Leita í fréttum mbl.is

N1 Reykjavíkurskákmótiđ 2014 - vel heppnađ 50 ára afmćlismót

 

IMG 0018

 

Enn heldur ađsóknin á N1 Reykjavíkurskákmótiđ áfram ađ aukast. Í ár tóku 255 skákmenn ţátt frá 35 löndum sem ađ sjálfsögđu er met. Mótshaldiđ gekk ađ ţessu sinni ákaflega smurt og áfallalaust fyrir sig. Kínverski stórmeistarinn Li Chao kom, sá og sigrađi en Helgi Ólafsson var međal ţeirra sem enduđu í 2.-5. sćti. Bandaríkjamađurinn (Walter) Browne vakti svo mikla athygli fyrir fjörlega framkomu og taflmennsku. Ungstirniđ Richard Rapport, vakti einnig gífurlega athygli fyrir frumlega og skemmtilega taflmennsku. Ţađ var ţó Garry Kasparov sem stal senunni međ stórskemmtilegri heimsókn.

 

DSC08946

 

Skákstađurinn

Harpa er einstakur skákstađur.  Algjörlega magnađur. Ţađ er nánast eins og húsiđ hafiđ veriđ hannađ sem skákhöll en svo tónlistarhús veriđ byggt í leiđinni. Smá tónlist setti svip sinn á mótiđ - eins og einstaka sinnum hefur komiđ fyrir áđur en var ţó ekki til stórra vandrćđa. Búiđ  er ađ byggja hljóđvegg frá Munnhörpunni ţannig ađ ţađ vandamál leystist í eitt skipti fyrir öll.

 

DSC09105

 

Framtíđ mótsins er í Hörpu en um ţessar mundir er veriđ ađ ganga frá samningi um veru mótsins ţar 2015-17.

Toppbaráttan

Fyrir mótiđ voru tveir skákmenn yfir 2700 skákstig. Annars vegar Ţjóđverjinn Arkadij Naiditsch (2706) og hins vegar áđurnefndur Li Chao (2700). Ţeim síđarnefnda hlekktist á strax í fyrstu umferđ ţegar hann gerđi jafntefli viđ Kanadamanninn Daniel Abrahams (2055). Hann fór svo í mikiđ stuđ og vann nćstu fjórir skákir, gerđi jafntefli viđ Mikail Kobalia (2646) í sjöttu umferđ en vann svo ţrjár nćstu. Sigurinn tryggđi hann sér međ jafntefli í lokumaferđinni gegn Robin Van Kampen (2603).

 

DSC08040

 

Egyptinn Dr. Bassem Amin (2607) byrjađi hins vegar allra best keppenda. Hann hafđi hlotiđ 6˝ vinning í sjö fyrstu skákunum. Kasparov lék hins vegar fyrir hann upphafsleikinn í áttundu umferđ og ţađ var ekki góđs viti ţví hann tapađi öllum skákunum eftir ţađ!

 

DSC09085

 

Ţađ var hins vegar Helgi Ólafsson (2546) sem gladdi okkur Íslendinganna međ fjörlegri og skemmtilegri taflmennsku!

Íslendingarnir

Helgi varđ efstur Íslendinga međ 8 vinninga. Eftir áfall í fjórđu umferđ, tap gegn Simon Bekker-Jensen (2418) fór hann í banastuđ og vann fimm skákir í röđ. Jafntefli í lokaumferđinni gegn Eric Hansen (2587) ţýddi svo 2.-5. sćti, ađeins hálfum vinningi á eftir Li Chao.

Helgi ákvađ í kjölfariđ ađ gefa kost á sér ólympíuliđiđ fyrir Ólympíuskákmótiđ 2014 og hefur sagt upp stöđu sinni sem landsliđsţjálfari. Ţar verđur Helga auđvitađ sárt saknađ en enn meira fagnađarefni er koma hans í landsliđiđ á ný.

 

DSC08840

 

Hannes Hlífar Stefánsson (2541) og Hjörvar Steinn Grétarsson (2511) urđu nćstir Íslendinga međ 7˝ vinning og í 6.-10. sćti. Hannes er alltaf til alls líklegur á N1 Reykjavíkurskákmótum enda fimmfaldur sigurvegari. Hjörvar tefldi kraftmikiđ og lagđi međal annars Gawain Jones (2651) ađ velli í kröftugri skák.

Henrik Danielsen (2501) hlaut 7 vinninga. Ţröstur Ţórhallsson (2453) og Stefán Kristjánsson (2503) komu svo nćstir međ 6˝ vinninga.

 

DSC09223

 

Lenka Ptácníková (2239) varđ efst íslenskra skákkvenna en hún hlaut 6 vinninga. Međ árangri sínum náđi hún áfanga ađ alţjóđlegum meistaratitli. Stjórn SÍ hefur í kjölfariđ bođiđ Lenku ađ taka ţátt á EM kvenna sem fram fer í Plovdid í Búlgaríu í maí nk.

Sé skođađ hverjir stóđu sig best miđađ viđ "performance" er Helgi (2598) efstur. Í nćstu sćtum eru Hjörvar (2588), Hannes (2567), Henrik (2486) og Ţröstur (2444).

 

DSC08530

 

 Sé skođađ hverjir hćkkuđu mest á stigum kemur fáum á óvart Vignir Vatnar Stefánsson (1844) er efstur en hann hćkkađi um 55 stig fyrir frammistöđuna. Í nćstu sćtum eru Jón Kristinn Ţorgeirsson (46), Birkir Karl Sigurđsson (41), Gauti Páll Jónsson (41) og Páll G. Jónsson (40). Gaman ađ sjá Pál á ţessum lista en hann var elstur keppenda, fćddur áriđ 1933.

 

IMG 1110

 

 


 

Eftirtaldir hćkkuđu um 30 stig eđa meira:

1

Stefansson Vignir Vatnar

1844

55

2

Thorgeirsson Jon Kristinn

1883

46

3

Sigurdsson Birkir Karl

1738

41

4

Jonsson Gauti Pall

1618

41

5

Jonsson Pall G

1802

40

6

Thorhallsson Simon

1636

38

7

Fridgeirsson Dagur Andri

1803

37

8

Heimisson Hilmir Freyr

1761

36

9

Johannesson Oliver

2115

35

10

Ontiveros John

1710

32

11

Ptacnikova Lenka

2239

31

12

Einarsson Oskar Long

1599

30

 

Ýmiss tölfrćđi

255 skákmenn tóku ţátt í mótinu en voru 227 í fyrra. 100 íslenskir en 155 erlendir. Norđmenn voru fjölmennastir eins og svo oft áđur en 28 Norđmenn tóku ţátt. Nćstfjölmennastir voru Ţjóđverjar (25) en í nćstum sćtum komu Bandaríkin (12), Kanada (11) og Svíţjóđ (10). Hvorki Fćreyingar né Finnar tóku ţátt.

28 stórmeistarar og 24 alţjóđlegir meistarar tóku ţátt. Alls voru titilhafarnir 88.

28 konur tóku ţátt og mćtti ţađ hlutfall gjarnan vera hćrra. 

Kasparov

 

DSC08962
Garry Kasparov var á landinu 9.-11. mars. Međal annars áritađi hann bćkur, heimsótti leiđi Fischers, heimsótti Fischer-setriđ og sótti fundi međ stjórn Skáksambands Norđurlanda en hana skipa forsetar Norrćnu skáksambandanna. Stjórnarmennirnir komu til landsins vegna komu Kasparovs og fór yfir áherslur hans fyrir FIDE-ţingiđ í Tromsö í ágúst nk.

 

Ţađ var gríđarlega gaman ađ fá Kasparov hingađ. Ég var mikiđ međ kappanum í ţá tvo daga sem hann var hérna. Útgeislun hans er gífurleg og krafturinn ótrúlegur. Hann var alltaf ađ - aldrei dauđur tími. Húmorískur og skemmtilegur - en á köflum mislyndur.

Ég á eftir ađ setja saman smá grein um komu hans, ađdraganda hennar og hvernig hann kom mér fyrir sjónir.

Einnig kom hingađ til leiks Silvio Danaliov, forseti Evrópska skáksambandsins.

Sérviđburđir

Margir skemmtilegir sérviđburđir fóru fram í tengslum viđ mótiđ. Stefán Bergsson hafđi yfirumsjón međ ţeim og fórst ţađ afar vel úr hendi.

Eftirfarandi sérviđburđir fóru fram:

Opnunarpartý (3. mars)

Opnunarpartý N1 Reykjavíkurskákmótsins fór fram mánudaginn 3. mars á Sky Bar eđa degi fyrir mót. Gekk afar vel og margir sóttu. Björn Ţorfinnsson fór yfir mótiđ, sögu ţess og sagđi frá fyrirkomulagi og sérviđburđunum.

Mjög góđ stemning náđist og keppendur kynntust betur en ella. Viđburđur sem er kominn til ađ vera.

Setning mótsins (4. mars)

 

DSC08070
KK flutti lag, Eggert Benedikt Guđmundsson, forstóri N1, Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráđherra og Dagur B. Eggertsson, formađur borgarráđs héldu rćđur. Sá hinn síđastnefndi setti svo mótiđ og lék fyrsta leikinn í skák Arkadij Naiditsch og Guđlaugar Ţorsteinsdóttur. N1 Reykjavíkurskákmótiđ var hafiđ!

 

Gullni hringurinn (6. mars)

Á hverju eru ári er bođiđ upp á Special Golden Circle. Ţátttaka eykst ár frá ári. Nú tóku um 70 ţátt sem er nálćgt ţví ađ vera helmingur erlendra keppenda. Um er ađ rćđa hinn hefđbundna Gullna hring en komiđ er viđ á leiđi Fischers sem og Fischer-setrinu á Selfossi. Međal ţeirra sem fóru var Richard Rapport og Li Chao.

Reykjavik Open Pub Quiz (7. mars)

 

DSC08709

Vinsćldir hafa aldrei veriđ meiri. Um 70-80 manns sóttu Sky Bar ţar sem keppnin fór fram. Spyrjendur og spurningahöfundir voru Stefán Bergsson og Ingvar Ţór Jóhannesson. Sigurvegarar urđu Dirk Jan ten Geuzendam, ritstjóri New In Chess, og Helgi Ólafsson, sem eru nú ađ skrifa grein um mótiđ sem birist í nćsta tölublađi New In Chess.

 

Reykjavík Open Barna Blitz (8. mars)

Átta skákmenn tefldu til úrslita sem höfđu unniđ sér keppnisrétt eftir undanrásir. Undanrásirnar fóru fram á ćfingum hjá skákdeild Fjölnis, GM Helli og TR. Síđustu undanrásirnar fóru fram í Hörpu degi fyrir útslitin.  Hilmir Freyr Heimisson sigrađi örugglega í úrslitunum.

Teflt án tafar - Even Steven (8. mars)

Hrađskákmótiđ Even Steven fór fram í annađ sinn. Veitt var rífleg tímaforgjöf til stigalćgri keppenda en hver 100 stig sem voru á milli keppenda dró ţá sundur um eina mínútu í hvora átt. Ef munurinn var meiri en 400 stig var sá stigalćgri međ 9 mínútur gegn einni ţess stigahćrri. Ţó voru allir međ viđbótarsekúndu eftir hvern leik. Um 60 skákmenn tóku ţátt. Sigurvegari mótsins var Vladimir Hamitevic frá Móldovíu. Góđ stemming í Hörpu og hörkumót. Lokastöđu mótins má finna hér.

Fyrirlestur Kobalia (9. mars)

Rússneski stórmeistarinn og yfirţjálfari rússneska unglingalandsliđsins, Mikhail Kobalia, flutti fyrirlestur um uppbyggingu skákţjálfunar í Rússlandi. Fyrirlesturinn var vel sóttur en um 35 sóttu hann, ţar af flestir sem hafa veriđ viđriđnir ţjálfun og kennslu.

Fótbolti (9. mars)

Ísland sigrađi heiminn 6-2 í ćsispennandi fótboltaleik sem fram fór í Kórnum.

Áritun Kasparovs (10. mars)

Garry Kasparov áritađi bćkur og annađ viđ upphaf umferđar. Löng röđ myndađist og allar bćkurnar sem Sigurbjörn bóksali hafđi til sölu seldust upp! Kasparov setti svo umferđina.

Lokahóf og verđlaunaafhending (12. mars)

IMG 0011
Lokahóf mótsins fór fram í Ráđhúsi Reykjavíkur, gömlum keppnisstađ mótsins. Elsa Hrafnhildur Yeoman, forseti borgarstjórnar, setti hófiđ. Björn Ţorfinnsson stjórnađi lokahófinu ađ myndarskap sem tókst vonum framar og vakti ánćgju keppenda.


Fyrirkomulag mótsins

Umrćđur um fyrirkomulag mótsins eru sígildar og hefjast í kringum hvert N1 Reykjavíkurskákmót. Sitt sýnist hverjum og góđ og gild rök hafa komiđ fram um flokkaskiptingu. Ţau snúa fyrst og fremst ađ tvennu. Minnka hin svokölluđ „jó-jó áhrif" og einnig ađ auka möguleika á áföngum fyrir áfangaveiđara.

Stjórn SÍ og mótsstjórn hefur komiđ til móts viđ titilveiđara á tvennan hátt. Í fyrsta lagi međ ţví ađ fjölga liđum í efstu deild upp í 10 liđ á Íslandsmóti skákfélaga. Ţar međ er fyrsta deildin orđin áfangavćn fyrir titilveiđara. Ţarna er semsagt búiđ ađ búa til heilt nýtt áfangavćtt mót sem lengi hefur veriđ kallađ eftir. Enginn áfangi náđist reyndar í hús í ár en ţrír keppendur voru nćrri ţví, ţar á međal Halldór Brynjar Halldórsson.

Einnig var umferđum á N1 Reykjavíkurskákmótinu fjölgađ í 10. Međ ţví er titilveiđurum gert mun auđveldara um vik. Hćgt er t.d. ađ strika út skákina í fyrstu umferđ, sem oft hefur veriđ kvartađ yfir ţar sem styrkleikamunurinn er mikill, og hćkka ţar međ međalstigin umtalsvert. Sex áfangar náđust í hús á mótinu. Tveir viđbótaráfangar náđust međ tíundu umferđinni.

Ţarfir keppenda á N1 Reykjavíkurskákmótanna er margvíslegar. Sumir koma hingađ til ađ reyna ađ vinna mótiđ, ađrir stefna á áfanga og ađrir koma til ađ tefla sér til ánćgju. Árangurinn er jafnvel aukaatriđi. Suma dreymir auđvitađ um draumaúrslit og sumir eru jafnvel svo heppnir ađ ná slíkum. Má ţar nefna Kanadamanninn Daniel Abrahams sem náđi jafntefli gegn Li Chao í fyrstu umferđ. Hafa verđur í huga hagsmuni heildarinnar - ekki hagsmuni einstakra hópa.

Ég tók viđ sem mótsstjóri (Tournament Director) áriđ 2010. Skođum ţróun mótsins á ţessum árum.

 

Keppendur

Breyting

Íslenskir

Erlendir

2010

104

-5%

51

53

2011

166

60%

67

99

2012

198

19%

85

113

2013

227

15%

79

148

2014

255

12%

100

155


Breytingin 2011 var mikil en ţá var mótiđ opnađ mun meira en ţađ hafđi veriđ. Síđan ţá hefur veriđ samfelld aukning keppenda. Fjölgun erlendra keppenda hefđi orđiđ enn meiri hefđi ekki orđiđ vart viđ hótelskort á miđborgarsvćđinu á međan mótinu stóđ nú sem og ađ EM einstaklinga fór fram á sama tíma.

Fjölgun innlendra keppenda er mjög ánćgjuleg og ţess má geta ađ hún kemur fram á öllum aldursbilum - alls ekki bara í yngsta aldursflokknum.

Mótiđ 2012 var kjöriđ ţriđja besta alţjóđlega mót ársins sem verđur ađ teljast frábćr árangur. Mótin tvö á undan okkar voru í allt öđrum flokki hvađ varđar fjármagn, ţ.e. Gíbraltar og Aeroflot.

Keppendur á N1 Reykjavíkurskákmótinu 2014 voru 255 eins og áđur sagđi. Heildarverđlaun voru €15.000. Keppendur á sterkasta opna móti hvers ár, EM einstaklinga, voru 259 en ţar voru heildarverđlaun €160.000 eđa ríflega 10 sinnum hćrri.

Silvio Danaliov, forseti ECU, vakti einmitt athygli á ţessu viđ hvern sem vildi, ţegar hann var hérna á landinu, og benti á ađ ţetta segđi nú sitthvađ um mótshaldiđ hér. Ţađ sé ljóst ađ verđlaunin séu ekki ađalmáliđ - nema ţá fyrir afmarkađan hóp. Ţetta segir okkur sem mótshöldurum ađ viđ erum ađ gera eitthvađ rétt.

Mér sjálfum finnst ţađ hálfsérkennilegt ađ gjörbreyta fyrirkomulaginu frá ţví sem nú er í ljósi ofangreinds. Auđvitađ mega menn ekki stađna - og ţurfa ađ vera sífellt á tánum. Styrkja má hitt og ţetta í mótshaldinu. Mér hefur t.d. dottiđ í hug ađ hafa helgarmót samhliđa, t.d. 5-6 umferđa fyrir ţá sem ekki hentar ađ tefla á sjálfu mótinu, t.d. frá fimmtudegi til sunnudags. Opiđ fyrir alla, međ lćgri ţátttökugjöldum, en ađ sama skapi međ fremur lágum verđlaunum.

Ég satt best ađ segja veit ekki hvađ gerist verđi mótinu breytt og finnst slíkt töluverđ áhćtta. Stjórn SÍ hefur hafist handa viđ ađ útbúa könnun sem send verđur til keppenda ţar sem ţeir verđa spurđir ýmissa spurninga, t.d. hvort ađ flokkaskipting myndi auka, minnka eđa breyta engu um ţátttöku ţeirra í framtíđinni.

Ţess fyrir utan er ljóst ađ međ flokkaskiptingu myndi afkoma mótsins versna umtalsvert. Ţađ er ekki hćgt ađ rukka inn sömu ţátttökugjöld í neđri flokkum auk ţess sem aukiđ verđlaunafé ţyrfti. Mótiđ nú er ţađ fyrsta síđan ég tók viđ sem er réttu megin viđ núlliđ. Ég hef engar töfralausnir um auđfengiđ rekstarfé - en á köflum skynja ég á á köflum á spjallţráđum skákmanna ađ ţađ sé lítiđ mál „ađ tćkla fjárhagslegu hliđina" - en ţeir sem ţekkja til vita ađ slíkt er mikiđ hark.

Mótiđ gengur betur og betur ár hvert. Hví ađ gjörbreyta ţví sem gengur svo vel?

Ţakkir

Mót eins og  N1 Reykjavíkurskákmótiđ gengur ekki upp án góđs starfsfólks. Ţeir sem tóku virkastan ţátt í starfi mótsstjórnar voru Ingibjörg Edda Birgisdóttir, Ingvar Ţór Jóhannesson, Omar Salama, Óskar Long Einarsson, Pálmi R. Pétursson, Stefán Bergsson og Steinţór Baldursson.

Skákstjórn var ákafleg öflug. Yfirdómari mótsins var Ríkharđur Sveinsson, ađstođaryfirdómari var Omar Salama en ađrir dómarar voru G. Sverrir Ţór, Páll Sigurđsson, Ólafur S. Ásgrímsson og Róbert Lagerman. Páll hélt jafnframt utan um pörun. Ţarna er á ferđinni einvalaliđ dómara.

Beinar útsendingar frá skákum mótsins voru í höndum Steinţórs Baldurssonar og Omar Salama og hafa aldrei gengiđ betur en í ár.

Sama má segja um innsláttinn. Hann var í höndum Kjartans Maack og Péturs Atla Lárussonar. Hann hefur aldrei gengiđ betur og hef ég ekki enn heyrt um neina villu!

Myndatökur voru í höndum Hrafns Jökulssonar og Fionu Steil-Antoni.

 

DSC09056
Ingvar Ţór Jóhannesson var međ beinar sjónvarpsútsendingar. Međ honum í settinu var Fiona Steil-Antoni. Umsjón međ tćknimálunum í ţeim höfđu Peter Doggers og Lennart Ooates en útsendingarnar voru í umsjón Chess.com.  Ţćr útsendingar gengu frábćrlega.

 

Pálmi R. Pétursson og félagar í Menningarfélaginu Mátum stóđ fyrir útgáfu hins frábćra Tímaritsins Skák.

Ingibjörg Edda Birgisdóttir og Donika Kolica voru svo ómissandi hjálparhendur. Inga var svona „altmuligkvinde" og greip međal annars inn í skákstjórn ţegar vantađi.

Alltaf er gott ađ leita til Jóns Ţorvaldssonar um góđ ráđ. Jón er ótrúlega úrrćđagóđur mađur.

Ađ öđrum ólöstuđum voru ţađ Stefán Bergsson og Ingvar Ţór Jóhannesson sem báru ţunga mótsins og undirbúnings á skákstađnum ásamt undirrituđum og Ásdísi Bragadóttur, framkvćmdastjóra SÍ. Hún vinnur hin ósýnilegu störf sem eru algjörlega nauđsynleg en fáir taka eftir. Án hennar vćri Reykjavíkurskákmótiđ á allt öđrum öđrum stađ.

„Hin konan" í lífi mín, Andrea Margrét Gunnarsdóttir, fćr sérstakar ţakkir fyrir öll hennar góđu ráđ og vera alltaf til stađar ţegar ţess ţurfti! Sérstaklega reyndist hún mér vel ţegar mesta álagiđ var á undirrituđum í kringum komu Kasparovs.

Styrktarađilar mótsins fá sínar ţakkir.  Má ţar sérstaklega nefna Reykjavíkurborg sem međ sanni hefur veriđ helsti samstarfsađili SÍ varđandi mótshaldiđ í hálfa öld og halda t.d. ávallt hiđ mjög svo vinsćla lokahóf mótsins.

N1 hefur veriđ helsti styrktarađili mótsins og ţađ er ákaflega ţćgilegt ađ vinna međ starfsfólki ţess. Án sterks styrktarađila vćri mótiđ hvorki fugl né fiskur.

Gagnaveita Reykjavíkur og CCP reyndust drjúgir samstarfsađilar. DHL gaf okkur flutning skáksetta frá Noregi, Epli.is lánađi okkur tölvu. Tölvulistinn lánađi tölvur og annan tćknibúnađ og fá miklar ţakkir fyrir. Og hér má nefna fleiri ađila sem reyndust okkur vel. Einkar gott var t.d. ađ vinna međ starfsfólki Hörpu og Center Hotels. Mikil fagmennska ţar á ferđinni.

Reykjavíkurskákmótiđ er eitt elsta opna skákmót heims og ein elsta hátíđin sem kennd er viđ Reykjavíkurborg. Mótiđ dregur ađ sér yfir hundrađ erlenda skákmenn, sem eru einnig almennir ferđamenn hér í landi og kynna sér land og ţjóđ samhliđa taflmennskunni. Erlendu keppendurnir voru ánćgđir međ dvölina, og nefndu margir ţann vinalega brag sem einkennir hátíđina. Mótiđ stćkkar og stćkkar og áhrif ţess og vćgi innan hins alţjóđlega skákheims síaukast. Skákhátíđin í marsmánuđi ár hvert í Reykjavíkurborg göfgar skáklíf landsins svo um munar.

Nokkur ummćli erlendu gestanna

DSC08851

IM Tania Sachdev (Indlandi)

 

Fantastic event love playing here. See you next year Iceland!

 

DSC08838

 


GM Alexander Colovic ( Makedóníu)

I am very happy to have come to Reykjavik. I have played a lot of open tournaments, but this is one of the rare ones where the player feels welcomed and taken care of. The organisation was perfect and the event ran smoothly. Congratulations to the organisers on a job well done!


GM Robin Van Kampen (Hollandi)

 

DSC08857

 

Had the best 2 weeks ever in Iceland where Eric Hansen and I had a a great tournament.

WGM Alina L'Ami (Rúmeníu)

 

DSC08512

 

Back home after ten days of intense chess in ReykjavikOpen! I already know what I'll do next year


Johan Sigeman (Svíţjóđ) - Mótsstjóri Sigeman-mótanna í Svíţjóđ


En fantastiskt väl genomförd och trevlig tävling! Kan rekommenderas.


Tyler Longo (Kanada)

The playing hall is large and spacious, and overlooks the Reykjavik harbour, with the two adjoining rooms used for live commentary and skittles. The organizers are doing a great job, and the whole tournament feels extremely professional.


Sjáumst 10.-18. mars 2015 í Hörpu!

Gunnar Björnsson,
formađur mótsstjórnar N1 Reykjavíkurmótsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 9
  • Sl. sólarhring: 33
  • Sl. viku: 144
  • Frá upphafi: 8765248

Annađ

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 115
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband