Leita í fréttum mbl.is

Ewin L´Ami er sigurvegari GAMMA Reykjavík Open 2015

erwin_lami

Ingvar Ţór Jóhannesson óskar Erwin L´Ami til hamingju međ sigurinn

Niđurlendingurinn GM Erwin L´Ami (2605) hefur tryggt sér sigur á GAMMA Reykjavík Open 2015, ţrátt fyrir ađ einni umferđ sé enn ólokiđ. Hann sigrađi armenann GM Hrant Melkumyan (2676) í mikilli baráttuskák, ţar sem lengst af leit út fyrir ađ stórmeistararnir yrđu ađ sćttast á jafnan hlut. Erwin sýndi ótrúlega ţrautseigju međ ţví ađ vinna skákina, ţar sem báđir keppendur voru međ drottningu og hrók og Erwin peđ til viđbótar.

Ţetta er fyrsti sigur Erwins L´Ami á Reykjavíkurskákmótinu en hann hefur veriđ fastagestur á mótinu undanfarin ár og hefur komiđ árlega síđan 2012.

Árangur Erwins er ótrúlegur og ekki síst í ljósi ţess ađ hann er ađeins 11. stigahćsti keppandi mótsins. Fyrir mótiđ var Erwin međ 2605 skákstig, en međ árangri sínum er hann ađ vinna 30 stig og samsvarar árangurinn heilum 2952 skákstigum!

Hćgt er ađ fylgjast međ síđustu mínútum skákarinnar hér. Myndbandiđ endar á viđtali viđ Erwin - Ţađ hefst eftir sléttar 30 mínútur (0:30:00

 

Erwin var einn efstur fyrir umferđina, vinningi á undan nćstu mönnum, en sjö keppendur sem voru vinningi á eftir honum, áttu frćđilegan möguleika á ađ ná honum ađ vinningum; til ţess ţurftu ţeir ţó ađ vinna báđar skákirnar sem eftir voru (í 9. og 10. umferđ). Ţeir gerđu hins vegar jafntefli allir sem einn og ţví er ljóst ađ ákveđinn ómöguleiki kemur í veg fyrir ađ ţeir nái honum úr ţessu.

Úrslit 9. umferđar

urslit_9umf

Ţau má skođa nánar hér.

 

Stađan

stadan_eftir_9

Stöđuna má skođa nánar hér.

 

Stađa íslendinga

Ţrír íslenskir stórmeistarar eru efstir íslendinga međ 6,5 vinninga:

  • GM Hjörvar Steinn Grétarsson (2554)
  • GM Henrik Danielsen (2514)
  • GM Hannes Stefánsson (2560)

Ţeir eiga allir möguleika á verđlaunasćtum, nái ţeir hagstćđum úrslitum í 10. umferđ á miđvikudag.

Ţar á eftir koma tveir íslendingar međ 6 vinninga:

  • GM Stefán Kristjánsson (2482)
  • Óliver Aron Jóhannesson (2212)

Óliver vann góđan sigur í dag gegn sćnska stórmeistaranum Ralf Akesson (2456). Skákina má skođa hér.

 

Pörun í 10. umferđ

Pörun í 10 umferđ liggur fyrir:

porun_10umferd

Pörun má skođa nánar hér.

Íslendingar mćta:

porun_islendinga_10

 Pörun og stöđu íslendinga má skođa nánar hér.

 

Óvćnt úrslit

Óliver Aron Jóhannesson (2212) átti sérlega góđan dag, en hann lagđi GM Ralf Akesson (2456) mjög örugglega eftir ađ hafa fórnađ manni. Óliver er međ 6 vinninga af 9 mögulegum og er ađ vinna sér inn 50 skákstig!, hann er međ árangur sem samsvarar 2315 skákstigum. Sigurinn í dag er lang stćrsti sigur Ólivers í mótinu. Hann mćtir IM Simoni Bekker-Jensen (2432) frá Danmörku í lokaumferđinni.

Jón Árni Halldósson (2150) lagđi FM Kazim Gulamali (2350) í umferđ dagsins. Einhverjir lesendur muna eflaust eftir Gulamali frá Milljónamótinu í Las Vegas s.l. haust, en hann vann ţar 1. verđlaun í flokki skákmanna međ minna en 2400 stig. IM Dagur Arngrímsson varđ í 4. sćti í sama flokki. Árangur Jóns Árna er nokkuđ á pari viđ skákstig og er hann ađ bćta viđ sig 2 stigum. Hann mćtir svíjanum IM Björn Ahlander (2380) í lokaumferđinni.

Jóhann Ingvason (2135) vann ţjóđverjann Philipp Hitzler (2315) í umferđ dagsins. Hann hefur stađiđ sig vel í mótinu og er međ árangur sem samsvarar 2280 skákstigum. Hann er ađ grćđa 28 skákstig međ frammistöđu sinni. Hann hefur m.a. gert jafntefli viđ IM Alinu L´Ami (2393), eiginkonu Erwins L´Ami, sigurvegara mótsins, og FM Einar Hjalta Jensson (2390). Hann mćtir IM Gerard Welling (2355) í lokaumferđinni.

Örn Leó Jóhannsson (2107) lagđi WGM Zeinab Mamedjarova (2303) í umferđ dagsins. Hún er systir Shak Mamedyarov (2756), stigahćsta keppenda mótsins. Hann hefur m.a. gert jafntefli viđ alţjóđameistarana Cristinu-Adela Foisor (2394) og Justin Sarkar (2376). Hann er međ árangur sem samsvarar 2245 skákstigum og er ađ vinna sér inn 33 stig. Hann mćtir FM Johannes Haug (2339) í lokaumferđinni.

Einar Valdimarsson (1889) lagđi Gonzalez Alfonso Gonzalez (2122) í umferđ dagsins. Gonzalez ţessi hefur teflt viđ fjóra íslendinga í mótinu og tapađ fyrir ţeim öllum. Íslendingarnir eiga ţađ sameiginlegt ađ vera allir međ rúm 1800 skákstig. Gonzalez mćtir fimmta íslendingnum í lokaumferđinni, Birni Hólm Birkissyni (1845)! Árangur Einars hefur veriđ framar vonum og er hann ađ grćđa 50 skákstig og međ árangur upp á 2123 stig. Hann hefur sigrađ tvo skákmenn međ rúmlega 2200 skákstig og Gonzalez međ 2122 ađ auki – ţví til viđbótar hefur hann unniđ tvćr gegn stigalćgri keppendum. Hann mćtir Thomas Schou-Moldt (2211) frá Danmörku í lokaumferđinni.

Akureyringurinn Haraldur Haraldsson (1948) vann Tor Gulbrandsen (2095) í umferđ dagsins. Hann hefur stađiđ sig vel og er ađ bćta viđ sig 25 stigum. Hann hefur m.a. gert jafntefli viđ FM Richard Bjerke (2180) og unniđ FM Dale R. Haessel (2174) í mótinu. Hann mćtir FM Einari Hjalta Jenssyni (2390) í lokaumferđinni.

Annar akureyringur, Karl Egill Steingrímsson (1720) vann Gerd Densing (1903) í 9. umferđ. Árangur Karls er heldur lakari en skákstig segja til um, en hann er ađ tapa 10 stigum. Hann mćtir Peter Sebastian Stuhr (1973) í lokaumferđinni.

Páll Ţórsson (1634) vann David Kenney (1855) í 9. umferđ. Páll er ekki međ alţjóđleg skákstig, en árangur hans samsvarar 1769 stigum. Hann hefur fengiđ 2,5 vinninga úr síđustu 4 umferđum.

Heimir Páll Ragnarsson (1497) vann Mihkail Kruglyak (1775) í 9. umferđ. Heimi hefur gegniđ vel á mótinu og er ađ grćđa tćp 70 skákstig! Hann sigrađi m.a. Kris Klausen (1937) í 2. umferđ og gerđi jafntefli viđ David Kenney (1885) í 4. umferđ. Árangur hans samsvarar rúmum 1700 skákstigum. Hann mćtir Ben Simpson (1843) í lokaumferđinni.

Veronika Steinun Magnúsdóttir (1571) vann Karl-Johan Rist (1677) í 9. umferđ. Hún hefur fariđ mikinn á mótinu og er ađ grćđa rúm 90 skákstig! Hún hefur m.a. unniđ Jon Olav Fivelstad (1929) og Ólaf Gísla Jónsson (1899) í mótinu. Árangur hennar samsvarar rúmum 1800 skákstigum. Hún mćtir Dag Andersen (1843) í lokaumferđinni.

Aron Ţór Mai (1320) vann Torge Ugland (1636) í umferđ dagsins. Hann er ađ grćđa 70 skákstig! Hann hefur m.a. unniđ Mikhail Kruglyak (1775) og gert jafntefli viđ John Nicholson (1808) í mótinu. Hann mćtir Sigurjóni Haraldssyni (1833) í lokaumferđinni.

 

Stórsigrar okkar fólks:

  • Óliver Aron Jóhannesson (2212) 1-0 GM Ralf Akesson (2456)
  • FM Kazim Gulamali (2350) 0-1 Jón Árni Halldórsson (2150)
  • Philipp Hitzler (2315) 0-1 Jóhann Ingvason (2135)
  • WGM Zeinab Mamedjarova (2303) 0-1 Örn Leó Jóhannsson (2107)
  • Einar Valdimarsson (1889) 1-0 Gonzalez Alfonso Gonzalez (2122)
  • Tor Gulbrandsen (2095) 0-1 Haraldur Haraldsson (1948)
  • Gerd Densing (1903) 0-1 Karl Egill Steingrímsson (1720)
  • David Kenney (1855) 0-1 Páll Ţórsson (1634)
  • Mikhail Kruglyak (1775) 0-1 Heimir Páll Ragnarsson (1497)
  • Veronika Steinun Magnúsdóttir (1571) 1-0 Karl-Johan Rist (1677)
  • Aron Ţór Mai (1320) 1-0 Torge Ugland (1636)

 

Góđ jafntefli okkar fólks

  • IM Gerard Welling (2355) ˝ ˝ Ţorvarđur Fannar Ólafsson (2230)
  • Agnar Tómas Möller (1806) ˝ ˝ Eijk Yuri (2062)
  • Vignir Bjarnason (1895) ˝ ˝ Jens Weichelt (2132)
  • Björn Hólm Birkisson (1845) ˝ ˝ Aguilar Enrique Cabello (2015)
  • Kjetil Strand (2037) ˝ ˝ Óskar Víkingur Davíđsson (1454)
  • Gunnar Freyr Rúnarsson (2049) ˝ ˝ Birkir Karl Sigurđsson (1767)
  • Dagur Kjartansson (1756) ˝ ˝ Michael A. Murray (2008)
  • Guđmundur Kristinn Lee (1676) ˝ ˝ Lars Johansen (1855)
  • Nansý Davíđsdóttir (1641) ˝ ˝ Sigurjón Haraldsson (1833)
  • Hakur Halldórsson (1575) ˝ ˝ John Ontiveros (1774)
  • Robert Luu (1362) ˝ ˝ Ralph P Palmeri (1642)
  • Sverrir Hákonarson (0) ˝ ˝ Hjálmar Sigurvaldason (1450)

 

Óvćnt úrslit 9. umferđar

  1. GM Erwin L´Ami (2605) 1-0 GM Hrant Melkumyan (2676)
  2. GM Pavel Eljanov (2727) ˝ ˝ GM Eric Hansen (2566)
  3. GM Sergei Movsesian (2665) ˝ ˝ GM Sahaj Grover (2519)
  4. GM Fabien Libiszewski (2514) 1-0 GM Zuniga Julio Granda (2646)
  5. IM Yaacov Norowitz (2422) ˝ ˝ GM Nils Grandelius (2603)
  6. GM Héđinn Steingrímsson (2530) ˝ ˝ IM Alexandre Vuilleumier (2349)
  7. IM Cristina-Adela Foisor (2394) 1-0 GM Allan Stig Rassmussen (2532)
  8. WGM Sarasadat Khademalsharieh (2357) 1-0 IM Razvan Preotu (2447)
  9. IM Aryan Tari (2509) ˝ ˝ FM Thai Dai Van Nguyen (2338=
  10. FM Jonas Rosner (2324) 1-0 IM Guđmundur Kjartansson
  11. FM Jochen Wege (2277) ˝ ˝ IM Simon Bekker-Jensen (2462)
  12. Óliver Aron Jóhannesson (2212) 1-0 GM Ralf Akesson (2456)
  13. FM Tibor Kende Antal (2317) 1-0 IM Jón Viktor Gunnarsson
  14. IM Bragi Ţorfinsson (2429) ˝ ˝ WIM Shiqun Ni (2315)
  15. IM Gerard Welling (2355) ˝ ˝ Ţorvarđur Fannar Ólafsson (2230)
  16. FM Einar Hjalti Jensson (2390) 0-1 Alan M Byron (2172)
  17. FM Kazim Gulamali (2350) 0-1 Jón Árni Halldórsson (2150)
  18. Philipp Hitzler (2315) 0-1 Jóhann Ingvason (2135)
  19. FM Sebastian Mihajlov (2308) ˝ ˝ Johan Sigeman (2123)
  20. Benjamin Haldorsen (2307) ˝ ˝ Ludo Tolhuizen (2123)
  21. WGM Zeinab Mamedjarova (2303) 0-1 Örn Leó Jóhannesson (2107)
  22. Eivind Olav Risting (2100) 1-0 WGM Nino Maisuradze (2302)
  23. FM Stig Tjomsland (2300) ˝ ˝ Gunnar Stray (2065)
  24. Grand W Bucher (2087) 1-0 WGM Julia Kochetkova (2288)
  25. WFM Qiyu Zhou (2182) ˝ ˝ Per Kr Vigdal (1985)
  26. Joerg Mehringer (1955) 1-0 Bragi Halldórsson (2140)
  27. Erhard Rueger (2133) 0-1 Baldur Teodor Petersson (1951)
  28. Einar Valdimarsson (1889) 1-0 Gonzalez Alfonso Gonzalez (2122)
  29. Tor Gulbrandsen (2095) 0-1 Haraldur Haraldsson (1948)
  30. Wojciech Babijczuk (1549) 1-0 Jens Erik Kofoed Hald (2069)
  31. Agnar Tómas Möller (1806) ˝ ˝ Eijk Yuri (2062)
  32. Bartosz Miszkielo (1694) ˝ ˝ Jean-Christophe Thiry (2031)
  33. Vignir Bjarnason (1895) ˝ ˝ Jens Weichelt (2132)
  34. Björn Hólm Birkisson (1845) ˝ ˝ Aguilar Enrique Cabello (2015)
  35. Tommy Hansen (1807) ˝ ˝ Bart Stam (1972)
  36. Kjetil Strand (2037) ˝ ˝ Óskar Víkingur Davíđsson (1454)
  37. Gunnar Freyr Rúnarsson (2049) ˝ ˝ Birkir Karl Sigurđsson (1767)
  38. Dagur Kjartansson (1756) ˝ ˝ Michael A. Murray (2008)
  39. Gerd Densing (1903) 0-1 Karl Egill Steingrímsson (1720)
  40. Daniel Nordquelle (1874) 0-1 Hans K. Gaarder (1701)
  41. Guđmundur Kristinn Lee (1676) ˝ ˝ Lars Johansen (1855)
  42. Nansý Davíđsdóttir (1641) ˝ ˝ Sigurjón Haraldsson (1833)
  43. David Kenney (1855) 0-1 Páll Ţórsson (1634)
  44. Mikhail Kruglyak (1775) 0-1 Heimir Páll Ragnarsson (1497)
  45. Hakur Halldórsson (1575) ˝ ˝ John Ontiveros (1774)
  46. Veronika Steinun Magnúsdóttir (1571) 1-0 Karl-Johan Rist (1677)
  47. Robert Luu (1362) ˝ ˝ Ralph P Palmeri (1642)
  48. Aron Ţór Mai (1320) 1-0 Torge Ugland (1636)
  49. Ulker Gasanova (1645) 0-1 Susen E Chadwick (1370)
  50. Sverrir Hákonarson (0) ˝ ˝ Hjálmar Sigurvaldason (1450)
  51. Mingyu Wang (0) 1-0 Federico D´aste (1499)

 

Stuttmyndir Vijay Kumar

Meistarinn Vijay Kumar framleiđir stuttmyndir eftir hverja umferđ og eru ţćr ađgengilegar á Youtube-síđunni hans - Hún er hér.

8. umferđ

Myndasafn

Mikiđ myndasafn liggur fyrir á Facebook-síđu móstins, sem er hér. Komnar inn myndir frá knattspyrnumótinu í gćr. Fiona-Steil Antoni á veg og vanda af myndatökunni.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 58
  • Sl. viku: 151
  • Frá upphafi: 8765348

Annađ

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 126
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband