Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Baráttan á milli Hjörvars og Héđins

Hjörvar og HannesHjörvar Steinn Grétarsson vann Hannes Hlífar Stefánsson í 7. umferđ sem fram fór í Háuloftum Hörpunnar í gćr og skaust viđ ţađ einn í efsta sćtiđ međ 5 ˝ vinning af sjö mögulegum. Umferđin hófst kl. 14 ţar sem fyrir séđ var ónćđi af djasstónleikum sem fram fóru í Hörpunni í gćrkvöldi en Héđinn Steingrímsson og Guđmundur Kjartansson hófu skák sína ţó á hefđbundna tímanum eđa kl. 17. Skákinni lauk međ sigri Héđins sem komst ţar međ upp viđ hliđ Hjörvars.

Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ćtlar ţví ađ verđa á milli Hjörvars Steins Grétarssonar og Héđins Steingrímssonar. Hjörvar hefur aldrei unniđ landsliđsflokkinn á Skákţingi Íslands en Héđinn Steingrímsson varđ Íslandsmeistari 15 ára gamall áriđ 1990 og vann svo í annađ sinn áriđ 2011.

Mikiđ hefur veriđ um óvćnt úrslit og tilţrifin fjörleg. Í gćr vann Sigurđur Dađi Sigfússon Jóhann Hjartarson í ađeins 22 leikjum og Lenka Ptacnikova lagđi Henrik Danielssen.

Ţeir Jóhann Hjartarson og Jón L. Árnason hafa átt fremur erfitt uppdráttar enda langt síđan ţeir hafa teflt á ţessum vettvangi. Mótiđ er liđur í undirbúningi ţeirra fyrir ţátttöku gullaldarliđs Íslands á Evrópumóti landsliđa sem fram hér á landi í nóvember nk. Jóhann vann Hannes Hlífar í vel tefldri skák í 5. umferđ en tapađi í tveim nćstu umferđum. Jón L. Árnason gerđi stutt jafntefli í gćr og hefur veriđ ţreifa fyrir sér međ byrjanir og annađ og virkar hestil varkár í skákum sínum. Báđir hlotiđ 3 vinninga úr sjö skákum. 

Óvenjulegur biskupsleikur

Hannes Hlífar sem byrjađi mótiđ međ krafi virđist hafa misst dampinn ţegar hann tapađi maraţonskák sinni viđ Jóhann í 86 leikjum, rétt marđi jafntefli í annarri maraţonskák í nćstu umferđ ţegar hann tefldi viđ Lenku Ptacnikovu sem hefur teflt frísklega og frammistađa hennar kemur einna mest á óvart og einnig árangur Einars Hjalta Jenssonar sem er nálćgt ţví ađ krćkja sér í áfanga ađ alţjóđlegum meistaratititli. Hann vann Henrik Danielsen í 5. umferđ í ađeins 24 leikjum. Óvenjulegur biskupsleikur, 9. Bf1xa6 gerđi útslagiđ í skákinni: 
 

Einar Hjalti Jensson – Henrik Danielsen

Sikileyjarvörn

1. e4 d6 2. Rc3 c5 3. f4 Rc6 4. Rf3 a6 5. d4 cxd4 6. Rxd4 g6 7. Be3 Bg7 8. Rd5 Hb8 

Upp er komin óvenjuleg stađa í Dreka-afbrigđi sikileyjarvarnarinnar. Nćsti leikur Einars Hjalta kom eins og ţruma úr heiđskíru lofti.

GKVU4ACS9. Bxa6!!?

Ţađ er ekki oft sem mönnum gefst kostur á ţví ađ leika biskupinum frá upphafsreitnum alveg út ađ endimörkum taflborđsins.

9.... e5 10. fxe5 Rxd4 11. Bxd4 bxa6 12. exd6 Dh4 13. Kf1 f6? Lokar menn svarts inni. Mun betra var 13. .... Kf8.

14. Df3 Bd7 15. h3 Kf7 16. Kg1 f5?

Eftir ţetta verđur stöđu svarts ekki bjargađ. Hann get barist áfram međ 16.... He8 ţó hvítur hafi meira en nćgar bćtur fyrir manninn međ ţrjú peđ og öfluga stöđu.

17. Bxg7+ Kxg7 18. Dc3+! Kh6

Eđa 18.... Rf6 19. g3! Dg5 20. h4 og riddarinn á f6 fellur.

19. Dxh8 Dxe4 20. Hd1 Dxc2 21. Kh2 Hxb2 22. Hhg1 Hb8 23. Rf6 Rxf6 24. Dxf6

– og svartur gafst upp.

Í 8. umferđ sem hefst kl. 17 í dag eigast viđ Héđinn og Einar Hjalti, Henrik og Hjörvar Steinn, Jón L. og Jóhann, Hannes og Bragi, Guđmundur og Björn og Sigurđur Dađi og Lenka.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 21. maí 2015.

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (6.8.): 25
 • Sl. sólarhring: 55
 • Sl. viku: 280
 • Frá upphafi: 8706218

Annađ

 • Innlit í dag: 24
 • Innlit sl. viku: 222
 • Gestir í dag: 21
 • IP-tölur í dag: 21

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband