Leita í fréttum mbl.is

Yfirlýsing frá stjórn Myndstefs

Skák.is hefur borist eftirfarandi yfirslýsing frá Myndstefi.

Yfirlýsing frá Myndstefi vegna eftirgerđar Fischer einvígistaflborđs sem var til sýningar í Fischer Setrinu á Selfossi, en höfundur frumverksins er Gunnar Magnússon.

Tilurđ málsins:

Í ágúst 2013 barst Myndstefi ábending um meinta ólögmćta eintakagerđ og opinbera notkun á Fischer taflborđi Gunnars Magnússonar. Í samrćmi viđ vinnureglur Myndstefs var leitađ gagna og upplýsinga um notkunina og ţá mögulegt brot á höfundarétti myndhöfundar.

Viđ öflun upplýsinga kom í ljós ađ meint eintakagerđ hefđi veriđ í höndum Gunnars Finnlaugssonar, og ađ eftirlíkingin vćri nú til sýnis í Fischersetrinu á Selfossi, á ábyrgđ Magnúsar Matthíassonar. Viđ gagnaöflun kom einnig fram ađ kynningartexti fylgdi međ eftirlíkingunni, ţar sem skýrt var tiltekiđ ađ um vćri ađ rćđa eftirlíkingu á Fischer einvígstaflborđinu og ađ „hönnuđur borđanna og fylgiborđanna var Gunnar Magnússon húsgagnaarkitekt".

Ţótti Myndstefi ástćđa til ađ ćtla ađ ekki hafđi fengist leyfi frá höfundi til hvorki eftirgerđarinnar né annarrar opinberrar notkunar verksins, en samkvćmt höfundalögum nr. 73/1972 á höfundur eignarétt ađ verki sínu og hefur ţar međ einkarétt til ađ heimila eđa banna eintakagerđ eđa birtingu verka sinna. Öll notkun verka höfundar - eintakagerđ, eftirgerđ, gerđ eftirlíkinga, birting, sýning, miđlun eđa önnur notkun - ţarf leyfis höfundar, rétthafa hans, eđa höfundaréttarsamtaka sem fara međ höfundaréttargćslu höfunda á viđkomandi sviđi.

Myndstef eru slík höfundaréttarsamtök, en Myndstef fer međ höfundaréttargćslu myndhöfunda og telst hönnun og taflborđ Gunnars Magnússonar myndverk, og fellur ţví undir lögin og ţar međ undir réttindagćslu samtakanna. Myndstef eru lögformlega viđurkennd samtök og er tilgangur ţeirra ađ fara međ höfundarétt vegna opinberra endurbirtinga og sýninga á verkum myndhöfunda og stuđla ađ almennri höfundaréttargćslu á ţessu sviđi. Myndstef innheimtir ţóknun fyrir notkun á höfundarétti félagsmanna sinna og kemur henni til skila til ţeirra. Samtökin eru ekki rekin í hagnađarskyni.

Málavextir og lagarök:

Vegna ţessa var ábyrgđarađilum sent bréf ţann 29. ágúst 2013, ţar sem viđeigandi reglur og lög voru kynnt og tiltekiđ ađ ef ekki hefđi fengist leyfi fyrir eftirgerđinni eđa birtingunni (sýningunni) vćri um brot á höfundarétti Gunnars Magnússonar ađ rćđa, og ţar međ brot á höfundalögum  nr. 73/1972. Í bréfinu kom fram ađ Myndstef myndi innheimta ţóknun vegna notanna og auk ţess gera ţá kröfu ađ borđiđ yrđi fjarlćgt tafarlaust úr opinberri sýningu og/eđa ţví fargađ.

Ábyrgđarađilum var gefinn frestur til verđa viđ kröfum Myndstefs eđa setja sig í samband viđ Myndstef og semja um frekari leiđir, skilmála og greiđslufyrirkomulag.

Ekki barst svar frá ábyrgđarmönnum fyrr en 18. september, ţar sem bréf og krafa Myndstefs var ranglega nefnt ,,kćra" og og einnig var höfundaréttur Gunnars Magnússonar dreginn í efa, auk annarra atriđa. Ţví bréfi var svarađ og sendur reikningur vegna notanna 23. september 2013 upp á 120.000 kr.

Myndstef bauđ upp á sćttir og ađ afturkalla reikninginn ef höfundur féllist á slíkt, eđa leita annarra og frekari leiđa til sátta. Myndstef tók fram ađ ef yfirlýsing kćmi frá ábyrgđarađilum ađ borđiđ vćri ekki lengur til sýnis opinberlega, myndu samtökin ekki fara fram á förgun borđsins, gegn ţví ađ máliđ myndi leysast farsćllega og fljótt. Ađ auki var ábyrgđarađilum enn og aftur gefinn kostur á ađ sýna Myndstefi fram ađ upplýsingar ţćr er Myndstef hefđi undir höndum og forsendur krafna vćru ekki réttar.

Í kjölfariđ hófust mikil tölvupóstsamskipti og fyrirspurnir sem var öllum svarađ međ von og trú um ađ mál ţetta myndi leysast farsćllega og ţannig ađ sem minnst tjón yrđi fyrir alla ađila máls. Máliđ tafđist hins vegar fram á vetur 2013 og var ítrekun send á ábyrgđarađila ţann 26. nóvember 2013, ţar sem fyrri reikningur var ítrekađur og einnig sérstaklega sú krafa ađ broti yrđi hćtt og taflbođiđ fjarlćgt úr sýningu Fischersetursins. Ef ekki yrđi viđ kröfum Myndstefs og látiđ af brotum á rétti myndhöfundar, yrđi ađ leita ađstođar sýslumanns til innsetningar og fjarlćgja borđiđ af sýningunni og láta farga ţví.

Máliđ tafđist enn frekar og fátt var um svör, og ađ lokum var send lokaítrekun ţann 23. janúar 2014. Ítrekun ţeirri var svarađ samdćgurs af lögmanni Fischersetursins, sem síđar stađfesti ađ borđiđ vćri ekki lengur til sýnis í setrinu. Tók Myndstef á móti ţeirri stađfestingu og tók hana gilda og ítrekađi ađ borđiđ yrđi ekki sett í sýningu síđar meir, ,,ella verđur nauđsynlegt fyrir okkur og rétthafa ađ fá borđiđ fjarlćgt međ innsetningu hjá sýslumanni. Viđ vonum svo sannarlega ađ ekki ţurfti til ţess ađ koma".

Í kjölfariđ hófust tölvupóstsamskipti viđ lögmann Fischersetursins, er beindi kröfum Myndstefs til Gunnars Finnlaugssonar. 28. febrúar 2014 ítrekađi Myndstef ađ kröfum vćri beint in solidum til forstöđumanns Fischersetursins og framleiđanda eftirlíkingarinnar, enda varđađi brotiđ bćđi einkarétt höfundar til eintakagerđar, auk sýningar á ţeirri eftirlíkingu. Nokkrir fleiri tölvupóstar bárust frá lögmanni Fischersetursins ţar sem kom fram ađ kröfum ćtti ađ beina til Gunnars Finnlaugssonar, en ekki til setursins. Ţeim samskiptum var öllum svarađ á svipađan máta og fyrri tölvupóstar: ađ krafan vćri in solidum.

Ţann 1. mars 2014 kom loks tölvupóstur frá Gunnari Finnlaugssyni um ađ hann sé tilbúinn til ađ borga 100.000 kr, en hafnar ţó ábyrgđ.  Tveimur dögum síđar var tilbođiđ dregiđ til baka međ eftirfarandi setningu: ,,Vinir mínir á Selfossi eru búnir ađ fá meir en nóg af hroki ţínum og leita annar leiđa. Gunnar"

Myndstef hélt áfram samskiptum viđ lögmann Fischersetursins, og komist var ađ samkomulagi um ađ ef upphafleg krafa yrđi greidd, auk áfallins innheimtukostnađar, vćri mál ţetta úr sögunni og borđiđ gćti fariđ aftur til eiganda, gegn ţví ađ borđiđ vćri ekki, og yrđi ekki gert opinber síđar meir.

Ţessu tilbođi var tekiđ og skuld greidd, ţann 23. mars 2014 og var málinu ţar međ lokiđ.

Niđurlag:

Ađ mati stjórnar Myndstefs er máli ţessu lokiđ, og hefur Myndstef engu viđ ţađ ađ bćta, enda hafa samtökin beitt sér í hvívetna viđ ađ reyna ađ sćtta máliđ og leysa á farsćllegan hátt og jafnvel gengiđ skemur en lög mćla fyrir um, međ von um skjótar sćttir, og ađ sjálfsögđu međ ţeim fyrirvara ađ brot haldi ekki áfram og ađ borđiđ verđi ekki til sýnis í safninu.

Ađ auki munu samtökin ekki svara ţeim rangyrđum er Gunnar Finnlaugsson telur sig greinilega tilneyddan til ađ fara međ í fjölmiđla, auk ţeirra fjölmargra tölvupósta, fullyrđinga, rangtúlkana og persónulegra árása sem Gunnar Finnlaugsson hefur látiđ fara um samtökin og starfmenn ţeirra.

Virđingarfyllst,

Stjórn Myndstefs


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

ĆĆĆ

Áskell Örn Kárason (IP-tala skráđ) 21.5.2014 kl. 19:53

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (10.8.): 13
 • Sl. sólarhring: 36
 • Sl. viku: 254
 • Frá upphafi: 8706322

Annađ

 • Innlit í dag: 12
 • Innlit sl. viku: 204
 • Gestir í dag: 12
 • IP-tölur í dag: 12

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband