Leita í fréttum mbl.is

Gullaldarliđ Íslands keppir á HM skáksveita!

Dresden.Cathedral.original.21773Skáksamband Íslands sendir vaska sveit á HM skáksveita, 50 ára og eldri, sem fram fer í Dresden í Ţýskalandi 26. júní til 4. júlí. Sveitin er skipuđ Gullaldarliđi Íslands í skák: Jóhanni Hjartarsyni, Helga Ólafssyni, Margeiri Péturssyni, Jóni L. Árnasyni og Friđriki Ólafssyni. Međaldur er 61 ár og liđsstjóri er Halldór Grétar Einarsson.
 
Um 60 skáksveitir eru skráđar til leiks og er íslenska sveitin sú stigahćsta á mótinu og stefnir vitaskuld ađ sigri. 
 
Keppnin verđur hinsvegar án nokkurs vafa mjög skemmtileg og spennandi enda margir snjallir meistarar í öđrum liđum.
 
1 Jóhann HjartarsonJóhann Hjartarson (2547 skákstig) leiđir sveitina, enda vann hann á dögunum glćsilegan sigur á Íslandsmótinu í skák, ţar sem hann var aldursforseti keppenda. Jóhann varđ fyrst Íslandsmeistari ađeins 17 ára gamall 1980 og hefur hampađ titlinum sex sinnum.

 

2 Helgi ÓlafssonHelgi Ólafsson (2543 stig) skipar 2. borđ. Helgi, sem fćddur er 1956, varđ ţriđji stórmeistari Íslendinga 1984 og hefur sex sinnum hampađ Íslandsmeistaratitlinum. Hann hefur auk ţess ţjálfađ landsliđ okkar og veriđ skólastjóri Skákskóla Íslands um árabil.

 

3 Margeir PéturssonMargeir Pétursson (2509 stig) fćddist 1960 og hefur tvisvar orđiđ Íslandsmeistari. Hann varđ alţjóđlegur meistari 18 ára, og stórmeistari 26 ára. Margeir hefur, líkt og ađrir liđsmenn sveitarinnar, margoft keppt fyrir Íslands hönd.

 

4 Jón L ÁrnasonJón L. Árnason (2490 stig) vann hug og hjörtu Íslendinga ţegar hann varđ heimsmeistari unglinga áriđ 1977. Hann varđ síđan stórmeistari í framhaldinu, eins og félagar hans í fjórmenningaklíkunni, og Íslandsmeistari í ţrígang.

 

5 Friđrik ÓlafssonGođsögnin Friđrik Ólafsson (2377) er aldursforseti íslenska liđsins . Hann fćddist 1935 og varđ 81 árs í janúar. Hann varđ Íslandsmeistari í fyrsta sinn áriđ 1952 og bar um árabil höfuđ og herđar yfir ađra íslenska skákmenn, enda komst hann í fremstu röđ í heiminum. Enginn Íslendingur hefur unniđ jafnmargar skákir gegn ţeim sem boriđ hafa heimsmeistaratitilinn. Friđrik var forseti FIDE, alţjóđa skáksambandsins 1978-82, og nýtur mikillar virđingar í skákheiminum.

 
Hiđ reynslumikla íslenska liđ mćtir á heimsmeistaramótiđ í Dresden međ leikgleđina ađ leiđarljósi, en jafnframt er ljóst ađ íslenskir skákáhugamenn binda miklar vonir viđ góđan árangur Gullaldarliđsins okkar.
 

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (10.7.): 14
 • Sl. sólarhring: 32
 • Sl. viku: 189
 • Frá upphafi: 8705168

Annađ

 • Innlit í dag: 10
 • Innlit sl. viku: 155
 • Gestir í dag: 9
 • IP-tölur í dag: 9

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband