Leita í fréttum mbl.is

Leikar ćsast á N-S mótinu í kvöld!

Gestamotid0063-umf_2017Fjórđa umferđ hins bleksterka Nóa-Siríus móts (Gestamóts Hugins og Skákdeildar Breiđabliks) hefst kl. 19.00 í kvöld. Vćnta má magnţrunginnar spennu ţegar kapparnir hamast viđ ađ velta kóngi hver annars úr sessi međ brakandi heilastarfsemi og bellibrögđum í öllum regnbogans litum. 

Eftirlćti ţjóđarinnar, Friđrik Ólafsson keppir viđ fremstu skákkonu landsins Lenku Ptácníkovu. Ţar getur orđiđ áhugaverđ barátta á listrćnum nótum fagurkera. Skákmennirnir geđţekku Benedikt Jónasson og Jóhann Hjartarson leiđa saman hesta sína. Benedikt hefur áđur sýnt ađ hann er höfđingjadjarfur og vís til ţess ađ veita stórmeistaranum sterka verđugt viđnám. Ekki kćmi á óvart ţó ađ upp kćmi spćnski leikurinn međ harđri stöđubaráttu. Guđmundur Kjartansson mćtir Magnúsi Erni Úlfarssyni. Báđir eru ţeir baráttujaxlar miklir međ úthald á viđ veđurbarinn sjómann á frystitogara – alls ekki ósennilegt ađ skákin fari yfir 100 leiki. Ţröstur Ţórhallsson etur kappi viđ Dag Ragnarsson. Snarpir skákmenn báđir, stundum óţolinmóđir; stórmeistarinn svakalega útsjónarsamur og skeinuhćttur í flóknum stöđum en Dagur vex međ hverri raun. Gćti orđi stutt senna en hörđ. Ungstirniđ efnilega Örn Leó Jóhannsson tekst á viđ Jón L. Árnason, fyrrum heimsmeistara unglinga. Ţessi viđureign gćti orđiđ skemmtileg og víst ađ Örn Leó verđur ađ eiga sinn allra besta dag til ađ ná ađ velgja stórmeistaranum sterka undir uggum. Dađi Ómarsson mćtir félaga sínum úr TR, Birni Ţorfinnssyni. Ţetta verđur mjög áhugaverđ skák, Dađi sérfrćđingur mikill í byrjunum, nánast gangandi skábókasafn, og Björn rammvilltur sóknarskákmađur sem stefnir almennt ađ ţví ađ máta andstćđinginn í sem allra fćstum leikjum, óháđ öllum kennisetningum byrjanafrćđanna – óháđ mannafla sem hann skeytir lítt um. Hér er ađeins stiklađ á stóru ţví ađ allar viđureignir kvöldsins lofa góđu um skemmtan mikla og góđa. 

Á efstu borđum í B-flokki mćtast Birkir Karl Sigurđsson, Ástralíufari, og Hörđur Aron Hauksson, báđir međ fullt hús stiga. Jón Trausti Harđarson, stigahćsti keppandinn, tekst á viđ Stefán Orra Davíđsson, vćntanlega af miklum ţunga. Snillingarnir úr viđskiptalífinu, Jón Eggert Hallsson og Agnar Tómas Möller, fara í stífa hagkvćmniútreikninga einstakra afbrigđa í huganum og ungstirnin Benedikt  Briem og Óskar Víkingur Davíđsson reyna međ sér af fullum krafti. Á fimmta borđi mćtir skákmađurinn knái Alexander Oliver Maí hinni bráđefnilegu skákkonu Svövu Ţorsteinsdóttur, sem gerđi sér lítiđ fyrir og hélt jöfnu viđ Jón Trausta Harđarson í umferđinni á undan. Ólafur Evert Úlfsson og Stephan Briem leiđa saman hesta sína og ţar verđur án efa hart barist. Sömu sögu er ađ segja af viđureigninni á 7. borđi ţar sem ungstirnin Róbert Luu og Hrund Hauksdóttir geysast fram á köflótta borđiđ full sjálfstrausts og sigurvilja. Margt fleira verđur skemmtilegt á sjá í ţessum spennandi flokki! 

Gestir eru velkomnir í Stúkuna á Kópavogsvelli. Sjá pörun á Chess-Results.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (14.8.): 2
 • Sl. sólarhring: 66
 • Sl. viku: 253
 • Frá upphafi: 8706505

Annađ

 • Innlit í dag: 2
 • Innlit sl. viku: 162
 • Gestir í dag: 2
 • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband