Leita í fréttum mbl.is

Skákmót Vals - Minningarmót um Hemma Gunn - Allir velkomnir

2013 04 23 19.53.25Skákmót Vals, keppnin um VALS-Hrókinn fer fram í Valsheimilinu ađ Hlíđarenda miđvikudaginn 30. apríl og hefst kl. 18. Tefldar verđa níu umferđir eftir svissneska kerfinu og verđa tímamörkin 5 2, ţ.e. 5 mínútur á alla skákina ađ viđbćttum 2 sekúndum fyrir hvern leik. Keppt er um farandgripinn VALS-Hrókinn sem var gefinn af Jóhanni Eyjólfssyni fyrrverandi formanni Vals en gripurinn sem úr tré kom í leitirnar eigi alls fyrir löngu en fyrst var keppt um hann fyrir meira en 60 árum og međal sigurvegara á ţeim tíma voru Gunnar Gunnarsson og Björn Theódórsson.

Fjölmörg önnur verđlaun verđa veitt  m.a. varningur  frá HENSON fyrirtćki formanns skákdeildar Vals, Halldórs Einarsson. Allir skákunnendur er hvattir til ađ taka ţátt í mótinu og gamlir Valsmenn og konur eru alveg sérstaklega velkomin.

Mótiđ er helgađ minningu Hermanns Gunnarssonar sem féll frá í júní á síđasta ári. Hermann var 2013 04 23 19.17.32 međal ţátttakenda í keppninni um VALS-Hrókinn á síđasta ári en ţá bar Helgi Ólafsson sigur úr býtum. Hermann  var sjálfur hörku skákmađur og var á sínum tíma heiđrađur af Skáksambandi Íslands fyrir framlag sitt til eflingar skáklistarinnar en hann var stjórnandi fjölmargra skákmóta í sjónvarpi á árunum 1992- 2006.

Međal ţeirra sem hafa bođiđ komu sína nú eru stórmeistararnir Helgi Ólafsson og Jón L. Árnason.

Mótiđ nú er haldiđ af Skákdeild Vals í samvinnu viđ Skáksamband Íslands.

Skráning fer fram á Skák.is og eru allir velkomnir, ekki síst ţeir sem vilja heiđra minningu Hemma Gunn.

Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má finna hér.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (4.7.): 3
 • Sl. sólarhring: 21
 • Sl. viku: 230
 • Frá upphafi: 8704982

Annađ

 • Innlit í dag: 2
 • Innlit sl. viku: 154
 • Gestir í dag: 2
 • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband