Leita í fréttum mbl.is

Hjörvar og Héđinn enn jafnir eftir níu umferđir

hjorvar_sigurdur.jpg

Stórmeistararnir Hjörvar Steinn Grétarsson og Héđinn Steingrímsson slást enn um sigurinn á Íslandsmótinu í skák. Ţeir eru í forystu á mótinu međ 7,5 vinning af 9 mögulegum eftir umferđ kvöldsins og nćstu menn hafa 5 vinninga og geta ekki náđ ţeim ađ vinningum.

Hjörvar var fyrri til ađ leggja sinn andstćđing međ snörpum sigri á Sigurđi Dađa Sigfússyni. Hjörvar fórnađi skiptamun fyrir góđa sókn og Sigurđur lék mjög illa af sér í kjölfariđ og varđ ađ leggja niđur vopn.

Skák Héđins varđ öllu meira spennandi. Héđinn stýrđi svörtu gegn Jóhanni Hjartarsyni og úr varđ snarpur slagur í Sikileyjarvörn. Jóhann virtist standa ögn betur á stórum köflum í skákinni og hafđi peđi yfir og betri tíma. Héđinn hafđi hinsvegar sín fćri og smátt og smátt saxađi á tíma Jóhanns. Jóhann opnađi kóngsstöđu sína ţegar hann var kominn međ verri tíma og lenti í erfiđleikum sem hann hafđi ekki tíma til ađ glíma viđ.

Jón Loftur Árnason vann sína ađra skák í röđ er hann ţjarmađi jafnt og ţétt ađ Lenku Ptacnikovu sem er annars búin ađ eiga gott mót. Jón náđi međ ţví Hannesi ađ vinningum og er í 3-4. sćti. Jón og Lenka verđa bćđi í eldlínunni á morgun ţegar ţau etja kappi viđ forystusauđina. Jón L. hefur hvítt á Hjörvar á međan Héđinn stýrir hvítu gegn Lenku.

Af öđrum skákum má nefna ađ Björn Ţorfinnsson og Hannes Hlífar gerđu tíđindalítiđ jafntefli en ţeir Henrik Danielsen og Einar Hjalti Jensson unnu sigra og bćttu stöđu sína í mótinu. Henrik hafđi betur gegn Bragi Ţorfinnssyni eftir ađ hafa haft gjörtapađ tafl en Einar tefldi góđa skák gegn Guđmundi Kjartanssyni.

Sigurinn tryggđi jafnframt Einari Hjalta alţjóđlegan meistaratitil en hann náđi međ ţessum úrslitum sínum síđasta áfanga ađ titlinum og hafđi ţegar náđ tilsettu stigalágmarki. Skak.is óskar Einari innilega til hamingju međ ţennan árangur!

Standings_Rd9

Fjöriđ og spennan heldur áfram um helgina. Mikil dramatík hefur veriđ í mörgum skákum og ljóst er ađ ţeir Hjörvar og Héđinn mun ţreyta úrslitaskák á sunnudeginum sama hvernig fer á laugardeginum. Viđ minnum ađ gefnu tilefni á ađ umferđir hefjast klukkan 13:00 um helgina. Heitt er á könnunni og útsýniđ fallegt á 8. hćđ í Hörpunni!


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 21
  • Sl. sólarhring: 46
  • Sl. viku: 249
  • Frá upphafi: 8764938

Annađ

  • Innlit í dag: 20
  • Innlit sl. viku: 168
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband