Leita í fréttum mbl.is

Dagur 6: Skák er fyrir alla - viđureign dagsins lýsandi fyrir ţađ

P1020213Í dag teflir liđiđ í opnum flokki viđ liđ blindra og sjónskerta. Ţetta konsept ađ blindir, fatlađir og heyrnarskertir fái ađ tefla á Ólympíuskákmótum finnst mér frábćrt. Stelpurnar tefla viđ Bangladess. Gćrdagurinn var súr. Tap gegn Svíum međ minnsta mun og stórtap gegn Venesúela.

Gćrdagurinn

Tapiđ gegn Svíum var slćmt. Á mótum Serbum höfđum viđ P1020215góđa sigurmöguleika en gegn Svíum áttum viđ einhvern aldrei breik. Guđmundur Kjartansson tapađi örugglega en hinir Íslendingar höfđu aldrei neitt. Ţađ var fljótt ljóst hvert stefndi.

Stelpurnar áttu heldur ekki góđan dag. Töpuđu sannfćrandi nema Hallgerđur Helga. Nú er bara ýta gćrdeginum í burtu. Sjö umferđir eru eftir!

Umferđir dagsins

P1020224Í dag mćtum viđ IBCA - alţjóđlegri sveit blindra og sjónskerta. Viđ höfum aldrei mćtt ţeim áđur. Ţeir eru býsna sterkir og skulu alls ekki vanmetnir.

Í sveitinni er ţrautreyndir skákmenn sem hafa oft teflt á alţjóđlegum mótum. Margir íslenskir skákáhugamenn muna margir eftir fyrsta borđs manninum, Pólverjanum, Piotr Dukaczewski, sem tefldi á N1 Reykjavíkurskákmótinu 2012.

Helgi Áss Grétarsson, kom í heimsókn í gćr. Hann hefur tvívegis teflt viđ blinda skákmenn og segir ađ geti veriđ erfitt ađ einbeita sér. Auđvitađ er smá truflun en sumir ţeirra segja leikinn upphátt og svo leikur ađstođarmađur leikinn. Blindir eru eđli málsins samkvćmt einnig mjög minnugir. Full einbeiting er ţví gríđarlega mikilvćg í dag.

Stelpurnar tefla viđ Bangladess. Ţetta er í fjórđa skiptiđ sem ţađ gerist. Viđ höfum gert jafntefli P1020225tvisvar en tapađ einu sinni. Sveitirnar eru mjög áţekkar af styrkleika.

FIDE-kosningar

FIDE-ţingiđ hófst í gćr međ alls konar nefndarfundum. Ég er sjálfur í nefnd um samfélagslega ábyrgđ og hlustađi ţar á fólk frá Úganda og Síle ţar sem er veriđ ađ gera frábćra hluti.

Blađamannafundur Kasparov sem ég sagđi frá í gćr hefur kallađ fram viđbrögđ. Kirsan-fólk dreifir hér bćklingum ţar sem áskökunum er neitađ um óeđlileg vinnubrögđ varđandi kjörbréf er neitađ.

Í gćr hitti ég gamlan kunningja úr fyrrum Sovét-veldi, sem tefldi á alţjóđlega Hellismótinu 1993. Hann hefur veriđ FIDE-fulltrúi lengi og studdi t.d. Karpov fyrir fjórum árum síđan. Nú er hann ekki lengur FIDE-fulltrúi. Nú er ţađ annar ađili sem er stuđningsmađur Kirsans. Ţegar ég spurđi hann af hverju hann vćri ekki fulltrúi - fékk ég svariđ „just politics". Skipunin hefur komiđ ađ ofan.

Á morgun er frídagur.

Gunnar Björnsson


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.6.): 19
  • Sl. sólarhring: 22
  • Sl. viku: 182
  • Frá upphafi: 8766411

Annađ

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 109
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband