Leita í fréttum mbl.is

Björn Hólm sigrađi á Skákmóti Árnamessu 2014. Rúmlega sjötíu börn og unglingar tefldu á skákmótum í Stykkishólmi

 

IMG 4141

 

Skákdeild Fjölnis stóđ fyrir tveimur öflugum skákmótum í Stykkishólmi fyrir börn og unglinga helgina 29. - 30. mars. Skákmót Árnamessu var haldiđ í 5. sinn í grunnskólanum  og ađ ţessu sinni var haldiđ annađ tveggja daga bođsmót í Lionshúsinu fyrir 10 bestu skákdrengi og skákstúlkur landsins, 20 ára og yngri.

Gunnar Svanlaugsson skólastjóri í Stykkishólmi var heiđursgestur mótsins og ávarpađi hann ţátttakendur í upphafi móts. Gunnar fagnađi ţví frumkvćđi mótshaldara ađ efna til svo glćsilegs viđburđar í Hólminum og minntist Árna Helgasonar bindindisfrömuđar sem mótiđ er kennt viđ. Skólastjórinn lék 1. leik mótsins fyrir Valgerđi Jóhannesdóttur Rimaskóla en hún og skólasystur hennar eru Íslandsmeistarar grunnskóla í stúlknaflokki.

 

Sigurvegarar í keppnisflokkunum ţremur: Benjamín Ómar í flokki Hólmara, Mykhaylo í yngri flokk og Björn Hólm í eldri flokk og sigurvegari á Skákmóti Árnamessu 2014

 

Tefldar voru sjö umferđir og varđ Björn Hólm Birkisson í TR sigurvegari mótsins međ 6,5 vinninga af 7 mögulegum. Hann reyndist taplaus á ţessu spennandi og hnífjafna móti, vann sex skákir og gerđi ađeins jafntefli viđ Nansý Davíđsdóttur Fjölni, í lokaumferđinni. Nansý tapađi ekki heldur skák, vann 5 skákir og gerđi tvö jafntefli. Hún sigrađi stúlknaflokkinn.

 

IMG 4199

 

Í yngri flokk sigrađi Mykhaylo Kravchuk TR međ sex vinninga og efstur Snćfellinga varđ Hólmarinn Benjamín Ómar Kristjánsson. Ađrir í efstu sćtum voru ţau Bárđur Örn Birkisson TR, Sćmundur Árnason Fjölni, Óskar Víkingur Davíđsson GM Helli, Joshua Davíđsson Fjölni, Sóley Lind Pálsdóttir TG, Mikael Maron Torfason Fjölni, Jón Hreiđar Rúnarsson Víkingaklúbbnum og Balthasar Máni Wedholm TM Helli, öll međ 5 vinninga eđa meira.

 

IMG 4167

 

Í spurningakeppni skákfélaga sem haldin var í skákhléi var ţađ liđ TR sem hafđi öruggan sigur og voru ţar gáfnaljósin Ţorsteinn Magnússon, Bárđur Örn Birkisson og Mykhaylo Kravchuk sem skipuđu spurningaliđiđ.

Eins og áđur segir var mikiđ fjölmenni á Árnamessuskákmóti og kom fullsetin 67 manna rúta međ keppendur og foreldra úr Reykjavík. Í lok mótsins var mikil verđlaunahátíđ og fengu 40 ţátttakendur verđlaun fyrir góđa frammistöđu. Flestir ţátttakendur komu frá Fjölni alls 19 skákkrakkar. Helgi Ólafsson stórmeistari hafđi dvaliđ tvo daga á undan í Hólminum og kennt krökkunum í grunnskólanum skák. Í framhaldinu skráđu 15 Hólmarar sig til leiks. Um tugur skákkrakka komu svo frá Taflfélagi Reykjavíkur.

Helgi Árnason formađur Skákdeildar Fjölnis í Grafarvogi stjórnađi skákmótinu og hafđi Pál Sigurđsson formann Taflfélags Garđabćjar sér til halds og trausts viđ framkvćmdina sem ţótti takast einstaklega vel. Sannkölluđu skákćvintýri lauk eins og ţađ byrjađi međ mikilli gleđi og áhuga.

Sjá úrslit á Chess-Results.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (6.8.): 23
 • Sl. sólarhring: 56
 • Sl. viku: 278
 • Frá upphafi: 8706216

Annađ

 • Innlit í dag: 22
 • Innlit sl. viku: 220
 • Gestir í dag: 20
 • IP-tölur í dag: 20

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband