Leita í fréttum mbl.is

ÓL: Brött brekka í Bakú í dag

ICELAND_Maria Emelianova

Hún reyndist of brött brekkan sem íslensku landsliđin lentu í er 7.umferđ var tefld á Ólympíuskákmótinu í Bakú í dag. Ísland tapađi fyrir Grikklandi 1-3 í opnum flokki og í kvennaflokki tapađi liđiđ fyrir firnasterku liđi Spánar 0,5-3,5.

Í opna flokknum gerđu Hjörvar Steinn Grétarsson og Guđmundur Kjartansson jafntefli, en Hannes Hlífar Stefánsson og Bragi Ţorfinnsson töpuđu sínum skákum. Jóhann Hjartarson hvíldi ađ ţessu sinni.

Ađ lokinni 7.umferđ er Ísland í 26.-49.sćti međ 9 stig og eru ţar í góđum hópi öflugra skákţjóđa á borđ viđ Frakkland, Spán og Ţýskaland.

Iceland vs Greece_Paul Truong

Í kvennaflokki hélt Lenka Ptacnikova uppteknum hćtti og fćrđi taflmenn sína um skákborđiđ af miklu sjálfstrausti. Lenka var nálćgt ţví ađ vinna skákina međ svörtu gegn stigahćrri andstćđingi, en varđ ađ lokum ađ sćttast á skiptan hlut eftir 107 leikja baráttu. Guđlaug Ţorsteinsdóttir, Hrund Hauksdóttir og Veronika Steinunn Magnúsdóttir töpuđu sínum skákum. Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir hvíldi í dag.

Ađ lokinni 7.umferđ situr íslenska kvennaliđiđ í 77-98.sćti eftir ţrjú töp í röđ.

Lenka Ptacnikova

Í opna flokknum tók ofursveit Bandaríkjanna sig til og lagđi efsta liđ mótsins, Indland, međ minnsta mun, 2,5-1,5. Bandaríkin hefur ţví tyllt sér í toppsćtiđ međ 13 stig ađ loknum sjö umferđum. Ţá gerđu Englendingar sér lítiđ fyrir og unnu Kína 3-1 og deila ţeir 2.sćti međ Indlandi, Rússlandi, Úkraínu, Georgíu og Lettlandi.

Fimm liđ eru efst í kvennaflokki međ 12 stig; Rússland, Kína, Aserbaísjan, Bandaríkin og Holland. Rússland varđ ađ gera sér jafntefli ađ góđu gegn Póllandi í dag og Kína lagđi Úkraínu međ minnsta mun í uppgjöri stigahćstu liđa mótsins.

USA Team_Paul Truong

8.umferđ verđur tefld á morgun, laugardag, og verđa klukkurnar settar í gang klukkan 11 ađ íslenskum tíma. Ţá mćtir Ísland (2527) liđi Slóvakíu (2504) í opnum flokki, en kvennaliđiđ (2003) etur kappi viđ Marokkó (1824). Ţađ verđur fróđlegt ađ sjá hvernig íslensku liđin bregđast viđ mótlćti dagsins.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 22
  • Sl. viku: 227
  • Frá upphafi: 8765179

Annađ

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 130
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband