Leita í fréttum mbl.is

Hálfleikspistill liðsstjóra kvennaliðsins á ÓL 2014

Nú þegar Ólympíumótið er um það bil hálfnað og menn farnir að pressa á gamla að henda inn öðrum pistli er tilvalið að taka aðeins stöðuna og fara yfir gang mála. Í gær kláraðist 6. umferð og er árangurinn hingað til aðeins undir væntingum en þó auðvitað mikið eftir til að hreinsa það upp.

Karlaliðið var frekar óheppið á móti sterki sveit Serba þar sem leit út fyrir jafnvel stóran sigur á tímapunkti en þess í stað endaði viðureignin með tapi. Í kjölfarið hafa komið slakir matchar á móti Svíum og Færeyjum á milli þess sem góður skyldusigur vannst á blindum.

Kvennasveitin hefur verið að vinna lakari sveitirnar en tapa stórt á móti þeim sterkari. Undirritaður hefði viljað sjá meiri baráttu gegn þeim sterkari en gegn Ísrael í gær leit út fyrir það á kafla en hlutirnir duttu ekki fyrir okkur.

 Ég ætla nú aðeins að "úða" eins og við köllum það stundum og fara svona yfir ýmsa hluti og atvik eins og ég man...

Allur skalinn!

 Eins og komið hefur fram eru hér "allra þjóða kvikindi" á svæðinu. Virkilega gaman að sjá og spjalla við fólk frá löndum sem maður fær líklegast aldrei tækifæri á að heimsækja.

Jamaíku stelpur

Liðsmaður Oman

 Hef ég t.a.m. spjallaði við liðsstjóra frá Guyana, Lesotho, Palau o.fl. auk þess að spila fótbolta við Sómali og mann frá Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum. Spjallaði auk þess lengi við fulltrúa Nígeríumanna á þinginu og spjölluðum við um kosningarnar (þeir kjósa Kasparov) auk þess sem ég  lýsti yfir hrifningu minni á knattsprynuliði Nígeríu sérstaklega 1998. Hann lýsti því yfir að nú væri að koma upp sterk kynslóð knattspyrnumanna í Nígeríu og hlutirnir myndu verða flottir þar fljótlega.

 

FIDE Trainer námskeið

Umferðirnar frá síðastliðnum sunnudegi voru nokkuð strembnar. Þá þurftum við Jón L. Árnason að sitja svokallað FIDE Trainer námskeið en ekki er heimilt að vera liðsstjóri nema að hafa sótt slíkt námskeið. FIDE vill hafa þetta líkt og í fótboltanum að menn hafi réttindi til að þjálfa.

Þar sem enn er verið að innleiða þetta hafa þeir verið og munu á næstunni bjóða upp á þennan kost, þ.e. að menn geti sótt námskeið meðan á mótinu stendur. Um var að ræða á milli 3-4 klukkutíma hvern dag og meðan á umferð stóð.  Af þeim orsökum var viðvera í þessum umferðum í lágmarki en þó kíktum við yfir í skáksalinn í hléum eins og kostur var og ef tími gafst til. Við gátum fylgst með skákum í beinni á netinu á námskeiðinu og því hlaupið yfir ef tilefni þótti til.

 Security

Að ofan má sjá inngang á skákstaðinn. Hér eru öryggisleitarhlið líkt og notuð eru á flugvöllum og fólk í fullu starfi hér að sjá til þess að enginn fari með síma inn á skákstað. Hvort sem það var brandari eða gríðarlegur einfeldningsháttur þökkum við samt Facebook skríbentum fyrir hláturskrampann sem við fengum þegar undirritaður var "skammaður" fyrir að vera á "feisbúkk í símanum" á skákstað.

En aftur að námskeiðinu. Fyrirlesari var Efstratios Grivas, grískur stórmeistari og hafði hann margt mjög merkilegt fram að færa að mínu mati og held ég að Jón L hafi verið sammála mér. Eða "Mr. Arrnasan" eins og Grivas kallaði hann :-)

Farið var um víðan völl í námsefninu og skáklega fékk ég gríðarlega margar hugmyndir að uppbyggingu á ýmsu kennsluefni og meiri skilning á mörgu. Grivas þessi heldur því fram að "talent" sé mjög ofmetið fyrirbæri og sé í raun ekki til. Það sé alltaf gríðarleg vinna sem liggi að baki. Uppruni orðsins sjálfs er í raun grískur og merkir  í raun að eiga næga pening eða auð til að sækja sér þekkingu þannig að segja má að skilningur á orðinu hafi skolast til í tímanna rás.

Á námskeðinu situr fólk með ýmsan styrkleika og það kannski eina gagnrýnin á það sem slíkt. Af námskeiðnu er hægt að útskrifast með fimm mismunandi gráður þar sem FIDE Senior Trainer er hæsta gráðann. Næst á eftir kemur FIDE Trainer en við Íslendingarnir ásamt IM Jonathan Grant fengum þá gráðu á meðan aðrir sem sátu það fengu hinar sem eru t.d. FIDE Instructor og National Instructor.

FIDE Trainer Seminar

Í lok námskeiðsins var svo próf þar sem spurt var úr námsefninu en einnig ýmsar sögulegar spurningar svosem hver er núverandi forseti FIDE og hversu margir forsetar hafa verið IGM's....það var nú hálfgerð svindlspurning fyrir okkur Íslendingana enda F.Olafsson frekar auðvelt svar og þurftum svo að bæta Euwe við.

Fyrir prófið hafði ég haft spurnir af því að hann spyr stundum um Heimsmeistarana og sem betur fer er ég nú með röðina á þeim á hreinu og hefði ekki átt í vandræðum með það. Hinsvegar náði ég að hjálpa kollega mínum frá Lesotho. Þannig vildi til að síðasta hléinu á námskeiðinu áður en prófaði byrjaði spurði ég hann hvort hann þekkti röðina á Heimsmeisturunum. Hann var ekki með það allt á hreinu þannig að ég sagði honum að Petrosian væri í uppáhaldi hjá Grivas (sko...maður náði eitthvað að fylgjast með!) og tilkynnti ég honum að hann væri níundi Heimsmeistarinn og hann skildi nú reyna að muna það.

Ég átti svo erfitt með að þurrka af mér skítaglottið þegar ég leit á 13. spurning prófsins sem var einmitt "Who was the 9th World Champion". Aðrar almennar spurningar voru t.d. hvaða frægu bók skrifaði Bronstein, hvað sagði Anand um innsæi (e. intuition) og hvaða klassísku hugmynd gaf Lasker skákheiminum.

Við fengum reyndar ekki að sjá svörin við öllu en ég vildi ná FIDE Trainer gráðunni og tókst það og því mjög sáttur.

 

Knattspyrna


 Eins og kom fram í síðasta pistli hefur verið spilaður fótbolti hér nánast öll kvöld. Undirritaður hefur nokkurn veginn verið fastagestur ásamt Hjörvari Steini og Guðmundi Kjartanssyni. Þeir sem mæta oftast af útlendingunum eru Alexander Ipatov, nokkrir franskir með Maze í fararbroddi, Pólverjar, Kólumbíumenn og svo nokkrir Norsarar með Magnus Carlsen í fararbroddi.

Fótbolti í Tromsö

 Á myndinni að ofan má sjá stórmeistarann Denis (Kadrec held ég) frá Bosníu kljást við GM Sebastien Maze. Á miðri mynd er Hjörvar Steinn í United búning og svo Magnus í hvítum bol. Undirritaður er svo í einhverjum furðulegum aðgerðum í gulum skóm, líklegast að reima!

Það hefur verið gaman að fylgjast með Magnusi en hann sýnir ekki af sér mikinn hroka og hefur gaman af boltanum og er nokk sama um úrslit. Hann er greinilega í mjög góðu líkamlegu formi og ásamt öðru greinilega lykilinn að árangri hans.

Það hefur á köflum komið upp smá krakki í manni og t.a.m. hef ég aldrei einsett mér jafnmikið að vinna tæklingu/baráttu um boltann og þegar ég lenti í slíkri baráttu við Magnus upp við battann í einum leiknum. Boltinn vannst og söng skömmu síðar í netinu. Litli "fanboy-inn" inn í mér rifnaði svo úr stolti þegar við Magnus vorum saman í liði daginn eftir og Magnus hrópaði tvisvar á nafn hins vörpulega Ingvars til að fá sendingu.

Veðrið hér hefur verið almennt gott fyrir utan mikla rigninu í tvö skipti. Menn létu sig þó hafa það og þrátt fyrir rigningu og þrumur og eldingar var spilað! Undirritaður var ræstur í boltann snemma á frídeginum þegar ég var að versla mér Burger King (fyrsti og eini skyndibiti ferðarinnar!) og hélt ég á fóboltavöllinn þegar þvílíka rigningin byrjaði. Enginn virtist ætla að mæta og þegar ég hafði lokið "máltíðinni" í einhverskonar skjóli fyrir rigningunni þá tæmdi ég pokann og sat eftir með risastóran bréfapoka frá BK sem ég byrjaði að hlaupa niður brekkuna með og notaði sem regnhlíf. Mætti ég þá Hjörvar og Gumma sem löbbuðu á móti mér ásamt Magnusi Carlsen í mestu makindum og hlógu að þessari "improvised" regnhlíf undirritaðs. Úr varð svo um 2ja tíma bolti í hellirigningu og pollum en skemmtilegur var hann!

Bermuda Partý

Hefð hefur skapast fyrir því að kvöldið fyrir fyrri frídag Ólympíumótsins haldi lið Bermuda hið svokallaða Bermudapartý þar sem öllum keppendum er boðið að stinga saman nefjum og kynnast.

Flestir okkar Íslendinganna kíktum við og áttum skemmtilega kvöldstund. Partýið var á allavega þrem ef ekki fjórum hæðum í nokkuð stóru húsnæði með DJ, dansgólfi og tilheyrandi. Mætingin var hreint gríðarlega góð hjá keppendum og allir spakir.

Fiona og Larry Bermuda

Undirritaður ásamt Larry frá Bermuda og Fionu sem er orðinn góður Íslandsvinur. 

Helv#$& verðlagið

Pizza Dinner

Í fyrradag var ákveðið hjá kvennaliðinu (ásamt Hjörvari) að brjóta aðeins upp kvöldmatinn á hótelinu og kíkt út að borða á pizzastað. Það var í stuttu máli dýrt þó maturinn hafi verið fínn. Guði sé lof að eingöngu var um að ræða pizzur! Ef farið hefði verið á almennilegan stað hefði þurft að greiða með einhversskonar raðgreiðslum!

Eins og margt er skemmtileg hér er verðlagið algjörlega út í hött og örugglega að gera út um budduna hjá mörgum!

Í stuttu máli er miðstærð af pizzu norðanmegin við 4.000 kall og mun sunnar við 5.000 kallinn. Kók með mat 1.000. Bjórinn er líka rándýr hér hef ég heyrt!!

 

Klósettin

Nakamura tweetaði um daginn að klósett-aðstaðan á skákstað væri óviðunandi og "absolutely disgusting". Hann hafði að einhverju leiti eitthvað til síns mál því þó að um góð ferðaklósett sé að ræða eru þetta samt ferðaklósett og það er ekkert rosalega spennandi að sjá botnfylli af saur úr 3-4 heimsálfum undir manni.

Ferðaklósettin

Norðmennirnir mega þó eiga það að flest hefur verið í mjög góðu standi hér og menn almennt ánægðir með mótshaldið. Varðandi klósettinn bættu þeir í fólkið sem er að þrífa þau og nú er mikið um að þau séu skoluð og hreinsuð og í gær var komin mjög góð lykt inn á þau öll og einhverskonar ilmsölt eða hvað það nú heitir komið fyrir þannig að lyktin inni á þeim er mjög góð.

Árangurinn

 Hingað til má eins og áður sagði segja að staðan hjá liðunum sé eilítið undir væntingum. Ef einstaklingsárangur er skoðaður sést að flestir eru að tefla í kringum stigin sín og flestir í raun að hækka. Hjá karlalðinu eru flestir í smá plús en Gummi í smá mínus sökum klaufaskaps í gær. Hefði sú skák dottið væri árangurinn í raun bara nokkuð góður. Það skilur lítið á milli. 

Hjá kvennaliðinu er það sama sagan, þrjár eru í plús en tvær í mínus. Lenka mun klára vel og verið óheppin ef eitthvað er. Eina sem ég hef verið óánægður með voru 2-3 skákir sem töpuðust of auðveldlega vegna einbeitingaskorts og fljótfærni. Að öðru leiti hafa stelpurnar staðið sig vel og á köflum verið að gera mjög fína hluti.

Kosningabaráttan

 Það styttist í kosningarnar sem verða vægast sagt fróðlegar. Verður loksins hægt að losna við spillingarvélina hans Kirsan?

Bæði Kasparov og Kirsan hafa gefið keppendum veglegar gjafir. Allir keppendur eiga bol frá báðum og geta því sýnt stuðning og hefur undirritaður um 80%+ séð fólk í Kasparov bolum. Kasparov er klárlega vilji meirahluta fólks en því miður snýst þetta ekki um það.

Bæði Kirsan og Kasparov gefa daglega út "bulletin" en reyndar byrjaði lið Kasparov á því og Kirsan hermdi fljótlega eftir því. Kosningabarátta Kirsan snýst að mestu um að skíta menn Kasparov út en minna um málefni. Held að flestir séu að fara að skipta yfir í að kjósa Kirstan útaf meintum skandölum varðandi fulltrúa í Afghanistan!

Friðrik Ólafsson skrifaði nýverið stuðningsbréf sem birt var á heimasíðu framboðs Kasparovs. Vonandi hefur skoðun þess mikla heiðursmanns einhver áhrif.

Því miður er raunin þó sú að eins og ég sagði áðan snýst þetta ekki um það sem fólkið vill. Það eru fulltrúarnir sem ráða og í gangi eru allskonar beinar og óbeinar mútur. T.d. var einn úr liði Kirsan sem boraði ógreidd mótsgjöld fyrir einhver Afríkuliðin með beinhörðum peningum (cash money!). Liðin skulda ekki peninga til baka....en augljóslega er gert ráð fyrir að þau séu skuldbundin á einhvern hátt til baka.

Einhver sagði um lið Kirsan eftir að annar hafði sagt..:"they know all the tricks in the book".....þá var svarað "no.....they wrote the book!"

 Atvik í viðureign við Ísrael

 Í gær átti sér stak örlítið leiðindaatvik í viðureigninni við Ísrael. Liðsstjóri Ísrael...sem lítur einhverveginn svona út:

arielsharon

 ....virtist hafa áhyggur af öryggi sigurs í viðureigninni í stöðunni 2-0 fyrir Ísrael. Lenka var að hrifsa til sín frumkvæðið meðan skák Elsu var reyndar lok lok og læs eins og menn segja. Allavega, Lenka var nýbúin að hafna jafntefli þegar hann gengur að borðinu og segir á ensku við sinn liðsmann að hún megi bjóða jafntefli. Þetta var sagt það hátt að það er truflandi og auk þess á tíma andstæðingsins. Í þriðja lagi var þetta gert án þess að kalla til skákdómara sem eru reglurnar.

Eftir þetta fór hann svo á fjórða borð þar sem Elsa sat að tafli og fór að spjalla á hebresku við hana sem endaði með því að hún bauð jafntefli þó líklegast gegn betri vilja. Aftur hefði hann átt að tala á ensku og líka kalla til skákstjóra.

Liðsstjóri þessi hefur áður valdið Íslendingum hugarangri en það var á EM Taflfélaga 2001. Það er því ljóst að hann vissi alveg hvað hann varð að gera og beitti þarna sálfræðihernaði til að gulltryggja sigurinn þó þessi hafi varla verið þörf.

Hann passaði svo að sjálfsögðu að nýta sér að skákdómarinn var óreynd stúlka frá Kenýa og hann passaði auk þessi að leika þennan leik ekki fyrr en ég brá mér frá að fá mér að borða.

Við höfum ritað smá kvörtun til yfirskákstjóra þar sem við tökum fram að þetta sé ekki í anda leiksins en förum að sjáflsögðu ekki fram á neinar refsingar eða neitt slíkt en þó er rétt að benda á svona framkomu!

Sviðssetning

Fyrir flestum er væntanlega augljóst að við Gunnar brugðum á leik hér þegar liðsstjóri Ísrael svaf á vaktinni (að safna kröftum fyrir voðaverk síðar?) og við þóttumst vera að gera slíkt hið sama....."Vakið yfir liðunum" ....hinsvegar hefur sýnt sig að örfáir virðast annaðhvort ekki hafa tekist að þróa með sér húmor eða hafa furðulegar hvatir að baki ýmsum fáranlegum fullyrðingum.

10298885_10152628495458291_4066344592399255993_n


Respect

Lítið atvik en mikið hægt að lesa úr því. Kasparov var gangandi um skáksalinn en eins og menn vita þá nýtur hann mikillar virðingar og yfirleitt menn sem beygja sig fyrir honum. Mér fannst það bera vott um mikla virðingu þegar Kasparov gekk að "Mr. Arnasan" með útréttan spaðann og tók þéttingsfast í hönd Jóns L. sem hafði ekki séð Kasparov koma fyrr en útréttur spaðinn var kominn í átt að honum.

 

Segi þetta gott að þessu sinni. Í dag er það Mexíkó í kvennaflokki og Pakistan í karlaflokki. Pakistan komið á óvart með þrjá stigalausa og annað borðið þeirra er með 4 af 6 og taplaus. Við erum vongóð um tvöfaldan sigur í dag.

mbk,

Ingvar Þór Jóhannesson

Liðsstjóri kvennaliðs Íslands og nýbakaður FIDE Trainer

 

p.s. allar skoðanir og skot í pistlinum eru mínar. Þeim sem líkar það ekki er sem fyrr bent á að troða sokk í holu eða gat að eigin vali.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Getur verið að Lenka hafi gefið skák í dauðri jafnteflisstöðu? Gangi ykkur sem best, en Færeyingar eru búinir að taka stökk fram á við í skákinni.

Erlingur Þorsteinsson (IP-tala skráð) 9.8.2014 kl. 15:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.1.): 36
  • Sl. sólarhring: 36
  • Sl. viku: 195
  • Frá upphafi: 8772792

Annað

  • Innlit í dag: 28
  • Innlit sl. viku: 130
  • Gestir í dag: 28
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband