Leita í fréttum mbl.is

SA unnu TRuxva nokkuđ örugglega

Á sama tíma og viđureign TR og TG fór fram tefldu saman liđ Skákfélags Akureyrar og unglingaliđs TR, TRuxva. Stór hluti liđsmanna TR voru nýkomnir frá EM í Prag og voru ţví heitir, en á sama tíma líklega svolítiđ ţreyttir. Liđ SA var frekar undirmannađ en ţađ liggur viđ ađ liđ TR hafi veriđ yfirmannađ.

Á fyrsta borđi var Vignir Vatnar Stefánsson. Vignir stóđ fyrir sínu og halađi inn 9 1/2 vinningum. Ţađ er ekki hćgt ađ taka ţađ af honum Vigni ađ hann er mjög sterkur í hrađskák og er fljótur ađ finna góđa leiki. Á öđru borđi var undirritađur, Gauti Páll Jónsson, sem stóđ sig mjög illa. Hann smalađi saman einhverjum fjórum og hálfum vinningi í frekar illa tefldum skákum en var hreinsađur á efri borđum eftir ađ hafa teflt ţar nokkrar mjög góđar skákir. Reyndar fyrir utan skákina međ svart á móti Mikka. Hún var glötuđ. Hrađskákin er svo yndislega brútal, mađur er aldrei búinn ađ vinna fyrr en kóngurinn er mát. Ţađ ţyrfti ađ vísu nokkuđ öflugar sjálfseyđingartölvur til ađ finna tapleiđina í nokkrum stöđum ţar sem menn geta falliđ á tíma og tapađ en ţađ er annađ mál. Á ţriđja borđi var Bárđur Örn Birkisson og á ţví fjórđa var Björn Hólm Birkisson. Ţeir fengu um 50% vinningshlutfall hvor og hefđu líklegast náđ fleiri vinningum á ađeins betri degi. Á neđri borđum tefldu Aron Ţór Mai, Róbert Luu og Alexander Oliver Mai en ţeir náđu í nokkra vinninga. Heilt yfir frekar slakur árangur hjá okkar mönnum, nema ţá helst hjá Vigni sem hefđi ţó ef til vill veriđ til í ađeins meira. Lokaniđurstađan var 39.5 – 32.5 SA í vil.

Ţađ er nokkuđ ljóst ađ Stórveldi Norđurlands er enn sterkara en ungu mennirnir í TR. Hver veit hversu stór sigur SA manna hefđi veriđ hefđu ţeir haft međ menn á borđ viđ Fide meistarana Björn Ívar Karlsson, Rúnar Sigurpálsson og Áskell Örn Kárason? Svo mađur nefni ekki EM-farana Jón Kristinn Ţorgeirsson og Símon Ţórhallsson.

En auđvitađ er hrađskák fyrst og fremst upp á gamaniđ og ţetta kvöld voru óneitanlega tefldar margar skemmtilegar skákir. Liđ TRuxva heldur áfram sömu stefnu og síđustu ár – ađ mćta miklu sterkara til leiks ađ ári. TRuxvi ţakkar fyrir sig og óskar SA til hamingju međ sigurinn!

Gauti Páll Jónsson


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 26
  • Sl. sólarhring: 36
  • Sl. viku: 254
  • Frá upphafi: 8764943

Annađ

  • Innlit í dag: 24
  • Innlit sl. viku: 172
  • Gestir í dag: 22
  • IP-tölur í dag: 18

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband