30.5.2015 | 20:00
Skákþáttur Morgunblaðsins: Úrslitaskák Hjörvars og Héðins á morgun
Í dag teflir Hjörvar hins vegar við Jón L. Árnason með svörtu en Héðinn hefur hvítt gegn Lenku Ptacnikovu, sem hefur staðið sig með mikilli prýði. Hún tapaði í gær fyrir Jóni L. Árnasyni, sem eftir sigra í 8. og 9. umferð er nú í 3.-4. sæti ásamt Hannesi Hlífari Stefánssyni með 5 vinninga. Eins og sakir standa er aðstaða Héðins eilítið betri þar sem Jón L. Árnason hefur verið að sækja í sig veðrið í síðustu umferðum en enginn skyldi þó vanmeta Lenku.
Í gær átti Hjörvar þó auðveldara prógramm; hann hafði hvítt gegn neðsta manni mótsins, Sigurði Daða Sigfússyni, og vann skákina fyrirhafnarlaust í 24 leikjum.
Hjörvar hefur teflt geysilega vel og það sama má segja um Héðin Steingrímsson, sem hafði svart gegn Jóhanni Hjartarsyni. Þessarar skákar var beðið með mikilli eftirvæntingu en þótt Jóhann hafi ekki náð að sýna sitt rétta andlit í þessu móti, sem má rekja til æfingaleysis, byggði hann upp vænlega stöðu en missti þráðinn í 35. leik.
Skákþing Íslands 2015; 10. umferð:
Jóhann Hjartarson – Héðinn Steingrímsson
Sikileyjarvörn
1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd5 Rf6 5. Rc3 a6 6. Be3
Upphafsleikur ensku árásarinnar sem svo er nefnd. Jóhann kýs að sleppa f3-leiknum, sem oftast fylgir með, en byggir taflið þó upp á svipaðan hátt.
6.... e5 7. Rb3 Be7 8. h3 Be6 9. f4 exf4 10. Bxf4 Rc6 11. De2 Re5 12. 0-0-0 Rfd7 13. Kb1 0-0 14. g4 He8 15. De3 Bf8 16. g5 b5 17. h4 b4 18. Rd5 a5 19. Dg3 a4 20. Rd4 b3?!
Tvíeggjuð peðsfórn sem opnar örlítið á stöðu hvíts á kóngsvængum sem er þó býsna traust fyrir.
21. cxb3 axb3 22. Rxb3 Db8 23. Bh3 Da7 24. Rc1 Rc5 25. Bxe5 Bxd5 26. exd5
Gott var einnig 26. Hxd5.
26.... dxe5 27. De3 Db6 28. Hh2 Hab8 29. h5 e4 30. Hc2 Dd6 31. Hd4 g6 32. hxg6 hxg6 33. Hdc4 Hb5 34. Bf1 Ha5
Þessi leikur er alltof fljótt á ferðinni. Möguleikar hvíts að snúast um veikleika svarts á f7, þannig var 35. Hf2! best og hvíta staðan er talsvert betri og kóngsstaðn tiltölulega örugg. Hann hótar 36. Df4 og 35.... Dxd5 má svara með 36. Hd4! og því næst 37. Bc4.
35.... Hb8! 36. a3 Dxd5 37. Hh2?
Tapleikurinn. Eftir 37. Bg2! er staðan í jafnvægi.
37.... De5! 38. Dh3 Bg7
Hvítur er búinn að veikja sig alltof mikið eftir hornalínunni h8-a1. Eftirleikurinn er auðveldur.
39. Rb3 Hxa3 40. Hxc5 Hxb3+ 41. Dxb3 Dxh2
– og hvítur gafst upp.
Um aðstöðuna á Háuloftum Hörpu er það segja að útsýnið er auðvitað alveg magnað. En keppendur verða að sitja undir og tefla við alls kyns óvænt umhverfishljóð og getur stundum reynst erfitt að einbeita sér við slíkar aðstæður. Mótshaldarinn bætti mjög aðstöðu áhorfenda og er mikill þokki yfir uppröðun sýningarborða á skákstað. Útsendingar á netinu hafa notið mikilla vinsælda. Heimasíða mótsins er í góðum höndum Ingvars Þ. Jóhannessonar og Steinþór Baldursson hefur haft umsjón með beinu útsendingunum og hafa þær komist vel til skila.
Helgi Ólafsson helol@simnet.is
Skákþættir Morgunblaðsins eru birtir á Skák.is viku síðar en í sjálfu Morgunblaðinu.
Grein þessi birtist í Morgunblaðinu 23. maí 2015.
| Hjartarson, Johann - Steingrimsson, Hedinn (PGN) 1. e4 c5 2. Nf3 d6 3. d4 cxd4 4. Nxd4 Nf6 5. Nc3 a6 6. Be3 e5 7. Nb3 Be7 8. h3 Be6 9. f4 exf4 10. Bxf4 Nc6 11. Qe2 Ne5 12. O-O-O Nfd7 13. Kb1 O-O 14. g4 Re8 15. Qe3 Bf8 16. g5 b5 17. h4 b4 18. Nd5 a5 19. Qg3 a4 20. Nd4 b3 21. cxb3 axb3 22. Nxb3 Qb8 23. Bh3 Qa7 24. Nc1 Nc5 25. Bxe5 Bxd5 26. exd5 dxe5 27. Qe3 Qb6 28. Rh2 Rab8 29. h5 e4 30. Rc2 Qd6 31. Rd4 g6 32. hxg6 hxg6 33. Rdc4 Rb5 34. Bf1 Ra5 35. b4 Rb8 36. a3 Qxd5 37. Rh2 Qe5 38. Qh3 Bg7 39. Nb3 Rxa3 40. Rxc5 Rxb3+ 41. Qxb3 Qxh2 0-1 |
Meginflokkur: Spil og leikir | Aukaflokkur: Skákþættir Morgunblaðsins | Breytt 25.5.2015 kl. 12:24 | Facebook
Nýjustu færslur
- Ný vefsíða Skák.is!
- Loftur fær Héðin í fyrstu umferð
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bættust við á keppendalistann á l...
- Ný alþjóðleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - með vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Æsir - vertíðarlok
- Fundargerð aðalfundar SÍ
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferð Altibox Norway Chess
- Þrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimilið, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíða SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíða tileinkuð Friðriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíþróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallþráður skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef þú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alþjóðlega skáksambandið
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norræna skákfréttasíðan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.7.): 4
- Sl. sólarhring: 26
- Sl. viku: 130
- Frá upphafi: 8779010
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 103
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.