţví öll á efstu borđum í nćstu umferđ, ásamt Benedikti Jónassyni sem lagđi Jóhann Ingvason. Ţar verđa líka Jon Olav, sem vann Hrannar Arnarsson í tvísýnni skák og ţeir Bárđur Örn og Björn Hólm Birkissynir sem gerđu jafntefli í sinni innbyrđis viđureign.

Áttunda og nćstsíđasta umferđ verđur tefld á miđvikudagskvöld, 1. febrúar og hefst kl. 19.30. Ţá mćtast stigahćstu menn mótsins, ţeir Guđmundur Kjartansson og Björn Ţorfinnsson en Dagur mćtir Ţorvarđi Fannari og Lenka Björgvini Víglundssyni.

Ţađ verđur síđan á föstudaginn 3. febrúar sem ljóst verđur hver hreppir titilinn Skákmeistari Reykjavíkur 2017, ţví ţá fer níunda og síđasta umferđin fram.

Önnur úrslit 7. umferđar sem og pörun 8.umferđ má sjá á Chess-results.

Myndskreytt frásögn á heimasíđu TR


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (22.1.): 6
 • Sl. sólarhring: 53
 • Sl. viku: 316
 • Frá upphafi: 8714337

Annađ

 • Innlit í dag: 5
 • Innlit sl. viku: 220
 • Gestir í dag: 5
 • IP-tölur í dag: 5

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband