Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Úrslitaskák Hjörvars og Héđins á morgun

Spennan eykst enn á Skákţingi Íslands en nú eru ađeins tvćr umferđir eftir af mótinu. Hjörvar Steinn Grétarsson og Héđinn Steingrímsson unnu skákir sínar í gćrkvöldi og hafa báđir hlotiđ 7˝ vinning af 9 mögulegum. Ţeir hafa skiliđ sig frá öđrum keppendum og munu mćtast í hreinni úrslitaskák á morgun, sunnudag. Hjörvar hefur ţá hvítt.

 

Í dag teflir Hjörvar hins vegar viđ Jón L. Árnason međ svörtu en Héđinn hefur hvítt gegn Lenku Ptacnikovu, sem hefur stađiđ sig međ mikilli prýđi. Hún tapađi í gćr fyrir Jóni L. Árnasyni, sem eftir sigra í 8. og 9. umferđ er nú í 3.-4. sćti ásamt Hannesi Hlífari Stefánssyni međ 5 vinninga. Eins og sakir standa er ađstađa Héđins eilítiđ betri ţar sem Jón L. Árnason hefur veriđ ađ sćkja í sig veđriđ í síđustu umferđum en enginn skyldi ţó vanmeta Lenku.

Í gćr átti Hjörvar ţó auđveldara prógramm; hann hafđi hvítt gegn neđsta manni mótsins, Sigurđi Dađa Sigfússyni, og vann skákina fyrirhafnarlaust í 24 leikjum.

Hjörvar hefur teflt geysilega vel og ţađ sama má segja um Héđin Steingrímsson, sem hafđi svart gegn Jóhanni Hjartarsyni. Ţessarar skákar var beđiđ međ mikilli eftirvćntingu en ţótt Jóhann hafi ekki náđ ađ sýna sitt rétta andlit í ţessu móti, sem má rekja til ćfingaleysis, byggđi hann upp vćnlega stöđu en missti ţráđinn í 35. leik.

Skákţing Íslands 2015; 10. umferđ:

Jóhann Hjartarson – Héđinn Steingrímsson

Sikileyjarvörn

1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd5 Rf6 5. Rc3 a6 6. Be3

Upphafsleikur ensku árásarinnar sem svo er nefnd. Jóhann kýs ađ sleppa f3-leiknum, sem oftast fylgir međ, en byggir tafliđ ţó upp á svipađan hátt.

6.... e5 7. Rb3 Be7 8. h3 Be6 9. f4 exf4 10. Bxf4 Rc6 11. De2 Re5 12. 0-0-0 Rfd7 13. Kb1 0-0 14. g4 He8 15. De3 Bf8 16. g5 b5 17. h4 b4 18. Rd5 a5 19. Dg3 a4 20. Rd4 b3?!

Tvíeggjuđ peđsfórn sem opnar örlítiđ á stöđu hvíts á kóngsvćngum sem er ţó býsna traust fyrir.

21. cxb3 axb3 22. Rxb3 Db8 23. Bh3 Da7 24. Rc1 Rc5 25. Bxe5 Bxd5 26. exd5

Gott var einnig 26. Hxd5.

26.... dxe5 27. De3 Db6 28. Hh2 Hab8 29. h5 e4 30. Hc2 Dd6 31. Hd4 g6 32. hxg6 hxg6 33. Hdc4 Hb5 34. Bf1 Ha5

GE3U4N2235. b4?

Ţessi leikur er alltof fljótt á ferđinni. Möguleikar hvíts ađ snúast um veikleika svarts á f7, ţannig var 35. Hf2! best og hvíta stađan er talsvert betri og kóngsstađn tiltölulega örugg. Hann hótar 36. Df4 og 35.... Dxd5 má svara međ 36. Hd4! og ţví nćst 37. Bc4.

35.... Hb8! 36. a3 Dxd5 37. Hh2?

Tapleikurinn. Eftir 37. Bg2! er stađan í jafnvćgi.

37.... De5! 38. Dh3 Bg7

Hvítur er búinn ađ veikja sig alltof mikiđ eftir hornalínunni h8-a1. Eftirleikurinn er auđveldur.

39. Rb3 Hxa3 40. Hxc5 Hxb3+ 41. Dxb3 Dxh2

– og hvítur gafst upp.

Um ađstöđuna á Háuloftum Hörpu er ţađ segja ađ útsýniđ er auđvitađ alveg magnađ. En keppendur verđa ađ sitja undir og tefla viđ alls kyns óvćnt umhverfishljóđ og getur stundum reynst erfitt ađ einbeita sér viđ slíkar ađstćđur. Mótshaldarinn bćtti mjög ađstöđu áhorfenda og er mikill ţokki yfir uppröđun sýningarborđa á skákstađ. Útsendingar á netinu hafa notiđ mikilla vinsćlda. Heimasíđa mótsins er í góđum höndum Ingvars Ţ. Jóhannessonar og Steinţór Baldursson hefur haft umsjón međ beinu útsendingunum og hafa ţćr komist vel til skila.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 23. maí 2015.

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (6.8.): 23
 • Sl. sólarhring: 53
 • Sl. viku: 278
 • Frá upphafi: 8706216

Annađ

 • Innlit í dag: 22
 • Innlit sl. viku: 220
 • Gestir í dag: 20
 • IP-tölur í dag: 20

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband