Leita í fréttum mbl.is

Héđinn međ hálfan vinning í forskot - hrein úrslitaskák á morgun!

HéđinnStórmeistarinn Héđinn Steingrímsson hefur hálfan vinning í forskot á sinn helsta keppninaut, Stórmeistarann Hjörvar Stein Grétarsson fyrir síđustu umferđ Íslandsmótsins í skák.

Héđinn vann í dag mjög góđan sigur á Lenka Ptacnikovu ţar sem hann fórnađi peđi fyrir mjög sterk fćri og tefldi framhaldiđ af miklum krafti og vann sér inn vinning.

Á sama tíma lenti Hjörvar Steinn Grétarsson snemma í vandrćđum og varđ ađ lokum ađ gefa skiptamun gegn Jóni L. Árnasyni. Jón pressađi af krafti lengi vel en Hjörvar varđist af hörku. Varđ úr ađ Jón náđi ekki ađ gera sér liđsmuninn ađ góđu og jafntefli varđ niđurstađan eftir mikla baráttuvörn hjá Hjörvari.

Ţessi niđurstađa ţýđir einfaldlega ađ viđ fáum frábćra úrslitaskák á morgun ţar sem Hjörvar stýrir hvítu mönnunum gegn Héđni og ţarf ađ vinna til ađ tryggja sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil. Augljóslega mun önnur úrslit ţýđa ađ Héđinn verđur Íslandsmeistari í ţriđja skipti!

Skákirnar verđa í beinni útsendinu á heimasíđu mótsins en jafnframt verđur hćgt ađ nálgast útsendingu vefmyndavélar frá skák ţeirra félaga á heimasíđu mótsins. Viđ hvetjum samt sem flesta ađ mćta í Hörpuna og upplifa ţessa miklu baráttu um titilinn!

Af öđrum skákum var ţađ ađ frétta ađ Björn Ţorfinnsson náđi fram grimmilegum hefndum fyrir bróđur sinn Braga. Björn var međ algjörlega og gjörsamlega gjörtapađ tafl en á einhvern óskiljanlegan hátt lék Henrik grátlega af sér og tapađi drottningunni. Henrik sá engu ađ síđur spaugilegu hliđina á afleik sínum og gat ekki annađ en hlegiđ eins og sást í beinni netútsendingu!

Bragi Ţorfinnsson varđ ađ draga sig úr leik vegna fjölskylduađstćđna ţannig ađ Sigurđur Dađi fékk frían vinning í umferđ dagsins.

Guđmundur Kjartansson stóđ mjög lengi höllum fćti gegn Hannesi Hlífari en eygđi von ţegar hann krafđist jafnteflis ţegar hann taldi ađ sama stađan hefđi komiđ upp ţrisvar. Sú krafa reyndist ekki réttmćt en sem betur fer fyrir Guđmund varđ jafntefli engu ađ síđur niđurstađan nokkrum leikjum síđar.

Miklar sviptingar voru einnig í skák hins nýbakađa alţjóđlega meistara Einars Hjalta Jenssonar og Jóhanns Hjartarsonar. Stađan var lengi vel í jafnvćgi en Jóhann seldi sig dýrt viđ ađ reyna ađ knýja fram vinning. Á einum tímapunkti gekk ţađ svo langt ađ stađa hans var töpuđ en Einar missti af tćkifćrinu og fékk ţess í stađ tapađ tafl. Mikilvćgur sigur fyrir Jóhann sem hafđi tapađ ótrúlegum fjórum skákum í röđ.

Lokaumferđin hefst eins og áđur segir klukkan 13:00 á 8. hćđ í Hörpunni. Viđ hvetjum sem flesta til ađ mćta og kíkja á úrslitaskákina á morgun. Heitt á könnunni sem fyrr.

Standings_Rd10


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 173
  • Frá upphafi: 8764616

Annađ

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 137
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband